Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 5 Borgarráð: 39 íbúðalóðum úthlutað í gær Punktar frá bæjarstjórn Akureyrar Akureyri, 13. mars. Fjárhagsáætlun Fjárhagsáaetlun bæjarsjóðs var til síðari umræðu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar á fundi hennar í dag. Var áætl- unin samþykkt nánast óbreytt frá fyrri umræðu og hefur áður verið sagt frá niðurstöðutölum áætlunarinnar í Mbl. Gunnar Ragnars (S) sagði við síðari umræðuna í dag, sem Sjálf- stæðismenn standa að ásamt meirihluta bæjarstjórnar, að svo mikið tillit hefði verið tek- ið til óska Sjálfstæðismanna við undirbúning og afgreiðslu þessa máls, að minnihlutinn styddi óskiptur áætlunina eins og hún liggur fyrir. Raunar kvað hann að meira tillit hefði verið tekið til ábendinga Sjálfstæðismanna en t.d. Al- þýðubandalags og Kvenna- framboðs. Af þeim ummælum virðist mega ráða, að samvinna hafi verið við gerð áætlunar- innar á milli framsóknar- manna og sjálfstæðismanna. Kirkjubygging Sóknarnefnd Lögmannshlíð- arsóknar ritaði bæjarráði bréf þann 1. febrúar sl. þar sem þökkuð er lóðarveiting fyrir kirkju- og safnaðarheimili í Glerárhverfi. Jafnframt óskar sóknarnefndin eftir viðræðum við bæjarráð um fjárhagslega fyrirgreiðslu og félagsaðstöðu fyrir hverfið í safnaðarheimil- inu. Fækkun leigubifreiða Bæjarstjórn mælir með því við samgönguráðuneytið að til- lögur frá Bílstjórafélagi Akur- eyrar varðandi fækkun leigu- bílaleyfa á Akureyri, verði samþykkt. Lagt er til að 600 íbúa þurfi á bak við hvert leyfi í stað 500 áður. Heilsuhótel í Kjarnaskógi? Úlfur Ragnarsson, læknir, hefur ritað bæjarráði bréf þar sem hann gerir grein fyrir hugmyndum sínum um ráð- stefnu- og heilsuhótel i Kjarnaskógi. Þar leggur Úlfur til „útvíkkun á hugmynd um heilsuhæli NLFA, sem þegar er að nokkru leyti uppsteypt, þannig að úr verði alþjóðlegt gistihús ætlað fyrir ráðstefnur og námskeið ásamt heilsurækt, sem tekur til flestra þátta mannverunnar." Bæjarráð vís- aði málinu til atvinnumála- nefndar og taldi jafnframt rétt að ljósrit af bréfinu yrði sent öllum bæjarfulltrúum til kynn- ingar. Verslunarlóð úthlutað í Glerárhverfi Kristján Gunnarsson, Rima- síðu 15, hefur fengið úthlutað verslunarlóð við Móasíðu 1, þar sem hann hyggst reisa fyrst bráðabirgðahús undir verslun- arrekstur en fullbyggja á lóð- inni innan þriggja ára. Munu íbúar í nýjustu hverfum bæjar- ins bíða spenntir eftir að fá þar verslun en afar langt hefur verið að sækja þá þjónustu úr nyrstu og efstu byggðum Gler- árhverfis. GBerg BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær, þriðjudag, úthlutun 39 lóða, en hér er um að ræða 22 ein- býlishúsalóðir og 17 raðhúsalóðir. Lóðirnar eru aðallega á hinu nýja byggingarsvæði borgarinnar við Grafarvog, en einnig er um úthlutan- ir að ræða í Seljahverfi og í Selási. Þessir hluti lóðirnar: Byggingarsamvinnufélagið Skjól, Álfheimum 44, R, lóðir fyrir 15 raðhús við Hverafold. Þá fengu þessir einstaklingar raðhúsalóðir: Logafold 103: Sigurgeir Tómas- son, Leirubakka 30. Logafold 163: Egill Guðmundsson, Laugateigi 16. Þá fengu þessir einbýlishúsalóð- ir: Hverafold 38: Húseiningar hf., Lækjargötu 13, Siglufirði. Hvera- fold 48: Hjörtur Grímsson, Njörvasundi 27. Hverafold 94: Haraldur Örn Haraldsson, Háa- leitisbraut 17. Hverafold 130: Sig- urður V. Viggósson, Ásvallagötu 29. Logafold 25: Ellert K. Steindórsson, Leirubakka 20. Logafold 90: Kristín Auðunsdóttir, Hvassaleiti 18. Logafold 91: Þórar- inn Kjartansson, Bergstaðastræti 27. Logafold 95: Jón Sigurðsson, Leifsgötu 28. Logafold 136: Þór- halli Einarsson, Krummahólum 8. Logafold 186: Sigurður J. Krist- insson, Hlíðarvegi 11. Kóp. Jaka- sel 3: Stefán A. Finnsson, Flúða- seli 42. Jakasel 7: Erlingur Stef- ánsson, Hryggjarseli 15. Jakasel 9: Jóhann Sigurðsson, Völvufelli 22. Vesturás 50: Árni Björnsson, Fálkagötu 8. Þingás 25: Guðmund- ur Harðarson, Seljalandi 7. Þingás 29: Markús Sigurðsson, Víðimel 57. Funafold 60: Sólveig Jónsson, Hofteigi 8. Funafold 65: Hallgrím- ur Valberg, Langagerði 16. Funa- fold 89: Pétur Halldórsson, Engi- hjalla 11, Kóp. Funafold 93: Aðal- steinn S. Guðmundsson, Engi- “ hjalla 21, Kóp. Funafold 95: Geir Árnason, Engihjalla 23, Kóp. Funafold 103: Árni Jóhannsson, Þórsgötu 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.