Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 48
E Jw. EUPOCAPD J Tll DAGIEGRA NOTA KEILUSALURINN OPINN 10.00-02.00 FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Ir I Svavar Gestsson, formadur Alþýðubandalags- ins um ályktun fundar verkalýðsmálaráðs: 99 Rangt að leggja til að samningarn- ir verði felldir“ Segir það ekki hafa verið verkalýðsmála- ráð sem ályktaði svo, heldur opinn fund „ÞESSI ályktun er gerð af almennum opnum fundi, sem boðaður er af stjórn verkalýðsmálaráðs. Þetta er því ekki verkalýðsmálaráðið sem ályktar svo, heldur það fólk sem nest til á almennan fund,“ sagði formaður Alþýðu- bandalagsins, Svavar Gestsson, er hann var spurður hver afstaða hans veri til efnis þeirrar ályktunar um nýgerða kjarasamninga ASÍ og VSÍ, þar sem lagt er til að þeir verði felldir, sem samþykkt var á opnum fundi verkalýðs- málaráðs Alþýðubandalagsins í fyrrakvöld. Ásmundur Stefánsson, forseti ASf, tók í sama streng, og sagði að sér virtist sem fólk það sem að þessari ályktun stóð liti á kjara- baráttuna sem leik og léti ekki einu sinni svo lítið að kynna sér aðdraganda samninganna eða samningana sjálfa áður en það ályktaði í þá veru, sem þessi opni fundur gerði. Svavar lagði áherslu á það í máli sínu að þessi fundur talaði ekki í nafni verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins, en ályktun sú sem samþykkt var, var borin upp af formanni ráðsins, Bjarn- fríði Leósdóttur, og Margréti Pálu Ólafsdóttur, sem á sæti í verka- lýðsmálaráðinu. Svavar sagði að afstaða hans til nýgerðra samninga hefði þegar komið fram og hefði hann engu þar við að bæta, „nema,“ sagði Svavar, „að ég tel að það sé rangt að leggja til að þessi samningar verði felldir". Vilborg Harðardóttir, varafor- maður Alþýðubandalagsins, sat ofangreindan fund. Hún sat hjá við atkvæðagreiðsluna, en sagði í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi að hún hefði verið efnislega sammála ályktuninni, hún hefði einungis ekki vilja greiða henni atkvæði sitt, þar sem hún hefði ekki verið sátt við það hvernig ályktunin hljóðaði eftir að breyt- ingartillaga hafði verið samþykkt. Svavar var spurður hvort hann og varaformann Alþýðubanda- lagsins greindi mjög á í afstöðu til nýgerðra kjarasamninga: „Ég veit ekki betur en Vilborg hafi lagst gegn því að það yrði lagt til að þessir samningar yrðu felldir," sagði Svavar. Sjá nánar viðtal við Asmund Stefánsson, forseta ASÍ, frásögn af fundi verkalýðsmálaráðsins og ályktun fundarins á bls. 4. Morgunblftðiö/Þorkelí María Björg Kristjánsdóttir f Hensonstreyjunni, sem leikmenn Aston Villa munu klæðast. Þau Halldór Einarsson halda á milli sín á „gömlu treyjunni“ frá Le Coq. Neðri deild: * Afram átta ára skóla- skylda NEÐRI deild Alþingis samþykkti í gærkvöldi frumvarp um breytingu á grunnskólalögum þar sem gert er ráð fyrir að skólaskylda verði 8 ár. Tvö atkvæði skyldu að stuðnings- menn og andstæðinga. 17 voru frum- varpinu hlynntir, en 15 greiddu at- kvæði gegn því. Alexander Stefánsson félags- málaráðherra skipti um skoðun milli umræðna. Við aðra umræðu var hann andstæðingur frum- varpsins en við lokaafgreiðslu ljáði hann því atkvæði sitt. Samkvæmt grunnskólalögunum frá 1974 var gert ráð fyrir að skólaskylda yrði 9 ár frá og með árinu 1980. Gildistöku þessa ákvæðis hefur hins vegar verið frestað á hverju ári síðan. Menntamálaráðherra Ragnhildur Helgadóttir lagði þunga áherslu á í umræðu að þetta ákvæði tæki gildi. Hún var mótfallin umræddu frumvarpi. Á miðnætti í nótt var ekki ljóst hvort málið kæmi á dagskrá efri deildar. íslenskur fataiðnaður í Englandi: Aston Villa leikur í íslenskum búningum — á næsta keppnistímabili í ensku knattspyrnunni LIÐSMENN enska knattspyrnufé- lagsins Aston Villa, sem um árabil befur verið eitt af virtustu fyrstu- deildarfélögum þar í landi, munu leika í íslenskum búningum á næsta keppnistímabili, sem hefst um miðj- an ágúst. Það er fyrirtækið Henson sportfatnaður hf. í Reykjavík, sem gert hefur samkomulag þar að lút- andi við stjórn Aston Villa og verður endanlega gengið frá samningum í Birmingham í næstu viku, að sögn Halldórs Einarssonar, forstjóra Henson. Auk þess að liðið muni ieika í íslensku búningunum verða Hen- sonbúningar Aston Villa seldir í verslun félagsins á Villa Park- leikvanginum, í sportvöruverslun- um í Bretlandi og f póstverslun víða um heim. Er gert ráð fyrir að á þann hátt verði seldir um 15 þúsund búningar árlega, enda eru tryggir aðdáendur enskra knattspyrnufélaga fjölmargir. At- vinnuknattspyrnumenn Aston Villa hafa til skamms tíma leikið í búningum frá fataframleiðslu- fyrirtækinu Le Coq. Samgönguráðherra á Selfossi í gærkvöldi: Símagjöld lækka 1. júlí nk. en póstburðargjöld hækka SelfoMÍ, 20. jÚBÍ. TALSVERÐAR breytingar verða á gjaldskrá Pósts og síma frá og með 1. júlí næstkomandi. Arsfjórðungsgjald fyrir sjálfvirkan síma mun til dæmis lækka um 7,8% skrefagjald lækkar um 11% og gjöld fyrir telexafnot lækka um 4?,8%— 74,1%. Aftur á móti hækka póstburðargjöld um 17—33%. Þetta kom fram í ræðu, sem Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra hélt á fundi hér í kvöld, en það er fyrsti fundurinn af sjö, sem hann heldur um samgöngumál víða um land. Ráðherrann minnti á, að gjaldskrár fyrir póst- og síma- þjónustu hafi verið óbreyttar síðan haustið 1983 að undan- skildri hækkun á talsímaþjón- ustu við útlönd vegna gengis- breytinga. „Hagkvæmni í rekstri símakerfanna og aukin síma- viðskipti hafa bætt hag stofnun- arinnar, svo nú er tímabært að láta símnotendur njóta góðs af í lækkuðum símagjöldum," sagði Matthías. Hann sagði síðan að frá og með næstu mánaðamótum myndi ársfjórðungsgjald fyrir sjálfvirkan síma lækka úr 713 krónum í 657,20 krónur, eða um 7,8%. Hvert skref í símtali lækk- ar úr 1,67 í 1,49 krónur, eða um 11%. Þá lækkar stofngjald fyrir telexnotanda, númer og lína, úr 24.029,95 krónum í 13.020 krónur eða um 45,8% og ársfjórðungs- gjald fyrir sömu þjónustu úr 8.268,30 krónum í 2.139 krónur, eða um 74,1%. Öll þessi verð eru með söiuskatti. Póstburðargjöld hækka hins- vegar frá 1. júlí úr sex krónum og 6,50 krónum í átta krónur eða um 19—33% og úr 7,50 krónum í níu krónur eða um 17%. Sam- hliða þessari hækkun verður nokkur lækkun á burðargjaldi bréfa, sem eru yfir fyrsta þyngd- arflokki innanlands, að því er ráðherrann sagði á fundinum. Hann sagði einnig: „Ný fjar- skiptalög voru sett á sl. ári og í samræmi við þau hefur verið samin ný reglugerð. Nú á sér stað hröð tækniþróun, sem snertir öll fjarskipti, bæði hvað varðar svokallaðar boðveitur og til dæmis sjónvarp um gervi- tungl. Ný útvarpslög munu einn- ig breyta ýmsum forsendum. Ég hef því ákveðið að fjarskiptalög- in verði endurskoðuð að nýju.“ — Sig. Jóns. „Til þessa hafa ensku knatt- spyrnufélögin fengið greiddar stórar fúlgur fyrir að velja eina gerð búninga fram yfir aðra og aldrei minna en 50 þúsund pund á ári, eða sem svarar 2,7 milljónum króna,“ sagði Halldór Einarsson í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Ég get nefnt sem dæmi, að Liv- erpool gerði nýlega þriggja ára samning við Adidas um að leika í búningum frá þeim og það kostar Adidas milljón pund, eða um 17 milljónir íslenskra króna á ári. Við munum hinsvegar selja Aston Villa alla þessa búninga í heild- sölu — fyrir utan þrjá umganga á liðið sjálft og þjálfara þess.“ Halldór sagði að þetta verkefni væri afar spennandi fyrir fyrir- tæki sitt og íslenskan iðnað i heild, ekki síst með tilliti til hugmynda Henson hf. um að setja upp saumastofu í Skotlandi. „Þetta gerir þann möguleika tví- mælalaust raunhæfari," sagði hann. Aðdragandi þessa máls er sá, að haustið 1981 lék Valur við Aston Villa í Evrópukeppni meistaraliða. Halldór var þá í stjórn Vals og tókust góð kynni með honum og stjórnarmönnum enska félagsins. „Við höfum síðan haldið þessu sambandi og ræktað það,“ sagði Halldór. „Steven Stride, fram- kvæmdastjóri félagsins, var hér á dögunum og þá komst virkilegur skriður á hugmyndina. Fyrir nokkrum dögum sendi ég þeim nokkrar hugmyndir að nýju útliti búninga félagsins, sem stjórn fé- lagsins hefur nú ákveöið að kaupa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.