Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 Hátíðafundur 19. júní undir Ármannsfelli Að kvöldi 19. júní síðastlidinn voni haldnar samkomur víða um land til að minnast þess að 70 ár voru liðin síðan konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi til Al- þingis. Fjölmennasti fundurinn var undir Ármannsfelli í Þingvalla- sveit. Að honum stóðu konur af suðvesturhorni landsins, frá Borg- arfirði að Skaftafellssýslu. Áætlað er að þar hafi verið samankomið hátt á annað þúsund manns. Fundarmenn söfnuðust saman í Bolabás um kl. 20. og hlýddu á leik lúðrasveitar kvenna undir stjórn Lilju Valdimarsdóttur. Hafði lúðrasveitin verið sett saman til þess að spila á þessum fundi. Formaður Bandalags kvenna í Reykjavík, Kristín Guðmundsdóttir setti fundinn. María Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambands Islands, flutti ávarp. Fjallaði hún m.a. um starf 85 nefndarinnar, sem er samstarfsnefnd 22 félagasam- taka, um aðgerðir á lokaári kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Minnti hún á einkunn- arorð áratugarins „Jafnrétti- framþróun-friður" og á það sem við hafði verið bætt á ráðstefnu SÞ í Kaupmannahöfn 1980, „at- vinna-heilbrigði-menntun. Elín Bruusgaard, rithöfundur frá Noregi, flutti kveðjur frá MorgunbUðið/Júlíus Konur úr Kvenfélagi Lágafellssóknar komu fram í 19. aldar búningum er þær höfðu sjálfar handsaumað. VljK" flnPffP 3 í / ■ Vm pgl norrænum kvennasamtökum og frá Pakistan og Kenya. Hún fjallaði síðan um verkefni það í Kenya er íslenskar konur ætla að taka þátt í. Kristín Ást- geirsdóttir rakti sögu kven- réttindabaráttu á íslandi. Konur úr kvenfélagi Lágafellssóknar komu fram í 19. aldar þjóðbún- ingum er þær höfðu sjálfar handsaumað. Helga Backman, leikkona, flutti sögu Jónasar Hallgrímssonar um Drottning- una af Englandi. Að lokum var fjöldasöngur. Fundinum bárust nokkur skeyti þ.a.m. frá Salome Þor- kelsdóttur, forseta efri deildar Alþingis, og Ragnhildi Helga- dóttur, menntamálaráðherra. Það vakti kátínu meðal fund- armanna er sagt var frá því í lok fundarins, að tvær konur af Suð- urlandi, Drífa Hjartardóttir og ólafía Ingólfsdóttir, hefðu smíð- að pallinn er notaður var sem svið á fundinum. Eftir fundinn tóku þær pallinn síðan í sundur aftur og fluttu til síns heima. Segja má að fundurinn hafi tekist mjög vel og verið íslensk- um konum til sóma. María Pétursdóttir, formaður Kvenfélagasambands íslands. Elín Bruusgaard, rithöfundur. Séð yfir hluta hópsins, sumir sýndu fyrirhyggju og höfðu með sér nesti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.