Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.02.1980, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRÚAR 1980 Þetta gerðist Reiðir stálmenn Stálverkfallið í Bretlandi hefur staðið í 42 daga og fátt bendir til þess að það leysist i bráð. í gær fékk Sir Keith Joseph fjandsamlegar viðtökur þegar hann heimsótti verksmiðju í Suður-Wales og verkfallsverðir köstuðu að honum eggjum og tómötum. Leiðtogar um 70.000 stálverkamanna hafa samþykkt að ræða sérstaklega tilboð stálfyrirtækis brezka ríkisins, en ekkert bendir til þess að leiðtogar tveggja stærstu stálverka- lýðsfélaganna aflýsi verkfalli sinu. Myndin sýnir verkfallsmann láta reiði sína i ljós við stálverk- smiðju í Sheerness, þar sem einkafyrirtæki hundsaði verkfallið. Brezhnev friðijiælist við írani Au^usta, Maine, 11. febrúar. AP. JIMMY Carter forseti sigraði Edward Kennedy öldunga- deildarmann í forkosningum demókrata í Maine, en Kenne- dy kvaðst ánægður með úr- slitin og stuðningsmenn hans sögðu að hann hefði fengið byr í seglin fyrir forkosn- ingarnar sem fara fram í New Hampshire 26. febrúar. Starfsmenn forsetans vísuðu þessu á bug, en sögðu að erfitt mundi reynast að endurtaka sig- urinn í Maine í forkosningunum í New Hampshire. Þátttakendur í forkosningunum í Iowa og Maine, þar sem Carter sigraði, voru virkir flokksmenn, en í New Hampshire muni allir kjósendur demókrata velja á milli Carters og Kennedys. Carter hafði hlotið 45 af hundr- aði atkvæða í Maine, en Kennedy 39, þegar talningu var að miklu leyti lokið. í Iowa fékk Carter helmingi meira fylgi en Kennedy. Ríkisstjóri Kaliforníu, Edmund G. Brown jr., var í þriðja sæti með 14% atkvæða og hann kvað þau úrslit sýna að skriður væri kom- inn á baráttu sína. Hins vegar sagði talsmaður demókrata að svo virtist sem Brown fengi ekki 15% atkvæða sem hann þarf að fá til þess að fá hluta af kjörmönnunum sem verða sendir á flokksþing demókrata. Kennedy sagði, að hann hefði tapað með litlum mun og benti á að búizt hefði verið við auðveldum sigri Carters. En talsmaður Cart- ers lagði áherzlu á það að Kenne- dy hefði verið á „heimavelli" þar sem Massachusetts, heimaríki hans, er í næsta nágrenni. Einn helzti skipuleggjandi kosn- ingabaráttu Kennedys í Maine, Peter Meede, sagði að segja mætti að barizt hefði verið upp á líf og dauða af hálfu Kennedymanna. „Hann fór inn í bakgarð Kenne- dys öldungadeildarmanns og vann stóran sigur," sagði yfirmaður kösningabaráttu Carters. Fréttir berast aí liðsflutningum Sovétmanna við landamæri rikjanna vestan Kaspíahafs „valdbeiting", en á segulbands- upptökunni notaði hann orðið „valdbeiting" að sögn AP. Teheran. Moskvu. 11. febrúar. AP. LEONII) Brezhnev, forseti Sovét- ríkjanna. sendi í dag skeyti til Teheran, þar sem hann sagðist vonast eftir góðum samskiptum þessara tveggja grannríkja. að því er Moskvuútvarpið skýrði frá í dag. Skeytið til íranskra stjórn- valda kemur í kjölfar fregna um aukinn viðbúnað sovéskra her- sveita við landamæri ríkjanna vestan Kaspíahafs. Sovéska fréttastofan TASS sagði slíkar sögusagnir „argasta slúður“. I skeyti sínu til Teheran sagðist Brezhnev vonast til, að samskipti ríkjanna tveggja yrðu áfram góð og að hvorugt skipti sér af inn- anríkismálum hins. Þá sendi Brezhnev annað skeyti til Khom- einis trúarleiðtoga þar sem hann óskaði Khomeini til hamingju með afmæli byltingarinnar. Olíumálaráðherra írans, Ali Akbar Moinfar, sagði í dag, að olíuvinnsla í Iran hefði aldrei í sögunni verið meiri. Hann sagði að þrátt fyrir skemmdarverk á olíuleiðslum væri dagleg vinnsla nú liðlega ein milljón tunna. Hann sagði að áður hefði olíuvinnsla í íran náð mest 930 þúsund tunnum á dag. Utanríkisráðherra Irans, Sadeq Ghotbzadeh, neitaði því algjörlega í dag að hafa sagt við fréttamann AP að stjórnin í Teheran væri reiðubúin til að beita valdi til að frelsa gíslana í bandaríska sendi- ráðinu. Hann sagði að um mis- skilning fréttamanns hefði verið að ræða. I Lundúnum voru um- mæli Ghotbzadeh hins vegar til á segulbandi og var því haldið fram, að AP hefði haft eftir orðrétt það sem utanríkisráðherrann sagði. Ghotbzadeh hélt því fram, að hann hefði aldrei notað orðið Tveir sjónvarpsfréttamenn, John Cochran frá NBC og Arden Ostrander frá CBS í Kanada, voru teknir í varðhald í dag af bylt- ingarvörðum og átti að vísa þeim úr landi. Talsmaður stjórnarinnar sagði, að fréttamennirnir hefðu komist ólöglega inn í landið og hefðu neitað að yfirgefa það þrátt fyrir fjölmargar beiðnir íranskra yfirvalda. Fylkisstjórinn í Turkoman í norðurhluta landsins sagði að ró væri komin á í héraðinu. Hann sagði að herliði yrði beitt ef til frekari átaka kæmi. Fjórir létust og 25 særðust í átökum sem blossuðu upp á föstudag. Turkom- anar, sem eru rétt um 100 þúsund, krefjast aukins sjálfsforræðis. Biðu Sakh: Moskvu, 11. febrúar — AP. ÁKVÖRÐUN um að svipta Andrei Sakharov öllum titl- um og orðum, sem hann hafði verið sæmdur, og senda hann í útlegð til Gorky var tekin tveimur vikum áður en hand- takan fór fram, að því er segir í fréttablaði æðstaráðs- ins sovéska. Þar sagði, að ákvörðunin um frelsissvipt- 1974 — Alexander Soizhenitsyn handtekinn í Moskvu. 1970 — ísraelsk loftárás á egypzka verksmiðju (70 fórust). 1938 — Hitler neyðir Kurt von Schuschnigg til að sleppa nazistum í Austurríki. 1912 — Manchu-keisaraættin leggur niður völd í Kína sem verður lýðveldi. 1899 — Þjóðverjar kaupa Kar- ólínu- og Marinas-eyjar af Spán- verjum. 1895 — Glæsilegur sigur Japana við Wei Hai Wei í Kína. 1887 — Samningur Breta og ítala um óbreytt ástand á Miðjarðar- hafi. 1885 — Þýzka Austur-Afríku- félagið stofnað. 1818 — Lýst yfir sjálfstæði Chile. 1736 — Nadir Khan verður keisari í Persíu. 1709 — Alexander Selkirk (Ró- binson Krúsó) bjargað af eynni Juan Fernandez. 1689 — Réttindayfirlýsingin í Englandi: Vilhjálmur og María lýst konungur og drottning. 1554 — Lafði Grey líflátin fyrir landráö á Englandi. Afmæli — Abraham Lincoln, bandarískur forseti (1809—1865) = Charles Darwin, brezkur vísinda- maður (1809—1882) » Omar Brad- ley, bandarískur hermaður (1893—) = A. Corelli, ítalskt tón- skáld (1653-1713). Andiát — 1804 Immanuel Kant, heimspekingur. Innlent — 1919 Konungsúrskurður um skjaldarmerki íslands = 1787 Fyrsta útmæling kaupstaðarlóðar Reykjavíkur « 1808 Konungstil- skipun um að birgja ísland vörum = 1917 Konungsúrskurður um stjórnarráð í tveimur deildum = 1939 Tólf reknir úr Hlíf « 1975 Gengisfelling (20%) = 1979 Frum- varp Ólafs Jóhannessonar um efnahagsmál = 1873 f. Jón Trausti (Guðmundur Magnússon) = 1892 f. Eggert Gilfer = 1893 f. Steingrímur Steinþórsson forsætisráðherra = 1914 f. Lárus Pálsson leikari = 1979 d. Sveinn Benediktsson frkvstj. Orð dagsins — Ég held því ekki fram, að ég hafi stjórnað atburða- rásinni, heldur viðurkenni hreinskilnislega, að atburðarásin hefur stjómað mér — Abraham Lincoln, bandarískur forseti (1809-1865). ingu Sakharovs hefði verið tekin af forsætisnefndinni. Vestrænir diplómatar í Moskvu hafa leitt getum að því, að ástæð- an fyrir töfinni hafi yerið and- staða meðal vísindamanna. Sama daginn og Sakharov var handtek- inn var Vladimir Kirillin settur af sem formaður vísinda- og tækni- nefndarinnar. Ýmsir vestrænir fréttaskýrendur hafa getið sér til, að Kirillin hafi haldið verndar- hendi yfir Sakharov og hann hafi verið settur af vegna andstöðu við frelsissviptingu hans. Yelena Bonner, eiginkona Sak- harovs, beiddist þess á föstudag af sovéskum vísindamönnum, að þeir létu mál hans til sín taka og beittu sér fyrir því, að hann fengi frelsi sitt á ný. Yelena var í mikilli geðshræringu þegar hún bar fram ósk sína. Á sama tíma og Yelena bar fram ósk sína, réðst helsti dálkahöfundur Prövdu harkalega að Sakharov í sovéska sjónvarpinu og sakaði hann um undirgefni við erlend öfl. Carter sigraði með litlum mun Aftur leki í Harrisburg Ilarrisburg, Pennsylvania, 11. febr. AP. GEISLAVIRKT vatn draup úr dælu í kjarn- orkustöðinni í Harris- burg, þeirri hinni sömu og kjarnorkuslysið varð í s.l. ár. Talsmaður stöðvarinnar sagði, að enginn skaði virtist þó hafa skeð að þessu sinni en allt starfsliðið hefði þó verið flutt á brott til vonar og vara, meðan málið yrði rannsakað. Ekki kom fram í fyrstu fréttum, hvort komizt hefði fyrir lekann. í tvær vikur áður en arov var handtekinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.