Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MARZ 1984 Mikið lægðarsvæði yfir USA: Mannskæðir vetrarkuldar New York, 13. mars. AP. MIKIÐ lægöarsvæöi gekk yfir Bandaríkin síðasta sólarhringinn með snjókomu og frosti víöast hvar. Mikið tjón varö sums staðar og dauðsfóll urðu rekja mátti til slæmr- ar færðar á akbrautum. í Missouri létu fjórir lífið í um- ferðaróhöppum, sem urðu vegna mikillar hálku. Einn lést í sams konar slysi í Virginiu. Mest varð tjónið í smábæ í Texas, þar sem eignatjónið nam milljónum doll- ara, þök fuku af húsum, rúður brotnuðu og staurar fuku um koll, auk þess sem síma- og rafmagns- línur slitnuðu og bílar skemmdust af ýmsum sökum í óveðrinu. Sums staðar snjóaði, en annars staðar rigndi, svo sem í Miami, þar sem 5 sentimetrar af regni féllu úr háloftunum. í Fort Laud- erdale myndaðist hvirfilbylur, sem reif tré upp með rótum, mölv- aði rúður og svipti þökum með sér án teljandi fyrirhafnar. Manntjón varð þó ekki og þótti það með af- brigðum vel sloppið. Ekki allir jafn sannfærðir um tilvist kafbáts Stokkbólmi, 13. mars. Frá Olle Ekstrðm, fréttaritara Mbl. LENNART Ljung, hershöfðingi, hins vegar sagði í dag, að hann ítrekaði að það væru hvorki sjófuglar né fiskitorfur sem sjóherinn hefur verið að eltast við í skerjagarðinum nærri Karls- krona, heidur óþekktur kafbátur, fyrir því heföu Svíar trúlegar vís- bendingar og myndi leitinni ekki verða hætt þó ekki hefði orðið vart við bátinn síðustu daga. „Ekkert bendir til að hann sé sloppinn,“ sagði Ljung. En Ljung gat þess einnig að þetta væri sín skoðun og sam- starfsmanna sinna. Þeir hafa lagt fyrir ríkisstjórnina skýrslu sem kölluð hefur verið „sönnunar- gögn“, en í ljós hefur komið að Olof Palme forsætisráðherra og Anders Thunborg varnarmálaráð- herra eru ekki eins trúaðir. Um þetta segir Ljung: „Við höfum aldrei sagt að hér sé um óyggjandi sönnunargögn að ræða. Þetta er samansafn af yfir- gnæfandi líkum, það sem sjóher- inn hefur orðið var við á þessum slóðum getur að mínu viti ekki verið annað en kafbátur." Stuttu pilsin í tísku á ný Verið er að kynna haust- og vetrartískuna hjá helstu tískufrömuðum Evrópu um þessar mundir og ef marka má myndina af þessum fallegu stúlkum virðist stutt- pilsnatískan vera að hefja innreið sína að nýju. Fundur landbúnaöarráðherra EBE: Ákveðið að draga úr offramleiðslu mjólkur .......i 10 tu Heimsins elsti hundur nú dauður Sydney, Ástralíu. 13. mars. AP. HEIMSINS elsti hundur, sem vit- að var um, drapst í Sydney í Ástr- alíu í dag, 32 ára að aldri. Er það geysihár aldur, samsvarandi mannsaldur er 224 ár. Þetta var tíkin „t'hilla" og eigandi hennar, David Gordon, sagði að við þessu hefði hann búist í þó nokkur ár. „Reyndar furðulegt hvað dýrið tórði lengi. Auðvitað sakna ég hennar, en það er svo langt síðan hún var orðin fjörgömul að ég hef byggt mig upp fyrir áfallið," sagði Gordon. Chilla var blendingur af svörtum Labrador og áströlsk- um fjárhundi, og fæddist 1. mars 1952. Gordon var þá 10 ára gamall og fékk hann dýrið að gjöf eftir að hafa veikst af löm- unarveiki. Chilla var á mjög rót- grónu fæði og telja ýmsir að það kunni að vera ein af orsökunum fyrir því að dýrið náði hinum háa aldri. Fæðið var soðinn grænmetisúrgangur, kartöflu- hýði, kálendar, eggjaskurn og fleira í sama dúr. Einu sinni í viku fékk tíkin tilbúinn hunda- mat til að krydda tilveruna. Þó dýrið hafi verið fjörgamalt, var það ekki fyrr en á síðasta ári, að það fór að sýna hrumleika. Það missti heyrnina, gránaði og missti hárið. Brussel, 13. mars. AP. Á FUNDI landbúnaöarráðherra landa Efnahagsbandalags Evrópu í dag var ályktað að draga þyrfti úr mjólkurframleiðslu landanna til að stemma stigu við offramleiðslu. Þá voru gerð samningsdrög um niður- fellingu hins flókna kerfis tolla og niðurgreiðsla sem við lýði hefur ver- ið til að jafna bilið milli sterkra og veikra gjaldmiðla innan EBE. Þetta nær þó ekki fram að ganga nema að það verði sam- þykkt á leiðtogafundunum sem fram fara á mánudaginn og þriðjudaginn. Ekki er talið að það gangi snurðulaust fyrir sig, til dæmis sagði landbúnaðarráðherra írlands, Austin Deacy, að írar gætu ekki fellt sig við alla þætti samþykktarinnar og neyddust til að leggja fram sérkröfur vegna þess hve landbúnaður er mikil- vægur írskum efnahag. Ráðherrarnir samþykktu að takmarka mjólkurframleiðsiu við 98,8 milljón tonn árin 1984—85 og síðan í 97,8 milljón tonn á þar næsta framleiðsluári. Árið 1983 nam framleiðslan 103 milljón tonn. Áður en ráðherrafundurinn hófst nú í Brussel voru horfur á því að framleiðslan yrði 107 millj- ón tonn. Neysla í EBE-löndunum er hins vegar innan við 90 milljón tonn og því hafa þurrmjólkur- og smjörfjöll farið snarhækkandi. Ráðherrarnir minntust ekkert á hver kostnaður yrði af þessari breyttu framleiðslu og tolla- afnámi. Er óttast að Margareta • Thatcher þyki kostnaðurinn of mikill og samþykki því ekki tillög- Afganskir flóttamenn á Indlandi mótmæla heimsókn landvarnaráðherra Rússa, Dmitri Ustinovs, og krefjast brott- flutnings sovézka hernámsliðsins frá Afganistan. Bretar trúa á drauga London, 13. mars. AP. NÆR allir þeir, sem tóku þátt i nýlegri breskri könnun um hið yfirnáttúrulega, sögðust hafa séð draug einhvern tíma á ævinni. í ofanálag sögöust flestir hafa get- að séð óorðna hluti fyrir og töldu sig vera skyggna. Það var mán- aöarritið Hers, sem gerði þessa könnun á meðal lesenda sinna. Það er selt í um 100.000 eintök- um Afsakið, skakkt númer Bedfurd, New York, 13. m»rs. AP. JANE Landenberger brá ekki svo mjög er hún fékk þær upplýs- ingar frá höfuðstöðvum borgar- símans í New York að hún ætti von á svimandi háum símareikn- ingi. Það var hins vegar ekki fyrr en henni var sagt, að það þyrfti sendiferðabifreið til þess að koma reikningnum til hcnnar að henni brá í brún. Þegar reikningurinn var loks sendur var hann upp á 2.578 blaðsíður. Á þeim voru útskýrð símtöl um heim allan, sem öll höfðu verið greidd með greiðslu- korti hennar. Er málið var rannsakaö kom í ljós, að Landenberger hafði tapað greiðslukorti sínu og hafði það verið notað í tíma og ótíma af óprúttnum náungum. Yfir- menn borgarsímans í New York féllust á útskýringar hennar. Þurfti hún að endingu aðeins að greiða 47 dollara og 20 sent. Upphaflegi reikning- urinn hljóðaði upp á 109.505 doilara (um 3 milij. ísl. króna). Jesse Owensgata í Berlín Berlín, 13. mars. AP. GATA, sem liggur að Ólympíu- lcikvanginum í Berlín var á laug- ardag nefnd í höfuðið á banda- ríska frjálsíþróttakappanum Jesse Owens. Owens vann hug og hjörtu allra áhorfenda á leik- unum 1936 og vann til fernra gullverðlauna. Owens er sjáifur látinn, en eftirlifandi kona hans, Ruth, gaf götunni formlega hið nýja nafn. Aður hét gatan Leik- vangsgata. Skæður sjúkdómur í laxeldis- stöðvum Osló, 13. mars. Frá Jan Erik Lauré, frétLaritara Mbl. HIN illræmda „hitra-veiki" hef- ur nú stungið sér niður í laxeldis- stöðvum sunnan Oslóar. Þessi veiki orsakar miklar innvortis blæöingar í fiskinum og hafði til þessa aðeins orðið vart í laxeld- isstöðvum norðan borgarinnar. Eldisfiskurinn drepst sýkist hann af veikinni. Norskir dýra- læknar töldu sig um miðjan síðasta áratug hafa náð að ein- angra sýkilinn, sem orsakaði veikina. Hún stakk sér hins vegar niður að nýju á árunum 1977—78. Afar erfitt hefur reynst að hindra útbreiðslu veikinnar og ógjörningur hefur verið að bjarga þeim eldisfiski, sem sýkst hefur. Taldar eru líkur á að allt að 30% af fiski í hverri eldisstöð drepist, berist veikin þangað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.