Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 Flutningsmenn ályktunar opins fundar verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins: Vildu ekki samn- inga heldur átök í haust FORYSTUMENN innan verkalýdshreyfingarinnar, svo og ákvertnir þing- menn, telja að árás sú sem felst í mjög hörðum áfellisdómi á nýgerða kjarasamninga, sem kemur fram í ályktun opins umræðufundar verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalagsins frá því í fyrrakvöld, eigi eftir að draga stóran dilk á eftir sér fyrir verkalýðsarm Alþýðubandalagsins og forystumenn flokksins í verkalýðshreyfingunni. Forystumenn flokksins bæði í pólitískum armi hans og verkalýðsarmi benda hins vegar á, að þessi ályktun sé ályktun opins fundar, og verði ekki skoðuð sem afstaða verkalýðsmálaráðsins sjálfs. Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins, segir það rangt að mæla með því að samningarnir verði felldir, og í sama streng tekur Ásmundur Stefánsson. forseti ASÍ. Verkalýðsmálaráðið efndi til opins fundar í fyrrakvöld, sem lið- lega 50 manns sóttu. Fyrir fundin- um lá ályktunartillaga, frá fram- sögumönnum fundarins, Bjarn- fríði Leósdóttur, formanni ráðsins og Margréti Pálu Ólafsdóttur, fóstru, sem á sæti í stjórn ráðsins. Að loknum miklum umræðum um framsöguerindin og ályktunina, var hún samþykkt, mótatkvæða- laust, en hluti fundarmanna sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru ræðumenn á fundin- um, sem lýstu þeirri skoðun sinni að nýgerðir kjarasamningar væru mun betri kostur en VSI-tilboðið til 18 mánaða hefði verið og jafn- framt að þessir samningar væru mjög til bóta miðað við það sem hefði orðið, ef menn hefðu haldið að sér höndum fram á haust. Margrét Pála Ólafsdóttir, sem á sæti í verkalýðsmálaráöinu og var annar flutningsmaður ályktunar- tillögunnar, sagði í gær í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að umræður fundarins hefðu mikið gengið út á það að líta bæri á þann Ijósa punkt, að þessir samningar væru skammtímasamningar, sem giltu aðeins til áramóta. Færi svo að BSRB færi sömu leið, þá myndi slíkt gefa tækifæri til þess að ASÍ og BSRB tækju upp sameiginlega kjarabaráttu. Sagði hún að einir 5 eða 6 fundarmenn hefðu bent á þetta, og fundurinn hefði tekið undir þetta sjónarmið. Margrét Pála sagði að annað jákvætt hefði ekki verið sagt um þessa samn- inga. Margrét Pála var spurð hvort ályktun fundarins hefði þá ekki verið fullharkaleg, í ljósi þess að fundurinn tók undir það sjónar- mið sem hún greindi frá hér að ofan: „Nei, alls ekki,“ sagði Mar- grét Pála, „það stendur eftir sem áður að fólk telur þessa samninga algjörlega óviðunandi." Margrét Pála var spurð hvaða leið hún og Bjarnfríður, flutn- ingsmenn tillögunnar, hefðu þá viljað fara: „Okkar mat var það að ef ekki næðust þeir samningar sem viðunandi mættu teljast, ætti að láta koma til átaka í haust.“ Spurningunni hvort þær hefðu talið að verkalýðshreyfingin hefði verið í stakk búin að taka á sig áframhaldandi rýrnun kaupmátt- ar á næstu vikum og mánuðum, og fara að því búnu út í hörð átök á vinnumarkaðnum, svaraði Mar- grét Pála á eftirfarandi hátt: „Kaupmáttarhrap hefði orðið eitthvað í sumar, á því er enginn vafi. En þessir samningar verja ekki einu sinni þann kaupmátt sem við höfum í dag. Það hefur því ekki verið tryggt að kaupmátt- arhrapið haldi ekki áfram.“ Fram hefur komið í samtölum blaðamanns við fundarmenn sem sátu þennan fund, að hann sátu hvorki forystumenn úr verka- lýðshreyfingunni, sem eiga sæti í ráðinu, né úr flokksforystunni, að Vilborgu Harðardóttur, varafor- manni Alþýðubandalagsins und- anskilinni. Einn fundarmanna orðaði það þannig að þarna hefði verið eitthvað af eldra fólki, tals- vert af konum á öllum aldri og róttæklingar. Margrét Pála var spurð hvort þau í verkaiýðsmála- ráðinu hefðu engar áhyggjur af því hversu einangrað fyrirbæri þessi stofnun Alþýðubandalagsins væri orðin: „Við höfum meiri áhyggjur af því hversu forysta verkalýðshreyfingarinnar er að verða einangruð.“ Margrét var spurð hvort hún teldi að þessi ályktun opna fund- arins endurspeglaði afstöðu verkalýðshreyfingarinnar í land- inu: „Við teljum að við séum að tala fyrir munn geysilega stórs og fjölmenns hóps.“ Vilborg Harðardóttir, varafor- maður Alþýðubandalagsins, var í gærkveldi spurð hver hennar af- staða hefði verið til ályktunar þeirrar sem samþykkt var á fund- inum: „Ég sat hjá þegar húii var borin undir atkvæði. Ég sat hjá vegna þess að það var borin upp breytingartillaga sem ég var á móti, en ég var ekki á móti andan- um í ályktuninni, þó að ég væri ekki sátt við tillöguna eins og hún hljóðaði að lokurn." „Tveggja lítra mjólkursamninga“ EFTIRFARANDI ályktun var sam- þykkt á opnum umræðufundi sem efnt var til af verkalýösmálaráði Al- þýðubandalagsins að kvöldi 19. júní sl. „Tveggja lítra mjólkursamningar“ Opinn fundur verkalýðsmála- ráðs Alþýðubandalagsins, haldinn á Hverfisgötu 105 þann 19. júní 1985, lýsir fullri andstöðu við nýgerða kjarasamning milli ASÍ og vinnuveitenda og leggur til að þeir verði felldir. Verkalýðsforystan hefur geng- ist inn á launastefnu ríkisstjórn- arinnar og áfram mun verkafólk afhenda atvinnurekendum og rík- isstjórn tugi þúsunda af launum sínum á næstu mánuðum vegna kjararáns ríkisstjórnarinnar. Nýgerðir samningar breyta þar engu um. Launahækkun sem nemur 59 kr. á dag mun verða létt í pyngju lág- launafólks, enda tæplega jafnvirði 2ja mjólkurlítra. Ekkert kauptryggingarákvæði er að finna í samningunum heldur aðeins ósk um að ríkisstjórnin haldi verðlagi innan ákveðinna marka. Þannig er samningurinn ávísun upp á áframhaldandi kjaraskerðingu. Fundurinn fordæmir þau vinnu- brögð, sem enn eru notuð við kjarasamninga, þar sem deyfð og kjarkleysi verkalýðsforystunnar ræður ferðinni í stað þess að for- ystan leiði verkalýðshreyfinguna til baráttu gegn ósvífnu kjararáni. Launþegasamtökin geta sam- eiginlega brotið niður launastefnu ríkisstjórnarinnar, endurheimt lífvænleg laun og fullar verðbætur á laun.“ Morgunbla&ið/Gunnar Til þess að sprengja klettinn í Óshlíðinni þurfti að bora 60 holur í bergið, sem síðan voru fylltar með um tveimur tonnurn af sprengiefni. Bolungarvík: Slysagildra sprengd úr Óshlíðarvegi Bolungarvík, 20. júní. UNDANFARIÐ hafa staðið yfir vegaframkvæmdir á Óshlíðarvegi. Er hér um að ræða framhald á þeim vegaframkvæmdum sem staðið hafa yfir á þessum vegi undanfarin ár og sem miða að því að breikka veginn og taka af honum varasamar brekkur og beygjur um leið og vegurinn er færður frá fjallshlíðinni þannig að góðar vcgrásir fáist fyrir ofan hann. í þessum áfanga er tekinn fyrir um eins kílómetra vegar- spotti, eða frá kennileiti sem kallast Einbúi og að svokallaðri Steinsófæru. En þar er einmitt staðsettur kross á stalli við veg- inn. Neðan við krossinn er áletr- unin: Góður guð verndi vegfar- endur. Þar sem vegurinn liggur fyrir þessa ófæru er á honum vinkilbeygja. En í gærkveldi var kletturinn þarna sprengdur fram og var þar með losað um 3000 rúmmetra af efni, eða 7 til 8 þúsund tonn. Til að sprengja klettinn þurfti að bora 60 holur í bergið, sem síðan voru fylltar með um tveim- ur tonnum af sprengiefni. En aðallega var notaður áburður, nánar tiltekið kjarni. Vel tókst til við sprenginguna og er í dag unnið við að hreinsa út af veginum og samkvæmt síð- ustu fréttum virðist þurfa ein- hverjar smásprengingar til við- bótar þarna á þessum stað. Þar með er farin af Óshlíðar- vegi ein hættulegasta beygjan þar sem allnokkuð hefur orðið um árekstra ökutækja á undan- förnum árum. Þess ber að geta að stæði krossins og krossinn sjálfur verður á sínum stað eftir sem áður. En krossinn var að sjálf- sögðu tekinn af sínum stalli meðan á þessum framkvæmdum stóð. Það er verktakafyrirtæki Gunnars og Ebenesar á Ísafirði sem annast þennan áfanga á Óshlíðarveginum. Gert er ráð fyrir að þeir ljúki framkvæmd- um um næstu mánaðamót. í sumar er jafnframt áætlað að leggja bundið slitlag á tveggja til þriggja km kafla vegarins. Á næstu tveimur árum er hins veg- ar áætlað að klára breikkun veg- arins, en eftir er um tveggja km kafli, og jafnframt leggja bundið slitlag á allan veginn, auk þess sem byggðar verða a.m.k. tvær vegsvalir. Er ákveðið að á næsta ári verði byggðar vegsvalir á Steinsófæru. — Gunnar Þetta fólk virðist líta á kjarabarátt- una sem leik — segir Ásmundur Stefánsson um þá sem stóðu að ályktun opins fundar verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins um nýgerða kjarasamninga „ÞAÐ hefði að mínu mati verið frá- leitt að gera ekki þessa samninga núna, því ef ekkert hefði verið að gert hefði kaupmátturinn haldið áfram að falla hröðum skrefum niður á við. Þess vegna var óhjákvæmilegt að spyrna við fótum. Eg vil eindregið hvetja fólk til þess að samþykkja þessa samninga, vegna þess að ekki er bjartur sá kostur að bíða hausts og horfa á kaupmáttinn rýrna dag frá degi,“ sagði Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, er blaðamaður Morgunblaðsins spurði hann álits á ályktun opins fundar verkalýðsmálaráðs Alþýðubanda- lagsins um nýgerða kjarasamninga ASÍ og VSÍ. „Það er rétt að minna á að fram til 1. október nk. er kauphækkunin samkvæmt þessum samningum 14,5% að meðaltali og uin 15,5% hjá þeim sem eru á lægri launa- stigunum," sagði Ásmundur. „Mér sýnist að það fólk sem gert hefur þessa samþykkt skorti allt raunsæi í stöðumati. Það mætti halda að það hafi hvorki fylgst með aðdraganda samninganna eða kynnt sér samningana sjálfa. Ályktunin einkennist af ábyrgðar- leysi og svo virðist sem þetta fólk líti á kjarabaráttuna sem leik,“ sagði Ásmundur. Lagði Ásmundur áherslu á að full samstaða hefði verið með öll- um landssamböndum innan Al- þýðusambandsins um gerð þessara samninga og stæðu þau öll sameig- inlega að niðurstöðunni. Allur að- dragandi hefði verið í almennri umræðu innan samtakanna í meira en mánuð og eftir mjög ítarlega umfjöllun hefði það verið sameig- inleg niðurstaða á öllum vígstöðv- um að rétt væri að láta reyna á samninga núna. „Ég var ekki á þessum fundi, þannig að ég hef enga aðstöðu til þess að dæma um það hvernig um málin hefur verið fjallað, en mér sýnist niðurstaðan benda til þess að málin hafi naumast verið skýrð á réttan hátt. Ég hef hvergi heyrt það viðhorf sem þarna er verið að lýsa, eða þá afstöðu sem þarna kemur fram,“ sagði Ásmundur. Ásmundur benti á að hér væri ekki um ályktun verkalýðsmála- ráðs Alþýðubandalagsins að ræða heldur væri þetta ályktun opins fundar sem verkalýðsmálaráðið hefði boðað til. Simon Le Bon Vinsældalisti hlustenda rásar 2 EFTIRFARANDI lög eru þau tíu vinsælustu þessa vikuna ef marka má hlustendur rásar tvö: 1. (1.) A View to a Kill Duran Duran 2. (8.) Icing on the Cake Stephen Tin Tin Duffy 3. (2.) Axel F. Harold Faltenmayer 4. (6.) Raspberry Beret Prince 5. (4.) Cloud across the Moon Rah Band 6. (3.) Nineteen Paul Hardcastle 7. (17.) Móðurást Possibillies 8. (20.) Celebrate Youth Rick Springfield 9. (10.) Get It On The Power Station 10. (11.) Left, Right Drýsill

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.