Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983 ÁSTA HRÖNN OG FINNBOGI I byrjun skal... HÆ! Þáer það Blöndungurinn, nýjaléttflippaðaunglingasíðan. Þaðeru víst þau Ásta Hrönn og Finnbogi sem eiga að sjá um hana. Það er mynd af þeim hér einhvers staðar. Þau eru svo sem ágaet. En elskurnar mínar, látið þau ekki ein um þetta. (Þaó þarf að veita þessum grísum aðhald). Sendið línu og gefið góð ráð, eða rjúkið á þau á götu. Þetta á ekki að verða eitthvert einkaflipp. Vel á minnst, glápið nú vel á myndirnar af þeim. Þær koma víst ekki aftur. Þá held ég það sé komið. Spennið beltin og góða ferð. Hallur. Grísirnir tveir, Ásta Hrönn og Finnbogi. á er þetta byrjaö. Af því aö Hallur er eins og hann er, þá minntist hann auövitað ekk- ert á þaö sem hann átti aö tala um. Þaö er hvaö á aö gerast hérna á þessari síöu. Auövitaö er þaö ætl- unin aö hafa blönduna sem fjöl- breytilegasta og koma til móts við sem flesta unga. Viö ætlum okkur að vera sem oftast meö skoðana- skrifin svo aö ef þú vilt tjá þig um eitthvaö ákveöiö mál, er um aö gera aö hafa samband viö okkur (viö erum í símum 34703 og 23934 fyrst um sinn). Svo veröa viötöl, skýrslur frá umboðsmönnum hér heima og í útlöndum (ef þiö vitiö af strandaglópum einhvers staöar sem væru til í aö senda okkur línu, þá vitiö þiö símanúmerin). Ýmis- legar kynningar á hinum ýmsustu hlutum veröa líka í hávegum hafö- ar. 10—15 ára gamlar poppfréttir líta dagsins Ijós á nýjan leik og margar fleiri hugmyndir koma í Ijós meö tímanum. En muniö þaö aö láta heyra í ykkur. Meö von um meiriháttar samstarf. Ásta og Finnbogi. S K I P S T Á SKODUNUM Er unglingasíða til einhvers? Hugmyndin er að hafa skoðanaskrifin sem fastan þátt í Blöndungnum. Ætlunin er að þar fái ungt fólk tækifæri til að láta skoðanir sínar í Ijós, um mál sem það varða. Allir sem áhuga hafa eru hvattir til að hafa samband (síminn er 23934 og 34703 eða Morgunblaðið, Aðalstræti 6, Reykja- vík, Blöndungurinn) og eru allar ábendingar af öllu tagi vel þegnar. Skrifin eru að öllu leyti frjáls, nema að krafist er að skrifað verði undir fullu nafni. Annað, sem vert er að benda á, er að þessum skrifum er ekki ætlaö að vera bara eitthvert flipp. En að sjálfsögðu fylgir allri alvöru eitthvert gamam Já Unga kynslóðin hefur löngum verið bitbein þeirra eldri. Erfitt er aö staösetja ungl- inga í kerfinu þar sem þeir eru hvorki börn né fullorðiö fólk. Þeir hafa ööruvísi skoðanir, klæöa sig á annan hátt en forverar þeirra og hlusta á gerólíka tónlist. Fullorön- um hættir oft til aö líta á þennan aldurshóp sem börn, sem ekkert skilja, vita eöa kunna. Unglingun- um er vorkennt fyrir aö hafa svona asnalegar skoöanir og reynt er aö innræta þeim betri siöi. Þetta er heimskulegt. Skiljanlegt er aö 69 ára gömul húsmóöir í Vesturbæ kunni ekki aö meta Talking Heads eöa Tappa tíkarrass. Þaö gefur henni samt ekki rétt tii aö líta á þessa tónlist sem glamur og gaul, og stimpla áhangendur þeirra sem fæöingarhálfvita. Hver maöur hef- ur heimtingu á aö hafa sína skoö- un og unglingar eru þar ekki und- anskildir. Því er vel viö hæfi aö unglingar fái sína unglingasíöu í dagblaöi. Þá geta þeir fylgst meö því sem þá langar til, rétt eins og foreldrar þeirra glugga í fréttirnar sínar og litlu systkinin í teiknimyndasögurn- ar. Á unglingasíöu þessari gætu krakkarnir komiö fram með allt sem þá langar til aö skrifa um: tónlist, skemmtanir, dóma á bíó- myndum og leikritum, tekiö viötöl. Allt kemur til greina. Dagblööin eru ekki beinlínis sniöin fyrir unglinga. Afvopnunar- umræöur og sögur af mokfisksölu í Grimsby freista þeirra lítiö. Jafn- vel þó smáauglýsingar eins og: „Spái i spil, lófa og bolla, strekki dúka á sama staö“ geti veriö fjarska fyndnar, snerta þær lítt hagsmuni þeirra. Vegna þess hve unglingar eru taldir óþroskaðir og ábyrgöarlaus- ir er þeim sjaldnast gefiö tækifæri á aö spreyta sig í fjölmiðlum. Því er það gleöiefni ef þeim verður nú gefinn kostur á aö láta Ijós sitt skína opinberlega. Þeir hafa vissu- lega jafnmikiö fram að færa til þjóöarinnar og aörir þegnar þessa lands. Ef hægt er aö vekja athygli á skoöunum unglinga og varpa skýru Ijósi á hugarheim þeirra, komast hinir eldri ef til vill aö raun um, aö unglingar eru þegar allt kemur til alls hreint ekki svo vit- lausir. Sigríöur Guömarsdóttir Nei Unglingasíöa, til hvers? Nú ætlar Morgunblaöiö aö fara af staö meö siöu einungis ætlaöa unglingum. Ég sem ungl- ingur spurði sjálfan mig er ég frétti þetta, þarf ég unglingasíðu? Svar- iö var afdráttarlaust NEI. Ungl- ingasíða er ekkert annaö en af- mörkuö, hugsanaspillandi og ein- angruö síða. Aörir sem ekki til- heyra þessum flokki vinsamlegast flettiö framhjá. Gott blaö eins og Morgunblaöiö hefur veriö í gegn- um árin, á aö sjá þetta í hendi sér. (Kannski væri réttara að segja: ætti aö sjá þetta í blaði sér). Mogginn ætti aö vera uppfullur af fræöandi og fréttnæmum atburð- um jafnt úr heimi unglinganna sem hinna fullorönu. í erlendum fréttum gæti verið klausa sem kemur ungl- ingum meira við. Fólk í fréttum getur veriö unglingur. íþróttir, unglingar keppa í íþróttum. Heim- urinn er uppfullur af atburöum sem koma okkur viö. Þaö á aö blanda þessu saman i gott stórt blað handa öllum. Hugsiö ykkur hvernig þetta verður. Við flettum upp á okkar síöu, lesum hana og hend- um svo blaðinu frá okkur. Allt hitt förum við á mis viö. Unglingurinn hættir aö fylgjast meö, veit ekki hvort Andropov sé heill heilsu. Hann gæti þess vegna veriö dáinn og annar tekinn við. Viö myndum ekki vita að um þessar mundir stendur íslenskur landbúnaöur á tímamótum. Hvaö veröur um menningararfleiföina, ég spyr. Þaö læöist einnig aö manni sá Ijóti púki aö síöan eigi aö auka sölu Mogg- ans. Ég sé nú bara fyrir mér ein- stæða móöur í Breiöholtinu meö ungling á framfæri. Hún á ekki salt í grautinn. Allt í einu tekur ungling- urinn sig til og stendur út í glugga á áttundu hæö og hótar aö hoppa niður, gerist hún ekki áskrifandi aö Mogganum. Unglingasíöu, nei takk. Rafn R. Sængin meö # i leikhúsið Allir vita hvaö ballett er. Margt ungt fólk heillast og byrjar aö læra um átta ára aldur. Þó fjöldinn sé töluveröur á þessu fyrsta stigi þá heltast margir úr lestinni og því lengra sem líöur á því færri veröa eftir. En hvað er á bak viö ballettinn? Viö gengum á 19 ára stúlku, Östu Henriksdóttur, og báöum hana aö segja okkur frá sér og helsta áhugamáli sínu, sem er ballett. „Ég byrjaði aö læra ballett 8 ára. Þaö tók mig reyndar eitt ár aö fá þaö í gegn. Vinkona mín haföi byrjað árinu áöur og þá vildi ég fara líka en mamma var ekki nógu hress meö þaö og geröi hún mér grein fyrir því aö ballettinn væri enginn dans á rósum og aö hann krefðist mikils tíma og þolinmæöi. En eftir áriö kviknaöi áhuginn og ég byrjaöi hjá Eddu Scheving og fór siöan í Þjóöleikhúsiö." Hvernig byggist ballettinn upp og hvers krefst hann af þeim sem hann stunda? „Ballettinn samanstendur af ákveönum hreyfingum og sporum og fyrstu árin fara í aö læra þau. Síöan eru þessar hreyfingar, mis- jafnlega útfæröar, endurteknar á hverjum degi og getur þaö stund- um veriö þreytandi. Laun æf- inganna eru síöan nemendasýn- ingar sem eru haldnar á hverju vori. Þaö var ekki fyrr en fimm ár- um eftir aö ég byrjaöi, sem ég tók þátt í fyrstu alvöru sýningunni. Mig minnir aö þaö hafi veriö „Ys og þys út af engu." Margir halda aö hægt sé aö veröa toppdansari á nokkr- um árum en þaö er hreinn mis- skilningur. Ballettdansari þarf aö vera mjög vel á sig kominn líkam- lega, því þetta er margra ára strit og margt sem spilar inn í þjálfun- ina. Æskilegt er aö hafa útsnúning frá mjöömunum, háa rist og aö vera liðugur.“ Er þetta nóg? „Nei. Grundvallaratriöi nr. 2 er sjálfsagi. Stundum koma stöðnun- artímabil þar sem ekkert viröist ganga og manni er næst skapi aö hætta þessu öllu, en alltaf er eitthvað sem heldur í mann. Þaö þarf aga í aö mæta á æfingar á hverjum degi, hvernig sem aö- stæöur eru. Annars er þaö merki- legt hvaö hægt er aö sprikla þótt vanti neglur á tærnar og fæturnlr séu ein blaðra." Hversu mikill tími fer í ballett- inn? „Fyrstu árin er þetta klukkutími, tvisvar í viku. i dag æfi ég venju- lega einn og hálfan tíma á dag en fyrir sýningar er stundum æft meira eöa minna allan daginn. Eigi eitthvaö aö veröa úr þessu sprikli þá veröur ballettinn aö fá allan þann tíma sem hann þarf og ganga fyrir öllu. Þaö er oft erfitt að standa í einhverju ööru, eins og til dæmis skóla. Sérstaklega eins og núna í vor. Þá rákust á sýningar og vorpróf. Viö æföum oft langt fram eftir kvöldi og svo var próf daginn eftir, svoleiöis kann ekki góöri lukku aö stýra.“ (Ásta er nemandi í

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.