Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Velj um sparnaðarleiðina — eftir Árna Árnason Fyrirsjáanlegur er verulegur halli á fjárlögum þessa árs, sem stjórnvöld verða að bregðast við, ef ekki á illa að fara. Nú standa yfir umræður um hvern- ig eigi að brúa þetta bil og er það prófsteinn á núverandi stjórnarstefnu hvernig til tekst. Til þess að jafna halla ríkis- sjóðs eru í raun ekki nema tvær leiðir, annars vegar að auka tekjurnar og hins vegar að skera niður útgjöld. Þriðja leið- in, auknar lántökur, er engin lausn, aðeins frestun á vanda- num. Ef sú leið verður farin, er aðeins spurning um tíma hve- nær verðbólga blossar upp á ny. Þá er að velja á milli skatta- leiðarinnar og sparnaðarleiðar- innar. Á að skerða ráðstöfun- arfé fólks og fyrirtækja til að leysa stjórnmálamenn undan þeirri ábyrgð að halda ríkis- útgjöldum innan hóflegra marka, eða ætla þeir að axla ábyrgð sína og taka ákvarðanir um niðurskurð ríkisútgjalda? Hefur ríkisstjórnin hugrekki til að stjórna eða á að varpa vandanum yfir á fólkið? Þetta er kjarni málsins. Sparnaður er ekkert nýtt lausnarorð. Á undanförnum ár- um hefur átt að leysa margan vandann með sparnaði, en árangurinn hefur orðið lítill. Hvers vegna er svona erfitt að spara? Ekki vantar viljann. Skýringin er eflaust margþætt, tregða hjá embættismönnum og stofnunum, sjálfvirkni í út- gjöldum og margt fleira. Enn önnur ástæða er til, sem menn gefa ekki eins mikinn gaum að og vert væri. Fjölmörg fyrir- tæki, félagasamtök og hags- munahópar njóta styrkja frá ríkinu. I þeim flokki eru margir harðsnúnir þrýstihópar. Þessir aðilar hafa ekki hag af því að hvetja til sparnaðar og vinna stundum leynt og ljóst gegn honum af þeirri einföldu ástæðu, að þeir óttast að verða fyrstir til að missa spón úr aski sínum. Hvar má spara? Sparnaðarhugmyndin á mikið fylgi. Á því leikur enginn vafi. Hins vegar hafa þeir stjórn- málamenn, sem eru fylgjandi sparnaði, veigrað sér við að nefna hvar á að spara. Skýring- in er sú, að þeir sem hafa ávinn- ing af sparnaðinum, allur fjöldi fólks, hafa óljósar hugmyndir um ávinning sinn, en þeir sem missa sporslur og styrki hafa mjög skýrar hugmyndir um hvers þeir fara á mis. Stjórn- málamenn, sem vilja taka ábyrga afstöðu eiga því á hættu að baka sér miklar óvinsældir. Þess vegna hefur sjaldan verið hægt að tala tæpitungulaust um sparnað. Otgjöldum ríkissjóðs má í grófum dráttum skipta í þrennt: — í fyrsta lagi eru útgjöld, sem samsvara upprunalegu hlutverki ríkisvaldsins, t.d. út- gjöld til öryggismála og til þeirra sem minna mega sín. — I öðru lagi eru útgjöld til heilbrigðis- og menntamála, sem eru ekki umdeild lengur að vissu marki. — f þriðja lagi eru ýmiss konar styrkir, framlög og þjón- usta, sem fremur ætti að vera fjármögnuð af þeim sem njóta hennar. í þriðja flokknum eru stórar upphæðir, sem færu langt með að jafna þann haila, sem er á ríkissjóði, þótt aðeins hluti þeirra væri skorinn niður. Með- fylgjandi er listi yfir þessi út- gjöld, svo að hver og einn getur dæmt fyrir sig. Þar má nefna styrki til félagasamtaka, styrki til stofnana, jöfnunarstyrki, framlög til fyrirtækja og fram- lög til atvinnuvega. Styrkir til ein- staklinga og félagasamtaka Á fjárlögum er gert ráð fyrir að veita rúmlega 68 milljónum „Framlög til landbúnað- ar eru langmest áber- andi undir þessum lið. Um margt eiga hér við samskonar rök gegn styrkjum eins og fram hafa komið hér á undan. Það er verið að mis- muna atvinnuvegunum og ýtt undir stöðnun í hagkerfinu. Fjármunir eru teknir þaðan sem þeir ávaxtast best og notaðir til að bjarga óhagkvæmum rekstri.“ króna í styrki til ýmissa félaga- samtaka, annarra en líknarfé- laga. Hér er verið að verja fjár- munum almennings til starf- semi, sem út af fyrir sig er allra góðra gjalda verð, en þeir, sem eru þátttakendur í þessu félags- starfi, eða þeir sem hafa beinna hagsmuna að gæta, ættu þó að vera borgunarmenn fyrir. Styrkir til stofnana Opinberar stofnanir af ýmsu tagi hafa margar sértekjur sem þær afla fyrir veitta þjónustu. í flestum tilvikum eru þessar tekjur þó ekki nema lítið brot af kostnaðinum við það að halda þjónustunni uppi. M.ö.o. þeir, sem njóta þjónustunnar, borga ekki fyrir hana beint, nema að mjög litlu leyti. Þjóðhagslegt gildi þessarar starfsemi er af sumum talið meira heldur en almenningur gerir sér grein fyrir. Niðurgreiðslur eru þess vegna taldar nauðsynlegar, svo að tekjulágt fólk eigi þess kost að njóta starfseminnar. Þessi rök eru ekki að öllu leyti gild. Ríkið hefur tekið að sér að ákveða, hvað sé einstakl- ingunum fyrir bestu. Það sækir fé í vasa almennings og úthlut- ar því síðan til starfsemi, sem kemur í raun aðeins sumum til góða. Að baki þessum tilfærsl- um býr sú trú, að verið sé að veita félitlu fólki tækifæri til að notfæra sér þjónustuna; verið sé að jafna lífskjörin. Það er hins vegar langt í frá að þetta eigi við í öllum tilvikum, þegar heildarmynd tekjuöflunar og tekjuráðstöfunar ríkisins er höfð í huga, þ.e. þegar athugað er hvaða tekjuhópar eru skatt- lagðir og hvaða tekjuhópar notfæra sér hina ríkisstyrktu þjónustu. Með því að auka sértekjur stofnana og minnka ríkisút- gjöld að sama skapi, má jafn- framt búast við því, að stuðlað verði að meiri hagkvæmni í rekstri þessara stofnana. Not- endur, sem þá yrðu að greiða hærra verð fyrir þjónustuna, munu gera meiri kröfur til gæða hennar, sem skapar rekstrinum aðhald, þannig að líklegt er, að verðið þurfi ekki að hækka sem svarar til ríkis- styrksins. Samkvæmt meðfylgj- andi skrá yfir stofnanir, sem njóta ríkisstyrkja, er ljóst, að styrkirnir nema allt að 570 milljónum króna og mætti því spara umtalsverða fjárhæð, ef sértekjur væru auknar, en þær nema einungis rúmlega 230 milljónum króna. Styrkir til atvinnuvega Framlög til landbúnaðar eru langmest áberandi undir þess- um lið. Um margt eiga hér við samskonar rök gegn styrkjum eins og fram hafa komið hér á undan. Það er verið að mismuna atvinnuvegunum og ýtt undir stöðnun í hagkerfinu. Fjármun- ir eru teknir þaðan sem þeir ávaxtast best og notaðir til að bjarga óhagkvæmum rekstri. Árni Árnason Jöfnunarstyrkir Áætlað er að verja um einum milljarði króna til að jafna að- stöðu, einkum með tilliti til bú- setu. Jöfnunarstyrkir hvers konar eru hæpnir frá því sjón- armiði, að þeir draga úr hreyf- anleika framleiðsluþáttanna, sem er skilyrði þess að mark- aðskerfið njóti sín. Hætta er á, að atvinnutæki og starfsfólk sitji eftir á stöðum, þar sem ekki er efnahagslegur grundvöllur fyrir veru þess. Styrkirnir eru fjármagnaðir af fólki annars staðar, þar sem efnahagsgrundvöllurinn er tryggari og tilfærslurnar eru því ranglátar, auk þess að vera þjóðhagslega óhagkvæmar. Þjónusta, sem seld er undir kostnaðarverði, er gjarna notuð meira en tilefni gefur til. Latt er til sparnaðar og til þess að finna aðrar hagkvæmari lausn- ir og má í því sambandi nefna rafmagns- og olíustyrki. Færa má rök fyrir því, að þvert ofan í tilgang styrkjanna auki þessar tilfærslur tekjumun óbeint: Á stöðum, sem búa við hagkvæm búsetuskilyrði er, ef að líkum lætur, mikil eftirspurn eftir starfskrafti, sem þýðir gjarnan, að hærri laun eru í Styrkir til einstaklinga og félagasamtaka, sem eiga aö geta kostað eigin starfsemi (líknarfélög ekki meðtalin). Þús. kr. Starfsemi stúdenta 27 Félagsstofnun stúdenta 2.678 Bandalag ísl. leikfélaga 400 Rithöfundasamband íslands 30 Listasafn alþýðu 900 Fél. ísl. myndlistarmanna 200 Myndhöggvarafélagið 70 Félag kvikmyndagerðarmanna 45 Bandalag ísl. listamanna 40 íslenska stærðfræðifélagið 20 Hið íslenska náttúrufræðifélag 7 Eðlisfræðifélag íslands 12 Norræna félagið 100 Æskulýðssamband íslands 120 Ungmennafélag íslands 2.800 Bandalag ísl. skáta 400 Bandalag ísl. farfugla 12 íslenskir ungtemplarar 130 Landssamband KFUM og KFUK 90 íþróttasamband Islands 10.800 Taflfélag Reykiavíkur 20 Skáksamband Islands 130 Bridgesamband íslands 10 Dýraverndunarfélag íslands 15 Fuglaverndunarfélag fslands 25 Félög íslendinga á Norðurlöndum 20 Kvenfélagasamband íslands 450 Kvenréttindafélag íslands 11 Þjóðdansafélagið 3 Hagsmunasamtök einstæðra foreldra 20 Samband ísl. náttúruverndarfélaga 5 Samband ísl. karlakóra 5 Svifflugfélag íslands 10 Búnaðarfélag íslands 21.807 Landssamband ísl. hestamannafélaga 25 Búnaðarsamband Suðurlands 200 Skógræktarfélag íslands 140 Landvernd, félagasamtök 400 Búnaðarsamband A-Skaftafellssýslu 100 Fiskifélag íslands 12.116 Orator 55 Utanfarir presta 50 • Hið ísl. biblíufélag 115 Samtök vinnumarkaðarins 2.190 Orlofsheimili verkalýðssamtakanna 3.280 ASÍ v/MFA 1.330 Orlofsheimili BSRB 1.240 Félagsmálaskóli alþvðu 1.850 Hagdeildir ASÍ, VSI, VMSS, BSRB 2.000 Iðnnemasamband íslands 50 ASÍ v/orlofsmála 270 ASÍ v/norræna verkalýðsskólans 60 Trúnaðarmenn á vinnustöðum, námskeið 600 Fræðslumál BSRB 540 ' Fræðslumál BHM 80 ^ Fræðslumál annarra 100 Þátttaka í erl. vinnumálastarfi 300 Leigjendasamtökin_________________120 Samtals Styrkir til stofnana sem má draga úr svo að þeir sem njóta þjónustunnar borgi (meira) fyrir hana (sértekjur innan sviga). Húsameistari ríkisins (5.975) Þús. kr. 2.658 Stjórnartíðindi (774) 4.243 Þjóðgarðurinn Þingvöllum (477) 5.542 Hæstaréttardómar (476) 1.995 Rannsóknaráð ríkisins (917) 4.907 Löggildingarstofan (1.725) 1.310 Námsgagnastofnun (1.857) 30.948 Lyfjaverðskrá (0) 105 Sjónvarp (700) 6.700 Fasteignamat ríkisins (6.652) 10.748 Þjóðleikhús (62.304) 41.629 Siglingamálastofnun (2.856) 16.251 Sinfóníuhljómsveit (29.710) 14.132 Flugmálastjórn (15.677) 203.022 Rannsóknastofnun Landmælingar fslands (10.900) 4.541 Iandbúnaðarins (3.442) 29.779 Iðntæknistofnun (14.494) 18.559 Mat á landbúnaðarafurðum (0) 1.245 Rannsóknastofnun Yfirdýralæknir (239) 12.149 byggingariðnaðarins (10.710) 11.789 Rannsóknastofnun Orkustofnun (44.500) 73.205 fiskiðnaðarins (3.333) 15.033 Rafmagnseftirlit ríkisins (714) 12.417 Framleiðslueftirlit Skráning hlutafélaga (0) 1.207 sjávarafurða (1.785) 34.336 Skrifstofa rannsókna- stofnana atvinnuveganna (530) Samtals (231.747) 570.543 lá.l30 Jöfnunarstyrkir sem breyta búsetuskilyrðum. W«. kr. Byggðasjóður 83.800 Jöfnun námskostnaðar 17.720 Félagsheimilasjóður 12.400 Vatns- og hitaveita Reykjahlíðar 5.000 Flóabátar og vöruflutningar 30.961 Orkusjóður 578.800 Jöfnun og lækkun hitakostnaðar (lög 53/1980) 3.000 Niðurgreiðsla rafhitunar 230.000 Olíustyrkur v/húshitunar_________61.500 Samtals 1.023.181

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.