Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Ekstrabladet greiði 270.000 í skaðabætur: Gemayel leggur við hlustir Amin Gemayel, forseti Líbanon, leggur við hlustir en Abdel Halim Khaddam, varaforseti Sýrlands, flytur ræöu á þjóöarsáttarfundinum í Lausanne í Sviss. Símamynd-AP. Kaupmannahöfn, 13. mars. AP. HÆSTIRÉTTIJR í Danmörku kvad í dag upp þann úrskurð, aö stærsta blaði landsins, Extrabladet, bæri að greiða James Baba, sendiraáðs- starfsmanni frá Uganda, 90.000 danskar krónur (270.000 ísl. krónur) í skaðabætur vegna ummæla, sem blaðið hafði um hann. Var hann sagður „fjöldamorðingi" og útsend- ari Idi Amin. Úrskurður hæstaréttar batt enda á sjö ára málaferli. Extra- bladet var fyrst stefnt vegna þessa máls árið 1977 er Baba gegndi starfi ræðismanns Uganda í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Hulduskothríð í Formósusundi: Japanskt skip varð flutninga- fyrir skoti Tókýó, 13. mars. AP. JAPANSKT bifreiðaflutningaskip varð fyrir fallbyssuskoti í dag er það var að varpa akkerum í Formósu- sundi, á kínversku hafsvæði. Form- ósa og Kína hafa deilt um þetta haf- svæði, en báðir aðilar hafa neitað að hafa staðið að árásinni. Ekkert manntjón varð um borð í skipinu, en það skemmdist nokkuð og um 20 bifreiðir á þilfari þess löskuðust. Um 4.176 tonna flutningaskip er að ræða og sagðist skipstjóra þess svo frá, að fyrst hafi heyrst greinilega að púðurskoti hafi verið hleypt af. Því næst og áður en menn gátu áttað sig á því hvað var á seyði, hvað við mikil sprenging er kúla hæfði þilfarið með fyrr- greindum afleiðingum. Sex önnur skot heyrðust, en ekkert þeirra var beint að japanska skipinu. Skipstjórinn, Murata að nafni, vildi ekki tjá sig um hverjir hefðu skotið á skipið. Kínverska stjórnin þvoði hendur sínar af málinu, sagðist ekki hafa hleypt af einu einasta skoti á umræddum slóð- um. Stjórnvöld í Taiwan höfðu ekkert um málið að segja í fyrstu, en tilkynntu svo að þau vissu ekk- ert um hvað þetta mál snérist, vís- uðu á Kínverja sem sökudólga. Sýslumenn fá lítinn frið (>sló, 12. mars. Frá Per Borglund, fréttaritara Mbl. Sýslumannssetrið á Bjarnarey hefur oft í vetur verið umsetið ís- björnum og nokkrum sinnum hafa embættismenn séð sig tilneydda til að skjóta á dýrin. Það hafa þeir þó ekki gert til að drepa birnina, þvert á móti, öllum á Bjarnarey er vel við „bangsana" og nota menn byss- urnar einungis til að stugga við þeim hvítu ef þeir gerast of nærgöngulir. Snudda birnirnir talsvert umhverfis mannabú- staði á þessum árstíma, enda oft ýmislegt ætilegt þar að finna. Bjarnareyingar ganga um vopn- aðir ef að „ætilegt" skyldi inni- halda embættismenn Noregs- konungs hjá bjarndýrunum. Afhroð í sveitar- stjórnarkosningum Jafntefli hjá stórmeisturunum Moskvu og ()sló, 13. mars. AP. ÞEIR Garry Kasparov og Vasili Smyslov skildu jafnir, er þeir tefldu biðskák sína frá mánudeginum, í annarri umferð undanúrslitanna í áskorendaeinvíginu í skák. Þeir keppa í Vilnuis, höfuðborg Litháen. Þar með er tveimur skákum lok- ið og báðum lokið með jafntefli. Smyslov hafði hvítt að þessu sinni og byrjaði með Tarrasch-vörn. Var skákin fjörug framan af að sögn fréttaskýrenda, en í 13. leik hugsaði Kasparov sig um í 40 mín- útur áður en hann lék. Það var Smyslov sem stakk upp á jafntefli og Kasparov hugsaði sig ekki um tvisvar. Báðir voru komnir í mikið tímahrak. Þá bárust þau tíðindi frá Nor- egi, að heimsmeistarinn Anatoli Karpov hefði fallist á að taka þátt í sterku móti sem fram fer í Osló dagana 12. til 20. næsta mánaðar. Þar verða fleiri sterkir garpar, svo sem Hort frá Tékkóslóvakíu og Húbner frá Vestur-Þýskalandi. París, 13. mars. AP. FRANSKIR hægrimenn unnu mikinn sigur í sveitarstjórnarkosningum, sem fram fóru í nokkrum kjördæmum um helgina. Af sex kjördæmum báru þeir sigur úr býtum í ftmm. Ár er nú liðið frá því straumur- inn í frönskum stjórnmálum snerist við hægrimönnum í hag og á þess- um tíma hafa þeir unnið níu bæj- arfélög úr höndum vinstrimanna. í Limeil-Brevannes fyrir utan París báru hægrimenn sigur úr býtum og fengu 7% fleiri atkvæði en and- stæðingarnir með kommúnistann Guy Berjal í fararbroddi og í bæn- um Houplines, þar sem vinstrimenn töpuðu árið 1983 með aðeins 24 at- kvæðum, var bæjarstjóri hægri- manna endurkosinn með 60% at- kvæða. Þessir bæir voru áður fyrr með sterkustu vígjum vinstri- manna. Ljósasta dæmið um lítið-gengi vinstrimanna eru kosningarnar í Vincennes-Fontenay, en þar fengu vinstrimenn nú innan við 6% en frambjóðandi Þjóðfylkingarinnar, sem er öfgafullur hægriflokkur, fékk hins vegar 10% Til kosninganna nú var efnt vegna þess, að dómstóll hafði ógilt fyrri kosningar í sveitarfélögunum sökum mistaka við framkvæmd þeirra. Líkkistu- efni þrotið llelsinki, 13. mars. AP. BÆDI íranir og írakar hafa lagt inn pantanir hjá finnskri sögunarmyllu fyrir mikið magn af tréplönkum í lík- kistur. Eru þetta einhverjar stærstu pantanir sem myllan hefur fengið til þessa, hvor um sig upp á 2000 fer- metra af timbri. íranir munu fá lík- kistuefni sitt með járnbrautarlest sem fcr um Sovétríkin, en írakar fá sitt timbur eftir sjóleiðinni. Drap húsvörð, tók sextán gísla, heimtaði vinnu, en gafst svo upp Kóm, 13. mars. AP. MAÐUR, sem réðst inn í barna- skóla vopnaður haglabyssu, gafst upp síj)degis fyrir fortölur borgar- stjórans í Róm. Maðurinn réðst inn í skölann í morgun og skaut húsvörð til bana áður en hann tók kennara og 15 nemendur hans í gíslingu. Með hátterni sínu vildi maður- inn vekja athygli á atvinnuleysi sínu og krafðist þess að honum yrði útvegað starf, ella yrði gísl- unum ekki sleppt. Þegar orðið var við kröfu hans heimtaði hann, að hann yrði lýstur van- heill á geðsmunum. Það var þá sem borgarstjórinn í Róm, Ugo Veteré, bauðst til þess að koma í stað barnanna, en maðurinn hafnaði því boði. Gafst síðan upp eftir að Vetere hafði rætt við hann um stund. Skyttur lögreglunnar höfðu komið sér fyrir á nærliggjandi húsþökum, en þurftu aldrei að grípa til vopna. Baba tapaði málinu fyrir lands- rétti, en áfrýjaði til hæstaréttar. Hæstiréttur lagði m.a. til grundvallar niðurstöðu sinni, að Baba var handtekinn er hann kom heim til Uganda árið 1982, en fall- ið var frá öllum ákærum á hendur honum eftir mánaðarlanga rann- sókn á ferli hans. Lestunar- áætlun Skip Sambandsins munu ferma til íslands á næstunni sem hér segir: HULL/GOOLE: Jan 19/3 Jan 2/4 Jan 16/4 Jan 30/4 ROTTERDAM: Jan 20/3 Jan 3/4 Jan 17/4 Jan 1/5 ANTWERPEN: Jan 21/3 Jan 4/4 Jan 18/4 Jan 2/5 HAMBORG: Jan 23/3 Jan 6/4 Jan 20/4 Jan 4/5 HELSINKI/TURKU: Mælifell 23/3 Hvassafell 31/3 LARVIK: Francop 12/3 Francop 26/3 Francop 9/4 Francop 23/4 GAUTABORG: Francop 27/3 Francop 10/4 Francop 24/4 KAUPMANNAHÖFN: Francop ........ 28/3 Francop ...... 11/4 Francop ........ 25/4 SVENDBORG: Francop ........ 15/3 Francop ........ 29/3 Francop ........ 12/4 Francop ........ 26/4 ÁRHUS: Francop ........ 16/3 Francop ........ 30/3 Francop ........ 13/4 Francop ........ 27/4 FALKENBERG: Helgafell ...... 15/3 Mælifell ....... 30/3 GLOUCESTER MASS.: Skaftafell ..... 24/3 Skaftafell ..... 25/4 HALIFAX, KANADA: Skaftafell ..... 26/3 Skaftafell ..... 26/4 ia SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 Sagði Baba vera fjöldamorðingja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.