Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 37 ná fram sem hagstæðustum skára. Mikilvægt er að hafa ætíð sem styzta línu úti eftir aðstæðum. Því lengri lína sem er úti því erfiðara er að hemja gáruna og framsetn- inguna alla. Þetta er ekki síður mikilvægt í votfluguveiði. Sjálft kasthornið þarf að velja mjög vandlega. Þegar kastað er þvert getur verið erfitt að ná upp gár- unni og á sama tíma kann að þurfa að rétta af línuna með tilliti til straumrennslis í ánni. Hraðinn á gáruhnútnum í þverkasti er að öðru jöfnu hægur. Með afréttara eða stangarsveiflu andstreymis má laga línuna og auka þannig hraðann — eða hreinlega að minnka sjálft kasthornið og jafn- vel stytta kastið. Þannig er hægt að auka eða minnka hraðann og stjórna honum að vild. Ef straumhraðinn er ekki of mikill fyrir laxinn á hann heldur ekki að vera of mikill fyrir veiði- manninn að hafa stjórn á línunni. Mörgum góðum veiðimanni er hætt á að ofgera afréttinguna til að passa sem allra mest upp á að laxinn sjái fluguna örugglega á undan línunni. I staðinn tapa þeir möguleikanum á hægfara rennsli og þegar upp er staðið fleiri löxum en ella. Hinn stóri leyndardómur er nefnilega sá að hæfilegur bugur á línunni tuflar ótrúlega lítið en seiðmögnuð sveifla í hæfilegan fleigbjúg er oftast ómótstæðileg fyrir kynngimagnaða fiska. Flest- ar bækur sem skrifaðar hafa verið um fluguköst og veiði í heiminum hafa því miður lagt ofurkapp á fallegt afrétt rennsli flugunnar en hafa ekki komið auga á þessa skæðu sveiflu sem hinn stóri gald- ur byggir á og ekki síður í vot- fluguveiði. Waddington-aðferðin tæpir á þessari sveiflu, einnig flotlínuaðferð A.H.E. Wood, og nú seinast glerálstökk eða hristingur Joseph P. Huberts. Allir eru þeir þó að fjalla um votfluguna og sveiflufleygbjúg þyrfti að gera betri skil. Kastað á dýpið Góð regla er að standa þannig að veiðistað að kastað er á dýpið og flugan dregin upp að grynning- unum. Þessu verður ekki alltaf við komið og verður veiðimaðurinn oft að velja á milli ýmissa atriða, færa sér sum í nyt en fórna öðr- um. Hver veiðiá hefur sínar sér- stöku aðstæður og er nauðsynlegt að meta hvern veiðistað með tilliti til tímasetningar og framan- greindra atriða. Stundum kemur það fyrir í lok rennslis að flugan hægir verulega á sér. Hún er kannski komin í lygnu ekki langt frá bakkanum fyrir neðan veiðimanninn. Hér eru á tíðum viðkvæm augnablik. Lax- inn er kannski kominn á hreyf- ingu á eftir flugunni. Ef gáru- hnúturinn nú hverfur vegna ónógs hraða og flugan sekkur undir yfir- borðið missir öll athöfnin gildi sitt og laxinn viljann og snýr við — hættir við tökuna. Á þessum augnablikum er nauðsynlegt að verja viðkvæm hár hennar. Teikn- ing: Ástmar Ólafsson. rétta af línuna meðstreymis og fá út nýtt kasthorn og lengja þannig athöfnina upp í harða land. Þegar egnt er með gáruhnút á laxinn það til að rísa all langt á eftir flugunni eða á misvísa stefnu við skarann sjálfan. Þegar þetta kemur fyrir er yfirleitt um að kenna röngum hraða. Hraðinn er oftast of mikill. Stundum er þó öðrum framsetningaratriðum ábótavant. Hraði flugunnar og kasthornið eru afgerandi atriði þegar veitt er á gáruhnút. Oft á tíðum þarf rennslið að vera þann- ig að það endar beint fyrir ofan og framan laxinn svo að hann þurfi aðeins að lyfta sér augnablik til að grípa fluguna. Gamlir luralegir laxar eru oft á tíðum blóðlatir og hreinlega nenna ekki að elta flug- una langt. Því er alltaf nauðsyn- legt að koma sér ætíð fyrir í beztri vígaðstöðu þó það kosti nokkuð vað. Votfluga og gáruhnút- ur vinna vel saman Þegar aðstæður haga því þannig að laxinn taki fluguna seint, — í eins konar dauðastöðu, eru yfir- burðir votflugunnar miklir. Auð- veldara er að halda votflugunni kyrri en oft mjög erfitt með gáru- hnútinn. Ekki má gleyma að þess- ar tvær veiðiaðferðir vinna vel saman og reistur lax með annarri aðferðinni er á tíðum tekinn með hinni. Báðar aðferðir þurfa að byggja upp skemmtilega atburða- rás til að flugan verði spennandi fyrir laxinn. Portland-bragðið eða gáruhnút- inn má veiða á flestar flugur. Auð- veldara er að hemja einkrækjur en tvíkrækjur. Nú er hægt að fá svo- kallaða „Partridge Double Wil- son“ tvíkróka, sem eru með sér- staklega löngum legg úr fínu járni. Þessi járn eru talsvert veik- ari en venjubundin og gætu verið varhugaverð í erfiðum ám með slýrennsli. Þau eru hins vegar mjög heppileg fyrir gáruhnútinn og sameina marga kosti við ein- krækjuna. Hestahnúturinn eða bragðið geta farið mjög illa með fluguna og ætti alls ekki að nota fallegar fjaðraflugur. Þá er hægt að hnýta fluguna með löngum háls til að hlífa klæð- um hennar. Af flugutegundum er yfrið nóg að hafa tvær eða þrjár tegundir til skiptanna. Meira at- riði er að leggja áherslu á mis- munandi stærðir og hafa þær mis- munandi klæddar. Léttur klæðn- aður er þá yfirleitt betri og stærð- ir geta verið allt frá >/o niður í 10 eða 12 í vatnsminni ám. Höfundur flotlínuaðferðarinnar (A.H.E. Wood, greased Iine met- hod of fishing) fyrr á öldinni not- aði aðeins tvær flugur. Einn þekktasti silungsveiðimaður Bandaríkjanna í dag, Ed Van Put, notar aðeins 3 mismunandi flugur en silungsveiðitæknin þar í landi er mjög háþróuð. Dökk fluga er alltaf góð og önnur mikið silfurlit- uð til skiptanna þegar vekja þarf mikla athygli á örskömmum tíma, kanski á meðan flugan fer yfir litla gjótu í ánni. Fluguteórían í votfluguveiði er þó flóknari en í gáruverkum. Val á flugum Algild regla hjá veiðimönnum er að skipta niður í flugustærðum þegar lax rís án þess að taka. Hér er mikill misskilningur á ferðinni, en miklu áhrifaríkara er að stækka fluguna. Sérstaklega þeg- ar veitt er á gáruhnútinn. Undan- tekning er þegar lax rís á eftir mjög stórum flugum nr. 2 eða stærri, en þá getur verið betra að skipta niður og þá helzt um tvö númer. Þegar skipt er um stærðir í gáruveiði þarf oftast að fá fram afgerandi breytingar, þ.e. meir en í votfluguveiði. Þá má gjarnan koma fram að laxveiðimenn nota yfir höfuð of litlar flugur og væru fengsælli með stærri gerðir. Hámark ánægjunnar við gáru- hnútinn er sjálf takan. Laxinn skoðar oftast gáruna mjög vel og nákvæmlega og í flestum tilfellum er viðbragðsskyn hans hárná- kvæmt þannig að hann reiknar nákvæmlega út skara gárans og rís á undan flugunni og gleypir hana eins og silungur í mýkveikju. Laxinn getur líka tekið fluguna með venjulegu kollhnísstökki eða hröðum hliðarspretti. Tilkomu- mest er þó takan þegar hann lyftir sér upp úr vatninu og tekur flug- una á leiðinni niður. Þegar glímt er við lax, og veiði- maðurinn hefur öll þessi atriði að fást við, kemst hann í mjög náið samband við náttúruna. Hann gleymir öllu veraldlegu striti og veiðiathöfnin verður eins og sam- setning á flókinni leiksýningu og veðrið spilar undir. Veiðimaður- inn verður eins og listmálari að túlka sálræna list af innlifun. Báðir eru þeir í baráttu við um- hverfið og eru sífellt að setja fram nýjar hugmyndir, ný viðhorf og endurnýja eldri túlkanir á við- fangsefnum sínum. Mikil gróska ríkir á veiðitækjamarkaðinum og skapar grundvöll fyrir nýjum og nýjum stílum. Framúrstefna í listgrein Ef laxveiðin er listgrein er gáru- hnúturinn ein af framúrstefnun- um. Lítum á sjálft lokaatriðið, sjálfa tökuna, sem er svo mörgum veiðimanninum erfið. Flestir veiðimenn gera þá vitleysu að bregða við fiskinum líkt og tíðkast á silungsveiðum eða þegar veitt er á þurrflugu. Reglan með gáru- hnútinn er hins vegar sú að halda aftur af sér og taka alls ekki í fyrr en fiskurinn er sjálfur farinn að toga í línuna. Mistökin að taka of fljótt á móti er annars mjög al- geng hjá mörgum veiðimönnum sem veiða lax á votflugu. í smærri ám og þegar fiskar eru smáir hef- ur það oft lítið að segja þó fiskur sé tæpt tekinn. í stærri ám og með stóra fiska er hins vegar mikil- vægt að lax sé vel tekinn og krók- urinn vel aftur í kjaftviki hans. Sama gildir þegar slýrennsli er mikið eða aðrar svipaðar hættur. Orri Vigfússon er forstjóri Glits hf. og þekktur laxveidimaður. Kastað fyrir lax. Teikning: Sigurður Gunnlaugsson. Bridge Arnór Ragnarsson Betra er seint en aldrei Illilega var þrengt að bridge- þættinum í helgarblöðunum og urðu nokkrar fréttir útundan og kannski þær sem sízt skyidi — en betra er seint en aldrei. Val á landsliði á Ólympíumót 1984 í landsliðsnefnd BSÍ eiga sæti árið 1984: Jakob R. Möller, for- maður, Björn Theodórsson, Gylfi Baldursson og Stefán J. Guð- johnsen. Meginverkefni nefndar- innar er að velja þau landslið, sem stjórn BSl felur nefndinni að velja, auk þess að fylgjast með undirbúningi áður en end- anlegt val fer fram. Þegar hefur verið ákveðið að senda íandslið á Ólympíumót í sveitakeppni, sem haldið verður í Seattle í Banda- ríkjunum í lok október og byrjun nóvember 1984. Val landsliðs til Settle mun fara fram í þremur áföngum: 1. Butler-keppni allt að 16 para helgina 11,—13. maí 1984. 2. Keppni 6—8 para, sem efst eru samkvæmt 1. lið um mán- aðamót ágúst-september 1984. 3. Reglubundnar æfingar yfir sumarmánuðina fyrir 6—8 para hópinn. Settar verða reglur um lágmarksæfinga- sókn. Pörum, sem ekki ná lág- markinu, kann að verða vikið úr hópnum, séu skýringar ekki fullnægjandi. Að lokinni keppni samkvæmt 2. lið verður Iandsliðið valið úr 6—8 para hópnum, þó þannig að efsta parið í seinni keppninni er sjálfkrafa valið. Að öðru leyti verður valið eftir frammistöðu i seinni keppninni og með hliðsjón af fyrri frammistöðu. Fyrirliði verður skipaður af stjórn BSl að höfðu samráði við landsliðsnefnd og landsliðið, nema hann verði skipaður áður, en þá verður val hans rætt við 6—8 para hópinn. Rétt er að fram komi, að landsliðsnefnd hefur það á valdi sínu, hvort pörin, sem áfram fara eftir keppni samkvæmt 1. lið, verða 6 eða 8. Við þá ákvörð- un verður einkum höfð hliðsjón af því, hvort í 7. og 8. sæti eru pör, sem áður hafa sýnt, að þau eigi fullt erindi í landslið. Þeir spilarar, sem hug hafa á að taka þátt í Butler-keppninni 11.—13. maí, eru beðnir að til- kynna það til skrifstofu BSÍ eigi síðar en 24. apríl fyrir kl. 17.00. Islandsmót kvenna og unglinga í sveitakeppni Mótin fara fram samhliða á Hótel Hofi 17. og 18. mars. Spil- uð verða ca. 100 spil, á laugar- dag, laugardagskvöld og sunnu- dag. Spilamennskan á laugardag hefst kl. 13.00 og er áætlað að mótunum ljúki um kl. 18.00 á sunnudag. Keppnin fer þannig fram að allir spila við alla og verður spilafjöldi í leik ákvarðaður þeg- ar fjöldi sveita liggur fyrir. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist til Jóns Baldurssonar fyrir kl. 17.00, fimmtudaginn 15. mars. Þátttökugjald er kr. 1200,- á sveit. Bridgefélag kvenna Mánudaginn 5. marz var spilaður eins kvölds 16 para tvímenningur. Þrjú efstu pör voru: Júlíana Isebarn — Margrét Margeirsdóttir 265 Una Thorarensen — Nína Hjaltadóttir 258 Anna Lúðvíksdóttir — Lilja Petersen 241 Bridgefélag Reykjavíkur Aðaltvímenningskeppni Bridgefélags Reykjavíkur lauk sl. miðvikudag með yfirburða- sigri Sigurðar Sverrissonar og Vals Sigurðssonar, en þeir tóku forustu um miðbik mótsins og héldu henni til loka. Baráttan um næstu sæti var mjög hörð, en Runólfur og Aðalsteinn náðu að vera einu stigi á undan Ásgeiri og Guðbrandi. Efstu pör á mót- inu urðu þessi: Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 600 Aðalsteinn Jörgensen — Runólfur Pálsson 431 Ásgeir Ásbjörnsson — Guðbrandur Sigurbergsson430 Jón Ásbjörnsson — Símon Símonarson 409 Guðmundur Pétursson — Sigtryggur Sigurðsson 407 Jón Páll Sigurjónsson — Sigfús Örn Árnason 321 Valgarð Blöndal — Þórir Sigursteinsson 293 Guðmundur Páll Arnarson — Þórarinn Sigþórsson 261 Júlíus Snorrason — Sigurður Sigurjónsson 233 Hörður Blöndal — Jón Baldursson 187 I næstu viku verður ekki spil- að hjá félaginu, en Board-a- Match-sveitakeppni hefst þriðjudaginn 20. mars og verður haldið áfram miðvikudaginn 21. mars. Keppnin stendur í fjögur kvöld. Keppt er um Stefánsbik- arinn, sem Valur Fannar gaf. Núverandi handhafi bikarsins er sveit Jóns Hjaltasonar. Vænt- anlegir þátttakendur eru minnt- ir á að skrá sig sem fyrst hjá formanni í síma 72876 eða öðrum stjórnarmanni. Bridgefélag Breiðholts Þriðjudaginn 6. mars var fram haldið Butler-tvímenningi. Eftir sex umferðir er röð efstu para þessi: A-Riðill: Þorvaldur Valdimarsson — Jósef Sigurðsson 77 Ingi Már — Þórður 67 Gísli Tryggvason — Heimir Tryggvason 65 B-Riðill: Rafn Kristjánsson — Þorsteinn Kristjánsson 83 Tómas Baldvinsson — Guðmundur Sigurbjörnsson 74 Helgi Skúlason — Kjartan Kristófersson 66 ... Næst verður eins kvölds tvímenningur en síðan hefst barometer. Skráning er hafin hjá Baldri í síma 78055. Spilað er í Gerðubergi. Keppnis- stjóri er Hermann Lárusson. Bridgedeild Barð- strendingafélagsins Firmakeppni Bridgedeildar Barðstrendingafélagsins lauk mánudaginn 5. febrúar. Sigur- vegari varð Múrarafélag Reykja- víkur. Fyrir þess hönd spiluðu Sigurbjörn Ármannsson og Ragnar Þorsteinsson. Bridge- deild Barðstrendingafélagsins vill þakka öllum þeim fyrirtækj- um sem styrktu keppni þessa. Fyrirtæki sem tóku þátt í keppn- inni voru: Múrarafélag Reykja- víkur, Apótek Vesturbæjar, Trésmiðja Reykjavíkurborgar, B.M. Vallá, Nathan & Olsen, Pét- ur O. Nikulásson, Bifreiða- kennsla Hannesar, Múrara- meistarafélag Reykjavíkur, Osta- og smjörsalan, ístex hf., Faxi hf., Bifreiðabyggingar hf., Seglagerðin Ægir, Björn og Halldór, Smurstöðin Hafnar- stræti 23, Vatnsveitan í Reykja- vík, Húsgagnaverslunin Skeifan, Nonni hf., Vatnsvirkinn hf., Slippfélagið í Reykjavík, Viðar og Þórarinn, ístak hf„ Fyri hf„ Nesskip hf„ J. Þorláksson & Normann, Blikk & Stál, Gler- skálinn í Kópavogi, Gestur hf„ Bílaborg hf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.