Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1980 41 ITj rs ..-cV VELVAKANDI SVARAR í SÍMA OIOOKL. 10— 11 FRÁ MÁNUDEGI """ varpið. Nú vildi ég aðeins fá að varpa þeirri hugmynd fram, hvort ekki sé í lagi að frá Akureyri verði sent nokkra tíma dagsins efni er miðist við Norðurland einkum. Gæti það þá annað hvort fengið inni hjá Utvarp Reykjavík eða hreinlega sent út á sértíðni eða hvað það nú heitir og við Norð^ lendingar hlustað ótruflaðir af því sem aðrir vilja heyra hjá Utvarp Reykjavik. Mætti ekki athuga svona hugmynd? Norðlendingur.“ • Launráð vegna loðnusporða Nokkrar línur eru teknar hér úr bréfi er barst fyrir nokkru og fjallar um Jan Mayen málið og samband íslendinga og Norð- manna vegna þess: „Stjórnin í haust féll sama daginn og verið var að brugga launráð gegn Norðmönnum út af loðnusporðum við eyðieyju. Ný stjórn verður ekki mynduð fyrr en landakröfum verður endanlega varpað fyrir borð og allri ósann- girni í garð Norðmanna, nánustu frænda vorra og móðurþjóðar. Sambandið við Norðmenn er eitt hið allra þýðingarmesta í lífi Islendinga, sem þjóðar. 9738-9179“ • Ónákvæm tímasetning Nokkrir hlustendur útvarps hafa beðið Velvakanda fyrir þá orðsendingu til útvarps að reynt verði að gæta meiri nákvæmni í tímasetningu Passíusálmanna. Þeir séu auglýstir á ákveðnum tíma kvöldsins, en lestur þeirra hefjist oft ekki fyrr en nokkru síðar. Óska menn eftir meiri nákvæmni í þessu efni, enda séu margir, sem vilji hlusta, tilbúnir á auglýstum tíma, en þurfi þá að hinkra við. • Hvar er „dag- skrárstjórinn“? Útvarpshlustandi spyr: —Við munum flest eftir þætti, sem verið hefur á dagskrá útvarps annað kastið, klukku- stundar langur þáttur á sunnu- dögum, sem heitir Dagskrárstjóri í klukkustund. Ef ég man rétt er nokkuð langt síðan þessi þáttur heyrðist síðast og vaknaði ég upp við það nýlega, að ég saknaði hans. Þarna kom fram fólk héðan og þaðan og fékk að miðla hlustend- um ýmsu efni töluðu, leiknu, frumsömdu eða aðfengnu og oft tónlist í og með. Mér finnst að hefja eigi þennan þátt til vegs á ný og að mínu viti þarf ekki nauðsyn- lega að fá til dagskrárgerðarinnar þekkta menn úr þjóðlífinu, það getur verið nánast hver sem er, ungur eða gamall og endilega konur til jafns við karlmenn og sveitafólk til jafns við borgar- börnin. Þessir hringdu . . . • Tónlistin nauðsynleg Frá Kópavogi barst þessi rödd húsmóður og tjáði hún sig einkum um útvarpið: Tónlistin er snar þáttur í lífi íslendinga og mér finnst full ástæða til að þakka útvarpinu fyrir hlut þess í flutningi sígildrar tónlistar. Menn hafa amast við henni og með mjög auknum krafti eftir að niðurstöður hlustenda- könnunar útvarps lágu fyrir. Þar kom víst fram að sígild tónlist hafði litla áheyrn. Ég held að mjög takmarkaður hópur manna hljóti að hafa verið spurður, því margir, sem ég hef talað við, telja að sígild tónlist eigi fullt erindi í útvarp og hún eigi sinn fulla þegnrétt þar sem og annað útvarpsefni. Reyndar held ég að útvarpið hafi ekki minnkað mikið flutning sígildrar tónlistar, en farið hefur verið eftir könnun- inni í því efni að bæta við SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á skákmóti í Júgóslavíu í fyrra kom þessi staða upp í skák þeirra Popovics og Komljenovics, sem hafði svart og átti leik. 38... Hxg3+, 39. fxg3 - Df3+, 40. Kgl - Dxe3+, 41. Hf2 - Bxg3, 42. Rdl - Bxf2+, 43. Rxf2 - Hg6 og hvítur gafst upp. skýringum og rabbi með tónlist- inni. Þá vil ég hæla miðdegissögunni sem nú er og tel hana vel lesna, en hins vegar finnst mér morgunsag- an fyrir börnin ekki eins vönduð. Finnst mér ástæða til að árétta það við útvarpið að vel sé vandað til alls þess, er flutt er fyrir börnin, þeim á að flytja gott mál og fagurt, mál, sem ýtir þeim til að hugsa og spyrja, því annars lifa þau í eintómri flatneskju. Er þá lokið þeim þætti útvarps- umræðna, en hér fer á eftir hvatning til útvarpsmanna um að taka upp að nýju þátt, sem verið hefur á dagskrá af og til. Innilegar þakkir færi ég öllum þeim sem minntust mín á áttatíu ára afmæli mínu þ. 31. desember s.l. Guö blessi ykkur öll. Lovísa Ólafsdóttir. frá Stykkishólmi, Sóleyjargötu 19. Almenningshlutafélag um fiskeldi Fundur til undirbúnings undir stofnun almennings- hlutafélags um fiskeldi verður haldinn í Kristalsal Hótel Loftleiöa fimmtudaginn 14. febrúar n.k. kl. 20.30. Gerð verður grein fyrir stöðu fiskeldismála og störfum undirbúningsnefndar, lögð fram og af- greidd drög að stofnsamningi og kosin nefnd til að undirbúa stofnfund almenningshlutafélagsins. Áhugamenn. Fjölmenniö. Undirbúningsnefnd. „Gerðu það sjálfur“ með Porsa álkerfinu Porsa-kerfið er samsett úr ólíkum álprófíl- um sem gefa ótal möguleika. Fyrir heimili: Hillur, borð, kollar, hjólaborö, sturtuklefa o.fl. Fyrir fyrirtæki og verslanir: Innréttingar, afgreiösluborð, hjólaborö, hillur o.fl. • Hjólaborð, Borð í ótal • Skrifborð geröum og stœrðum • Fiskabúr • Sjónvarpsborð • Hátalaraborð • Verslunarinnréttingar Nýborg h/f.c§) ÁRMÚLA 23, SÍMI 82140. Úrvals páskaferdir 1980 24. marz 3 vikur Florida St. Petersburg Verö frá kr. 598.000.- 27. marz 3 vikur Florida Miami Verð frá kr. 443.000.- 28. marz 9 nætur Austurríki skíðaferö Verð frá kr. 274.000.- 30. marz 3 vikur Kanarieyjar Verö frá kr. 394.000.- 30. marz 7 nætur Mallorca Verð frá kr. 196.000- 31. marz7 nætur NewYork Verð frá kr. 266.900,- Lapr. 7næturLondon Verð frá kr. 205.000.- 2. apr. 5 nætur Akureyri skíðaferð Verðfrákr. 47.000,- 3. apr. 15 nætur Ibiza Verð frá kr. 275.000,- 3. apr. 15 nætur Ibiza 275.000.- 3. apr. 5nætur Kaupmannahöfn Verð frá kr. 158.100.- FERÐASKRIFSTOFAN URVAL VID AUSTURVÖLL SÍMI 26900 EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐENU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.