Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 41 sent var Fjórðungssambandi Vest- firðinga, enda skýrir það ýmislegt í þessu máli. Reykjavík, 10.01. 1984 Fjórðungssamband Vestfirðinga, Hafnarstræti 6, 400 ísafjörður. „Vegna bréfs yðar frá 28. des- ember 1983 og ályktunar varðandi Tilraunastöðina á Reykhólum upplýsir stjórn Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins eftirfarandi: Það hefur aldrei komið til álita hjá stjórn Rala að leggja niður til- raunastarfsemi á Reykhólum. Þvert á móti hefur öll umfjöllun um málefni Reykhólastöðvarinnar miðast við það hvernig hægt væri að efla þar tilraunastarfsemi. Tilraunastöðin á Reykhólum var stofnuð 1947 sem tilraunastöð í jarðrækt og hafa jarðræktartil- raunir alltaf verið aðalverkefni hennar, þó þar hafi líka verið framkvæmdar sauðfjárræktartil- raunir síðustu 22 árin. Jarðræktartilraunir á Reykhól- um eiga fyrst og fremst að geta nýst bændum á Vestfjörðum og leggur stjórn Rala áherslu á að frá stöðinni verði gerðar jarðræktar- tilraunir sem víðast á Vestfjörð- um. Það er misskilningur að fjár- veitingar til Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum hafi verið skertar sérstaklega eða umfram fjárveit- ingar til annarra tilraunastöðva. Hitt er rétt að allar fjárveit- ingar til tilraunastöðva í landbún- aði hafa verið skornar mjög við nögl og því þrengt mjög að þeim fjárhagslega. Stjórn Rala er vel ljóst að um- svif tilraunastjóranna við bústjórn hafa tekið óeðlilega mik- ið af tíma þeirra á kostnað til- raunastarfsins. Þegar þar við bæt- ist að á Reykhólum er fjárbú af óhagkvæmri stærð miðað við bú í opinberri eigu, fannst stjórn Rala eðlilegt að leita leiða til að varð- veita fjárstofninn sem nú er á Reykhólum á annan hátt en þann að þar yrði rekið fjárbú á vegum tilraunastöðvarinnar. I því sam- bandi hafa nokkrir möguleikar verið til athugunar, svo sem að leigja fjárbúið og aðstöðuna á til- raunastöðinni og i öðru lagi að flytja stofninn eða hluta hans á annað eða önnur ríkisbú. Yrði búið leigt, kæmi þetta jafnframt til greina. Stjórn Rala væntir þess, að af framangreindu sé það ljóst að það er sameiginlegt áhugamál stjórn- ar Rala og Fjórðungssambands Vestfirðinga að efla Tilraunastöð- ina á Reykhólum til styrktar land- búnaði á Vestfjörðum og væntir stjórn Rala þess að eiga góða sam- vinnu við stjórn fjórðungssam- bandsins við að auka skilning ráðamanna á mikilvægi þess. Stjórn Rala vill gjarnan eiga viðræður við forráðamenn fjórð- ungssambandsins um þessi mál.“ Virðingarfyllst, f.h. stjórnar Rala, Gunnar Ólafsson, forstjóri. í bréfinu er þess getið, að fjár- veitingar til Tilraunastöðvarinnar á Reykhólum hafi ekki verið skertar sérstaklega eða umfram fjárveitingar til annarra tilrauna- stöðva. Séu athugaðar fjárveit- ingar til tilraunastöðvanna síð- ustu fjögur ár (1980—1983), sést, að Möðruvallastöðin er eina stöðin sem fengið hefur hlutfallslega meiri fjárveitingu síðustu ár. Þetta kemur skýrt fram í eftirfar- andi töflu (tafla III). Möðruvallastöðin hefur fengið tiltölulega meira en aðrar stöðvar, enda er verið að leggja hana upp frá grunni. Málefni Reykhóla voru enn til umræðu á fundi stjórnar Rala 5. janúar. Stefán Aðalsteinsson mætti á þeim fundi og var honum kynnt tilboð Jónasar Samúelsson- ar, fjármanns á Reykhólum, um að leigja búið. í umræðunum kom fram að um 4 kosti er að ræða: 1) Óbreytt ástand, þ.e. áfram- haldandi sauðfjárbúskapur. Tafla III Ríkisframlög til tilraunastöðvanna þegar framlög árið 1980 eru sett 100. 1980 1981 1982 1983 Hestur 100 111 198 261 Reykhólar 100 213 203 291 Möðruvellir 100 192 261 345 Skriðuklaustur 100 137 172 219 Sámsstaðir 100 176 171 240 2) Leggja niður búskap. Flytja líflömb á önnur rikisbú. 3) Selja fjárstofninn. Flytja líf- lömb á önnur ríkisbú. 4) Leigja búið. Fá leigu greidda í lömbum sem flutt yrðu á önnur rikisbú. Þessir valkostir voru allir rædd- ir, en einkum staðnæmdust menn við 4. lið. Það að leigja Jónasi Samúelssyni búið myndi hafa nokkra augljósa kosti í för með sér: a) Fjárstofninum yrði haldið á Reykhólum. b) Jónas héldi atvinnu sinni. c) Stefán Aðalsteinsson gæti áfram haft alla yfirstjórn á kynbótum stofnsins þar sem hann yrði áfram í eigu Rala. d) Með flutningi líflamba mætti útbreiða stofninn til annarra landshluta. Stefán vildi ekki taka afstöðu til þessa á fundinum og lýsti yfir að hann vildi hafa samráð við til- raunastjóra. Hinn 8. janúar afhenti hann ýt- arlega greinargerð um málið og lýsti því yfir að varla komi til greina önnur leið en óbreytt ástand. Að lokum er að geta áskorunar 119 íbúa í Austur-Barðastrandar- sýslu sem þeir sendu Rala nýlega. í áskoruninni segir m.a.: „Við skorum á stjórn Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins að hætta þegar í stað við um- rædda ákvörðun og láta fjárbú Tilraunastöðvarinnar á Reykhól- um, undir sömu yfirstjórn, halda áfram þar.“ Ekki virðist það flökra að nein- um hinna 119 íbúa að áframhald- andi rekstur að óbreyttu kosti neitt. Hvernig á að greiða hálfrar milljónar króna halla frá fyrra ári? Hvernig á að standa undir halla þessa árs? Það er ekki leng- ur nóg að krefjast, það þarf einnig að finna leiðir. Það er dálítið hlálegt að fyrir nokkrum árum mótmæltu íbúar Austur-Barðastrandarsýslu fjár- fjöldanum á Reykhólum og lýstu yfir að land í Reykhólasveit þyldi ekki meiri beit og kröfðust þess að fénu yrði fækkað! Útvegun fjármagns til Reykhóla Stefán Aðalsteinsson hefur sagt, að hann og aðrir séu að leita fjárstuðnings hjá ýmsum aðilum til að halda megi rekstri fjárbús- ins á Reykhólum óbreyttum. Vilhjálmur Sigurðsson, oddviti Reykhólahrepps, átti fund með forstjóra Rala og tjáði honum að unnið væri að því að fá þingmenn Vestfjarðakjördæmis til að útvega fé til rekstrarins. Forstjóri hefur lýst því yfir við þessa menn að nokkur hundruð þúsund í eitt skipti leysi engan vanda, það gæti í besta falli ýtt vandanum fram um nokkra mán- uði. Það sem þarf er lausn þessara mála til frambúðar. Það þarf að tryRKja rekstrar- og starfsgrund- völl tilraunastöðvanna í framtíð- inni. Samskot í dag gera það ekki. Yfirlit 1) Tilraunastöðvarnar hafa átt við mikla fjárhagsörðugleika að etja. 2) Búskaparbasl hefur dregið verulega úr tilraunastarfsem- inni, sérstaklega á sviði jarð- ræktar. 3) Stjórn Rala vill efla jarðrækt- artilraunir. 4) Stjórn Rala vill að Reykhóla- stofninn verði varðveittur og " honum dreift um landið. 5) Stjórn Rala vill leita samninga um að leigja fjármanni búið tímabundið, en Stefán Aðal- steinsson og Ingi Garðar Sig- urðsson leggjast eindregið gegn því, án þess að kannað hafi ver- ið hvaða samningum væri hægt að ná. Keldnaholti, 28/2 1984. (iunnar Ólaísson er forstjóri Rann- sóknastofnunar landbúnaðarins. Opið bréf til Blaðamannafélags Islands varðandi brot á siðareglum blaðamanna — eftir Gunnlaug Þórðarson Sakamál hafa löngum þótt frá- sagnarvert fréttaefni og komið hefur fyrir að gætt hefur meira kapps en forsjár í meðferð slíkra frétta hjá fjölmiðlum. Alvarlegasta dæmi slíks birtist í Dagbl./Vísi 25. f.m., þegar sagt var frá handtöku þriggja manna, föður og sona, og nöfn þeirra og myndir af þeim birtar með frétt- inni út af rannsókn á vopnuðu ráni við Landsbankann á Laugav. 77. Sakamál eru jafnan mjög við- kvæm meðferðar því þau snerta ekki aðeins þann, sem grunaður er heldur og ættmenni og vanda- menn. Lögmenn, sem kvaddir eru til starfa út af slíkum málum vita að þeim ber að starfa í fyllstu kyrr- þey að málinu og ljóst er að þeir hafa bæði skyldur við sakborning- inn og þjóðfélagið. Þeir eiga að vera skjólstæðingi sínum til trausts og halds og sé um sök að ræða að vera til leiðbeiningar þannig að hinn ógæfusami maður geti dregið fram það, sem megi verða til málsbóta og að milda sökina. Þjóðfélagið á hins vegar þá kröfu á hendur lögmönnum, að þeir geri sitt til þess að mál verði upplýst svo fljótt sem verða má. Segja má að blaðamenn hafi á vissan hátt sambærilegar skyldur, þ.e. bæði gagnvart sakborningi og ættmennum hans og þjóðfélaginu. Gunnlaugur Þórðarson í umræddu tilviki brást blaðamað- ur DV hrapallega, ráðist var á einkahagsmuni alsaklauss fólks og með myndbirtingunni var t.d. komið í veg fyrir hugsanlega sak- bendingu. Sakbending getur verið þýðingarmikið atriði í sakamáli, þótt hún hefði tæpast komið að notum í umræddu máli. Mér er fullkomlega ljóst að al- menningur fordæmir slíkar vinnu- aðferðir. Þar sem hér er um mjög alvarlegt athæfi að ræða og það snýr að blaðamönnum almennt, þykir mér rétt að óska þess af siðanefnd Blaðamannafélags ís- lands að hún taki mál þetta til sérstakrar meðferðar og taki af- stöðu til þess og birti almenningi niðurstöður sínar blaðamönnum til eftirbreytni og almenningi til fróðieiks. Dr. Gunnlaugur 1‘órðarson er starfandi lögmaður í Reykjarík. Bor útihurðir teak - fura Bflskúrshurðir biðjið um myndabækling. Vald Poulsen Suöurlandsbraut 10 Innréttingadeild 2. hæö.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.