Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983 55 OrkufLutningurinn er meðvit- aður — orkuflæðið ómeðvitað Tilkynning til símnotenda Guðni Björgúlfsson skrifar: „Velvakandi! Ágæt grein birtist í Morgun- blaðinu sunnudaginn 19. júní sem fjallaði um huglækningar. Þær eru nú staðreynd hvort sem mönnum fellur það betur eða verr, Ég saknaði þess í þessari grein að ekki skyldi vera rökum að því leitt, í sambandi við tilraunir á plöntum, að um orkuflæði gæti verið að ræða. Huglæknir tekst á hendur, eða réttara sagt rannsóknarmennirn- ir, að sýna fram á orkuflutning þegar jurtir sem fengu meðferð hans uxu hraðar en hinar sem enga meðferð fengu. En er nú al- veg víst að huglæknirinn hafi ver- ið einn að verki? Auðvitað er um hvort tveggja að ræða, orkuflutn- ing og orkuflæði. Sjálfur orku- flutningurinn er meðvitaður; hug- læknirinn veit að hann er að starfi og til hvers er ætlast af honum. En orkuflæðið er ómeðvitað því að mjög sennilegt er að rannsóknar- maðurinn meðtaki orku frá hug- lækninum ómeðvitað og beini henni að viðfanginu. Það er því ekki um það að ræða að planta eða hvað það nú er fái einungis orku huglæknisins heldur rannsókn- armannsins líka. í greininni er minnst á dáleiðslu og sagt: „Vitundin getur haft ótrúlega mikil áhrif á einstaka vefi líkamans og er reyndar á huldu hvar takmörkin eru.“ Hér gætir mikillar ónákvæmni, þvi að dáleiðsla hefur ekki áhrif á vefi líkamans að vitað sé. Hún hefur fyrst og fremst áhrif í svonefnd- um starfrænum sjúkdómum (functional), en ekki í vefrænum (organic). Hafa ber í huga að dauða vefi er ekki hægt að vekja til lifsins, en aftur á móti geta þeir starfað í annarri heild að því tilskildu að þeir séu lífs. Sem dæmi um þetta má taka einstakling sem ekki hef- ur getað hreyft handlegg sinn í tíu ár. Svo kann að virðast sem við- fangið sé lamað, en við dáleiðslu reynist það geta hreyft handlegg- inn. Hér er um dæmigerða starf- ræna truflun að ræða sem hægt hefði sennilegast verið að lækna miklu fyrr. Einnig má taka dæmi um blindu. Ollu máli skiptir hvort hún er starfræn eða vefræn. Sú síðar- talda verður tæplega læknuð, en í fyrra tilfellinu, jafnvel þó ékki sé allur sá vefur fyrir hendi sem þyrfti við almenna lækningu, þá getur dáleiðsla nýtt sér takmark- aðan vef og komið upplýsingum á framfæri sem um óskaddaðan vef væri að ræða. Gera má ráð fyrir því, að „lækningar", sem fram fara hér og hvar þar sem margt fólk er saman komið í því skyni að þær fari fram, séu sefjun og annað ekki, en þær eru jafn góðar fyrir það. Dáleiðsla er sefjun, en samt annars konar en gerist á hóp- samkomum. Um eðli þeirrar sefj- unar er ekki vitað.“ Þessir hringdu . . . Af hverju er kaupið svona lágt? Árni Bergsveinsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að koma á framfæri fyrirspurn um það, af hverju kaupið er svona lágt í unglinga- vinnunni. Þá langar mig einnig til að beina þeirri ósk til sjónvarps- ins, að það sýni betri gamanmynd- ir en boðið hefur verið uppá nú undanfarið. Og hvernig væri að fá Dave Allen á skjáinn? Að síðustu legg ég til, að sjónvarpið vandi enn frekar en nú er valið á endur- sýndu myndunum á laugardags- kvöldum. Kærar þakkir Elísabet Jónsson, Keflavík, hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Ég þakka Magnúsi Olafssyni og Mjólkursamsölunni, og enn fremur Víkurbæ, fyrir góð- ar undirtektir vegna fyrirspurnar minnar hér í dálkunum um ís handa sykursjúkum. Ég er þegar búin að borða fyrsta skammtinn minn, með góðri lyst og mikilli ánægju. Kærar þakkir. Þaé hefði farið um mannskapinn Aldamótamaður hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Einhvern tíma hefði maður nú ekki haldið að refir og minkar væru sérstak- lega vandir að virðingu sinni í mataræði. Nú sé ég að fundið hef- ur verið út, að reynandi væri að gefa þeim selkjöt svona í eina og eina máltíð. En hvað ætli sé langt síðan Grænlendingar fundu það út, að hægt væri að nýta þetta kjöt til manneldis? Og hvernig er það: Er ekki hægt að gefa það hundunum og köttunum, i stað þess að kaupa handa þeim dósa- mat? í mínu ungdæmi hefði sá verið álitinn eitthvað hinsegin, sem komið hefði út í búð og beðið um dósamat handa hundum og köttum. Það hefði farið um mannskapinn. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Menn læra að skilja hverja aðra. Rétt væri: Menn læra að skilja hver annan, eða að skilja hverjir aðra. Á blaðsíðu 458 í símaskrá 1983 hefur misprentast svæðisnúmer símstöðvarinnar Vogar Vatnsleysu- strandarhreppi. Svæöisnúmerið er 92 ekki 99. Vin- samlegast skrifiö inn á blaðsíðu 458 svæðisnúmer 92 í stað 99. Póst- og símamálastofnunin. A SLA TTUORFIÐ LEYSIR VANDANN Þú slærö blettinn með blaðinu, og í kringum tré, runna og fl.með i - spottanum. /^SHINGI HOMELITE ;eki ALLTAF Á LAUGARDÖGUM EIN LÍTIL BAUN — en var á stærö viö herbergi 1946. Slík er þróunin í almenningstölvum, sem nú eru aö leggja undir sig heiminn. SVARTAGALLSRAUS EÐA SANNLEIKI Ásgeir Jakobsson veltir fyrir sér því áliti sumra sérfróöra aö bókmenntir í heiminum fari snarversnandi. BYGGINGAR ÁÐUR EN MAÐURINN KOM TIL SÖGUNNAR Haraldur Helgason byrjar á byrjun- inni í sögu byggingarlistarinnar og rekur byggingar úr dýraríkinu. Vönduð og menningarleg helgarlesning AUGLVSiNGASTOf Á KRISTINAR HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.