Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Morgunblaðið/HBj. Árni á heimili sínu. það upp með sjálfsnámi og J>ar kom viljinn að góðu haldi. Arið 1936 fékk ég vinnu á sýsluskrif- stofunni, hjá þeim ágæta sýslu- manni Magnúsi Gíslasyni, og var þar viðloðandi til ársins 1942, að mér bauðst starf í Stykkishólmi. Tróð upp eftir hálfan mánuð í Hólminum f Stykkishólmi vantaði sýslu- skrifara og mér var boðið starfið til reynslu í þrjá mánuði og sló ég tii. En um þetta leyti dó mamma, heimilið okkar fyrir austan leyst- ist við það upp og ég varð innlyksa hér. Ég fór 20. janúar frá Eskifirði með Esjunni. Ekki var auðhlaupið að komast til Stykkishólms í þá daga, enda tók það mig þrjár vikur að komast þessa leið. Síðasta spöl- inn, þ.e. frá Reykjavík, fór ég með línuveiðaranum Fróða og vorum við 4 sólarhringa á leiðinni. Veðrið var afleitt enda fór það svo að þeg- ar búið var að skila mér í land í Stykkishólmi fórst hann fyrir utan Vatnabúðir í Grundarfirði. Hér er ég því búinn að vera í 42 ár og ætla að vera hér áfram þó ég hætti senn mínum aðalstörfum. Enda hef ég næg verkefni og áhugamál að vinna að. Ég var ekki búinn að vera nema nokkra daga í Stykkishólmi þegar ég var ósjálf- rátt kominn á fulla ferð í félags- málunum þó ég hefði heitið því þegar ég fór frá Eskifirði, og losn- aði úr félagsmálunum, að hvíla mig alveg frá þeim í bili. Hálfum mánuði eftir að ég kom hingað var hér mikil skemmtun og þar söng ég gamanvísur um fólkið í Hóim- inum eftir tilsögn annarra. Hólm- arar höfðu fyrir löngu átt góða gamanvísnasöngvara, þar hóf Bjarni Björnsson sinn feril. Hér var einnig Reinhold Richter, sem í mörg ár samdi og söng hér eftir- minnilegar vísur. í þessum mánuði eru 50 ár síðan ég byrjaði að syngja gamanvísur. Áður hafði ég samið fyrir aðra en oft fannst mér þeir menn, sem fóru með vísurnar mínar, mis- þyrma þeim og þá leið mér ekki vel. Þá kom Bjarni Björnsson famanvísnasöngvari á Eskifjörð. Ig fór að hjálpa honum með vísur og kem að því við hann að mér þyki leitt hvernig aðrir fari með þetta efni. Þá sagði Bjarni: Af hverju syngur þú þær ekki sjálf- ur? Ég benti honum á að röddin væri ekki beint þessleg. Þá sagði Bjarni: Hljóðfæraleikarinn sér um tónlistina en þú sérð um að koma efninu til skila. Hann tók með mér nokkrar æfingar og síðan hef ég haldið ótrauður áfram á þessari braut. Fyrsta skemmtunin sem ég söng á var á 50 ára afmæli Góð- templarareglunnar. Ég hef einnig samið fyrir marga gamanvísna- söngvara og haft gaman af, til dæmis fyrir þá Brynjólf Jóhann- esson og Alfreð Andrésson og ýmsa fleiri. Mamma fylgdi afa að málum en pabbi var róttækur Ég starfaði í Lúðrasveit Eski- fjarðar og saknaði hennar þegar ég kom hingað. Um haustið 1942 fékk ég vin minn hingað frá Eski- firði, Víking Jóhannsson. Við vor- um saman í félagsmálum á Eski- firði, meðal annars í Lúðrasveit- inni, en þar var Víkingur okkar aðaltónlistarmaður ásamt Róbert Arnfinnssyni og vorum við þrír mjög samrýndir. Árið 1944 stofn- uðum við síðan Lúðrasveit Stykk- ishólms og á hún 40 ára afmæli eftir nokkra daga. Það eru orðin tæp 60 ár síðan ég gekk í barna- stúku og hóf félagsmálastörf. Hún varð mér mikill skóli. Stúkan hét Bjarkarrós nr. 65 og til gamans má geta þess að þegar ég fékk mér bíl þá varð hann auðvitað nr. 65 og eins síminn, hann varð að vera nr. 65. Að ég gekk í Góðtemplararegl- una á ég að þakka kennara mín- um, Jóni Vaidimarssyni, sem gerði allt sem hann gat til að beina okkur börnunum inn á hollar brautir. Hann kenndi kristinfræði svo vel í skólanum að hún gleym- ist engu okkar. Ég fékk þvi snemma áhuga fyrir kristindómi. Frú Guðrún Lárusdóttir kom í heimsókn til okkar á Eskifirði og hafði svo mikil áhrif á mig að þessi mál hafa aldrei vikið frá mér síðan. Mér hefur alltaf þótt gaman að starfa með börnum og ungling- um. Barnastúkunni hér hef ég veitt forstöðu í 33 ár og undir- og unglingastúlkunni í 32 ár. Þetta gefur lífinu visst gildi. Það var mikill áhugi fyrir stjórnmálum heima. Afi minn, Árni Halldórsson, var mikill heimastjórnarmaður um sína daga og síðar íhaldsmaður. Mamma og systkini hennar fylgdu afa að málum en pabbi var rót- tækur. Á árunum í Reykjavík starfaði hann í hinni ungu verka- lýðshreyfingu og kynntist þar þeim, sem þar voru fremstir í flokki, svo sem ólafi Friðrikssyni og fleirum. Eftir að hann kom austur varð hann til þess ásamt öðrum að reisa við verkalýðsfélag- ið þar og starfaði í því í nokkur ár. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður, árið 1929, kom Jón Þorláksson austur til að kynna hin nýju viðhorf. Jón Baldvinsson var með honum. Fundurinn sem þarna var haldinn er einhver sá eftir- minnilegasti fundur að prúð- mennsku, málefnum og fjöri sem ég man eftir. Árið 1931 kom Gunnar Thoroddsen austur, hélt marga fundi og varð til þess að margir ungir menn bættust í hóp- inn og var ég einn þeirra. Síðar var ég í fyrsta stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins en hann var undir stjórn Gunnars. Við vorum þar yfir 20 manns víðsvegar af landinu og sá skóli varð mér mik- ill styrkur í áframhaldandi félags- starfi. Vinátta okkar Gunnars hélst á meðan hann lifði. Ég studdi hann einlæglega á meðan hann veitti ríkisstjórn sinni for- ystu og eins þegar hann bauð sig fram til forsetaembættisins. En mér var ómögulegt að fylgja hon- um í forsetakosningunum 1952 því þá studdi ég séra Bjarna. f rúm 40 ár hafa leiðir Morgu.nblaðsins og mínar iegið saman. ívar Guð- mundsson fréttastjóri fékk mig í júní 1943 til að gerast fréttaritari Morgunblaðisins hér í Stykkis- hólmi, sem ég síðan hef verið og kynnst við það litríku og elskulegu fólki og væri það efni í heila bók ef frá því ætti að segja. Merkilegt mannlíf og sterkir stormar Ég gifti mig seint, en sú bið margborgaði sig. Þann 27. mars 1948 giftist ég Ingibjörgu Gunn- laugsdóttur frá Bakka í Víðidal og eigum við fjögur uppkomin börn, þau eru: Gunnlaugur Auðunn fæddur 1950, kennari við Hafra- lækjarskóla í Aðaldal, giftur Sig- rúnu Valtýsdóttur, handavinnu- kennara; Halldór, fæddur 1953 viðskipta- og hagfræðingur í Reykjavík; Helgi fæddur 1955, kennari við Hafralækjarskóla, giftur Aðalbjörgu Jónasdóttur; og Vilborg Anna fædd 1958, sjúkra- liði í Reykjavík. Mamma var mjög trúuð kona og margar bænir hennar voru heyrð- ar. Þegar ég fór að basla fyrir mig sjálfur sagði hún þessa setningu við mig: Mundu að það skiptir engu máli hvað aðrir gera þér, heldur hvað þú gerir öðrum. Mér fannst þessi setning ekki neitt sér- stök í upphafi en ósköp hefur verið erfitt að fara eftir svona einfaldri ráðleggingu. En þegar mér hefur orðið á að gleyma þessu heilræði og jafnvel hugsað mér að rétta minn hlut eða hefna, þá hefur mamma, annað hvort í draumi eða á annan hátt, vakið mig til um- hugsunar og það hefur verið mín gæfa. Ég hef á lífsleiðinni mætt fjölda manns, sem hafa haft áhrif á mig og ég á þá. Þegar ég kom í Hólminn var hér fyrir merkilegt mannlíf og sterkir stormar. Um- svif sýslumannsembættisins voru um alla sýsluna og varð sá hópur sem ég umgekkst mjög stór. Vin- irnir urðu því margir og bý ég að því. Hér hefur mér liðið vel og eitthvað það besta í lífinu er að eiga góða vini og að maður tali ekki um þegar lífið, með guðs hjálp, beinist inn á þær brautir, sem leiða af sér mikla farsæld. Lengi býr að fyrstu gerð. Ham- ingja mín felst að miklu leyti í því að mér auðnaðist að ganga þá lífsvegi reglusemi, kristindóms og sjálfstæðisstefnu, sem hafa alltaf sannfært mig betur og betur um að það er mikið í húfi að velja sér vini og leiðsögn. — HBj. Þau hjónin, Ingibjörg og Árni, taka á móti gestum í Félagsheim- ilinu í Stykkishólmi í kvöld kl. 20.30. Kerstin Emborg frá Nordisk Min- isterraad talaði um bæklinginn: Lesið norrænar bækur; og fulltrúi Landssambands norrænu félag- anna lýsti fjölmörgum námskeið- um á vegum þess á bókmenntaár- inu. Eftir hið mikla umtal í blöðum hér í Danmörku og víðar um hundahald í Reykjavík hefur mjög aukizt óhreinlæti danskra hunda hér við íslenzka húsið, eins og Danir nefna Jónhús gjarnan, rétt eins og blessaðar skepnurnar ófrjálsu finni á sér einhvern mein- ingarmun. Eða kannski eigendur á gönguför ráði stoppustöðunum? Víst er um það, að þó nokkurt verk er að halda gangstétt hreinni, þótt sjaldan hafi þurft að sópa burt snjóföl í vetur, en um það skulu eigendur eða umsjónarmenn húsa sjá um hver á sínum stað. Úðun- arbrúsi einn virðist þó ætla að gera nokkurt gagn, en á honum stendur: „Farðu burtu, hundur," að vísu á dönsku, og er í honum lyktarefni, sem óskaðlegt er, en hundar forðast. Hundasóðaskap- urinn er einn mesti ljóður á ráði íbúa þessarar sjarmerandi borgar. G.L.Ásg. Fátækir riddarar Tónlist Jón Ásgeirsson Sönghópur, sex menn er kalla sig Fátæka riddara ásamt orgelleikaranum Kaj-Erik Gust- afsson, héldu tónleika í Dóm- kirkjunni sl. föstudag og fluttu tónlist eftir Lasso, Stravinsky, Gustafsson og tvö gömul kirkju- lög. Sönghópurinn söng þokka- lega en vantar bæði öryggi og meiri þjálfun einstakra söngv- ara í raddbeitingu til að söngur- inn nái því að kallast góður. Þessu mun flokkurinn sennilega geta náð með meiri vinnu og söngþjálfun, því söngvararnir eru ungir að árum og hafa góðar raddir, eins og það er kallað. Kaj-Erik Gustafsson er sjálfsagt góður orgelleikari, en lítið verð- ur ráðið í það eftir leik hans á þessum tónleikum. Fantasía, er hann lék, eftir hann sjálfan, er eins konar „impróvísasjón", þar sem stagast er á sömu hugmynd- inni með endalausum eftirlík- ingum (imitations) stefjanna. Missa cum Jubilo eftir Gustafs- son, er söngflokkurinn flutti með millispilum orgelleikarans, er þokkaleg tónsmíð en orgelmilli- þættirnir eru brenndir sama marki og fantasían, óttalegt samsull, endalausar endurtekn- ingar sama stefsins. Slíkar endurtekningar stefja þurfa að vera annað og meira en bein endurtekningin ef verkið á að mynda líðandi samfellu er held- ur athygli hlustandans. Það get- ur verið að mörgum þyki mikið til um svonefnda „impróvísa- sjóntækni" og víst er að í hönd- um góðs hljóðfæraleikara getur verið býsna gaman að slíkum uppákomum. Það er hins vegar algjör misskilningur að þessi íþrótt geti komið í staðinn fyrir tónsmíði. Frá því að maðurinn fyrst tók að bjástra við hljóð- færaleik hefur hann leikið af fingrum fram og öll alþýðutón- list er þannig til orðin. í gegnum alla tónlistarsöguna var þessi íþrótt iðkuð og enn í dag er verið að bjástra við þetta. Allur hljóð- færaleikur er í rauninni impróv- ísasjón og hvað er þá svo sér- stakt við það að leika af fingrum fram. Ekkert. í raun og veru er það ekki til sem heitir að leika af fingrum fram, því að allt er for- æft og þjálfað og „impró- vísatorinn" gerir ekkert annað en að fara í gömul fingraför, enda hafa frægir menn verið staðnir að því að endurtaka „impróvísasjónir" sínar ná- kvæmlega eins, jafnvel með margra ára millibili, eins og átti sér stað með upptökur á leik Art Tatum, með tíu ára millibili. Sagan segir að impróvísasjón sé góð þjálfunaraðferð en lítil list, er eigi ekkert erindi inn á tón- leika. Verkalýðs- félag Reykja- víkur 65 ára Verkstjórafélag Reykjavíkur varö 65 ára hinn 7. mars sl. Kélagiö var stofnaö árið 1919 í húsi KKIJM. Kyrsti formaö- ur félagsins var Bjarni Pétursson og gegndi hann því starfi til maí 1923, er hann andaðist. Meðal fyrstu verkefna félagsins var að koma á fastri skipan matar- og kaffitíma verkamanna. Kinn- ig beitti félagiö sér fyrir byggingu húss við Reykjavíkurhöfn, þar sem hinir mörgu hafnarverkamenn gætu haft af- drep. I stjórn Verkstjórafélags Reykja- víkur eru í dag Högni Jónsson for- maður, Auður Ingólfsdóttir ritari, Jörgen Berndsen gjaldkeri, Anna M. Jónsdóttir varaformaður og Birgir Davíðsson varagjaldkeri. Félags- menn eru um 600 úr öllum starfs- greinum. Meeum við eldd freista þín með leik- - Þú gætir svo sem litið inn á Broadway líka! FLUGLEIDIR /HT Gott fólk hjá traustu félagi M. Við fljúgum þérsuður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.