Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 Fáein orð um greiðslur fyrir álviöræður o.fl. — eftir Guðmund G. Þórarinsson Greiðslur fyrir „nefndarstörf" vegna álviðræðna hafa verið tals- vert til umræðu að undanförnu. Af gefnu tilefni þykir mér rétt að skýra þetta mál nokkuð frá mín- um sjónarhóli séð. Reyndar þykir mér rangt að kalla störf „samninganefndar um stóriðju" eins og nefndin heitir, nefndarstörf. Þessi störf eru rniklu viðameiri en nokkur nefnd- arstörf sem ég þekki, og hefi ég þó setið í mörgum nefndum þau 15 ár, sem ég hefi tekið þátt í stjórn- málum. En nóg um það. Hefjum skýringarnar. Þau laun, sem gefin hafa verið upp i fjölmiðlum, eru fyrir störf, sem staðið hafa í nær- fellt eitt og hálft ár. Mín laun í þessari nefnd skiptast í tvo megin- þætti. 1. „Nefndarlaun“ Samninganefnd um stóriðju hélt á nefndu tímabili 101 fund. Mér reiknast til að fundirnir hafi að meðaltali staðið um 3 klst. hver. Með ferðum á fundarstað og aftur til vinnu hafa því fundirnir tekið um hálfan vinnudag hver. Undirbúningur undir þessa fundi og heimavinna var óvenjumikil og bætist við fundartímann. Fjöl- margar skýrslur lögfræðinga og annarra sérfræðinga s.s. endur- skoðenda varð að lesa og yfirfara og meta útreikninga. Mér virðist, að ef öllum skýrslunum, sem lesa þurfti, væri staflað í einn hlaða á gólfinu, væri hæð staflans um 1,5 m. Þessar skýrslur varð margar hverjar að lesa oftar en einu sinni. Fundirnir 101, sem um er að ræða, voru nefndarfundir bæði vegna viðræðna við Alusuisse og þátt- töku japanska fyrirtækisins Sumi- tomo í Járnblendifélaginu í Hval- firði. Mér reiknast til að skýrslu- lestur og undirbúningur hafi að meðaltali verið hálfur vinnudagur fyrir hvern fund. Nefndarfundirn- ir svara því hjá mér til 101 vinnu- dags. Laun fyrir þetta starf voru ákveðin af þóknananefnd kr. 38.000.-. Þetta svarar til kr. 47,- á tímann. 2. Laun fyrir samningafundi Samningafundir við Elkem og Sumitomo Alusuisse, ekki Gudmundur G. Þórarinsson „Mér sýnist að kostnað- ur við álmálið á tíma fyrrverandi iðnaðar- ráðherra, reiknaður á núvirði, sé um kr. 35 milljónir. Arangur varð hins vegar enginn.“ voru taldir fundir í samninganefnd um stóriðju. Litið var á þá sem samn- ingafundi, sem greiða ætti sér- staklega fyrir. Ráðuneytið mun hafa metið hversu greiða skyldi fyrir þessa vinnu. Til viðmiðunar var tekinn taxti, sem fyrrverandi iðnaðar- ráðherra, Hjörleifur Guttorms- son, hafði gert skriflegan samning um við lögfræðing, sem vann að deilumálinu. Ráðuneytið ákvað að samninga- nefndarmenn fengju 60% þessa taxta fyrir þann tíma, sem samn- ingafundir tækju, þ.e., sjálfir fundirnir og ferðalög vegna þeirra, ef þeir væru erlendis. Hins vegar fengju samninganefndar- menn ekkert fyrir undirbúning vegna þessara funda, öfugt við hina lögfræðilegu ráðgjafa. Hjá mér tóku þessir fundir með ferða- lögum 78 daga og greiðslur til mín voru kr. 431.819.- Mánaðarlaun Minn tími í þessu starfi var því 179 dagar. Á þessar greiðslur kemur ekki orlof, svo sanngjarnt er að reikna á þá hluta sumarleyf- is eða 22 daga, ef miðað er við að árið gefi 27 sumarleyfisdaga. Heildarvinnan svarar því til 201 dags. Heildarlaunagreiðslurnar kr. 469.819.- í 201 dag svara til mán- aðarlauna kr. 48.000.- eða svipað og verkfræðingur í mínum a!d- ursskala getur haft við sína venju- legu vinnu. Þessar greiðslur eru án lífeyrissjóðsgreiðslna. Eigi að síður hef ég talsverðan fórnarkostnað, að fara þannig langdvölum frá því fyrirtæki, sem ég er hluthafi í og vinn við, þannig að minn hlutur er eitthvað skarð- ari en ef ég hefði unnið þennan tíma sem verkfræðingur. Rétt er að benda á, að launin, sem þóknananefndin ákvað eru svo lág, að af þeim getur enginn lifað, en launin fyrir samninga- fundina bjarga meðaltalinu. Ég skal hreinlega játa, að það var í eitt af þeim fáu skiptum, sem ég hefi hugsað verulega hlýtt til Hjörleifs Guttormssonar, þegar ég fékk greitt fyrir þessa fundi. Kísilmálmvinnslan Ég sit einnig í samninganefnd, sem leitar að erlendum meðeign- araðila að Kísilmálmverksmiðj- unni á Reyðarfirði. Fyrir þá vinnu fékk ég greitt á árinu 1984 kr. 115.394.- Mér þykir rétt að benda á, að þegar ég var skipaður í þessa nefnd, hafði ég ekki hugmynd um, hvernig hún væri launuð. Launin komu mér þægilega á óvart. Mér voru gefnar þær skýringar, að launin væru samkvæmt ákvörðun, sem tekin var við stofnun fyrir- tækisins. Þáverandi iðnaðarráð- herra, Hjörleifur Guttormsson, mun hafa ákveðið það með stjórn Engin áform um að hætta í ísfilm eða Samveri segir Valur Arnþórs- son, stjórnarformað- ur Sambandsins „VIÐ HÖFUM engin áform um að hætta þátttöku í ísfilm né heldur í Samveri á \kureyri,“ sagði Valur Arnþórsson, stjórnarformaður Sam- bands íslenskra samvinnufélaga, í samtali við blaðamann Morgun- hlaðsins, þegar blaðamaður spurði hann hvaða áhrif ályktun SÍS um fjölmiðlamál á aðalfundi Sambands- ins sl. fostudag hefði á veru SÍS í ísfilm. „Hins vegar, í ljósi breyttra viðhorfa með tilkomu nýrra út- varpslaga, þykir okkur rétt að kanna það fyrir samvinnuhreyf- inguna hvort skynsamlegt væri að hún kæmi sér upp aðstöðu til virk- ari þátttöku í fjölmiðlun í land- inu,“ sagði Valur. Valur sagði að með ofangreint markmið í huga, þá kæmi vissu- lega margt til greina, en ekki væri ástæða til þess að tíunda það frek- ar á þessu stigi. Afmælismót Skák- sambands íslands á Blönduósi AFMÆLISSKÁKMÓT Skáksam band.s íslands verður haldið á Blönduósi dagana 21.—23. júní, en á Blönduósi var Skáksambandið stofnað fyrir sextíu árum. Fyrstu verðlaun verða krónur 15 þúsund, önnur verðlaun 10 þúsund og þriðju verðlaun 5 þúsund. Keppt verður á Hótel Blönduósi. Tefldar verða sjö umferðir og hefst fyrsta umferð klukkan prjú á föstudag. Mótinu lýkur sunnu- dagskvöld. Öllum er heimil þátt- taka, þátttökugjald ekkert og ferðir keppendum að kostnaðar- lausu. Morgunblaíið/ Sigurður P. Bjðrnsson Húsavík: „Aukin festa skapast við rækjuveiðar togarans“ Við vinnslu rækjunnar eftir að starfsemin hófst að nýju. rækjuvinnslunnar í samtali við blaðamann Morgunblaðsins. Nú eru tíu ár síðan rækju- vinnsla hófst á Húsavík. í upp- hafi byggðist vinnslan á rækju veiddri á Axarfirði, en síðustu ár hefur djúprækja orðið ráð- andi og hefur Júlíus Havsteen lagt upp einu sinni í viku, hefur aflað yfir 400 tonn frá áramót- um. Er nú svo komið að rækju- vinnslan er næst stærsta deild Fiskiðjusamlagsins, næst á eft- ir frystingunni. Fimm bátar lögðu upp í vetur en reiknað er með að sjö bátar leggi upp afla í sumar. „Reksturinn hefur verið erf- iður — afkoma til sjós og lands döpur. Verð á rækju í lægri kantinum og tap var á rekstr- inum í fyrra, en með aukinni hagræðingu og hinum nýju tækjum, standa vonir til að takist að snúa dæminu við. Við höfum sett upp lausfrystitæki, xælivélar, flutningsbönd að frystinum og pökkunarbúnað. Höfum fjárfest fyrir um 5 milljónir króna. Starfsfólki við vinnsluna fækkar ef eitthvað verður, en afkastageta vinnsl- unnar eykst,“ 3agði Tryggvi Finnsson. Rætt við Tryggva Finnsson, fram- kvæmdastjóra rækjuvinnslunnar EFTIR umfangsmiklar breyt- ingar hefur starfsemi hafist í rækjuvinnslu Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Vélakostur fyrirtæk- isins var endurnýjaður að hluta, framleiðslugeta aukin úr um 600 kg af rækju á klukkustund í 800 kg- Á fáum árum hefur rækju- vinnsla orðið snar þáttur í at- vinnulífi Húsvíkinga. Reiknað er með að tæplega 40 manns vinni á vöktum við vinnslu afl- ans eftir breytingar. „Togarinn Júlíus Havsteen hefur lagt upp djúprækju síðan í apríl í fyrra svo og fjórir til fimm bátar. Við vorum vanbúnir til mót- töku afla og ákváðum því að vélvæða fyrirtækið betur en hingað til. Djúprækja hefur verið vaxandi hlut aflans, frá því að vera 100 tonn í þúsund tonn á síðastliðnu ári. Aukin festa hefur skapast við rækju- veiðar togarans," sagði Tryggvi Finnsson, framkvæmdastjóri Unnið að uppsetningu hinna nýju uekja í rækjuvinnsl- unni á Húsavík. Tryggvi Finnsson, framkvæmda- stjóri í forgrunni. Morgunbladió/ RAX

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.