Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 17 Ólafur konung- ur á sjúkrahúsi Osló, 13. m»rs. AP. boði. Ef starfsfólk og atvinnu- tæki eru „hreyfanleg", þ.e. geta flust auðveldlega á milli lands- hluta, þá má búast við því, að fólk flytjist af svæðum, sem bjóða lægri laun, þangað sem hærri laun bjóðast. Með auknu framboði vinnuafls lækka laun á velmektarsvæðunum, en hækka á hinum, þar sem nú hefur dregið úr vinnuframboði. M.ö.o. jöfnunarstyrkirnir tak- marka „hreyfanleika" vinnu- aflsins, sem er skilyrði fyrir því að jöfnun tekna sem hér er lýst, eigi sér stað. Framlög til fyrirtækja í fjárlögum er aðeins gert ráð fyrir framiögum til tveggja ríkisfyrirtækja, Bifreiðaeftir- lits ríkisins og Skipaútgerðar ríkisins, samtals rúmlega 60 milljónum króna, en þar að auki eru Ríkisábyrgðarsjóði lagðar til 30 milljónir króna. Þetta framlag, þótt allveru- legt sé, gefur alls ekki til kynna, hversu mikið þjóðin kemur til með að inna af hendi vegna um- svifa ríkisfyrirtækja í landinu yfirleitt. Gallinn við ríkisfyrir- tæki er sá, að þau búa ekki við sama aðhald og fyrirtæki í einkarekstri. Sum þeirra eru einokunarfyrirtæki og það að- hald, sem samkeppnin veitir, er ekki til staðar. Einnig má færa gild rök fyrir því, að aðilar í einkarekstri gæti betur að sér og séu hagsýnni en forstöðu- menn ríkisfyrirtækja, sem fara með almannafé, en ekki sitt eig- ið. í ljósi þess sem kemur hér fram um ókosti ríkisrekstrar, er jafnframt rík ástæða til að vara við þeim hugmyndum, sem fram hafa komið, þótt ekki séu þær birtar í fjárlögum, um þátttöku ríkisins í nýjum fyrirtækjum eða framlögum til starfandi fyrirtækja eins og steinullar- verksmiðju, sjóefnavinnslu, stálbræðslu og Þormóðs ramma hf. Samanlagt gætu útgjöld til þessara fyrirtækja miðað við framkomnar hugmyndir numið rúmlega 322 milljónum króna. Virðist nær að Alþingi afgreiði sem fyrst þær breytingar á tekjuskattslögunum, sem nú liggja fyrir þinginu og láti al- menning framvegis um að ákveða í hvaða fyrirtækjum fólk vill festa fé sitt. Niðurstöður Markmið þessarar greinar er að sýna fram á, að tiltölulega stór hluti ríkisútgjalda er vafa- samur, ef velferð heildarinnar er höfð að leiðarljósi. í sumum tilfellum má sýna fram á, að þær tekjutilfærslur, sem eiga sér stað, nái ekki tilgangi sín- um. Jafnframt er ljóst, að af- leiðing þeirra er sú, að efna- hagsstarfseminni er raskað þannig, að ekki verður eins mik- ið til skiptanna og mögulegt væri. Nú er hvorki verið að finna að því sérstaklega að ríkið fjár- magni dómskerfið, heilbrigðis- og tryggingakerfið og mennta- kerfið, þótt þar megi vissulega spara og hagræða, né heldur er verið að vega að sérstökum út- gjöldum vegna líknarmála. Út- gjaldaliðir þeir sem hér hafa verið til umfjöllunar snerta ein- ungis aðila, sem njóta ríkis- styrkja, en ættu að vera full- færir um að kosta starfsemi sína sjálfir. Allt í allt nema styrkirnir um 3,2 milljörðum króna. Innan þess ramma er verulegt svigrúm til niður- skurðar. Að lokum er vert að benda á, að æskilegt er að tengja tekju- öflun fyrir vissa þjónustu ríkis- ins betur ráðstöfun útgjalda, þannig að þeir sem njóti út- gjaldanna standi undir þeim, en ekki sé um að ræða hreinar tekjutilfærslur. Ástæða er til að ætla, að fjármunir muni nýtast mun betur, ef sú meginregla er höfð að leiðarljósi, að þeir sem noti þjónustuna greiði fyrir hana. Hagur neytenda vænkast þá til muna, þar sem lægri skattar auka ráðstöfunarfé og aukið frelsi þeirra til að ráð- stafa þessum auknu tekjum er spor í velferðarátt. Og, ef betur er að gáð, má vera, að í mörgum tilvikum sé ekki um að ræða til- færslur frá ríkum til snauðra, eins og oft er látið í veðri vaka, heldur sé „Hrói höttur" núorðið í vaxandi mæli að ræna þá fá- tæku til að greiða þeim ríku. Árni Árnason er framkvænuiastjóri Verzlunarráds íslands. ÓLAFUR Noregskonungur, sem nú stendur á áttræðu, var lagður inn á ríkissjúkra- húsið í Osló í dag vegna sýk- ingar í öndunarvegi, að því er talsmaöur sjúkrahússins skýrði frá. Heilsa konungs mun að öðru leyti vera góð. Tilkynningin um sjúkdóm kon- ungs gerir það að verkum, að menn efast nú um að hann geti „Verulegur og ógnvekjandi" mun- ur er á ágæti flugöryggisþjónustu í Evrópu, segir í skýrslu um flugsam- göngur, sem unnin hefur verið fyrir þing Efnahagsbandalags Evrópu (EBE). Þar kemur fram að flugör- yggi er minna á Miðjarðarhafssvæð- inu en norðar í Evrópu. Einkum og sér í lagi er ástand flugöryggisþjón- ustunnar á Spáni, ftalíu og Grikk- landi gagnrýnt. Þótt möguleikar á slysi í Evrópu séu taldir einn á móti milljón, þá kemur greinilega fram í skýrslunni að líkurnar aukist eftir því sem flugvél flýgur nær Miðjarð- arhafinu. Helsta vandamálið, að sögn skýrsluhöfunda, er ófullnægjandi ratsjárþjónusta. Á meðan evr- ópska miðstöðin í Maastricht í Hollandi, sem samhæfir flug í Norður-Evrópu, sé sú fullkomn- asta í heiminum, sé fjöldi „dökkra bletta" suður af línu, sem hugsast dregin frá Aþenu til Madrid um Rómaborg. í skýrslunni segir að Grikkir þurfi að grípa til gagngerrar endurnýjunar alls tækjabúnaðar sem notaður er við stjórnun flug- umferðar, og að ratsjárkerfi Ítalíu við Adríahaf sé ófullnægjandi og stórir hlutar hafsins suður af Napólí og við Sikiley séu án slíkr- ar þjónustu. Fram kemur að ítalir vinni að úrbótum á þessum slóð- um. Einnig segir í skýrslunni að ekki sé fyrir hendi á flugvellinum í Madrid sá ratsjárbúnaður er auðveldlega hefði komið í veg fyrir árekstur tveggja farþegaflugvéla þar í desember. Fram kemur að flest Evrópu- lönd noti sínar eigin aðferðir og tæki til flugumferðarstjórnunar, og að enginn hljómgrunnur hafi verið fyrir heildarkerfi, sem yrði ódýrara, öruggara og árangursrík- ara. Hið sama eigi við um örygg- isbúnað og ástand flugvalla, í þeim efnum fari hver sína leið. Einnig að sparnaðaraðgerðir í efnahagskreppu hafi valdið slökun á gæðakröfum. Meðan tækja- búnaður hefur ekki verið staðlað- ur og meiri miðstýring tekin upp hefur flugöryggi farið minnkandi. Sé þörf aukinnar samvinnu bandalagsríkjanna, aukinnar ratsjárvæðingar og meiri og betri þjálfunar þeirra, sem við flugör- yggisþjónustu starfa. SÁ óvenjulegi atburður átt sér stað í Hamar í fyrri viku, að strokufanga, sem snerist hugur og vildi komast aftur á bak við lás og slá, var meinuð innganga. Þegar fanginn sneri aftur og beiddist inngöngu var honum tjáð, að allt væri yfirfullt í fangelsinu og ekki nokkur leið að koma honum fyrir. Var honum sagt að koma síð- ar þegar minna væri um gesti. Skýringin á þessu sérkennilega haldið í fyirhugaða opinbera heimsókn til Spánar dagana 29.—31. þessa mánaðar. Ólafur ætlaði upphaflega í þessa heim- sókn í fyrravor, en varð þá einnig að hætta við af heilsufarsástæð- um. Fékk þá slæmt kvef. Konungurinn er mikill skíða- áhugamaður og talið er, að hann kunni að hafa sýkst í síðustu viku er hann fylgdist með skíða- keppni við Holmenkollen. 1 skýrslunni segir að viðhald hjá helstu flugfélögunum sé fullnægj- andi, en áhyggjuefni sé að fjöldi flugfélaga í leiguflugi notist við úreltar eða úr sér gengnar flugvél- ar. Ef gerðar yrðu meiri kröfur væri hættan sú að vegið yrði að Maurice Macmillan látinn London. AP MAURICE Macmillan, einkasonur Harold Macmillans, fyrrum forsætis- ráðherra Breta, er nýlátinn eftir hjartauppskurð, 63 ára. Macmillan var kjörinn á breska þingið 1963 og tók sæti í ríkisstjórn Edward Heaths 1970 sem aðstoð- arfjármálaráðherra og síðar varð hann atvinnumálaráðherra og ríkisféhirðir. Eftir ósigur íhaldsflokksins 1974 hætti hann afskiptum af stjórnmál- um og tók við forstöðu bókaútgáfu- fyrirtækis fjölskyldunnar, Macmill- an & Co. svari sem strokufanginn fékk, var sú, að allt starfslið fangelsisins var á námskeiði. Voru nemendur norska lögregluskólans fengnir til þess að gæta fanganna á meðan. Það er svo af strokufanganum að frétta, að hann gerði tilraun til inngöngu nokkrum dögum síðar og þá var fangelsisstjórinn og fólk hans komið af námskeiðinu. Reyndist auðsótt mál að fá að fara í svartholið aftur. Olafur Noregskonungur. einum þætti viðskiptalífsins. Einnig væri áhyggjuefni að efna- hagskreppa hefði leitt til þess að flugmenn smærri flugfélaga hefðu orðið að takast á hendur ýmsar aðrar skyldur en fljúga, og væri það ekki í þágu flugöryggis. Veður víða um heim Akureyri 8 akýjaó Amsterdam 9 heiðskírt Aþena 13 skýjaö Bracelona 11 súld Berlín 8 heiöskírt BrUsssl 7 skýjað Buenos Aires 25 heiöskírt Chicago +5 skýjaö Dublin 6 akýjaö Feneyjar 8 þoka Frankfurt 7 heiöakírt Genf 4 heiöakírt Havana 27 akýjaö Helsinki 2 heiöskirt Hong Kong 22 skýjaö Jerúsalem 13 akýjaö Jóhannesarborg 25 haiöskhl Kairó 21 skýjaö Kaupmannahófn 3 heiöskírt Las Palmas 17 akýjaö Lissabon 15 hsiöakírt London 5 skýjaö Los Angeles 23 akýjaö Malaga 9 rigning Mallorca 13 alakýjaö Mexíkóborg 28 heiðskfrt Miami 25 akýjaö Montreal 48 heiðskírt Moskva 5 skýjað New York -1 snjókoma Osló 2 skýjaö París 9 skýjaö Peking 8 skýjaö Perth 22 heióskirt Reykjavik 5 rigning Ríó de Jsneiró 33 heíóskirt Róm .12 heiöskirt San Francisco 18 rígning Seoul 8 skýjað Framlög til fyrirtækja sem ekki er hlutverk ríkisins aö festa fé í eða reka meö styrkjum. Bifreiðaeftirlit ríksins Ríkisábyrgðasjóðurd Skipaútgerð rikisins l*ús. kr. 25.799 30.000 37.000 Samtals 92.799 Ekki á fjárlögum: Þormóður rammi hf. 65.000 Steinuílarverksmiðj a 48.590* Sjóefnavinnsla 164.813* Stálbræðsla 44.054* ★ Heimild miðað við lánskjaravísitölu 1. febrúar 1984. Styrkir til atvinnuvega sem eiga að afla tekna fyrir kostnaði og bera hagnað eða tap af rekstri á eigin ábyrgð. l>ús. kr. Forfalla- og afleysingaþjónusta í sveitum 9.546 Landbúnaður, framlög 880 Stofnlánadeild landbúnaðarins 12.060 Framlög til jarðræktar 126.609 Jöfnunargjald (landbúnaður) 1.200 Útflutningsuppbætur 280.000 Búfjárrækt 16.543 Bjargráðasjóður 28.700 Lánasjóður iðnaðarins 15.000 Jöfnunargjald 77.000 Framlög til iðju og iðnaðar 11.945 Niðurgreiðslur á vöruverði 945.000 Samtals 1.447.483 Þar af án niðurgreiðslna 502.483 Utan fjárlaga Kjarnfóðursjóður ca. 200.000 EBE-áhyggjur vegna minna flugöryggis yfir Miðjarðarhafi Miklar truflanir í fjarskiptum um- hverfis Rómaborg. Bologna og Mil- anó. Ratsjárþjónusta léleg og/eöa engin í Adriahafi. suóur af Napóli og á Sikiley. Björgunarþjónusta á sjó ófullnægjandi. Á atwði eöa Flugtak Klifur Farflug Liakkun Aöflug í lendingu í akttri Önnur Duncan Stewart Fékk ekki að snúa aftur í fangelsið Osló, 13. fehrúar. Frá Jan Krik Lauré, fréttaritara Mbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.