Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 „í umhverfisleysi dagsins í dag er oft erfitt að sjá saltið" Þór Sandholt Þáttur þessi er hugsaður í trú á góðar bókmenntir og mikilvægi þeirra fvrir nemendur í grunnskóla. Að þeir verði skyggnir á það sem gerist í sögu og tungu þjóðarinnar — og skvnji um leið þann mátt og grósku er felst í orðsins list. í byrjun ber þátturinn fram tvær spurningar. Þeim svara hér: Áslaug Brynjólfsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík og Indriði G. Þorsteinsson rit- höfundur. Þátturinn telur góðs vita að fara af stað með svo ágætu fólki og þakkar því liðsinnið. Bókmenntir í grunnskóla Umsjón: Jenna Jensdóttir og Sigríður Ragna Sigurðardóttir 1. spurning: Hvert er álit þitt á uppeldislegu gildi góðra bók- mennta fyrir nemendur í grunnskóla? Áslaug svarar: Góðar bókmenntir eru andleg verðmæti og menningararfur hverrar þjóðar. Lestur góðra bóka er viss athöfn þar sem nemandinn er virkur þátttak- andi. Hann túlkar og skilgreinir sjálfur það sem hann les og skapar sínar eigin hugmyndir um efnið og eru þær einstakl- ingsbundnar og ólíkar. Lestur fjölbreytilegra góðra bóka frjóvgar hugsun og auðgar ímyndunarafl nemandans og stuðlar að því að hann geti myndað sér sjálfstæðar skoðanir og þroskað með sér gagnrýninn huga og víðsýni. Æskilegt er að bókmennta- kennsla spanni sem víðfeðmast svið þ.e.a.s. ljóð, skáldsögur, leikrit og smásögur og nái yfir bókmenntir hinna ólíkustu stétta í timans rás. Nemendur þurfa að venjast að njóta góðra bóka og ljóðalestrar. Það færir þeim hamingju og vellíðan. Það er hægt að rækta með nemendum bókmennta- smekk, innsýn í undraheim fag- urra og góðra bókmennta eins og annarra lista. Grunnskólinn á ekki áðeins að kenna um hlutina og miðla þekkingu, heldur þarf að kenna hlutina sjálfa — kenna að njóta þeirra — og það á ekki síst við um góðar bókmenntir. Ef ekki er lögð áhersla á lestur góðra bóka, er hætt við að móð- urmálið bíði hnekki af. Talmálið hefur tilhneigingu til að afbak- ast frá manni til manns og víða ber þess þegar merki í latmæli og linmæli, en einnig í fábreyti- legu orðavali og skorti á orð- skilningi. Lestur úrvalsbóka er því höfuðnauðsyn til að stuðla að varðveislu móðurmálsins. Að framansögðu hljóta bók- menntir tvímælalaust að hafa uppeldislegt gildi fyrir nemend- ur í grunnskólum. Indriði svarar: Þar sem ljóst er að góður skáldskapur á ekki að vera lygi og hugarórar, heldur eilítið stíl- færð reynsla, hlýtur hann að vera gagnlegur til uppeldis fyrir nemendur í grunnskóla, eins og hann er gagnlegur fyrir alla menn. Þótt margt nýstárlegt geti borið við í skáldskap, og menn kunni að efast um að reynsla liggi þar að baki, er vert að hafa í huga, að maðurinn er hugsandi vera og er oftast það sem hanr hugsar. Þannig getur hann aldrei náð út fyrir sig nema í tilraunum til vitleysu, sem því miður bryddir á öðru hverju af því helsta krafa sam- tímans gengur undir nafninu nýjung. Það er alltaf verið að biðja um eitthvað nýtt, uns skáldskapurinn verður óskiljan- legur, menningin einskonar íra- fár og flugeldasýningar og les- endur verða að taka bókmenntir eins og lýsi, einkum í skólum þar sem góðu heilli er haldið uppi nokkurri vitneskju um þær. Önnur hlið bókmennta, hin póli- tíska, er að auki svo flöt og snúin og kemur svo lítið nærri þeirri forvitni sem í öllum býr um ann- að fólk, að hún nær ekki fram neinum markmiðum nema hjá unglingum, sem vilja hallast undir kirkjusiði tuttugustu ald- ar, pólitíkina. Uppeldislegt gildi bókmennta felst einkum í þörf unglinga fyrir að fullorðnast. Nú um sinn hefur þótt gott að geta bægt frá sér öllu sem ber keim af þroska sem fylgir aidri. í staðinn er dvalið við einhæfa nautn af dæg- urlagatónlist, og er raunar ekk- ert við því að segja. Fólk um þrí- tugt neitar sér jafnvel um að vera fullorðið og gengur enn í táningaklæðum. Bráðum verða elliheimilin full af táningum fyrst þeir eru í tísku. Skáldskap- ur á kannski lítið erindi við popp-heiminn, en á meðan bæk- ur eru lesnar í skólum, verður eitthvað af þeim eftir í vitund nemenda af reynslu, sem ástæðulaust er að vera án. Auð- vitað breytist tíðarandinn, en hann er ekki hagstæður bók- menntunum um þessar mundir. Spurning er líka hvernig bók- menntir eru skrifaðar. I mínu ungdæmi kepptust allir ungl- ingar við að verða fullorðnir og við vildum vita allt sem fullorðn- ir vissu og svolítið meira. Nú krefst popp-iðnaðurinn þess að fólk fari helst aldrei af unglinga- aldri, og þá er varla hæfari bókmenntir að hafa en Litlu gulu hænuna, eða hvað það nú hét, sem átti að stöðva hér um árið, af því það hét ekki Litla rauða hænan. Maður vonar auðvitað I lengstu lög að skólar séu til að gera unglinga að fullorðnu fólki. Þá koma bókmenntir að góðu gagni. 2. spurning: Hvaða sess ættu bókmenntir að skipa innan grunnskólans í upplýsinga- og tæknisamfélagi nútímans? Áslaug svarar: Bókmenntir ættu því að skipa mun veglegri sess innan grunn- skólans en þær gera í dag. í upplýsinga- og tæknisamfé- lagi nútímans er ekki hvað síst nauðsynlegt að standa vörð um bóklegan menningararf og tungu þjóðarinnar. Með myndbandavæðingu og tölvutækni raskast samfélags- venjur og samskipti fólks. Mun meiri tíma er varið í setu yfir einstefnumiðlunarmyndefni og mótun. Er það af ýmsum ástæð- um varhugavert varðandi sjálfstæða hugsun eins og á var minnst hér á undan. Auk þess færir lestur bókmennta mann- Áslaug Brynjólfsdóttir Indriði G. Þorsteinsson inn nær sjálfum sér og gerir hann færari um að setja sig í spor annarra. Yngri börn, sem farin eru að lesa, ættu t.d. ekki að fá allt of mikið af sögubókum með mynd- um og aðeins litlum texta. Þau þurfa sjálf að geta lesið út úr texta bókarinnar — og skapað eða mótað eftir þeirra eigin hugsun þann skilning og þá mynd, sem lestrarefnið gefur til- efni til. Þau þurfa að gera hlut- ina sjálf, þá fyrst skilja þau þá og njóta þeirra. Svipað gerist með því að horfa eingöngu á myndir á skermi með litlum texta. Málþróunin verður lítil, því að orðfæðin er mikil. Nemandinn er aðeins áhorfandi, en ekki gerandi í athöfn eins og við lesturinn. Með þessu er ég ekki að segja að myndir, og þá einnig á skermi, geti ekki verið góðar til skýringar á vissum þekkingar- atriðum, en þetta tvennt, mynd- og lesmál, þarf að vera í hæfi- legum hlutföllum hverju sinni. Myndin með sínum mætti má aldrei koma í staðinn fyrir lestur góðra bókmennta. Margir gera sér grein fyrir þessu enda hefur gömlum málshætti verið gefinn gaumur í auknum mæli, en þar segir: „Það, sem ég sé, man ég; því, sem ég heyri, gleymi ég; en það sem ég geri, skil ég.“ Indriði svarar: Við skulum ekki ætla bók- menntum neinn séss í upplýs- inga- og tæknisamfélagi nútím- ans. Eflaust vilja kennarar kenna þær af því þær eru taldar einhvers virði. Ef ekki, þá það. Upplýsinga- og tæknisamfélag nútímans er sumpart áróður, sumpart iðnaður og sumpart bissness, og er eins fjarri bók- menntum og Satúrnus jörðinni. Þetta sambland áróðurs, iðnaðar og bisness tekur einhvern tíma enda, en á meðan svo er ekki verða heilu kynslóðirnar að týn- ast bókmenntalega séð, og við því verður ekkert gert. Hvað ís- land snertir, þá færir upplýs- inga- og tæknisamfélagið okkur nær þeim draumi að geta tínt hringorma úr fiski með tölvu. Það er eitt af æðstu markmiðun- um. Hin markmiðin verða fjar- skipti og bókhald á heimilum, svo dæmi séu nefnd. Ekkert af þessu kemur bókmenntunum við. Þessi dæmi snerta verstöðina fs- land mikið frekar, og hið mikla tal og yfirtaka umræðunnar um vinnulaun og fiskveiðikvóta er dæmigert um upplýsinga- og tæknisamfélag. Við getum reikn- að alla skapaða hluti nema bókmenntirnar og annað það, sem rís upp úr mannshuganum og blasir við okkur æ síðan sem vitneskja og reynsla, og sýnir okkur að auki að við erum ekki ein í heiminum. Þess vegna eru góðar bækur vinir manns, eins og góð málverk eða dýr tónlist. Upplýsinga- og tæknisamfélag á ekkert skylt við þann heim sem býr í mannshuganum, heldur er um samfélag að ræða, sem á uppruna sinn í þvottavélum, út- varpi og ryksugum. Slíkt samfé- lag getur létt okkur margvísleg störf og aukið frítíma okkar, en til hvers er það ef búið er að drepa afrakstur mannshugans í leiðinni. Þess vegna á að skipa bókmenntum ofar fjölmiðlavíl- inu, einnig málaralist og tónlist, og fá þetta allt inn í skólana til umræðu, ef það mætti verða til þess að auðvelda unglingum að skilja að til eru fegurri hlutir en tölva, og meiri ávinningur er að deyja með vitneskju um ákveðið samhengi alls er lifir en deyja eins og asni fyrir framan tæki, sem færir þér allt nema hangi- kjöt og súra hrútspunga. Málefni aldraöra I Þórir S. Guðberjísson Fjöldi fbúa í Reykjavík, 67 ára og eldri er samkvæmt bráða- birgðatölum 1. des. 1982 9.667, konur 5.799 og karlar 3.868. Um 10% þessara íbúa eru á biðlista eftir húsnæðis- og vistunar- rými hjá Reykjavíkurborg, 5—10% dveljast á sjúkrastofnunum eða vistheimilum, en flestir eru heima, sumir vinnandi og við allgóða heilsu. Margt hefur verið ritað og rætt um húsnæðis- og vistun- armál aldraðra að undanförnu. Vandræðaástand er víða ískyggilegt í Reykjavík og nágrannabyggðarlögunum. Mörg átakanleg dæmi væri unnt að nefna þessu til staðfestingar og margir aðstandendur aldraðra eru að kikna undan miklu álagi. Ég nefni þennan þátt í upphafi þar sem hann vill oft gleymast I heitri umræðu þessa málaflokks. Það er oft með ólíkindum hvað börn og aðstandendur aldraðra leggja mikið að mörkum á þessu sviði og hjúkra hinum öldruðu með mikilli alúð og gætni, oft með hjálp og ráðleggingum frá sjúkrahúsum, heimahjúkrun eða heimilishjálp. Hvers konar örv- un og hjálp sem býðst þessu fólki kemur að miklu gagni og má þar nefna aukna þjónustu heima- hjúkrunar og heimilisþjónustu með skipulagðar vaktir um kvöld, helgar og næturþjónustu, öryggissíma sem unnt væri að hringja til um nætur og helgar o.s.frv. Ekki var það þó ætlun að ræða um húsnæðis- og vistunarmál aldraðra í þessum þætti. Að þeim »erður vikið síðar. I hita og þunga dagsins má ekki gleyma því sem gert er og hefur áunnist á undanförnum árum. Tæplega 10% af öldruðum í Reykjavík eru nú á biðlista eftir húsnæði og vistunarrými hjá Félags- málastofnun Reykjavíkurborgar og er þá átt við 67 ára og eldri. Hvar eru hin 90% sem eftir eru? E.t.v. eru 5—10% á sjúkrahúsum og vistheimilum, en flestir eru heima, margir vinnandi og við allgóða heilsu. Brautryðjendastarf í félagsstarfi aldraðra Árið 1965 var sett á stofn í Reykjavík sérstök deild við Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur sem eingöngu átti að fara með málefni aldraðra. Verkefni deildarinnar voru tvískipt. Ann- ars vegar átti hún að veita ráðgjöf, upplýsingar og meðferð í sambandi við einstaklings- og hjúskaparmál, hins vegar hafði hún á stefnuskrá sinni að byggja upp og koma á laggirnar félags- starfi fyrir íbúa Reykjavíkur- borgar 67 ára og eldri. Geirþrúður Hildur Bernhöft, cand. theol., veitti deildinni for- stöðu og hóf þegar undirbún- ingsvinnu sem var brautryðj- endastarf á þessum tíma. Mikil vinna var lögð í að hafa sam- band og samvinnu við safnaðar- félög og áhugafélög um málefni aldraðra, kynna starfsemina og undirbúning hennar og auka skilning almennings á félags- starfi aldraðra. Dreifibréf var sent til borgarbúa, sumir tóku málefninu vel, öðrum leist ekki á blikuna og töldu að aldraðir þyrftu ekki á neinu félagsstarfi eða tómstundum að halda. Mikil vinna var lögð í að fá sjálfboða- liða til starfa og þegar allri und- irbúningsvinnu var lokið hófst félagsstarfið og varð árangur betri en margan hafði grunað. Fjölþætt félags- og tóm- stundastarf er nú rekið á vegum Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar á fjórum stöðum í borginni og dagvistardeild við Þjónustuíbúðir við Dalbraut og verður vikið nánar að þessu starfi á næstunni. Fjöldi aldraðra hefur vaxið mjög á undanförnum árum of eru nú íbúar Reykjavíkur 67 áró og eldri 9.667 skv. bráðabirgða tölum frá 1. desember 1982. Þar af voru karlar 3.868 og konur 5.799. Með vaxandi fjölda aldraðra er meiri þörf á öflugu og fjöl- breyttu félags- og tómstunda- starfi sem er einn áhrifamesti þáttur í fyrirbyggjandi starfi, býr aldraða betur undir efri ár- in, heldur þeim virkum í hvers konar áhugastarfi, rýfur ein- angrun sem margir aldraðir búa við og kemur í veg fyrir ótíma- bærar innlagnir á sjúkrahús eða stofnanir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.