Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 31 Þeir sem að fótum sér fjötur reyra eftir Jens í Kaldalóni Það er ekki einleikinn andskota- gangurinn í stjórnarandstöðunni þennan stutta tíma síðan hún drattaðist úr stjórnarstólunum, og lítið er sálarflug þeirra ritjöfra, sem þar í flokki hafa sér helst til afþreyingar að fylla blöð sín dög- um, vikum og mánuðum saman af sömu innihaldslausu moðrullunni, sem ekki nokkur lifandi maður getur enst til að lesa, svo sem það er fram sett, — og manni verður á að þenkja um það í raun og veru, hvað er stjórnarandstaða? Er það í raun og veru bara að vera á móti öllu, sem viðvarandi stjórnvöld aðhafast í öllum sínum athöfnum, hvort heldur er gott, vitlaust eða vont. Það er svo langt frá því, að ég ætli að hæla síðustu stjórnarandstöðu. Mórallinn þar var í raun enginn annar en sá: Farið þið frá, við tökum við og þá mun allt það góða veitast yður. Lætin, sem hafa verið útaf þeirri mannréttindaskerðingu að taka samningsfrelsi af verkalýð- num, sem þeir svo kalla, ríða ekki við einteyming og svo aukin held- ur að hleypt var á það renniskeið, að allir séu að drepast úr kröm og fátækt. Nú er það auðvitað engin ný bóla, þótt þeir fátæku og um- komulausustu verði verst úti, svo hefur það alltaf verið og verður sjálfsagt alltaf. Til þess þarf engin dæmi að sýna því til sönnunar, við þekkjum þau af sögunni. En þá þjóð er komin í öllu sinu dagfari á þá háskalegu glapstigu í öllu sínu líferni, sem við vorum á sl. vori, horfandi fram af þeim hengigljúfrum í fjármálalegu til- liti á öllum sviðum, — að nokkur fótmál aðeins vantaði til að týna öllum venjulegu möguleikum til sjálfsbjargar, — þá var það ekki þyngsta þrautin að þola í nokkra mánuði samningsrétturinn væri af okkur tekinn, þó auðvitað megi það heimfærast uppá einhverja skerðingu á frelsi, en þá verður líka að ætlast til þess að frelsið sé ekki misnotað og mennirnir kunni eitthvað með það að fara. En þeg- ar búið var að glata þessu frelsi hvort sem var, í því formi að um ekkert væri að semja var ekki sár- ast að missa þau „öku“-réttindi i hálft ár. Mér hefur oft blöskrað það póli- tíska fjárhags- og fjármagns- öngþveiti sem ríkt hér hefur marga undanfarna áratugi. Það hefir svo fjarstætt verið allri þeirri jarðnesku tilveru, sem okkur er í raun og veru áskapað að búa við. Það er ekki einu sinni svo, að þeir sem undan hafi dregið til sparnaðar aura sína hafi haft ráð á að nota þá nema í hæsta lagi mátt klófesta þá einu sinni til tvisvar á ári og um áratugi var svo rænt og stolið af þeim með fullri vitund og ásettum verknaði, gert af þeim grautarsálum, sem yfir öllu stjórnarfari réðu, úr hvaða polítískum flokkum og stéttum sem voru, skjálfandi af hræðslu við aðra pólitíkusa um að missa Kosningar — til StúdentaráÖs og Háskólaráðs KOSNINGAR til Stúdentaráðs og háskólaráðs fara fram í dag, fimmtudag. Samkvæmt því sem segir í fréttatilkynningu sem Mbl. hefur borist frá SHÍ verður kosið í níu kjördeildum og kjörstaðir opnir frá kl. 9-18. í framboði eru þrír listar, A- listi, Vöku, félags lýðræðissinn- aðra stúdenta, B-listi, félags vinstri sinnaðra stúdenta og C-Iisti, félags umbótasinnaðra stúdenta. atkvæði úr aski sínum, ef útaf væri breytt til réttlátari og raun- særri vegar. En um 15 þús. kr. mánaðar- kaupið vildi ég segja þett: Af hverju voru ekki þessir blessaðir frumkvöðlar að öllu mannlegu sið- gæði, sem í öllu vilja kalla sig málsvara þeirra snauðustu, ekki löngu búnir að sjá og reyna, þá er þeim var til þess gefinn máttur og aðstaða, að þessi einstæði skamm- arböggull, sem þeir nú telja aðal- uppistöðuna í launum þeirra manna og kvenna, væri sú eymd- arkattarlús, sem engum væri mögulegt að lifa á eða hvað hefur breyst svo til hins betra, hjá hin- um atvinnuskapandi fyrirtækjum, síðan þeir sjálfir hættu að halda í taumana á fjármálahestinum, að miklu sé nú hægara úr að bæta. Auðvitað er þetta kaup alltof lítið, en það er ekki bara að verða það núna, það hefur alltaf verið það, og með fullri vitund og baráttu- vilja þessara verkalýðspostula, hefur þetta bil alltaf verið að breikka og breikka, og mest hefur gleðibrosið ljómað á andlitum þeirra, þá er þeir talið hafa uppúr launaumslögum þeirra sem mest fengu, en svo dregið annað augað í pung, þegar þeir hafa gjóað á hin umslögin sem nánast ekkert var í. Það er algjör staðreynd og það vitum við best eldri menn, að launamisrétti hefur aldrei síðan Island byggðist verið meira en nú. Alltof stór hópur launamanna hefur stórum miklu meiri laun en sá sem minnst hefur, enda þó þeir, sem minni laun hafa vinni baki brotnu, oft langt fram yfir alla getu við hin allra arðsömustu störf, sem mest gefa þjóðinni í aðra hönd til að moka í hærra launuðu hópana. Hér hefur hin blindsorta pólitiska vitfirring ráð- ið alltof langan tíma og enn þann dag í dag er sama vitleysan látin yfir dynja og kemur best fram aumingjaskapurinn og afvega- leiðnin í greinargerð með frum- varpi Sighvats Björgvinssonar, þar sem hann segir berum orðum að forsvarsmenn verkalýðssam- takanna séu ekki færir um að jafna þennan mun, þar sem hann fer fram á að lögbundið verði á Alþingi að lágmarkslaun verði þetta og hitt. Hér hefur sum sé vísitöluskrúfan skrúfað alla þessa endemis vitleysu í það fasta form, að sá fátækari skal fátækari verða, en sá betur stæði ennþá betur stæður. Og manni verður á að spyrja: Getur það verið, að nokkur maður sé svo vitlaus til að trúa því í eigin sál, að nokkur starfsemi eða at- vinnurekstur geti staðið undir 60—70% vaxtakostnaði í reksti sínum, og leyfa sér svo að útskýra þá menn með skussanafni og á hausinn mættu best fara, sem erf- iðlega gengur hjá að láta þá starf- semi er þeir stunda geta staðið undir þeirri áþján, sem á þá er lögð í þessu formi. Allir vita, að slík dæmi geta aldrei gengið upp. Nei sko, slíkir skussa túlar, sem svo mæla, mættu sannarlega blygðast sín og biðjast afsökunar. Þetta eru nl. mestu skussarnir á þurru landi, sem á engan mann- legan hátt gera sér minnstu grein fyrir því, að í sveita síns andlitis skaltu þíns brauðs neyta, og það eru einmitt þeir, sem sjaldnast þurfa að svita sín andlit til ann- arra brauðsstarfa, sem minnst vitið og viljann hafa til þess að skyggnast í þann heim hinna, sem í stiðinu standa, og hreinlega dræpust úr hungri og kvöl ef þeirra ekki nyti við, sem þeir telja best á hausinn komna. Eða eru allar skipshafnir reykvísku togar- anna mannaðir þeim einmuna skussum og drullusokkum að jaðri við að bjóða þurfi upp hvern ein- asta togara vegna rekstrarskulda, enda þótt þeir hver um sig og allir til samans fiski fullkomlega með því besta, sem gerist á sambæri- legum skipum kringum allt ísland. Eða hvað um skussana á Akra- nestogaranum, sem er með eitt hið hæsta aflamagn, sem um er að ræða á svipuðum skipum. Eða eig- um við bara að miða við aldur á ránsfé því sem stolið var af þeim, sem eitthvað gátu eða vildu leggja til hliðar af tekjum sínum, og gátu aldrei treyst á að fá nema 30% af því til baka aftur í raunhæfu verð- gildi. Jens i Kaldalóni En það er ekki einungis, að þessi vaxtahaugur mergsjúgi og niður- drepi alla viðleitni til að láta nokkurn atvinnurekstur bera sig, heldur og ekki síður eru skattar einstaklingsins svo þrúgaðir upp með 60% og uppí 95% dráttar- vaxtakröfur á undanförnum árum, ef einhverra hluta vegna hefur ekki verið hægt að greiða á réttum tíma. Já því miður, slíkir vitleys- ingar hafa verið til á landi hér og eru til og hafa alltof lengi verið til. En það er þó að skömminni til núna, sem þessi ríkisstjórn er helst að nálgast jarðsamband við tilveruna, svo talist geti til manna og mér er nær að halda, að þó ekkert væri nema vaxtalækkunin einsaman væri hún orðin hjá miklum þorra manna ein sú stór- kostlegasta kjarabót, sem um get- ur í lengri tíma, því allir hlutir með afborgunarkjörum t.d., sem og annað, hafa verið hlaðnir vaxtaokri, sem mest hefur fundist og hvergi til sparað. Þetta þekkja allir. En svo allur vísitölusöngurinn, sem öllu átti að bjarga, vita nú flestir hvernig með hefur verið farið, þótt auðvitað geti ekki nándar allir fylgst þar nógu grannt með. Ekki hafa þar síður misstigin spor gengin verið hjá okkar ágætu alþýðuforingjum þegar þeir hafa ráðið en hinum, margfalsað, svikið og logið kerfi, sem ekki nokkur lifandi maður veit nú haus né sporð á hvað langt og fólskulega á allan hátt hefur fært verið frá sínu upprunalega gildi, eða svo eitt nýjasta dæmið sé tekið: sú niðurfelling söluskatts á dráttarvélum, sem kjötið var hækkað um í haust. Það var nú svona ein kómódían í diskótekinu. Við eigum svo að borga með þvi í vetur, bændurnir, rafmagns- reikningana og fóðurbætinn fyrir kýrnar. En svona hefur þessum vísitölumálum alla tið verið sull- umbullað í þann grautarask, að engum hefir orðið til matar á hinn minnsta hátt, en svo allt úr skorð- um gengið, að til miklu meiri vandræða en til gagns er fyrir þá, sem minnst sín máttu. Þetta er því ein hin samtvinnaðsta sorg- arsaga af fábjánagangi og getur aldrei endað nema með skelfingu. Einhverntíma verður að súpa seyðið af vitleysunni. Smánin, sem á forustu þessarar þjóðar hvílir, eftir 40 ára góðæri, sem má kalla á þessu harðbýla landi, í afla- og afurðaverði, skuli þjóðin svo sokk- in í skuldafen, að lífsháski hennar blasi við, ef eitthvað bjátar á, — og sjálft ríkið, sem ætti að eiga gilda sjóði, ef allt með felldu væri, skuli henglast áfram með millj- arða í skuldum til sinna daglegu þarfa, og vaxtahraukurinn þar skuli nema tugum eða hundruðum milljóna árlega. Þvílíkt og annað eins. Enda þótt ég hafi hér haft nokk- uð stór orð um þær rúnir, sem dýpst hafa rist þann svörð, sem upp við höfum skorið okkar lifi- brauð, er það ekki svo, að ég telji til einskis gengið hjá okkur ágætu verkalýðsstétt, að hafa sér til halds og trausts veglega búið for- ustugengi. En það verður líka að skilja hitt, að það má ekki láta þá forustu spila með sig, sér til fram- dráttar í pólitískum vígaham og ég sé ekki tilgang þess munaðar, sem áunnist hefur á ekki lengri tíma, en síðan krónubreytingin var viðhöfð 1980, þegar að eggja- kílóið kostaði eftir hana 12 krón- ur, en eftir aðeins þessi 3 ár er það sama kíló komið í 120 krónur og annað svo flest eftir því. Hinu er svo ekki að leyna, að aðgerðir af hvaða tagi, sem gerðar hefðu verið, hlutu að koma víða niður, sem hlutu að verða að jafn- ast á margan og mannlegan hátt, án þess að til vandræða þyrfti að koma í miklum mæli hjá einstaka stéttum og aðlögunartíma þurftu margir og enginn þurfti á hausinn að fara vegna þess, sem gert yrði. En það sjá allir, að þegar 70 manns eru í einu ráðuneyti í ekki stærra landi og aðra 70 er hægt að gogga útúr öðru fyrirtæki, þótt stórt kunni að vera, þá mun pottur svo víða brotinn í óráðsiu undan- genginna ára, að ekki væri van- þörf á að hreinsa eilítið til í viss- um hornum, því svo virðist að hé- góminn hafi í nokkuð of miklum mæli safnast saman í öllu velferð- arsamfélaginu okkar. Bóka_ pakksí á hagstæðu verði VISA og ©% EUROCARD Fjöldi bóka í síðasta skipti á hagstæðu verði tærsti bókamarkaður ársins 1984 MAGN'* 3¥1 AFSLÁTTUR Notið tækifærið... AÐEINS 4 DAGAR EFTIR Opið til kl. 18 í dag SENDUM IPÓSTKRÖFU UM ALLT LAND Markaðshús Bókhlöðunnar Laugavegi 39 j----

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.