Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 35 BÚNAÐARMNG: Minnkandi eftir- 9 spurn eftir störfum héraðsráðunauta Veitt verði stofnfram- lög til nýrra loðdýrabúa Á BÚNAÐARNNGI var samþykkt ályktun þar scm því er beint til land- búnadarráðhcrra að hann beiti sér fyrir því við cndurskoðun jarðrækt- arlaga og búfjárræktarlaga, að at- hugað verði með hvaða hætti væri árangursríkasl að styðja íslenska loðdýrarækt, svo að hún verði sam- keppnisfær við loðdýrabúskap er- lendis. í ályktuninni er þess einnig óskað að verulegur hluti þess fjár sem rennur í Framleiðnisjóð land- búnaðarins á meðan skerðingar- ákvæði jarðræktarlaga gilda, verði notaður til stofnframlaga við loðdýrarækt í landinu, við stofnun loðdýrabúa, enda verði skilyrði fyrir styrkveitingu, að dregið verði úr framleiðslu á sauðfjár- eða nautgripaafurðum að sama skapi. í greinargerð segir m.a.: „Verulegir söluerfiðleikar eru á íslenskum landbúnaðaraf- urðum, einkum á afurðum sauð- fjár og ekki horfur á jákvæðum breytingum í þeim efnum. Því virðist einsýnt að treysta verði á nýjar búgreinar, ef ekki á að verða veruleg byggðaröskun. Flestir munu sammáia um að loðdýra- ræktin sé líklegust eins og nú er til að geta komið að hluta í stað- inn fyrir hefðbundnar búgreinar okkar. Hinsvegar á loðdýraræktin að sjálfsögðu við margvísleg vandamál að stríða og nægir að benda á að byggingar yfir loðdýr eru mun dýrari hér á landi en í okkar samkeppnislöndum." Búnaðarþing samþykk- ir heimaaflastefnuna Á búnaöarþingi var rætt um leiðbeiningaþjónustuna og þau vandamál sem skap- ast hafa vegna minnkandi eftirspurnar eftir störfum héraösráðunauta. í ályktun um þetta efni segir m.a.: „Sú staðreynd blasir nú við, að eftirspurn eftir störfum héraðsráðunauta er orðin lítil, og er nú svo komið, að ekki fást ráðunautar til starfa hjá bún- aðarsamböndum, þótt auglýst sé. Jafnframt fer minnkandi aðsókn að búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri, en þaðan hafa komið margir þeir, sem nú eru í starfi héraðsráðu- nauta. Búnaðarþing telur þessa þróun mjög alvarlega og við henni verði að bregðast á raunhæfan hátt, en hins vegar er ekki ljóst á þessu stigi máls- * Orökstuddur áróður gegn landbúnaði fordæmdur Á Búnaöarþingi var sam- þykkt tillaga formanna allra starfsnefnda Búnaöarþings þar sem „órökstuddur áróö- ur“ gegn íslenskum landbún- aöi er harðlega fordæmdur. Ályktunin er þannig: „Búnað- arþing þakkar alla jákvæða um- ræðu um íslenskan landbúnað, en fordæmir þann óverðskuldaða og órökstudda áróður, sem hafð- ur hefur verið uppi á undanförn- um misserum og árum í sumum fjölmiðlum gegn grundvallarat- vinnuvegum þjóðarinnar, eink- um landbúnaði og sjávarútvegi. Búnaðarþing varar við áhrifum af slíkum rógi, sem einkennir blaðaskrif ákveðinna aðila, sem virðist m.a. vera aðferð þeirra til að selja vöru sína. Þessi áróður eykur tortryggni og elur á úlfúð milli stétta og landshluta. Því fjölþættara, sem þjóðfé- lagið verður og fleiri stunda þjónustu- og milliliðastörf, því meira ríður á, að gagnkvæmur skilningur ríki milli þjóðfé- lagshópa. Þá varðar það mestu að fólk missi ekki sjónar á því, hver er grundvöllur fyrir tilveru þjóðarinnar í landinu." ins, hvaða leiðir eru árangurs- ríkastar til að snúa þróuninni við í þessu efni.“ Samþykkti þingið að beina því til stjórnar Búnaðarfélags íslands að hún beiti sér fyrir að laun héraðsráðunauta hækki; samstarfi búnaðarsambanda um leiðbeiningaþjónustu og leiti samstarfs við ráðunauta félagsins, skólastjóra bænda- skólanna og stjórnir viðkom- andi búnaðarsambanda um frekari ráð til lausnar þessa vandamáls. Þá bendir þingið á atriði sem komið gætu til greina sem bráðabirgðalausn: ráðunautar Búnaðarfélags ís- lands kæmu meira til starfa á vegum búnaðarsambandanna; leitað verði til kennara bænda- skólanna og starfsmanna til- raunastöðvanna í því skyni að þeir ynnu að leiðbeiningaþjón- ustu meðal bænda og að létt yrði af ráðunautum ýmsum opinberum stjórnsýslustörfum og öðrum einfaldari störfum, en til þeirra starfa ráðnir traustir menn með búfræði- menntun. í ályktuninni er einnig vikið að rýrnandi tekj- um búnaðarsambandanna sem orðið hefur til að þau standa ekki lengur undir starfsemi við leiðbeiningaþjónustuna að því marki sem þau áður gerðu. BÚNAÐARÞING samþykkti ályktun um heimaöflun í landbúnaöi. Vmsir búnaöarþingsfulltrúar töldu að hér væri á fcrðinni eitt mikilsverðasta mál þingsins. Ályktunin er þannig: „Búnaðarþing hefur fjallað um á breiðum grundvelli erindi um æski- lega aukningu heimaöflunar i ís- lenskum landbúnaði. Nú, þegar framleiðslutakmarkanir hafa verið settar á helstu afurðir landbúnað- arins, er mikilvægt fyrir afkomu búanna að auka heimafengið fóður og bæta gæði þess og verkun. Jafn- framt því er brýnt mál að leita allra leiða til þess að draga úr rekstrar- kostnaði og um leið nytja öll þau hlunnindi sem hver bújörð hefur möguleika á að hagnýta. Til þess að hraða þróun að æskilegu markmiði í þessu máli vill Búnaðarþing 1984 beina því til stjórnar Búnaðarfélags Islands, Framleiðsluráðs landbún- aðarins og búnaðarsambandanna að skipuleggja og koma í fram- kvæmd eftirfarandi aðgerðum: 1. Koma á sem fyrst viðskipta- bókhaldi fyrir bændur, sem tengt yrði tölvuþjónustu, svo að þeir geti með stuttum fyrirvara metið stöðu einstakra búgreina og á þann hátt komið á nauðsynlegum breytingum, þegar þurfa þykir. 2. Gera átak til að bæta aðstöðu til fóðurverkunar, fyrst og fremst með könnun á afköstum súgþurrk- unartækja og gerð áætlunar um hagkvæmar breytingar. Jafnframt verði gerð áætlun um endurbót á aðstöðu til votheysgerðar, þar sem hún er ófullkomin. 3. Gera áætlun um endurnýjun og stækkun túna þar sem það er talið nauðsynlegt, og þær umbætur verði tímasettar. Með auknum heyfeng skapast grundvöllur að heykögglagerð, en það mun gera mögulegt að draga verulega úr kjarnfóðurgjöf. 4. Koma á hagfræðileiðbeining- um í vaxandi mæli og leitast við að aðstoða bændur, svo sem kostur er á, við að minnka rekstrarkostnað búanna og lækka framleiðslukostn- að búsafurða. 5. Hagnýta náttúruauðæfi, þar sem þau er að finna og hagkvæmt þykir, svo sem jarðhita til upphit- unar, rekavið til mannvirkjagerðar og upphitunar, veiði á laxi og sil- ungi í ám og vötnum, selveiði, hrognkelsaveiði, æðarrækt og fleira þar, sem þess er kostur, skógarnytj- ar, og fleira mætti nefna. 6. Aðstaða við að koma á sem fjölbreyttastri matjurtarækt á sveitabýlum bæði í skjólgóðum görðum, plasthúsum eða upphituð- um gróðurhúsum. 7. Vinna áfram að því að rækta búfjár- og grasstofna með eigin- leika til að skila miklum og góðum afurðum eftir einstakling eða pr. flatareiningu." xi $ f « \ u» ri 4 .riip Stöðvaður verði inn- flutningur á fóðurblönd- um með fúkalyfjum f ÁLYKTUN frá Búnaðarþingi er skorað á landbúnaðarráðhcrra að setja hið fyrsta regkigerð við lög um eftirlit með framlciðslu á fóðurvör- um, áburði og sáðvörum og verslun með þær vörur. Knnfrcmur er skor- að á landbúnaðarráöhcrra að láta fara fram rannsókn á því hvort brögð séu að því, að fluttar séu inn til landsins fóðurblöndur, blandaðar fúkalyfjum, eða öðrum vafasömum íblöndunarefnum eins og litarefni í varpblöndur og stöðva þá slíkan inn- flutning, ef rétt reynist. í greinargerð segir að margra hluta vegna sé það brýnt að setja hið fyrsta reglugerð við lögin um fóðurverslun o.fl. árið 1978. Orð- rétt segir: „Við það verk þarf m.a. að setja afdráttarlaus ákvæði um bann við lyfjablönduðu og lita- efnablönduðu fóðri, en forstöðu- maður Fóðureftirlits ríkisins tel- ur, að nú séu fluttar til landsins fóðurblöndur fyrir svín og hænsni, sem blandaðar séu fúkalyfjum." Frakkar sparsamir á sápu og tannbursta París, 12. mars. Al*. EF TEKIÐ er mið af íbúafjölda nota Frakkar minna af sápu en nágrannar þeirra, ítalir, Þjóðverj- ar og Bretar. Aðeins 40'* Frakka nota svitalyktareyði og aðeins einn af hverjum þremur á tann- bursta. Þetta kemur fram í könn- un sem fyrirtæki sem framleiða ilmvötn létu gera. Vísitölu-Frakki notar 640 grömm af sápu á ári, en vísi- tölumenn á ftalíu nota 800 grömm, á Bretlandi 900 grömm og í Vestur-Þýskalandi eitt og hálft kíló. Af þeim 40% Frakka sem nota svitalyktareyði er aðeins fimmtungur karlmenn. Til sam- anburðar má geta þess að 90%. Bandaríkjamanna nota svita- lyktareyði. Þeir sem könnunina gerðu segja að skýringin á hirðuleysi margra Frakka um hreinlæti sé þekkingarleysi fremur en að þeir hafi ekki efni á þvi að verða sér úti um hreinlætisvörur. Enn fremur segja þeir að Frakkar hneigist til að vera kærulausir um útlit sitt og subbuskapur sé stundum leið til að láta í Ijós óánægju með þjóðfélagið. Fenner Reimar og reimskífur Fenner Ástengi Vald Poulsen Suðurlandsbraut 10, sími 86499.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.