Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983 Kvikmyndafélagiö UMBI og tökuliö. Frá vinstri taliö, Ein- ar Bjarnason, sér um kvik- myndatöku og lýsingu, Kristín Pálsdóttir leikstjóri myndarinnar, Árni Þórar- insson (sá í stólnum) upp- tökustjóri, Böövar Guö- mundsson hljóömaöur, Ragnheiður Harvey, sér um föröun og búninga, Martin Couche er annar hljóömaö- ur, Elín Þóra Friöfinnsdóttir er skrifta, Hákon Oddsson sér um leikmynd, Freyr Þormóösson er aðstoöar- maður, Axel DeVaal er hægri hönd Einars viö lýs- ingu og töku og á endanum er Guöný (Duna) Halldórs- dóttir, höfundur handrits og framkvæmdastjóri. Jónasi byrlaö eitur í sögulegu samkvæmi, Júlía Hamman, Bessi Bjarnason og Bryndís Schram í hlutverkum sínum. John Stuart Taylor situr hér og íhugar framleiðslu á íslenskri kúrekamynd „lcelandic Cowboy“, þaö eina sem er til vandræöa er hversu fáir indíánar fyrirfinnast á fslandi. Elías Mar í hlutverki sínu. Á síöunni til hægri eru svipmyndir frá undirbúningi fyrir kvikmyndatöku. ið unga kvikmyndafé- lag UMBI hefur hafist handa við að kvik- mynda síðustu skáld- sðgu Jökuls Jakobs- sonar, „Skilaboð til Söndru", og fylgdumst við með töku myndar- innar síðla kvölds um seinustu helgi. Að félaginu standa þau Kristín Pálsdóttir, Guðný Halldórsdóttir, Ragnheiöur Harvey og Arni Þórar- insson, og hafa þau skipt þannig með sér verkum að Kristín leik- stýrir myndinni, handrit hefur Guðný skrifað og er auk þess framkvæmdastjóri, Arni er upp- tökustjóri og Ragnheiður sér um förðun og búninga. „Þetta á sér langa sögu að baki," sagði Guðný Halldórsdóttir (kölluð Duna) brosandi þegar við spurðum hana um forsögu þess að ráðist var I þetta verkefni. „Upphaflega stofnuðum við með okkur félag fjórar stelpur sem höfðum unnið lengi sem aðstoð- armenn við kvikmyndir, og kölluð- um það Föstudagsklúbb síðdeg- iskvenna. En auk okkar þriggja f UMBA var með okkur Ingibjörg Briem. Við vorum ákveðnar að gera okkar eigin kvikmynd einn góðan veðurdag, og hittumst mánaðarlega til að skiptast á hugmyndum. Kristin fór svo í nám úti í London og nokkrum árum seinna fór ég í sama skóla, Lon- don International Filmschool, og höldum við bréfasambandi allan tímann. Nú, við erum fyrst og fremst kvikmyndakonur en ekki rithöfundar svo við ákváðum að sækja efni í einhverja bók. Um hana urðum við hins vegar aldrei sammála fyrr en við lásum „Skila- boð til Söndru", þar sem okkur fannst komið tilvalið efni I kvik- mynd. Um áramótin skrifa ég frumhandrit með tilliti til filmu, og á grundvelli þess sækjum við svo um styrk til kvikmyndasjóðs, og fengum við úthlutað þaðan sex hundruð þúsund krónum. Með það f höndunum hófumst við handa við að fullvinna handrit, og endurbættum við það I tvígang áður en við urðum ánægð. Þarna kom Arni inn f myndina, en Ingi- björg er ekki með okkur. í handritinu er ýmsu breytt, við færðum söguna frá hippatfmabil- inu til dagsins I dag, stokkuðum dálítið upp atburðarás og endin- um breyttum við Ifka talsvert. Þessi saga fjallar um Jónas, miöaldra rithöfund. — Þetta er maður með fastmótað Iffsmunstur og verðmætamat, en þetta sumar sem hann vinnur að kvikmynda- handriti fyrir ítalskt fyrirtæki hittir hann fólk sem raskar þessu öllu. Kona hans er farin áleiðis til Hawaii að leita að sjálfri sér og hann ræður til sfn unga stúlku, Söndru, til aö sjá um ráðskonu- störf. Hann kemst fljótlega að raun um það að hún kann ekkert til þeirra starfa, en eitthvað verður þess valdandi að hann lætur hana halda áfram samt sem áður. Sandra er af annarri kynslóð en hann, hún lifir fyrir einn dag og er sama hvar hún er á morgun, bara I góðum fíling. En það er samt ekki fyrr en hún hverfur úr lífi Jónasar á ný að hann gerir sér grein fyrir þvf hversu mikil áhrif hún hefur haft á hann.“ Hér gerði Duna hlé á máli sfnu og Arni upptökustjóri tók við. „í stuttu máli er þetta gamansöm mynd um mann sem lendir i vand- ræðum, bæði með sjálfan sig persónulega og það verkefni sem hann hefur tekið að sér.“ „Þessa hlutverkaskipan lögð- um við öll saman I púkk til að gera þessa mynd að skemmtilegu verki,“ sagði Duna, þegar talið snerist að leikurum og tilkostnaði við myndina. „Jónas leikur Bessi Bjarnason og það er langstærsta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.