Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Tilraunastöðvar Rannsóknastofiiun- ar landbúnaðarins — eftir Gunnar ólafsson Síðustu mánuðina hafa orðið nokkrar umræður í blöðum og manna á meðal um ákvörðun stjórnar Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala), hinn 8. desember sl. að leggja niður fjár- bú Tilraunastöðvarinnar á Reyk- hólum. Bókun stjórnar er á þessa leið: „Stjórn Rala samþykkir að leggja niður sauðfjárhald á Til- raunastöðinni á Reykhólum á ár- inu 1984. Unnið verði að því að koma sauðfjárstofni þeim sem þar hefur verið ræktaður á undan- förnum árum til framhaldsrækt- unar á öðrum fjárræktarbúum Rala, eða annarra opinberra stofnana, t.d. bændaskólanna og/eða með öðrum hætti.“ Nokkurs misskilnings hefur gætt í þessari umræðu og því er rétt að skýra þessi mál nokkuð og sérstakiega að kynna nánar þær ástæður sem lágu að baki ákvörð- uninni um að leggja fjárbúið á Reykhólum niður. Saga tilraunastöðvanna Aður en lengra er haldið er rétt að rekja sögu tilraunastöðvanna í örstuttu máli. Tilraunastöðin á Akureyri (Möðruvöllum) var stofnuð af Ræktunarfélagi Norðurlands árið 1903 og gekk undir nafninu Gróðr- arstöðin á Akureyri um áratuga- skeið. Við stofnun Ræktunarfé- lagsins fékk það land sunnan við bæinn, á móts við núverandi Ak- ureyrarflugvöll. Um 1970 var mjög orðið þrengt að landi stöðvarinnar vegna ýmiss konar framkvæmda. Landið og byggingar voru seldar 1974 og tilraunastöðin flutt að Möðruvöllum í Hörgárdal. Ræktunarfélag Norðurlands rak tilraunastöðina þar til Tilrauna- ráð jarðræktar (1940) og síðar (1965) Rannsóknastofnun land- búnaðarins tók við rekstrinum, eins og nánar verður vikið að síð- ar. 1. janúar 1983 tók svo Ræktun- arfélagið aftur við búrekstrinum. Tilrauna.stöðin á Sámsstöðum var stofnsett af Búnaðarfélagi fslands árið 1927 og rekin af því fram til 1940. Tilraunastöðvarnar á Reykhólum og Skriðuklaustri voru settar á stofn 1946 og 1949. Tilraunaráð jarðræktar rak þær fram til árs- ins 1965, að Rala tók við rekstrin- um. Á árunum eftir síðari heims- styrjöldina þótti ekki annað fært en að hafa tilraunastöð í hverjum landsfjórðungi. Þó að segja megi að þessar stöðvar hafi aldrei feng- ið það starfsfé sem þurfti til að koma þeim á góðan rekspöl, virð- ist þó svo sem nokkur skilningur hafi verið fyrir tilrauna- og rann- sóknastarfsemi á þessum tíma. Fjárræktarbúið á Hesti var stofn- að 1943. Það var rekið af Búnað- ardeild atvinnudeildar háskólans fram til 1965, en síðan af Rala. Lagasetning 1940 Lög nr. 64 frá 7. maí 1940 um rannsóknir og tilraunir í þágu landbúnaðarins marka tímamót. Með lögum þessum var í fyrsta sinn komið á heildarskipan um stjórn tilraunamála landbúnaðar- ins hér á landi. Samkvæmt iögum þessum hafði landbúnaðarráð- herra yfirstjórn rannsókna og til- rauna í þágu landbúnaðarins. Gert var ráð fyrir, að ríkissjóður kost- aði þessa starfsemi. í lögunum frá 1940 voru einnig ákvæði um, að ráðherra skipaði tvö tilraunaráð til 5 ára í senn, annað fyrir jarð- rækt en hitt fyrir búfjárrækt. Verksvið tilraunaráðanna var m.a. að gera tillögur um að hvaða verk- efnum búnaðardeildin ynni á hverjum tíma. Tilraunaráðin voru sjálfstæðar stofnanir sem höfðu nokkurt fjármagn til ráðstöfunar. Þau gátu sjálf beitt sér fyrir ýms- um tilraunum. Tilraunaráð jarð- ræktaf tók við rekstri tilrauna- stöðvanna á Akureyri og Sáms- stöðum 1940 og vann að stofnun tilraunastöðvanna á Reykhólum og Skriðuklaustri og rak síðan all- ar stöðvarnar fram til ársins 1965. Tilraunastöðvarnar fjórar voru fyrst í stað eingöngu tilrauna- stöðvar í jarðrækt. Á öllum stöðv- unum var þó rekinn venjulegur búskapar samhliða tilraunastarf- seminni. Smám saman fóru bú- fjárræktarmenn að nýta sér þá aðstöðu sem búféð gaf og núna eru gerðar ýmsar búfjártilraunir á öllum stöðvunum nema Sámsstöð- um, en þar hefur ekki verið búfé um árabil. Rannsóknastofnun land- búnaðarins stofnuð Hinn 10. maí 1965 voru sam- þykkt á Alþingi lög um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Þessi lög eru nr. 64/1965. í 34. gr. téðra laga segir m.a.: „Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins skal annast eða hafa umsjón með öllum rannsóknum og til- raunum á sviði landbúnaðarins, sem fé er veitt til á fjárlögum ...“ í 36. gr. sömu laga segir: „Rann- sóknastofnun landbúnaðarins skal fá umráð yfir þeim tilrauna- stöðvum á sviði landbúnaðarins, sem ríkið á.“ Samkvæmt þessu hefur Rala rekið tilraunastöðvarnar síðan 1965. Fjárhagsvandi tilraunastöðvanna Síðan Rala tók við rekstri til- raunastöðvanna, hafa þær verið á B-hluta fjárlaga. B-hluta-fyrir- tæki eru þær stofnanir, sem hafa umtalsverðar tekjur og ætlast er til að standi mikið til undir eigin rekstri. M.a. af þessum ástæðum hefur alla tíð verið mjög erfitt að fá verulegt fjármagn til rekstrar stöðvanna. Á fjárlögum er aðeins ein heimiluð staða á hverri stöð, Byggingarvísit.: Hestur Reykhólar Möðruvellir Skriðuklaustur Sámsstaðir Samtals: þ.e. staða tilraunastjóra. Öll önn- ur laun hefur þurft að greiða af rekstrarfé. Rekstur tilraunastöðvar er meira mál en venjulegur búrekst- ur. Tilraunastarfsemin kostar bæði fé og fyrirhöfn, en þó sýnt hafi verið fram á það með rökum, hefur það aldrei verið viðurkennt með fjárveitingum. Fjárveitingar til þeirra hafa ætíð verið lágar, en á síðasta áratug hafa þær auk þess verið skertar. í töflu I hér að neðan eru sýndar heildarfjárveitingar til tilrauna- stöðvanna á árunum 1980—1983. f töflu II er sýnt hvað þær hefðu þurft að hækka til að halda raun- gildi miðað við byggingarvísitölu. Tölurnar bera með sér að raungildi fjárveitinganna hefur rýrnað stórlega. En erfiðleikarnir við rekstur stöðvanna koma ekki allir í ljós I töflunni. Fram til árs- ins 1977 var starfsfólk stöðvanna ráðið á sömu kjörum og bændur réðu vinnufólk. Frá 1977 hefur starfsfólk verið ráðið samkvæmt samningi ríkisins og Starfs- mannafélágs ríkisstofnana (SFR). Það þýðir að dagvinnutími er tal- inn frá 9—18, fimm daga vikunn- ar. Öll vinna þar framyfir er eftir- vinna. Stofnunin reyndi að komast hjá þessu, þar sem vinna I sveit er gjörólík vinnu flestra þeirra sem eru félagar I SFR. Stofnuninni var fyrirskipað að fara eftir nefndum samningum og þarf nú að greiða stórar uphæðir vegna yfirvinnu um sauðburð, slátt og haustannir, og jafnvel á ýmsum öðrum árstím- um. Sveigjanleiki í vinnutíma eft- ir aðstæðum, sem ætti að vera hagsmunamál jafnt starfsfólks sem stofnunar, er óheimill! Starfssvið tilraunastjóranna er aðallega tvenns konar. I fyrsta lagi skulu þeir annast þær tilraun- ir sem framkvæmdar eru á stöðv- unum. í öðru lagi eru þeir bústjór- ar og skulu annast búreksturinn. Þar sem ætlast er til að búrekst- urinn standi að miklu leyti undir annarri starfsemi verður tilrauna- stjórunum ekki talið það til lasts þó þeir láti stundum búreksturinn ganga fyrir. Eftir því sem harðnað hefur á dalnum hafa því tilraun- irnar setið æ meira á hakanum. Fjármagn til viðhalds og ný- bygginga hefur einnig verið mjög skorið við nögl á liðnum árum. Á sumum stöðvanna horfir nú til hreinna vandræða, því byggingar og vélakostur hafa ekki verið 1980 1981 L2&2 12S2 739 1140 2076 418 630 972 1771 203 306 472 680 515 777 1198 2182 424 639 986 1796 255 385 593 1080 1815 2737 4221 7689 endurnýjuð, eða hlotið það viðhald sem nauðsynlegt er. Yfirstjórn þessara mála hefur verið þessi þróun Ljós lengi. Mjög miklum tíma hefur verið varið í að reyna að finna lausn á vandanum. Fyrir nokkrum árum skipaði land- búnaðarráðherra nefnd til að kanna rekstrargrundvöll tilrauna- stöðvanna. Sú nefnd lagði m.a. til að búskap yrði hætt á Reykhólum. Til þess að fleyta tilraunastöðv- unum áfram hefur vandi þeirra á Iiðnum árum verið leystur til bráðabirgða með aukafjárveiting- um i lok ársins. Þetta hafa verið skammtímabjörgunaraðgerðir sem ekki hafa tekið mið af lausn vandans til frambúðar. Sam- kvæmt yfirlýsingum fjármála- ráðherra verður ekki um auka- fjárveitingar að ræða á þessu ári. Hvað er til ráða? Eins og að framan greinir, hef- ur miklum tíma verið varið í að reyna að finna leiðir til lausnar fjárhagsvanda tilraunastöðvanna. Fyrir nokkrum árum kom sú hugmynd fram, að samtök bænda tækju einhvern þátt í rekstri þeirra. Þessi hugmynd varð kveikjan að því að viðræður voru teknar upp á árinu 1982 við Rækt- unarfélag Norðurlands um rekst- ur Tilraunastöðvarinnar á Möðru- völlum. Þessar viðræður leiddu til þess, að í árslok 1982 var gerður samningur milli Ræktunarfélags Norðurlands og Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins um rekstur stöðvarinnar. Samkvæmt samn- ingnum sér Ræktunarfélagið um búreksturinn. Á Möðruvöllum var hafin bygg- ing tilraunafjóss árið 1976. Þegar samningurinn var gerður var fjós- ið fokhelt en bygging hlöðu ekki hafin. Á sl. ári tókst að gera hlöð- una fokhelda og standa vonir til að unnt verði að taka fjósið í notk- un haustið 1984. Á síðustu fjárlög- um fékkst fjárveiting til áfram- haldandi framkvæmda við fjósið. Sú reynsla sem fengist hefur af þessu samstarfi lofar góðu um framhaldið. Hvort búnaðarsam- bönd í öðrum landshlutum hafa möguleika til þess að taka þátt í rekstri tilraunastöðvanna er enn óljóst, en mikið gæti unnist ef unnt væri að taka upp samvinnu við fleiri búnaðarsambönd um rekstur tilraunastöðva. Vandinn ve\ Þegar kom fram á sumar 1983 var ljóst, að fjárhagsvandi stöðv- anna var meiri en oftast áður. í lok júlímánaðar var farið fram á aukafjárveitingu að upphæð 1,3 millj. kr. Þessi beiðni var ítrekuð í byrjun september. Beiðninni var hafnað af fjármálaráðuneytinu og enn var henni hafnað í lok ársins, þó sýnt væri að halli stöðvanna yrði yfir 2 millj. króna. Eftir synjun fjármálaráðuneyt- isins I september var ljóst, að grípa þyrfti til róttækra aðgerða til að koma í veg fyrir gjaldþrot tilraunastöðvanna. Ferð að Reykhólum Þátt í Reykhólaferð tóku, auk stjórnar Rala, Bjarni Guðmunds- son, aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra, og Hjörtur Björnsson, forstjóri Skrifstofu rannsókna- stofnana atvinnuveganna. Á Reykhólum sagði Ingi Garðar Sigurðsson tilraunastjóri frá Gunnar Ólafsson starfsemi stöðvarinnar og for- stjóri Rala gerði grein fyrir fjár- hagsvanda stöðvanna. I umræðum kom fram, að jarð- ræktartilraunum hefur fækkað mjög á Reykhólum á undanförn- um árum. Að sögn tilraunastjór- ans liggja ýmsar ástæður til þess: mannekla og tímaskortur vegna búskapar, en einnig hefur veðrátt- an átt sinn þátt í fækkun tilrauna. T.d. benti hann á að erfitt hefði verið að sinna dreifðum tilraunum á Vestfjörðum vegna samgöngu- erfiðleika og sumar tilraunir höfðu misfarist vegna þess að fræ spíraði ekki. Tilraunastjóri gerði einnig grein fyrir fjárbúinu. Þar eru rúmlega 300 kindur af hvítum stofni sem Stefán Aðalsteinsson hefur unnið að kynbótum á á síð- ustu 20 árum. Stofninn er talinn mjög verðmætur, sérstaklega hvað ullar- og skinnagæði snertir, en einnig varðandi frjósemi og afurð- ir eftir á. í umræðum var upplýst, að halli tilraunastöðvarinnar vegna bú- rekstrar var á árinu 1982 rúmar 300 þúsund krónur. Ýmsar leiðir til úrbóta voru ræddar. M.a. hvort hugsanlegt væri að leigja búið. í hnotskurn eru málefni Reyk- hóla: Jarðræktartilraunir hafa dregist saman. Búskapur er rekinn með halla. Verðmætur fjárstofn er á staðnum. Jardræktartilraunir Á sl. sumri barst Rannsókna- stofnun landbúnaðarins tillaga sem samþykkt var á aðalfundi Búnaðarsambands Vestfjarða I byrjun júlí. í tillögunni er því beint til alþingismanna Vest- fjarða og landbúnaðarráðherra, „að þeir efli Tilraunastöðina á Reykhólum, svo hún fái betur og meira en nú er sinnt þeirri til- raunastarfsemí sem þar er rekin, cinkum hvað varðar grasræktartil- raunir, svo að betur fáist séð hvaða grasstofnar henta vestfirskum bændum best til túnræktar.“ (Let- urbreyting G.Ól.) Um svipað leyti beindi stjórn Búnaðarsambands Austurlands því til stofnunarinnar, að jarð- ræktartilraunir á Austurlandi yrðu efldar, sérstaklega í harð- býlli sveitum. Af framangreindu má ljóst vera, að mikill áhugi er fyrir efl- ingu jarðræktartilrauna viða um land. Akvörðun stjórnar Rala Á fundum stjórnar Rala bæði 30. sept. og 25. okt. voru málefni tilraunastöðvanna enn til um- ræðu. Það var svo á fundi hinn 8. des., þar sem einnig voru mættir þeir Bjarni Guðmundsson, Hjört- ur Björnsson og Ingi Garðar Sig- urðsson, að gerð var sú bókun sem um getur í upphafi þessarar grein- ar, þ.e. að tilraunastöðin hætti rekstri sauðfjárbúsins. Viðbrögð við ákvörðun stjórnar Hér verða ekki rakin þau blaða- skrif eða önnur viðbrögð sem ákvörðun stjórnar Rala leiddi af sér. Þó verður hér birt bréf sem Tafla I. Kíkisframlög til tilraunastöðvanna (þús. kr.). 1980 1981 1982 1983 Hestur 418 464 828 1090 Reykhólar 203 433 413 590 Möðruvellir 515 991 1342 1777 Skriðuklaustur 424 582 729 928 Sámsstaðir 255 448 435 611 Samtals: 1815 2918 3747 4996 Tafla II. Kíkisframlög til tilraunastöðvanna 1980 og hvað þau hefðu þurft að vera síðar miðað við byggingarvísitölu í júní hvers árs (þús. kr.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.