Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983 47 Nýjung hjá Póst- og símamálastofnuninni Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Póst- og símamálastofnunin hefur sent frá sér eftirfarandi til- kynningu: Frímerkingarmiðar Fyrirhugaö er í tilraunaskyni aö taka í notkun sjálfsala fyrir frí- merkingarmiöa í anddyri Póststof- unnar Reykjavík 1, 29. júní 1983. — Sjálfsalinn er af gerðinni „Frama“ og úr honum má fá frí- merkingarmiöa meö ástimplaöri fjárupphæö fyrir mynt þeirri, sem í hann er látin, allt aö 9340 aurar. — Miöarnir eru límdir á póstsend- ingar á sama hátt og eftir sömu reglum og gilda um frímerki. — Þeir sem óska geta pantaö fram- angreinda miöa hjá Frímerkjasölu Pósts og síma, límda á umslög og stimplaöa meö vanalegum dag- stimpli, 29. júní 1983, enda berist pantanir fyrir þann dag (Frímerkja- salan P.O. Box 1445). — Áskrif- endur aö frímerkjum á útgáfudegi munu sjálfkrafa fá sendan þann fjölda umslaga, sem áskriftin hljóöar á, meö framangreindum miöa aö verögildi 500 aurar álímd- um og stimpluöum þennan dag. — Lágmarksburöargjald er 500 aur- ar. Þannig hljóöar tilkynning póst- 1783 1883 C3ÐŒ'SSmi, 20.VII.1983 stjórnarinnar, og veröur vissulega ekki annaö sagt en hér sé um nýj- ung aö ræða. E.t.v. munu einhverj- ir vilja túlka þetta sem byitingu í frímerkjamálum hér á landi, en þó efast ég um, aö svo muni reynast. Póststjórnin viröist einnig sjálf í nokkrum vafa um ágæti og fram- vindu þessa máls, því aö hún tekur skýrt fram, aö þetta sé gert í til- raunaskyni. Þessir „frímerkingarmiöar", sem svo eru kailaöir, eru vitaskuld eng- in frímerki í venjulegum skilningi, enda þótt þeir gegni aö sjálfsögöu sama hlutverki og þau — svo langt sem þeir ná, þ.e. sem kvittun fyrir ákveönu buröargjaldi. Aö mínum dómi er miklu nær aö líta á þessa miöa í sama eöa svipuöu Ijósi og frímerkingavélar fyrirtækja og stofnana, sem hér hafa þekkzt í rúm 50 ár. Engum hefur dottiö í hug aö kalla þær vélstimplanir fyrir greitt buröargjald frímerki. Þessi „frímerking" er aðeins upp komin í því skyni aö létta undir meö pósti og stórum viöskiptavinum hans og losa menn viö aö líma frímerki á sendingar. Sama hugsun mun liggja aö baki þessum sjálfsölum, þar sem menn geta sjálfir stimplaö inn ákveöna fjárhæö (ef þeir vita um rétt buröargjald) og fengiö út téöa límmiöa meö veröinu á til aö setja á bréf sin og sendingar. í tilkynningunni er tekiö fram, aö sjálfsali þessi verði í anddyri aöal- pósthúss borgarinnar. Þess vegna hafa menn aögang aö honum, meöan þaö er opiö, en þaö mun vera alla virka daga til kl. átta á kvöldin og eins eitthvaö um helgar. Vegur þetta þá nokkuö á móti því, aö pósthúsum er almennt lokaö kl. fimm eöa um þaö leyti, sem marg- ur er aö hætta vinnu sinni á skrif- stofum. Má þess vegna gera ráö fyrir, aö þeir, sem eiga ilia heiman- gengt fyrir lokun, noti sér þessa nýju þjónustu aö einhverju marki. Sams konar frímerkingarmiöar og hér er veriö aö taka upp hafa veriö i notkun í fáeinum löndum um nokkur ár. Af Noröurlöndum hafa Noregur og Finnland tekiö þá upp. Var allmikil eftirspurn eftir þeim í fyrstu, en mun hafa dvínaö verulega, þegar frá leiö og mesta spennan fór af mönnum. Þó virö- ast þetta safngripir í augum sumra, og sænski Facit-listinn er farinn aö skrá miöana og verö- leggja. Islenzka póststjórnin ætlar aö afgreiöa þessa miöa til fastra áskrifenda sinna aö nýjum frí- merkjum og stimpla meö dag- stimpli, þegar sjálfsalinn veröur tekinn í notkun. Veröur þetta tæp- lega skiliö á annan veg en þann, aö hún líti þannig á miöana sem eins konar „ný frímerki". Þessi skilningur er aö mínu viti alveg fráleitur. Líklegt þykir mér, aö póststjórnin vilji hér firra sig sömu vandræöum og sagt er, aö upp hafi komiö í Noregi, og koma í veg fyrir langa biöröö viö sjálfsalann á fyrsta degi. Sagan segir, aö þýzkir frímerkjakaupmenn, sem þekktu til þessara frímerkingarmiöa úr átt- högum sínum, hafi séö sér leik á boröi og náö í verulegt magn af norsku miðunum á fyrsta degi þeirra og þannig skotiö norskum söfnurum ref fyrir rass og þeir ekki uggaö aö sér fyrr en um seinan. Hver svo sem veröur framtíð frí- merkingarmiöa hérlendis, er tilvist þeirra aö verða staöreynd i póst- sögu okkar. Veröur söfnun þeirra því vafalaust hliðargrein viö sjálfa frímerkjasöfnunina og þá í reynd ekki ósvipuö söfnun vélstimpla fyrirtækja og stofnana, en hún hef- ur færzt nokkuö í aukana á síöustu árum. Póststimpill í minn- ingu Eldmessu sr. Jóns Steingrímssonar Miövikudaginn 20. júlí nk. veröa 200 ár frá hinni frægu Eldmessu sr. Jóns Steingrímssonar á Kirkju- bæjarklaustri. Hefur margur trúaö því, aö þá hafi Eldklerkurinn meö kynngikrafti ræöu sinnar stöövaö framrás hraunstraumsins, sem stefndi í átt aö Klaustrinu. i minn- ingu þessa hefur póststjórnin látiö útbúa sérstakan póststimpil, sem veröur notaöur á Kirkjubæjar- klaustri þennan eina dag. Vafa- laust vilja safnarar eignast þennan stimpil, og því er vakin athygli á honum hér í þættinum. VOLVO340 Volvo með bflasýningu í Eyjum Hittumst heil í Eyjum! Mætum öll á jeppakeppnina. Sunnudaginn 25. júlí verða fjórir hressir Volvomenn í Vestmannaeyjum með 4 bíla til sýnis. Þeirra á meðal verða tveir splúnkunýjir Volvo 340 og einn þrumugóður Lapplander, sem auðvitað verða lánaðir í reynsluakstur. Auk þess sýna þeir draumabíl allra útgerðarmanna, Volvo F610 - lipran og léttan vörubíl, sem á sér fáa líka. Með í ferðinni er jeppabíllinn ósigrandi sem tekur þátt í jeppakeppninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.