Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.06.1983, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 1983 39 áhrif á þaö viöbragðsmunstur, sem kynin sýna hvort um sig. Gunhild Hagestad og Michael Smyer, sem sinna fjölskyldurann- sóknum, hafa bent á, aö þaö eru þrenns konar bönd sem tengja saman hjón, og öll þarf aö slíta og fást viö, er hjón skilja. I fyrsta lagi eru sterk tilfinningabönd milli þeirra, þau hafa lagt mikla tilfinn- ingaorku í sambandiö. Þegar fólk undirbýr skilnað á skipulegan eöa yfirvegaöan hátt, hafa bæöi hjón- anna venjulega leyst þau bönd og þykir venjulega lítiö vænt hvoru um annað lengur. Önnur bönd eru löngunin til aö halda í hlutverk makans, hvaö sem manneskjunni finnst um maka sinn, getur veriö aö hana langi til aö halda áfram í hlutverki eiginkonu eöa eigin- manns. Þetta á einkum viö um karlmenn, sem fá vissa þjóöfé- lagsstööu i því hlutverki. Minni gylling er hins vegar á hlutverki eiginkonunnar og margar eigin- konur sækjast eftir skilnaði, þar sem hlutverk þeirra færir þeim litla ánægju eöa jafnvel lítilsviröingu. Þriöju böndin eru þau sem felast í venjum daglegs lífs. Fastmótaöar venjur, hegöunarmynstur og siöir geta gefiö lífinu öryggi og festu, of mikla festu finnst sumum. Slík mynstur tengja fólk saman um sameiginlega reynslu og rót á þessari reynslu er óþægilegt, jafn- vel ógnandi. Hluti af ógnuninni viö skilnaö eöa ástvinamissi er einmitt aö venjubundnar athafnir riölast. Ef viö tökum þetta saman, má segja eftirfarandi: Slit á tilfinn- ingaböndum fá jafnmikiö á konur og karla, þótt konur eigi auöveld- ara meö að taka á þeim, eins og viö höfum séö, ef litiö er til lengri tíma. Hins vegar fær þaö meira á karlmenn aö missa ákveöiö hlut- verk og veröa fyrir breytingum á venjubundnu lífi. Þeim finnst þeir dofnir af persónulegum vanmætti, þeim finnst þeir missa stjórnina og óreiöan taka völd. Þrátt fyrir aö karlmenn séu oft betur settir fjár- hagslega viö sambúöarslit, þá sýna rannsóknir aö konur ráöa betur viö aö losa hin ýmsu bönd hjúskaparins og aö vinna sig í gegnum skilnað. j stuttu máli má segja, aö konur ráöi betur viö náin tengsl og einnig aö losa um þau, en þaö þýðir ekki aö þær þurfi meira á slíkum tengslum aö halda en karlar. Eitt af mörgu sem karlar geta lært af konum í framtíðinni er hvernig bera aö taka á móti nánd og hvernig ber aö fara meö hana. Ef til vill mun náinn félagsskapur þá veröa meiri uppspretta ánægji. fyrir alla. Súkkulaði- ísdrykkur Þeytiö eöa hristiö saman 2 dl af mjólk, 2 tsk. kakó og 2 tsk. sykur (eöa í staöinn 2 tsk. af súkkulaöidufti) og 2 tsk. van- illuís. Sett í hátt glas. Iste Lagaö er te, 1 tsk. telauf fyrir hvern bolla og ein auka te- skeiö fyrir ketilinn. Teiö er lát- iö trekkja i nokkrar mínútur, hellt gegnum sigti i könnu og þunnum sitrónusneiðum baett út í, kaelt í kæli í skáp, sykri bætt i ef þurfa þyklr. Mokka-drykkur Hrært er saman 2 dl af mjólk, 1—2 tsk. duftkaffi, 1 matsk. sykri og 1 matsk. vanilluís. Kælt Bananadrykkur V4 vel þroskaöur banani á mann, 2 dl mjólk og 2 matsk. vanilluís. Þessu er blandaö saman með .blandara" eöa þeytt vel saman, en þá þarf aö merja bananana meö gaffli. Kælt. Appelsínudrykkur 2 dl mjólk, 1 dl appelsinusafi, 2 matsk. vanilluís. öllu bland- aö saman og kælt. Uppskriftirnar miöast viö eitt glas eins og greinilegt er af magni. Kaldir og svalandi drykkir á sumar- Spánskt skinkusalat. 400 gr. skinka, 4 tómatar, 2 paprikur, 1 laukur, 1 salathöfuð, salt, pipar, salatsósa. Salatiö þvegiö og skoriö í bita. Tómatar og laukur skoriö í sneiö- ar, gott er aö leggja laukinn i vatn í nokkrar mínútur, bragöiö veröur ekki alveg eins sterkt þá. Græn- metiö er sett í skál, skinkuræmur eöa bitar lagöir yfir. Salatsósa úr olíu-edikslegi eöa af annarri gerö. Ætlað fyrir fjóra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.