Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 27 Sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta: „Siglingastofnun hefur brugðizt hlutverki sínua — sagði Arni Johnsen í utandagskrárumræðu Arni Johnscn (S) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í Sameinuðu þingi í gær og gerði að umtalsefni hæga- gang við að búa fiskiskipaflotann sjálfvirkum sleppibúnaði björgunar- báta (Sigmund-búnaði). Ef ekki næst að sjósetja gúmmíbjörgunarbát áður en skip fyllir af sjó eða sekkur losar þessi búnaður björgunarbátinn og opnar loftþrýstiflösku, sem blæs bát- inn út. í upphafi máls síns rakti þing- maðurinn það hörmulega slys, er Hellisey VE 503 fórst fyrir fáum dægrum. Þorvaldur Garðar Krist- jánsson, forseti Sameinaðs þings, vottaði aðstandendum þeirra, sem fórust með Hellisey, einlæga samúö Alþingis. Árni kvað Sigmundsútbúnað hafa verið tiltækan fyrir þremur árum, rakti aðdraganda þess, hvern veg hann varð til, og meint mistök við að fullbúa flotann þess- um nauðsynlega björgunarbúnaði. „Rætt var um“, sagði þingmaður- inn, „að setja þennan búnað um borð í landsflotann með samstilltu átaki á einu ári með því að fram- leiða búnaðinn á nokkrum stöðum. Þegar kom til kasta Siglingamála- stofnunar að fylgja málinu í höfn fór allt á annan veg og þessu stór-. kostlega öryggismáli sjómanna var klúðrað þannig að aðeins lítill hluti landsflotans hefur þennan búnað um borð“. Það er eðlilegt, sagði þingmað- urinn, að meira hafi heyrzt í Vest- manneyingum en öðrum, þegar ör- yggismál sjómanna ber á góma. Á u.þ.b. 100 árum hafa 500 sjómenn farizt við Vestmannaeyjar. Slysið, sem varð í fyrrinótt, er dæmi um atburð, þar sem umræddur björg- unarbúnaður hefði aukið björgun- arlíkur. Sverrir Hermannson, iðnaðar- ráðherra, tók til máls í fjarveru samgönguráðherra. Hann kvaðst hafa allan fyrirvara á, varðandi ásakanir í garð Siglingamála- stofnunar, en hét stuðningi sam- gönguráðuneytis og ríkisstjórnar við að hraða þróun í að búa flotann slíkum björgunarbúnaði. Pétur Sigurðsson (S) minnti á að 26 sjómenn hefðu látist við störf frá síöasta sjómannadegi og 4 starfsmenn Landhelgisgæzlu. Hann fjallaði í löngu máli um starfsskilyrði og kjaramál sjó- manna, sem færðu verðmætin í þjóðarbúið, en bæru skarðari hlut frá borði en ýmsar aðrar starfs- stéttir. Hagræðing eða stjórnarskrárbrot: Getur fjarverandi þingmaður borið fram fyrirspurn? — Rimma f Sameinuðu þingi um skipulagsbreytingu í menntamálaráðuneyti Þeirri spurningu hefur verið beint til mín, sagði Albert Guðmundsson, fjármálaráðherra, efnislega í Sam- einuðu þingi í gær, hvort ríkisstjórn- in standi að baki menntamálaráð- herra við hagræðingu og endurskipu- lagningu starfa í menntamálaráðu- neytinu. Svo er. Menntamálaráð- herra lagði tillögur sínar þar um fyrir ríkisstjórnina, sem féllst á þær. Nýr vísitölugrundvöllur: Lækkar lánskjaravísitölu Stjórnarfrumvarp um nýjan visi- tölugrundvöll (vísitölu framfærslu- kostnaðar og skipan Kauplagsnefnd- ar) var afgreitt frá efri til neðri deild- ar í gær, þriðjudag. Stjórnarliðar telja mikils um vert að hraða afgreiðslu málsins gegn um neðri deild, „þannig að það geti orðið að lögum fyrir 20. þ.m., því ella myndi lánskjaravísitala hækka nokkuð meira en vera mundi ef frumvarpið yrði samþykkt“. Stjórnskipunarfrumvarpið afgreitt frá nefnd Meirihluti stjórnarskrárnefndar efri deildar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson (SJ, Ragnar Arnalds (Abl.), Tómas Arnason (F), Eiður Guðnason (A), Salome Þorkelsdótt- ir (S) og Valdimar Indriðason (S) hafa skilað samhljóða áliti um frumvarp til stjórnskipunarlaga, þ.e. um nýja skipan kosninga til Ál- þingis (vægi atkvæða). Meirihlut- inn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt. Frumvarp um veðdeild Búnaðarbanka Jón Baldvin Hannibalsson (A) og Guðmundur Einarsson (BJ) flytja frumvarp til breytinga á lögum um veðdeild Búnaðarbanka. Frumvarp- ið gerir ráð fyrir því að þegar um lánsfé er að ræða skulu útlánakjör vaxta- og verðtryggingar eigi vera lægri en á aðfengnu lánsfé, að við- bættri 0,25% þóknun til veðdeildar. Þá er gert ráð fyrir því að að jafn- aði megi ekki lána nema gegn 1. veðrétti og aldrei yfir 75% virð- ingarverðs fasteignar. Heimilt skal þó að taka gildan 2. eða síðari veð- rétt, ef opinberir sjóðir einir eiga forgangsveð og lánin samanlögð eru innan 75% virðingarverðs. Láns- tími má aldrei vera yfir 25 ár. Fyrirspurnir PÁLMI JÓNSSON (S) spyr menntamálaráðherra, hver sé kostnaður ríkissjóðs við rekstur allra grunnskóla landsins í einn mánuð, á þessu skólaári, og hve mikill hluti kostnaðar sé vegna fastra launa þeirra starfsmanna sem taka árslaun: Þá spyr hann um heildarkostnað sveitarfélaga við rekstur grunnskóla á sama tíma. Ennfremur hvort þátttaka grunnskólanema í atvinnulífinu á skólaári hafi verið metin til jafns við verklegt nám, skv. 42. gr. grunnskólalaga; ef svo sé í hve miklum mæli. Þá er loks spurt um kostnað ríkissjóðs við rekstur for- skóla, skv. 74. gr. grunnskólalaga, árið 1983 og hvað sé áætlað að kostnaður verði mikill 1984. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR (A) spyr fjármálaráðherra, hvað innheimtur tekjuskattur 1983 hafi numið hárri fjárhæð og hvernig hann skiptist á einstaklinga, ein- staklinga með atvinnurekstur, hlutafélög, samvinnufélög og sam- eignarfélög. Þá spyr Jóhanna hve margir greiðendur tekjuskatts vóru 1983, skv. sömu sundurliðun, og hver sé fjöldi skattskyldra aðila, sundurgreint eins. Fjármálaráðherra bar lof á mennta- málaráðherra fyrir frumkvæði henn- ar að hagræðingu og uppstokkun skipulags í ráðuneytinu. Hörð rimma hófst í Sameinuðu þingi í gær, er Ragnhildur Helga- dóttir, menntamálaráðherra, kvað tímabærara, að fylgja fram fyrir- spurnum þingmanna, sem væru á dagskrá fundarins, bornar fram með þinglegum hætti og hefðu beðið svara vikum saman, en taka fram fyrir fyrirspurn, utan dagskrár, um störf og starfshætti í ráðuneyti hennar. Fréttamenn fengu fyrirspurnir á blaði, sem Ragnar Arnalds og Ingvar Gíslason, báðir fyrrverandi menntamálaráðherrar, stóðu að, og Ragnar krafðist utandagskrár- umræðu um. Þegar það fékkst ekki kvaddi hann sér hljóðs um þingsköp. Spurningarnar vóru efnislega á þessa leið: 1) Hvernig samræmist það lög- um um Stjórnarráð íslands, að auglýstar hafa verið tvær stöður skrifstofustjóra í menntamála- ráðuneyti til viðbótar stöðu núver- andi skrifstofustjóra? Er ekki ljóst, að skv. 11. grein laga um Stjórnarráð íslands ber að skipa skrifstofustjóra úr röðum deildar- stjóra ráðuneytisins? Hefur fjölg- un skrifstofustjóra í menntamála- ráðuneyti verið samþykkt í ríkis- stjórn? Kemur til álita, ef aðstoð- armaður ráðherra sækir um stöðu skrifstofustjóra, að henni verði veitt önnur staðan? Ef svo er, hef- ur ráðherra þá í hyggju að ráða sér nýjan aðstoðarmann? Þingmenn Alþýðubandalags héldu uppi harðri gagnrýni á menntamálaráðherra, bæði fyrir þá afstöðu að fallast ekki á að svara fyrirspurnum strax við utandagskrárumræðu og fyrir meint lögbrot, sem þeir töldu fel- ast í ráðgerðri hagræðingu og ski pu 1 agsbrey ti ngu. Ragnhildur Helgadóttir, mennta- málaráðherra, bar fram fyrir- spurn til forseta Sameinaðs þings, hvort þingmaður, sem er fjarver- andi og hefur fjarvistarleyfi (Ingvar Gíslason), geti borið fram fyrirspurn utan dagskrár; hvort einhverjar breytingar hafi orðið á þingvenjum hér um? Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti S.þ., kvað engar breytingar hafa orðið á þingsköpum. Það eitt gæti hann fullyrt í stöðu málsins að þingmaður, sem er fjarverandi, sé ekki til staðar til bera fram fyrirspurn! Rimma um þetta mál tók góðan tíma frá þingstörfum (dagskrár- málum) þennan daginn. MMÍMil Stokkseyri Aöalfundur Sjálfsfæðisfélags Stokkseyrarhrepps verður haldlnn fimmfudaginn 15. mars kl. 21.00 i Glmli. Dagskrá: 1. Venjuleg aöalfundarstörf. 2. Önnurmál. Sliórnin. Týr Kópavogi Rauði herinn 4. fundur í fundaröð um Sovétskipulagið Fimmtudaginn 15. mars kl. 20.30 efnir Týr FUS, Kópavogi, til 4. fundarins um Sovétskipulagiö og efni tengd því. Á þessum fundi veröur umfjöllunarefni Rauöi herinn sovétski og veröa ræöumenn þeir Gunnar Gunnarsson, starfsmaöur Öryggismálanefndar og Jón Krist- inn Snæhólm, stjórnarmaöur í Tý. Auk framsaga þeirra tveggja mun veröa sýnd kynningarmynd af myndbandi um sama efni. Veittar veröa kaffiveitingar síðan leyfðar fyrirspurnir og umræöur. Fundurinn veröur haldinn i Sjálfstæöishúsinu í Kópavogi, Hamraborg 1, 3. hæö. Allir áhugamenn um efniö eru hvattir til aö koma. Stjórn Týs. Borgarnes Gísli Kjartansson, oddviti og Jóhann Kjart- ansson, hreppsnefndarmaöur, eru til viðtals í Sjálfstæðishúsinu Borgarnesi fimmtudaginn 15. marz kl. 20.30. Kynnt verður fjárhags- áætlun Borgarneshrepps 1984. Félög sjálfstæðismanna í Laugarnes- og Háaleitishverfi: Spilakvöld — Félagsvist Spilakvöld verður í Valhöll, Háaleltlsbraut 1, fimmtudaginn 15. mars nk. Spilið hefst kl. 20.30. Góö verölaun. Kaffiveitingar. Stjórnirnar. Gunnar Gunnaraaon Jón Kriatinn Snmhólm Njarðvík 30 ára afmæliskaffi sjálfstæöisfélagsins Njarövikings veröur í húsi félagsins, sunnudaginn 18. mars, kl. 15.00. Allt sjálfstæöisfólk velkomiö. Stjórnin. Sr. Olafur Jóhanniton sóknarprestur Maður er nefndur Nœstkomandi föstudagskvöld 16. mars kemur Sr. Ólafur Jóhannsson sóknarprestur á umræóukvöld hjá Heimdalli. Yfirskrift kvöldsins verður Unga fólkið og krifltindómurinn. Fundurinn veröur sk. venju haldin i kjallara Valhallar og hefst kl.20.30. Veitingar. Næstu föstudagskvöld veröa á sama staö og tíma eftirtalin umræöukvöid. Föstudagur 23. mars. „Staða kvenna innan Sjalfstæöisflokksins". Ester Guömundsdottir, þjóö- félagsfræöingur. Föstudagur 30. mars „Framtiö fjölmiölunar". Kristján Jóhannsson, framkvæmdastjóri AB. Föstudagur 6. apríl „Hryöjuverk vinstri manna á hugtökum". Kjartan G. Kjartansson, heim- spekinemi. Allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.