Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983 49 félk í JIi fréttum Gríski menningarmálaráöherrann, Melina Mercouri, þegar veriö var aö taka í París myndina „Promise at Dawn“. Myndinni stjórnaöi þáverandi eiginmaöur hennar, bandaríski leikstjórinn Jules Dassin. Melina Mercouri vill fá að leika Kleópötru + Melina Mercouri, kvikmyndaleikkonan, sem batt enda á glæsilegan feril sinn til að gerast menningar- málaráöherra í stjórn grískra sósíalista, segist sakna hvíta tjaldsins alveg „skelfilega" og eiga þá ósk heítasta aö fá aö túlka Kleópötru. „Ég er óskaplega óhamingjusöm með að geta ekki haldið áfram að leika en þetta vildi ég,“ sagði Mercouri í viðtali við grískt dagblað. „Ég vildi gjarna fá aö spreyta mig á Kleópötru Shakespeares og einnig í grískum gamanleik, sem hefur verið sérstaklega skrifaöur fyrir mig.“ Melina Mercouri var fyrst kjörin á þing áriö 1977 í „harðsvíruðu karlrembuhverfi í Piraeus" að því er hún segir sjálf, en þar var líka tekin myndin „Aldrei á sunnudögum”, sem gerði hana fræga um lönd og álfur. Matarlög í Naustinu + Þeir félagar Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson veröa meö skemmtidagskrá á Naustinu tvisvar í viku fram í miöjan júlí. Þeir ftytja létt og þægileg lög, sem fara vel í magann, eins og Björgvin oröaöi þaö. Mest eru þetta lög sem þeir hafa samiö og sungiö inn á plötur á undanförnum árum, og veröur sú nýbreytni aö allur undirleik- ur veröur af segulbandi. Síðar í sumar fara þeir Björgvin og Magnús í söngferð um landiö með Úllen-dúllen-doff hópnum og hljómsveit Björgvins. Þá mun Björgvin stjórna upptöku á plötu með Kristjáni Jóhannssyni, óperusöngvara, sem taka á upp í september. Veröur vandað til upptökunnar í hvívetna, og m.a. mun Lundúnasinfónían leika undir. Loks er aö geta þess að Björgvin er þegar farinn að leggja drög aö nýrri rokkhátíö, sem stefnt er aö að koma á laggirnar í haust. COSPER — Sjáöu mamma, ég fann tvö blóm. + Hún Gry, stúlkan sem Danir bundu svo miklar vonir viö í söngvakeppninni á dögunum, sit- ur ekki auðum höndum, þótt hún hafi ekki komist á toppinn að þessu sinni. Hún fer um Dan- mörku þvera og endilanga og fullvissar fólk um aö jöröin haldi áfram aö snúast hvaö sem ööru líði. „Kloden drejer“ er vinsæl- asta lagiö meö henni þessa stundina. Fjórir íslenskar kvikmyndir voru á kvikmyndahátíöinni í Cannes, sem haldin var í maí- mánuöi sl., en það voru mynd- irnar Húsið, Okkar á milli, Meö aiit á hreinu og Á hjara veraldar. Undirrituð hitti að máli þau Kristínu Jóhannesdóttur og Sigurö Pálsson er þau voru á ferö í París meö mynd sína „Á hjara veraldar“, en þar var hún sýnd ýmsum aöilum, svo sem erlendum kaupendum, dreif- ingaraðilum og íslendingum búsettum í París. Fékk myndin góöar undirtektir hjá þessum aðilum og þótti einstök hvaö efni og leikstjórn varöar auk þess sem leikur og kvikmynda- taka vöktu mikla athygli. Kristín og Siguröur voru að vonum ánægð er ég spurðist fyrir um hvaö heföi komið út úr þess- um sýningum hvaö dreifingu myndarinnar snertir, því Ma- dame Kieffer (Stúdíó 72), sem er virtur dreifingaraöili í Frakklandi, hefur tekiö aö sór aö vera um- boösmaöur viö dreifingu mynd- arinnar í Frakklandi, Sviss, Sitthvað að selja kvikmynd eða karamellur — „Á hjara veraldar“ dreift í Evrópu Kristín Jóhennesdóttir og Sigurður Pálsson. Belgíu og Þýskalandi, til aö byrja með. — „Dreifing á kvikmynd er erfið þar sem samkeþpnin er gíf- urleg í stórborgum, en þar eru harkalegar hasarmyndir einna öruggasta söluvaran og okkar svið liggur ekki í slíkri kvik- myndagerð," sagði Kristín og Siguröur bætti viö aö þaö væri sitthvaö, aö selja kvikmynd eöa poka af karamellum. Madame Kieffer hafði stór orö um ágæti myndarinnar og voru Kristín og Siguröur of feimin til aö hafa þaö eftir. Fleiri dreifingaraðilar sýndu myndinni áhuga, m.a. í sambandi viö kvikmyndahátíöir og aö sögn Siguröar er þaö allt í athugun. Kristín og Sigurður eru bæði á kafi í fyrirtækinu enda er ekki um neinar smá fjárhæöir aö ræða, en myndin kostaöi í heild um 4,5 milljónir íslenskra króna. Kristín sagöi aö líkja mætti þessu við nýfætt barn, nú væri bara aö koma því á legg og bíöa eftir að þaö færi aö ganga sjálft, en þangað til myndu þau ekki sinna Öðru. (Frá ()nnu NinseU, Ptris) SYNCHRONICITY Löggurnar mættar á '&&KARNABÆR HLJÓMPLÖTUDEILD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.