Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 39 Stúlka, „slösud“ eftir sprenginguna, lögð á sjúkrahjólbörur. L'’Ó8n’ Mbl RAX Tuttugu og fjórir ís- landsvinir í Landskrona Krakkarnir í „Islandsbekknum" leiðbeina bekkjum úr öðrum skólum sem heimsækja sýninguna. Hér hafa leiðsögumenn og sýningargestir safnast saman í kringum íslenska fánann. stórslys af völdum sprengingar. 50 manns „ferðamannahópur“ á Þyr- ilsnesi varð fyrir barðinu á spreng- ingunni. Stjórn Landssambands hjálparsveita skáta stjórnaði björg- unaraðgerðum undir forystu for- manns þess, Tryggva Páls Friðriks- sonar. Gekk stjórnin til verks með þær upplýsingar einar hvað hefði átt sér stað, en fjöldi slasaðra og stað- setning var ekki gefin upp fremur en fyrri daginn. Vélknúin ökutæki mátti ekki nota á nesinu. Rækileg leit var gerð og skiptu leitarmenn sér niður á af- BJÖRGVIN Ríkharðsson úr Hjálp- arsveit skáta, Kópavogi, hafði yfir- umsjón með skipulagningu björgun- aræfinganna. í samtali við Mbl. sagði Björgvin, að undirbúningur æf- ingarinnar, sem í einu og öllu var á hendi Hjálparsveitar skáta, Kópa- vogi, hefði hafist í endaðan septem- ber á síðasta ári. Við undirbúning slíkrar æfingar væri í mörg horn að líta, það þyrfti að verða sér úti um húsnæði, fá leyfi til æfingahalds og vekja áhuga hinna ýmsu hjálpar- og björgunarsveita um þátttöku. Hvalfjörður varð fyrir valinu vegna hentugrar legu sinnar og kjörins landslags til slíkra æfinga, bætti hann við. Björgvin var þeirrar skoðunar, að þessi æfing hefði verið með ger- mörkuð svæði. Um talstöð var fylgst grannt með tölu fundinna. „Sjúkl- ingar“ voru bornir af slysstað á svokölluð biðsvæði þar sem þeir voru flokkaðir í forgangsröð um brottflutning eftir þeim áverkum sem þeir gerðu sér upp. Æflngunni lauk á hádegi sunnu- dags, en þá tók raunveruleikinn við því að hjálpar- og björgunarsveitir voru kallaðar út til leitar þá um kvöldið þegar saknað var skíðakonu þeirrar sem villtist á göngu í Blá- fjöllum. Ekki var að sjá að mönnum hefði þorrið máttur við æfinguna og fannst konan undir morgun. ólíku sniði, en svo stórar æfingar eru allajafna. Venjulega væru sviðsett nokkuð stór slys, en leit- armenn margir um stórt svæði þannig að einungis um 20% þeirra rækjust á „sjúkling" og aðrir hefðu aðeins heilsubótargöngu upp úr krafsinu. Skipulagning þessarar æfingar hefði aftur á móti verið með þeim hætti að hver leitarhópur hafði eitthvað að gera sem kannski sam- ræmist ekki raunveruleikanum, en veitir þátttakendum haldbetri reynslu. Björgvin sagi, að æfingarnar hefðu tekist mjög vel, en komið hefði í ljós að kunnáttu í skyndi- hjálp og sjúkdómsgreiningu væri nokkuð ábótavant. Væru menn ánægðir með árangur helgarinnar. — eftir Pétur Pétursson í fyrrasumar fór 8. bekkur c Vástervangskólans í Landskrona í 8 daga leiðangur til tslands og 22. janúar sl. var opnuð sýning í minjasafninu við ráðhústorgið í bænum sem bekkurinn hefur sett upp með aðstoð kennaranna. Landskrona sem er um 30 þúsund manna bær liggur á milli Lundar og Helsingjaborgar. Sýning þessi sem byggð er upp kringum ferð bekkjarins um Suðurland og til Vestmannaeyja hefur vakið at- hygli hér. Blöð hafa farið um hana lofsamlegum orðum og rúmlega 3000 manns hafa þegar skoðað hana. Hún hefur orðið liður í landafræðikennslu grunnskólanna í Landskrona og nágrenni og á degi hverjum kemur að minnsta kosti einn hópur af skólabörnum til þess að skoða hana undir leið- sögn einhverra úr „íslandsbekkn- um“ en svo eru nú ferðalangar kallaðir í Landskrona. Hugdetta verður að veruleika Þegar fréttamann Mbl. bar að garði um miðjan febrúar voru þar tveir af þremur kennurum, sem fóru með bekknum til íslands, fyrir svörum ásamt tveim nem- endum, Karinu Hagerstam og Martin Jönsson. Hugmyndin kom upp haustið 1981, fyrst meira í gamni en alvöru. Einhver í bekkn- um sló því fram í landafræðitíma að gaman væri ef bekkurinn færi allur til íslands. Þetta var rætt nokkra stund og áður en hringt var út í frímínútur var bekkurinn sem heild ásamt umsjónarkennar- anum, Monicu Thalin, ákveðinn í því að vinna að því að gera ísland og íslandsferð að verkefni fyrir bekkinn. Vorið 1982 var svo byrjað að skipuleggja ferðina sem að öllu leyti hefur hvílt á nemendum sjálfum í samvinnu við foreldra og kennara. „Foreldrarnir studdu okkur hundrað prósent," sögðu Martin og Karin, „og án þeirra hefði þetta fyrirtæki varla verið mögulegt. Fáir reiknuðu með því að við mundum endast til þess að ná markmiðinu. Bent var á hve dýrt væri að fara til íslands o.s.frv. en samheldnin í bekknum var mikil og allir lögðu sitt af mörkum og þannig tókst okkur þetta.“ Umsjónarkennarinn tók undir þetta og sagði að það væri mjög sjaldgæft að 8. bekkur grunnskólans tæki sér svo viða- mikið verkefni sem þessi og ennþá sjaldgæfara að slíkar áætlanir yrðu veruleiki. Verkefnið hefur reynt á sam- stöðu og skipulagshæfni nemenda og þannig verið liður í félagsmála- starfi og skipulagningu. Bekkjar- ráð var samræmingar- og ákvörð- unaraðili og í tengslum við það störfuðu sérnefndir, ein skipulagði ferðina, önnur sýninguna og hvernig söfnun gagna og muna skyldi hagað. Aðrar nefndir sáu um fjármál o.s.frv. Ferðin kostaði í allt 115 þúsund sænskar krónur og mikinn meirihluta þessarar upphæðar hefur bekkurinn sjálfur safnað. Bollur voru bakaðar og dreift í heimahús eftir ákveðnu kerfi, nemendur bjuggu til sæl- gæti og bökuðu kökur sem seldar voru á markaðstorginu. Ennfrem- ur báru þeir út blöð og auglýs- ingar. Skemmtinefnd stóð fyrir diskóteki. Norræna félagið styrkti félagið með 5 þúsund krónum sænskum og Flugleiðir gáfu hóp- afslátt. Þannig náðu endar saman að lokum. Garðyrkjuskólinn í Hveragerði Einn úr hópi foreldra þekkti Grétar Unnsteinsson skólastjóra Garðyrkjuskólans í Hveragerði og hafði samband við hann. „Unn- steinn var okkur ómetanlegur," sagði umsjónarkennarinn. „Við fengum að búa í skólanum og gist- um þar fjórar nætur samtals. Hann skipulagði ferðirnar á ís- landi í smáatriðum svo að það hefði ekki ferðaskrifstofa getað gert betur. Við heimsóttum elli- heimilið og fengum að kaupa handunnar ullarvörur af gamla fólkinu. Einnig fengum við tæki- færi til að hitta jafnaldra okkar þar,“ bætti Karina við. „Við vild- um gjarnan fá að koma á fram- færi innilegu þakklæti til Grétars og fjölskyldu hans og einnig prestsins í Hveragerði, séra Tóm- asar Guðmundssonar, og konu hans, Önnu, sem voru okkur ein- staklega hjálpleg og vinsamleg." Kindur á beit fyrir ofan fuglagerið Áður en lagt var upp í ferðina lásu nemendurnir sig rækilega til um ísland og var það liður í landa- fræði og sögunámi. Þegar hinir ungu íslandsfarar voru spurðir hvort hugmyndirnar sem þeir gerðu sér um landið hefðu staðist þegar komið var á leiðarenda, varð Karina fyrst fyrir svörum: „í fyrstu var það mest flatneskjulegt og grátt — enginn skógur og kom það heim og saman við það sem stóð í skólabókunum. Síðan kom í ljós að það var svolítið grænt með. Það var sérkennileg fegurð sem hvíldi yfir náttúrunni þó ekki fengjum við einn einasta reglu- legan sólardag." Martin var mest hrifinn af Vestmannaeyjum eins og reyndar allir í hópnum: „Innsiglingin til Vestmannaeyja var það stórkost- legasta sem ég hef upplifað. Fjöl- lin og bjargið snarbratt í sjó fram, fuglamergðin í klettunum og græn þúfnabörðin fyrir ofan þar sem kindurnar voru á beit í mestu makindum." Teiknikennarinn, sem var með í förinni og aðstoðaði við uppsetningu sýningarinnar, bætti við: „Litirnir í náttúrunni voru alveg sérstakir, sterkir og hreinir og litabreytingarnar hríf^ andi.“ Allir voru sammála um það að hið tæra loft og frábæra útsýni heði verið það sem þeim fannst mest til um. Allir voru meira eða minna sjóveikir á leiðinni til Vest- mannaeyja þar sem sjór var nokk- uð úfinn. En þegar komið var inn að höfninni var sjór ládauður og spegilsléttur. Sú aðsigling bætti upp óþægindin vegna sjóveikinn- ar, og meira en það. Hvalskurður, bananatré og 17. júní Ýmislegt eftirminnilegt hafði borið fyrir augu og eyru í ferðinni. Hópurinn kom við í Skálholti, skoðaði Gullfoss og Geysi, eða Strokk réttara sagt. Komið var við í Hvalstöðinni í Hvalfirði og fylgst af áhuga með því er hvalur var skorinn. Einnig þótti ferðalöngum mikið til þess að koma að fá að tína banana í gróðurhúsinu í Hveragerði og baða sig í hvera- vatninu. Gaman þótti þeim að fylgjast með þjóðhátíðarhöldun- um í Reykjavík á 17. júní, daginn sem sólin braust fram í nokkra tíma. Það vakti athygli hve al- menn þátttaka var í þessum hátíð- arhöldum og hversu sterk tengslin voru við sögu þjóðarinnar. Rannsóknarleiðangur af gamla skólanum Á sýningunni voru ýmsir munir sem nemendur og kennarar höfðu safnað, myndir sem þau höfðu sjálf tekið, kort og skýringar- myndir, öllu smekklega upp raðað. Hlutirnir voru merktir og skýr- ingartexti við þar sem saga og hlutverk þeirra kom fram. Sögu- staðir merktir inn á kort o.s.frv. Hópurinn hafði haldið nákvæma dagbók yfir ferðalagið og öllu því varðandi og gert grein fyrir ferð- inni dag fyrir dag á kortum og spjöldum. Manni kom ósjálfrátt í hug könnunarleiðangrar 19. aldar áður en „túrismi" breytti ferðalög- um nánast í yfirborðslegt óðagot út í loftið. Eitt er víst að þessi sýning er ekki endapunktur áhuga þessara unglinga á lslandi. íslandsfararnir þurftu margs að spyrja fréttamann og fá nánari útskýringar á ýmsum atriðum varðandi land og þjóð. í lok við- talsins voru hlutverkaskiptin orð- in algjör. íslandssýningin í Lands- krona er sem sagt ekki endir á góðu kvæði, heldur upphaf að öðru og nýju. Pétur Pétursson er fréttamaður Morgunbladsins í Lundi. Ferðalangar söfnuðu inikið af allskonar munum og minjum frá íslandi Björgvin Ríkharðsson útskýrir svæðaskiptinguna í stjórnstöð. Ljósm. Mbl. RAX. „Æfíngar tók- ust mjög vel“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.