Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 1
ffgtmdfifetfe Föstudagur 24. júní - Bls. 33-56 Ráöa karlmenn viö náin kynni? Morgunbladið/Kristján. SKILABOÐ TIL SÖNDRU „Þessi saga fjallar um Jónas, miðaldra rithöf- und. Þetta er maður með fastmótað lífs- munstur og verð- mætamat, en sumarið sem hann vinnur að kvikmyndahandriti ffyrir ítalskt fyrirtæki hittir hann fólk sem raskar þessu öllu. Kona hans er farin áleiðis til útlanda að leita að sjálfri sér og hann ræður til sín unga stúlku, Söndru, til að sjá um ráöskonu- störf. Hann kemst fljótlega að raun um aö hún kann ekkert til þeirra starfa, en eitthvað verður þess valdandi að hann lætur hana halda áfram samt sem áður.“ Þetta er aðalsöguþráðurinn í síðustu bók Jökuls Jakobssonar, Skilaboð til Söndru, eins og fram kemur í samtali við Guðnýju Halldórs- dóttur, einn aðstand- enda samnefndrar kvikmyndar. Við fylgd- umst með kvikmynda- tökum fyrir skömmu eins og fram kemur í blaðinu í dag. ÚR FARGJA L DAFRUMSKÓGINUM Mörgum hefur þótt erffitt að fóta sig í frumskógi fargjaldanna. Á boðstólum eru margskonar fargjöld og eru ódýrustu fargjöldin þrisvar sinnum ódýrari en þau dýrustu. Við höfðum samband við Flugleiðir og Arnarflug og fengum upplýsingar um þau fargjöld sem boðið er upp á um þessar mundir og þau skilyrði sem þeim fylgja. Nýlegar rannsóknir sýna aö karlmenn þurfa ekki síður en konur é nánum tengslum að halda, en þeir virðast hinsvegar eiga í meiri erfiðleikum með slík samskipti. Um þaö er fjallað í grein í blaðinu í dag. UN6L- INGA- SÍÐA „Unga kynslóðin hefur löngum verið bitbein þeirra eldri. Erfitt er að staðsetja unglinga í kerf- inu þar sem þeir eru hvorki börn né fullorðið fólk. Þeir hafa öðruvísi skoðanir, klæða sig á ann- an hátt en forverar þeirra og hlusta á gerólíka tón- list. Fullorðnum hættir oft til aö líta á þennan ald- urshóp sem börn, sem ekkert skilja, vita eða kunna ... “ 40 Heimilishorn 38 Útvarp næstu viku 46 Dans/bíó/leikhús 50/53 Hvað er að gerast 42/43 Frímerki 47 Alþýðuvísindi 50 Sjónvarp næstu viku 44/45 Fólk í fréttum 49 Velvakandi 54/55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.