Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 25 piurguj Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 20 kr. eintakiö. Lánamál námsmanna Asíðasta ári námu framlög ríkissjóðs til Lánasjóðs ís- lenzkra námsmanna tæpum 14% af útgjöldum mennta- málaráðuneytis og 3,3% af ríkisútgjöldum, ef lántökur sjóðsins eru taldar með. Engum þarf því að koma á óvart, þótt Ragnhildur Helgadóttir menntamálaráðherra hafi talið ástæðu til að fela hlutlausum aðila að gera úttekt á málefn- um lánasjóðsins og lánamálum námsmanna yfirleitt. Það er sjálfsögð skylda ráðherra, sem er gæzlumaður almannahags- muna gagnvart hinum ýmsu ríkisstofnunum og „kerfinu" í heild sinni, að framkvæma slíka athugun reglulega. Að auki hefur verulegrar óánægju gætt með ýmis ákvæði laga um lánveitingar til námsmanna, svo sem þau, sem refsa þeim fyrir að vinna fyrir sér. Enn- fremur hafa margir furðað sig á þeim 19. aldar vinnubrögðum, sem stunduð eru á skrifstofu lánasjóðsins við afgreiðslu mála þar og námsmenn erlend- is ályktuðu um á sl. ári. Þegar þetta er haft í huga er merkilegt að fylgjast með viðbrögðum ýmissa aðila, m.a. forsvarsmanna lánasjóðsins og annarra, við skýrslu Könnun- arstofunnar, sem tók að sér að gera þessa úttekt fyrir mennta- málaráðherra. Svo virðist sem það séu að verða hefðbundin vinnubrögð forráðamanna rík- isstofnana að bregðast við á neikvæðan hátt, þegar fulltrúar skattborgaranna, ráðherrarnir, ieitast við að koma á umbótum í rekstri. Sýnist full ástæða til að forystumenn í ríkiskerfinu athugi sinn gang í þessum efn- um og verði opnari fyrir breyt- ingum en hingað til. Það er metnaðarmál okkar íslendinga, að æskufólk okkar geti aflað sér góðrar menntun- ar. Það hefur verið ríkjandi viðhorf síðustu áratugi, eftir að þjóðin fór að rétta úr kútnum, að efnahagur fólks ætti ekki að ráða því, hvort ungt fólk gæti aflað sér menntunar, heldur ætti jafnræði að tíðkast í þeim efnum. Þetta grundvallaratriði í menntastefnu okkar er og verður óbreytt. Hins vegar er sjálfsagt og eðlilegt að kanna hvort hægt er að nýta betur það fé, sem geng- ur til námslánakerfisins og hvort eitthvað má þar betur fara. Könnunarstofan hefur í skýrslu sinni sett fram ýmsar hugmyndir, sem eru umræðu verðar, þótt menn verði ekki sammála þeim öllum. Morgunblaðið getur t.d. ekki fallizt á þá hugsun höfundar skýrslunnar að leggja beri áherzlu á, að sem flestir íslend- ingar hljóti menntun sína heima fyrir. í fyrsta lagi má færa rök að því, að það yrði margfalt dýrara að búa þannig að Háskóla íslands, að hann gæti tekið að sér háskóla- menntun landsmanna að mestu leyti. í öðru lagi er það alls ekki æskilegt. Það skiptir miklu máli fyrir eyþjóð, sem býr við umtalsverða hugmyndalega einangrun, að uppvaxandi kynslóðir kynnist öðrum þjóð- um, siðum þeirra og háttum og sæki menntun, hugmyndir og viðhorf til margra þjóða. Það skilar sér, þótt síðar verði, í fjölbreytilegri menningu og lífsháttum þjóðarinnar. Á hinn bóginn ber að fagna þeirri tillögu Könnunarstof- unnar, að tekjur, sem náms- menn hafa af vinnu sinni, verði ekki látnar hafa áhrif á lánamöguleika þeirra. Auðvitað er það fáránlegt, að lánakerfi námsmanna vinni gegn því að þeir stundi almenna vinnu í leyfum og afli sér tekna með þeim hætti. Það er líka óhyggi- legt að lánin verði svo rúm, að námsmenn þurfi lítið á sig að leggja til þess að ljúka námi. Allir hafa gott af því að takast á við erfiðleika á lífsbrautinni. í skýrslu Könnunarstofunnar eru færð rök að því, að hluti námslána verði aldrei endur- greiddur vegna þess hvernig reglum um námslán er háttað þannig að 75—88% lána endur- greiðist. Þetta er íhugunarefni og má taka undir það sjónar- mið, að betra sé að kalla hlut- ina réttum nöfnum, þ.e. að hluti þeirrar námsaðstoðar, sem nú er veitt, verði einfaldlega kall- aður styrkur. Það má líka taka undir þau sjónarmið að gera eigi verulegar kröfur til náms- manna um árangur í námi, sem skilyrði fyrir lánveitingum. Námslánakerfið má ekki vera þannig upp byggt, að ungt fólk freistist til þess að taka lífinu létt um skeið á námslánum. Á síðari árum hefur margt breytzt í aðstöðu námsmanna erlendis. Gengi Bandaríkjadals hefur t.d. verið svo hátt, að í raun er það nær ofviða íslend- ingum að stunda nám vestan hafs. í Bretlandi hafa verið tek- in upp skólagjöld, sem eru svo há, að námskostnaður hefur margfaldast þar á nokkrum ár- um. Vel má vera, að stefni í hið sama í öðrum Evrópulöndum. Þar eru líka skattborgarar, sem eru að ókyrrast vegna þess, að menntakerfið er dýrt og þeim þykir óeðlilegt, að þeir greiði námskostnað ungs fólks frá öðrum þjóðum. Hér er því að mörgu að huga, og væntanlega verður skýrsla Könnunarstof- unnar til þess að umbætur ná- ist fram í lánamálum náms- manna. „Keflavíkurvegurinn og nágrenni fyrsta verkefnid“ Rætt við Heimi Hannesson, for- mann Ferðamálaráðs, um átak í umhverfisvernd sem nú er að hefjast „SKILAFRESTUR á slagorðatillögunum er nú runninn út og væntanlega skýrum við frá úrslitum einhvern næstu daga,“ sagði Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs í samtali við Mbl. Ferðamálaráð efndi fyrr í vetur til samkeppni um slagorð sem ráðið hyggst nota í umhverfisverndarátaki því sem nú er að komast á fullan skrið. — Er þetta umfangsmesta um- hverfisátak Ferðamálaráðs? „Já í þessum efnum höfum við ekki verið svona stórtækir áður. Flest umhverfisátök og herferðir í þessum efnum hafa til þessa beinst að ferðamönnum, íslenskum sem erlendum, en nú er markmiðið að ná til landsmanna allra, ekki síst land- eigenda. Þar á ég við ríki, sveitarfé- lög og bændur, en Ferðamálaráð hefur þegar átt viðræður við Stétt- arsamband bænda og Búnaðarfélag- ið um samstarf við umhverfisátak í sveitum. Þessir aðilar hafa verið ákaflega jákvæðir og áhugasamir." — Hvernig verður átakið gert í sveitum? „Það eru margar hugmyndir uppi sem verða endanlega ákveðnar í samráði við forystumenn bænda- samtakanna og sveitarfélaga. Má þar til dæmis hugsa sér átak í formi fegrunarviku, samkeppni á milli sveitarfélaga eða landshluta, að veitt verði sérstök viðurkenning fyrir vel hirt sveitabýli og umhverfi þeirra og með ýmsu öðru móti. En fyrst og fremst vona ég að fram- kvæmdin verði að frumkvæði bænda og gerð með jákvæðu hug- arfari, en ekki litið á hana sem refs- ingu. Bændabýli og umhverfi þeirra er ákaflega stór hluti af ferða- landslagi landsmanna og gesta þeirra." — Verður farið af stað með átak- ið samtímis um allt land? „Átakið sem slikt fer í gang alls staðar á sama tíma, en okkur fannst hyggilegra, hvað varðar einstök verkefni, að taka fyrir afmörkuð Heimir Hannesson, formaður Ferða- málaráös. svæði. Þannig munum við byrja á Keflavíkurveginum og næsta ná- grenni hans. Við höfum kallað þetta svæði „forstofu landsins" og ég held að allir séu um það sammála að þar má margt betur fara. Kortlagning á svæðinu er hafin og verið er að ræða hugmyndir um ræktun og það að girða þetta svæði af, bæði til þess að fé fari ekki út á veginn og ekki síst til þess að gróður fái þrifist þarna fyrir fé. — Hvað með svæðið umhverfis álverið? „Næsta nágrenni álversins í Straumsvík er nú ekki fagur reitur og margt má laga þar sem illa hefur farið af mannavöldum. Einn þáttur í undirbúningnum eru viðræður við forsvarsmenn álversins og ég er sannfærður um að þeir sýni þessu áhuga. Eins munum við taka fyrir svæðið umhverfis flugstöðina í Keflavík. Þar var gert verulegt átak fyrir fimm árum síðan, að frum- kvæði Ferðamálaráðs, en enn má lagfæra margt og við hyggjumst beita okkur fyrir því.“ — Hversu lengi stendur átakið yfir? „Von okkar er að áður en næsta sumar er afstaðið verði átakið farið að skila sjáanlegum árangri. Fyrst og fremst þarf þó að verða almenn hugarfarsbreyting, því að virð- ingar- og skilningsleysi á íslenskri náttúru er hennar mesti ógnvaldur. Slík hugarfarsbreyting verður ekki gerð á skömmum tíma, en ef sjáan- leg breyting verður á vonumst við til þess að aukinn áhugi á náttúru- vernd, bæði í bæ og óþyggð, fylgi í kjölfarið," sagði Heimir Hannesson, formaður Ferðamálaráðs að lokum. VE Guðmundur Sigurðsson, Áslandi, um skuldbreytingu bænda: Frumvarpið segir ekkert til um hvernig framkvæmdin skuli vera EFTIRFARANDI bréf barst landbúnaðarnefnd neftri deildar Alþingis frá Guðmundi Sigurftssyni, bónda að Áslandi, Hrunamannahreppi í Árnessýslu, í tilefni skuldbreytingar fyrir bændur: Áslandi, Flúðum, 26. febrúar 1984. Til landbúnaðarnefndar neðri deildar Alþingis. Ég undirritaður er einn af þeim 605 bændum, sem sótt hafa um breytingu lausaskulda í föst lán skv. frv. þar að lútandi, sem nú er til umfjöllunar í landbún- aðarnefnd neðri deildar. í því sambandi óska ég eftir að koma að athugasemdum um þetta frumvarp eins og það liggur nú fyrir. Frumvarpið í heild segir í raun ekkert um hvernig skuld- breytingin eigi að vera fram- kvæmd. 1,—5. gr. hafa eingöngu að geyma tæknileg ákvæði og sjálf framkvæmdin er öll geymd til 6. gr. þar sem hún er falin ráðherra við veðdeild Búnaðar- bankans, fulltrúa búnaðarfé- lagsins og Stéttarsambands bænda. Þótt ofangreindir aðilar séu alls trausts verðir er Alþingi í raun að fela framkvæmdavald- inu allt of mikið vald verði frumvarpið samþykkt svona. Ég hef reynt að kynna mér eftir bestu getu hver fram- kvæmdin á þessari lausaskulda- breytingu á að verða. Þar er erf- itt um vik því að embættismenn og aðrir aðilar að ákvarðana- töku í þessu efni bera því við að ekki sé búið að ákveða neitt þótt vel liggi í loftinu hvernig fram- kvæmd skuldbreytingarinnar skuli hagað enda liggja fyrir fordæmi frá fyrri breytingum. Það er talið líklegt að a.m.k. fimmtungur skuldbreytingar- innar eigi sér þannig stað, að lán veðdeildarinnar til bænda verði í peningum, hitt í verð- tryggðum skuldabréfum til 10 ára. Ekki hefur enn verið ákveð- ið hvaða vextir verði á bréfun- um en síðast voru þau vaxta- laus. Þessi bréf eiga svo bændur að selja sínum lánardrottnum til greiðslu á lausaskuldum sín- um. Þótt það hafi gengið við síð- ustu skuldbreytingu að hafa slík bréf vaxtalaus hafa ákvörðun- arkröfur á fjármagnsmarkaðin- um breyst á undanförnum árum á þann veg að erfitt verður fyrir bændur að sannfæra lánar- drottna sína um að taka við vaxtalausum bréfum til margra ára upp í lausaskuldir. Skyn- samlegra væri að hafa þá væga, en sanngjarna, vexti á bréfun- um, auk verðtryggingar, þannig að bændum skapist a.m.k. möguleiki til að losna við bréfin. í því sambandi má nefna að Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur þegar skrifað umsækjend- um um skuldbreytingu hjálagt bréf þar sem þess er krafist fyrir fram að fyrir liggi yfirlýs- ing frá lánardrottnum um að þeir taki við skuldabréfunum. Ef ekki, verður hreinlega ekki um neina skuldbreytingu að ræða. Nú hefur það verið svo í und- anförnum skuldbreytingum að Seðlabankinn hefur tekið við veðdeildarbréfum frá innláns- deildum kaupfélaga og smærri sparisjóðum upp í bindiskyldu þannig að stór hluti bréfanna hef- ur aft lokum hafnaft í Seðlabank- anum. Hins vegar hefur Seðla- bankinn ekki verið fáanlegur til að taka við þessum bréfum frá viðskiptabönkunum eða stærri sparisjóðunum. Þessi háttur skapar þann vanda að þær lánastofnanir, sem ekki geta selt veðdeilarbréf- in áfram, eru eðlilega tregar til að taka þau upp í lausaskuldir. Þetta kemur svo aftur niður á bönkum, sem frekar skulda við- skiptabönkunum og stærri sparisjóðunum. Það er einmitt þetta atriði, sem hefur fengið mig til að skipta mér af þessu frumvarpi því að aðallánardrottinn minn er Búnaðarbankinn, sem þver- neitar að taka við umræddum bréfum upp í skuldir því að hann geti ekki endurselt þau upp í bindiskyldu eins og sumar aðrar innlánsstofnanir. Þetta atriði, sem greinilega verður mikið hagsmunamál fyrir bændur, þyrfti að leiðrétta strax á löggjafarstiginu en ekki geyma það fyrir framkvæmda- valdið, skv. 6. gr. frumvarpsins, eins og nú er ætlast til. Legg til til að bætt verði við viðbótar- grein á þann veg að innláns- stofnunum verði gert skylt að taka við veðdeildarbréfum upp í lausaskuldir, en þær eiga rétt til endursölu á bréfunum til Seðla- bankans í sömu hlutföllum og nú gilda fyrir afurðalán. Þá mundi þetta þýða að fyrir hverj- ar 100 kr. í lausaskuldum muni bóndinn geta greitt 75 kr. til innlánsstofnunar í bréfum og þar af geti stofnunin selt um 52 kr. til Seðlabankans. Þær 25 kr., sem á vantar, þyrfti því að fjár- magna með peningum. Enn fremur vil ég gera at- hugasemd við þann hátt að veð- deildin fái að leggja 1% vaxta- álag á ári (10% á 10 árum) ofan á skuldbreytinguna fyrir eigin kostnaði, en þannig skilst mér að farið hafi verið að við síðustu breytingu. Þetta hlutfall er allt of hátt til að hægt sé að réttlæta það sem kostnað enda geyma 1.—5. gr. ákvæði, sem eiga að tryggja að umræddar skuldir bænda til veðdeildarinnar verði ávallt vel tryggðar með fast- eignaveðum (sbr. 4. gr.). Bent skal á að fyrir nokkru var álag Framkvæmdasjóðs á endurlán- að lánsfé endurskoðað og lækk- að úr 1% í 0,25%. Þetta atriði væri einnig rétt að negla niður þegar á löggjafarstiginu því að þar er helst von að hlustað verði á bændur. Eftir að málið er komið í hendur embættismanna verður ekki við þetta ráðið. Laxveiðin á stöng 1976—1983 ■* 2 Árid 1983 9. besta veiöiárið hérlendis: Laxveiðin 42% betri en 1982 — Laxá í Kjós aflahæsta veiðiáin Heildarlaxveiðin hér á landi í fyrra var alls 58.223 laxar og heildar- þungi aflans var 198.431 kíló og er því meðalþungi um 6,8 pund. Þetta er 15% lakari veiði en árlegt meðaltal 10 ára þar áður, en hins vegar varð veiðin 12% betri en meðaltal seinustu 20 ára. Arið 1983 varð það 9. í röð bestu veiðiára hérlendis og meðalþungi nálægt meðallagi. Þá nam fram- leiðsla á eldislaxi um 50.000 kílóum og kemur það til viðbótar villta laxinum. Þessar upplýsingar fékk Mbl. hjá Veiðimálastofnun. 1976 1977 " Elliöaár 1692 1328 Ulfarsá (Korpa) 406 361 Leirvogsá 544 474 Laxá í Kjós 1973 1677 Bugða 410 263 Meöalfellsvátn 78 Brynjudalsá 185 173 Laxá i Leirársv. 1288 1154 Andakílsá 262 187 Hvitá 388 401 Grímsá og Tunguá 1439 1103 Flókadalsá 432 263 Reykjadalsá 185 112 Þverá 2330 2368 Norðurá 1675 1470 Gljúfurá 356 400 Lúgá 1568 1720 Urriðaá 84 ÁlfU 204 300 Hftará 351 346 Haffjarðará 595 624 Straumfjarðará Vatnsholtsós og vötn 433 466 Fróðá 199 254 Grishólsá og Bakkaá Setbergsá 75 70 Valshamarsá 10 Laxá á Skógarströnd 114 190 Dunká 83 Skrauma 22 Hörðudalsá 55 51 Miðá í Dölum 121 146 Haukadalsá 904 862 Laxá í Dölum 488 419 Fáskrúð Laxá í Hvammssveit 136 242 Kjallaksst.á (Flekkudalsá) 343 342 Krossá á Skarðsströnd Búðardalsá 109 81 Hvolsá og Staðarhólsá Laxá og Bæjará, Reykh.sv. 185 163 Fjarðarhornsá 8 l^augardalsá í tsafj.djúpi 245 681 tsafjarðará 52 Langadalsá 170 189 Hvannadalsá „56 Selá (Steingr.firði 27 Staðará f Steingr.firði 108 124 Víðidalsá i Steingr.firði 54 61 Hrófá 22 Krossá f Bitru 49 Vikurá 92 68 Bakkaá 66 Laxá i Hrútafirði 18 23 Hrútafjarðará og Síká 228 262 Miðfjarðará 1601 2581 Tjarnará á Vatnsnesi 34 Viðidalsá og Fitjaá 1238 1792 Vatnsdalsá 571 1203 Laxá á Ásum 1270 1439 Blanda 1485 1367 Svartá 96 46 Laxá ytri 41 71 Hallá á Skagastr. 171 Fossá í Skefilsstaðahr. 34 Laxá i Skefilsstaðahr. 73 140 Sæmundará 160 212 Húseyjarkvísl 141 158 Hofsá i Vesturdal Kolka 15 Hrolleifsdalsá Flókadalsá í Fljótum 28 41 Fljótaá Eyjafjarðará 173 269 Fnjóská 250 273 Skjálfandafljót 412 288 Laxá f Aðaldal 1777 2699 Reykjadalsá og Eyvindarl. 133 593 Mýrarkvísl 121 181 Ormarsá á Sléttu 147 275 Deildarár á Sléttu 168 224 Svalbarðsá 155 240 Sandá 315 474 Hölkná 92 219 Hafralónsá 227 312 Miðfjarðará við Bakkaflóa 183 248 Selá í Vopnafirði 845 1463 Vesturdalsá i Vopnafirði 326 513 Hofsá í Vopnafirði 1253 1273 Selfljót 77 Fjarðará í Borgarf. eystra 44 Breiðdalsá 76 248 Geirlandsá í V-Skaft. 59 99 Eldvatn i V-Skaft. 13 43 Tungufljót í V-'Skaft. Kerlingadalsá og Vatnsá 14 34 Rangárnar 95 46 Stóra-Laxá í Hreppum 293 266 Brúará 57 49 Sogið 589 537 Hvitá í Árnessýslu 1159 ölfusá 549 Kálfá i Gnúpverjahr. Vatnasvæði Baugsstaðaóss 69 42 1978 1979 1980 1981 1982 1983 pund 1383 1336 938 1074 1219 1508 5,9 327 215 110 166 158 450 4,4 463 386 136 213 322 514 5,6 1648 1508 950 1290 927 1545 6,9 136 125 212 260 232 450 6,5 50 67 72 88 90 200 98 24 120 177 5,3 1252 899 707 670 545 . 708 6,4 237 138 69 104 89 108 7,2 788 573 555 364 348 213 7,5 1952 1527 869 845 717 1382 6,3 547 377 266 181 234 281 5,4 120 105 56 80 100 91 7,9 3132 3558 1938 1245 1616 1901 8,3 2089 1995 1583 1185 1455 1643 6,3 461 286 130 101 184 225 5,5 2405 1893 1049 735 1090 960 5,8 112 202 102 65 151 162 386 255 265 267 396 485 8,2 649 314 167 252 202 201 7,2 950 701 494 465 562 625 7,8 648 391 320 437 350 360 7,7 290 325 112 175 140 171 7,7 225 234 130 94 75 100 6,7 125 61 24 48 37 64 5,4 244 167 81 192 170 173 53 18 14 33 179 177 109 183 121 201 6,8 76 142 58 138 85 129 6,8 23 18 10 51 55 27 87 6,7 135 203 85 182 132 161 6,3 925 630 408 814 598 886 6,0 533 630 324 671 650 947 7,1 226 261 140 190 154 214 7,2 32 84 5,1 467 509 293 255 237 249 6,0 106 156 115 157 126 203 5,5 100 120 131 71 54 71 180 90 18 140 111 100 5,8 39 6,5 0 38 8 18 34 703 596 276 288 250 181 7,3 29 25 12 12 9 203 277 206 111 101 98 7,6 120 101 47 30 45 27 6,8 17 17 23 6 7 0 101 95 72 46 41 26 7,7 93 104 98 34 54 12 8,0 56 37 48 41 29 14 9,2 140 125 151 153 109 90 8,6 121 219 125 174 61 75 7,4 93 105 21 40 57 6,5 17 39 43 61 45 126 6,0 346 312 253 288 220 287 2337 2132 1714 1213 926 882 7,1 112 82 53 56 36 53 6,8 1851 1948 1423 1392 1132 1082 9,0 1466 1413 1033 985 721 879 8.5 1854 1650 955 1413 1036 1050 6,7 2147 906 778 1412 861 511 7,5 295 469 444 125 73 147 7,3 94 146 153 71 39 57 7,3 185 197 138 96 57 111 5,6 62 98 94 26 14 25 7,6 200 220 245 161 113 93 7,7 303 112 70 52 29 75 9,5 194 84 107 52 54 90 73 12 16 10 23 12 12 11 7 41 65 17 4 4 7 4,6 71 40 22 54 2 10 316 199 165 125 71 60 73 27 71 21 14 7 554 446 527 257 323 98 6,9 336 317 426 m 169 100 3063 2372 2324 1455 1304 1109 9,2 657 492 321 271 114 210 6,2 221 197 169 242 179 248 6,3 286 119 124 54 45 87 6,2 357 164 111 93 27 55 6,0 257 158 167 51 36 41 7,6 418 411 380 138 53 47 7,1 130 66 73 26 26 25 73 276 264 180 36 60 52 7,0 242 135 80 39 15 39 4,6 1394 767 637 192 168 229 5,8 498 268 141 42 34 61 5,4 1336 599 615 145 141 258 5,5 32 19 7 6 15 6,0 27 13 5 1 412 248 153 41 20 21 6,8 91 88 65 59 42 51 6,7 33 45 12 17 11 17 5,8 43 74 46 16 20 36 6,9 28 33 16 57 48 90 82 98 65 80 73 22 7,1 571 272 76 242 218 481 8,3 64 49 19 57 32 63 7,0 620 439 223 329 343 248 6,6 1169 1028 299 762 634 846 8,3 825 503 6 102 368 237 7,9 4 4 8 10 59 20 6,4 1 upphafi laxveiðitímans var laxagengd heldur treg en batn- aði síðan, einkum á Norður- og Austurlandi. Flóð á Suður- og Vesturlandi trufluðu nokkuð veiðar, en kalt tíðarfar á Norð- ur- og Austurlandi hamlaði veiði þar. Hlutur stangveiði í heildar- veiði var 52%, netaveiði 29% og hafbeitarlax gerði 9% af heild- inni, sem er hæsta hlutfall til þessa, enda tvöfaldaðist hafbeit- arlaxinn frá árinu áður. Laxveiði í heild var 42% betri en 1982, sem var lakasta veiðiár- ið í þeirri lægð, sem verið hafði í laxveiði 1980,1981 og 1982. Veiði var ágæt á Suður- og Vestur- landi, en í ám á Norðurlandi kom lítill bati í veiðina frá árinu áð- ur. Á Austurlandi lyfti laxveiði sér upp úr mestu lægðinni frá því árið áður. Netaveiði í Hvítá í Borgarfirði var ágæt og á Ölf- usár-Hvítársvæðinu var góð laxveiði og sömuleiðis í Þjórsá. Að tiltölu var netaveiðin best í Hvítá í Borgarfirði og voru um- skipin frá árinu áður ákaflega góð eða rúmlega 100% betri veiði. Hæsta stangveiðiáin 1983 var Laxá í Kjós ásamt Bugðu með 1.995 laxa, næst kom Þverá í Borgarfirði, en þar veiddust 1.901 lax. Þriðja hæsta áin var Norðurá í Borgarfirði, en þar fengust 1.643 laxar og fjórða í röðinni voru Elliðaár með 1.508 laxa. Fimmta áin var Grímsá og Tunguá í Borgarfirði, en þar komu á land 1.382 laxar. Sjötta áin var Laxá í Aðaldal með 1.109 laxa og sjöunda Víðidalsá og Fitjaá í Húnavatnssýslu, en þar veiddust 1.082 laxar og áttunda laxveiðiáin með hæstu tölu veiddra laxa var Laxá á Ásum með 1.050 laxa. Á vatnasvæði Hvítár í Borg- arfirði veiddust alls 12.702 laxar, þar af 6.891 í net, en 5.811 á stöng. Veiðin á Ölfusár-Hvít- ársvæðinu var 9.082 laxar. í Þjórsá veiddust í net 1.950 laxar. Netaveiðin í Borgarfirði var 13% betri en árlegt meðaltal seinustu 10 ára, en á Ölfusár—Hvítár- svæðinu var veiðin um 15% lægri en nefnt meðaltalstímabil. í Þjórsá var veiðin í meðallagi. Hafbeitarstöðvarnar áttu að þessu sinni 19% í laxveiði, eins og fyrr greinir. Flestir laxar komu í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði eða 5.324 laxar, hjá Pólarlaxi hf. í Straumsvík feng- ust um 2.500 laxar. í Lárós á Snæfellsnesi skiluðu sér um 2.200 laxar og hjá ísnó hf. í Lóni í Kelduhverfi voru hafbeitarlax- arnir 553 talsins. Aðrar stöðvar fengu færri laxa. Framleiðsla á eldislaxi 1983 var um 50 tonn hjá þremur eld- isstöðvum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.