Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983 Úr fargjaldafrumskóginum ... ^ lb----- "'JlÖ? Viltu komast til Kaupmanna- hafnar eða Amsterdam fyr- ir rúmar átta þúsundir? Langar þig til að bregða þér út fyrir landsteinana í sumar? Ertu ef til vill á þeirri skoðun að f jár- hagurinn leyfi það ekki? Þá ert þú eflaust einn þeirra sem ekki er nægi- lega kunnur f fargjalda- frumskóginum, því auk hinna f jölmörgu ferða sem ferðaskrifstofurnar bjóða upp á er boðió upp á margskonar flugfar- gjöld hjá Flugleiðum og Arnarflugi. Ódýrasta flug til Kaupmannahafnar eða Amsterdam er þannig rúmlega tvisvar sinnum dýrara en flugfar fram og til baka til Egilsstaða, svo einhver dæmi séu nefnd. Við höfðum sam- band við Flugleiðir og Arnarflug til að kanna þessi mál nánar og auð- velda þeim sem hafa hug á að leggja leið sína til annarra landa í sumar að fá farseðilinn á hag- stæðu verði. Mörgum hefur fundist erfitt aö feta sig áfram í frumskógi fjargjaldanna, enda varla nema von þar sem I dag er t.d. hægt að kaupa fimm mismunandi fjargjöld til Kaupmannahafnar og er hiö ódýrasta þrisvar sinnum lægra áö krónutölu en hiö hæsta. Almennu far- gjöldín eru dýrust en farseðlar keyptir á þann hátt gilda I eitt ár og engar takmark- anir eru viövíkjandi bókun. Auk almennu fargjaldanna eru slöan I gildi ýmis sérfar- gjöld, en þar er þaö ekki einungis veröið sem er breytilegt, hin ýmsu sérfargjöld eru háö margskonar skilyröum sem nauösyn- legt er aö menn þekki vel til. Sæmundur Guövinsson blaðafulltrúi Flugleiða sagöi, aö auk venjulegra sérfargjalda væri boöiö upp á pex-fargjöld og apex-gjöld hjá félag- inu. Gildistlmi venjulegra sérfargjalda er einn mánuöur, en þá er gert ráð fyrir aö minnsta viðdvöl erlendis sé 6 dagar. Pex- farseðillinn gildir I þrjá mánuöi og minnsta viðdvöl erlendis er sex dagar. ( þeim tilfell- um er hægt aö kaupa og bóka farseöilinn fram að brottfarardegi en eftir að farseöill- inn hefur verið bókaöur er ekki hægt að breyta honum. Pex-fargjöldin gilda einung- is á beinum flugleiöum og er hægt að fá 50% endurgreidd fram aö brottfarardegi. Auk pex-fargjaldanna er boðið upp á nokkuð sem kallað hefur verið helgar-pex en I þeim tilfellum er gildistími farseðilsins eingöngu fimm dagar, brottför miðuð við fimmtudaga, föstudaga eða laugardaga og heimkoma á sunnudögum, mánudög- um og þriðjudögum. öll pex-fargjöldin, hvort sem þau gilda um helgar eða ekki eru með þeim skilyrðum að þau gilda ein- ungis á beinum flugleiðum, hægt er að bóka og kaupa farseðilinn allt fram að brottfarardegi en ekki er hægt að breyta farseðlinum eftir að hann hefur veriö bókaður og einungis 50% af verði miðans fást endurgreidd ef viðkomandi kemst af einhverjum ástæðum ekki á tilsettum tlma. Apex-fargjöldin eiga það sameiginlegt að farseðlana þarf að bóka með minnst fjórtán daga fyrirvara, og eftir það má ekki breyta þeim. Apex-fargjöldin gilda einung- is á beinum flugleiðum. Ef ferðin verður einhverra hluta vegna ekki farin, er hægt að fá 50% endurgreiðslu farmiðans allt að einum mánuöi fyrir brottför, en ekkert eftir þann tíma. Boðiö er upp á græn apex-fargjöld og rauð, en rauðu apex-fargjöldin gilda ein- ungis I vissar ferðir sem félagið ákveöur og er gildistími farseðilsins einn mánuður. Grænu apex-farseðlarnir gilda ýmist I einn mánuð eöa þrjá mánuöi og er minnsta viödvöl vika. Sæmundur sagði, aö nokkuð hefði bor- iö á þvl að farþegar heföu ekki gert sér nægilega Ijós þau skilyrði sem fylgja apex- og pex-fargjöldunum og reynt aö fá far- seðlum slnum breytt. í fyrrasumar komu síöan fram á sjónarsviðið tryggingar sem eiga aö tryggja aö menn fái fargjöldin endurgreidd ef verulegar breytingar verða á högum þeirra, svo sem veikindi eöa slys á þeim sjálfum eða nánustu ættingjum, svo og önnur meiriháttar áföll. í dag er hægt aö kaupa sllkar fargjalda- tryggingar hjá fjórum tryggingarfélögum, og sagöi Jón Magnússon hjá Tryggingu hf. aö tryggingarupphæðin væri um 4,25% a) fargjaldsupphæðinni ef brottfarardagurinn væri tryggöur, en 5 og hálft prósent af fargjaldinu ef heimkomudagurinn er einnig tryggöur, en venjuleg ferðatrygging tryggir I flestum tilfellum að fólk komist heim, ef breytingar veröa vegna ófyrirséöra atvika meðan á ferð stendur. Við fengum upplýsingar um hin um ýmsu fargjöld til helstu viðkomustaða Ffugleiða og Arnarflugs I Evrópu og eins og lesa má á meðfylgjandi töflu virðist borga sig fyrir þá sem eru á leið I sumar- frlið að athuga þá möguleika sem fyrir hendi eru, áður en farmiðinn er keyptur. A öllum fargjöldunum er slðan venjulegur barnaafsláttur. Hjá Arnarflugi var okkur tjáð að hægt væri að fá farseölana á apex og pex- fargjöldum auk almennra fargjalda og sér- fargjalda. Svipaöar reglur gilda um apex- og pex-farseöla Arnarflugs og Flugleiða en þó var okkur tjáð aö reglur um endur- greiðslu væru óllkar, t.d. er hægt að fá 50% endurgreidd af apex-farseðlum fram að brottfarardegi, en ekki I slðasta lagi mánuði fyrir brottför eins og gildir um apex-farseðla Flugleiða. Þessi mismunandi fargjöld eru þó best útskýrð með þvl að setja þau upp I töflur og þegar borið er saman verð I krónutölum kemur I Ijós að það meira en borgar sig að athuga alla möguleika áður en farseðlarnir eru keyptir. A öllum fargjöldunum er slöan venjulegur barnaafsláttur, farseöill barna tveggja ára og yngri er 10% af verði far- miðans og 50% fyrir börn yngri en 12 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.