Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983 37 hlutverkið. Astæðan fyrir þvi að við völdum einmitt hann er sú að hann er á hárréttum aldri og pass- ar vel i þetta hlutverk. Hann er llka nýtt andlit I kvikmyndum og tlmi til kominn að fá honum alvarlegt hlutverk I hendur. Söndru leikur Asdís Thorodd- sen, 23—24 ára kvikmyndagerð- arnemi I Berlín, hún hefur ekki fengist við leiklist áður, en við treystum henni til að gera þessu hlutverki góð skil. í minni hlutverkum eru Bryndfs Schram (gömul vinkona Jónasar), Elías Mar (John Stuart Taylor, lamaður maður hennar), Benedikt Árnason (vinur Jónasar), Rósa Ingólfsdóttir (kona Jónasar), Bubbi Morthens, Þorlákur Krist- insson, Björn Björnsson og And- rés Sigurvinsson (vinir Söndru), og slðast en ekki slst Jón Laxdal sem við fengum hingað I nokkra daga til að leika Peter Dunhill kvik- myndaleikstjóra, og sjáum ekki eftir þv(. Hvað kostnað snertir verður þetta miðlungsdýr mynd, kostn- aðaráætlun hljóðar upp á tæpar fjórar milljónir. Þeir peningar fást I gegnum bankakerfið með þvl að veðsetja hús og eignir vina og systkina og leikarar lána svo slna vinnu þar til fram yfir frumsýningu. Tökur fara fram I Reykjavík, sumarbústað I Mosfellssveit og I lokin I Grikklandi. Þeim lýkur I lok júlímánaðar og verður myndin væntanlega tilbúin I nóvember." M.E. Er með mörgjárn í eldinum „Duna fær þessa hugmynd fyrir tveimur vikum og hringir þá strax í mig,“ segir Jón. „Hún er mikill vinur minn, svo ég brá skjótt viö og kom hérna daginn eftir fimmtugsafmæliö mitt sem var þann sjöunda júní. Ég hef alltaf heimþrá, mest til islenskunnar og hef því einlæga ánægju af aö koma hingað og þá sérstaklega aö taka þátt í starfi meö kollegum mínum. Duna hitti líka á alveg yndis- legt augnablik, því í þessari stuttu ferð hefur mér tekist aö slá margar flugur í einu höggi. Þann- ig er aö Þjóöleikhússtjóri hefur ákveðiö aö setja upp nýtt leikrit eftir mig í haust, og til aö geta stjórnað uppsetningu þess, hef ég fengiö mig lausan úr ööru þeirra verkefna sem ég var búinn aö ráöa mig í úti í Hamborg á sama tíma. Verk þetta hef ég nefnt á íslensku „Návigi" og fjall- ar þaö um fjórar persónur, sem eiga þaö sameiginlegt aö vera utangarös í þjóðfélaginu ann- aöhvort viljandi eöa óviljandi. Hallgrímur Helgason mun gera þýöinguna og Brynja Bene- diktsdóttir verður meðleikstjóri minn. — Hún byrjar æfingarnar í september en ég kem svo í október og verö meö fram aö frumsýningu um miöjan nóvem- ber. Var þessu öllu slegiö föstu á fundi núna. Annaö sem ég geri á meöan ég stoppa hér er aö halda fund með kvikmyndagerðarmönnum um möguleika á dreifingu ís- lenskra mynda i Þýskalandi. Þannig var að ég haföi nýlokiö við aö setja þýskt tal inn á litlu Rœtt við Jón Laxdal Bak við gervi Péturs frá Dynhóli, dðkkan hatt og sólgleraugu mátti greina Jón Laxdal, og ræddum við saman milii þess sem hann var kallaður í upptöku. Jón kom hingað sérstaklega til að leika þetta hlut- verk í „Skilaboð til Söndru“ en hann er búsettur í sviss. kvikmyndina „Lilju“,sem sýna á í þýska sjónvarpinu, þegar Studio Hamborg haföi samband viö mig. Þetta er einkafyrirtæki sem sér um aö dreifa myndum inn á þýsku sjónvarpsstöðvarnar. Hafa þeir áhuga á aö fá þýskt tal inn á nokkrar íslenskar myndir og búa til dagskrá sem þeir myndu kalla „Junge Filme aus Island". Þetta er athyglisveröur mögu- leiki og ef ég get orðiö aö liöi viö aö opna þarna dyr væri þaö mér mikil ánægja. Ytra hef ég ekki fastráöið mig síðan ég lék í Paradísarheimt, en þá sagöi ég starfi mínu lausu. Ég hef því getað valiö mér verkefni undarfarin ár auk þess að fást viö ýmislegt sjálfur. Ég hef veriö aö setja saman texta, fengist viö þýöingar, málaö og haldiö málverkasýningar. Svo var ég aö eignast 500 ára gamalt hús í litlum bæ í Sviss og hef unniö í því. Stundarfrið Guömundar Steinssonar þýddi ég á þýsku og var verkiö sett upp í Staattheater í Braunsweig. Þaö sló í gegn og var þaö mikill sigur fyrir Guö- mund, en þetta er í eitt fyrsta skipti sem íslenskt verk er sett upp í Þýskalandi, áöur en þaö er sýnt í Skandinavíu. Þá hef ég undanfariö þýtt sögur og Ijóö ís- lenskra skáida og mun ég flytja þær á íslenskri hátíö sem haldin veröur í Berlin í nóvember. Á há- tiöinni veröa einnig íslenskar kvikmyndir, listaverk og tón- verk.“ Nú var kallaö í upptöku og Jón setti upp dökku sólgleraugun og skeliti á sig hattinum. „Hvernig líkar þér svo viö Pétur frá Dyn- hóli?“ spurði ég. „Þaö er óskaplega gaman aö leika hann,“ sagöi Jón og brosti. „Innan hópsins hefur líka ríkt sér- staklega skemmtileg vinnu- stemmning og veröur þaö meö hálfgerðum söknuöi sem ég skilst viö þau.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.