Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1985 3-ie, 6 1985 Universal Press Syndicate „0orb fyrir650 " ’ Ast er ... vatnið. I>essar pillur þarna látum við þegar við getum ekki lesið skrift læknanna á lyfseðlun- um! Jú, ég er mikill dýravinur. Ég elska minka og Síberíuúlfa! HÖGNI HREKKVISI „ KÆRI HÖGNIy &ESTU pAKKlR,EN OKKUR. K/ANTAK EKKI FLBIR.I &KATA \ SKKÖÐOÖNöUNA 17 JÚNl' Bjórsala myndi draga úr leynivínsölu S.D skrifar: Mikið er skrifað um bjórinn. Flestir telja að hann yrði mikið þjóðarböl. Ég er á þeirri skoðun að mesta þjóðarböl íslendinga í áfengismálum sé leynivínsalan sem fram fer um helgar, á kvöldin og jafnvel á nseturnar. Fyrir þá allt of mörgu landa okkar, sem geta helst ekki neytt víns eitt kvöld án þess að halda áfram, væri mjög mikið skárra ef hægt væri að kaupa bjór um 5% sterkan heldur en að hringja á leynivínsala og fá senda flösku, í>essir hringdu . . • • Omurlegt fréttastef Skúli Halldórsson tónskáld hringdi: Ég vil kvarta sáran við þá for- ráðamenn ríkisútvarpsins, sem láta kyrja þetta einmanalega stef í fréttatímum útvarpsins tvisvar sinnum á dag, dag eftir dag, viku eftir viku. Þetta þrautleiðinlega stef er farið að trufla mig daglega og jafnvel alla þjóðina. Ég vakna með þennan fjára í eyrunum á morgnana og sofna út frá því á kvöldin. Hættið, fyrir alla muni, sem fyrst að leika þetta. Þakkir til Hagkaups Jón Agnar Olason hringdi: Ég vil koma þökkum á fram- færi til Hagkaups fyrir það hversu plakötin hjá þeim eru ódýr. Þau kosta 119 krónur í Hagkaup, en annars staðar kosta þau 150 krónur. þriggja pela af brennivíni eða pott af vodka á tvöföldu verði. Ég vil þá heldur að bjórinn verði seldur á „sjoppum", sem opnar eru um helgar og á kvöldin. Sama aldurstakmark ætti að vera þar og er nú í „ríkinu“. Einn íslendingur hefur sagt mér að er hann var að skemmta sér með öðrum löndum sínum í Kaupmannahöfn, hefðu þeir félag- ar hringt á leigubíl til að láta bíl- stjórann sækja fyrir sig vín. Þeir kölluðu á þrjá bíla en enginn bíl- stjóranna hafði heyrt þess getið Húmorsleysi borgarstjóra Margrét hringdi: Ég vil tjá mig lítillega um uppákomuna í borgarstjórn fyrir stuttu. í Velvakanda 14. júní sl. hringdi kona, „Ein vonsvikin", sem átti ekki orð yfir þessum látum í kvenmönnunum. Aftur á móti á ég ekki til eitt einasta orð yfir húmorsleysi borgarstjóra. Honum finnst greinilega eigin brandarar ein- ungis fyndnir og á þessu sést að skopskyn fólks er misjafnt, en mér fannst uppákoma þessi I borgarstjórn um daginn vera al- veg bráðsniðug. Ég var hissa á fýlusvipnum á borgarstjóra þeg- ar hann var viðstaddur þessa uppákomu. Mér fannst hann vera eins og lítill krakki, sem bú- ið var að stela uppáhaldsleik- fanginu frá af því að það var hann sem vanur var að segja brandarana. Góö hljómsveit á Listahátíö Siggi hringdi: Eg hef verið að lesa greinar í Velvakanda um hljómsveitir á Listahátíð. Ekki er talað um annað en Franki goes to Holly- wood, U2 og Duran Duran. Af hverju ekki að fá almennilega hljómsveit í ár á Listahátíð, t.d. „Dead or Alive" eða „Power Station". að bílstjórar útveguðu vín. Mér skilst að þessi vínmenning (ómenning) sé hvergi nema á ís- landi. Það eina sem keppt gæti við þennan sið, er að selja bjór á frjálsum markaði í sjoppum sem opnar eru eftir að áfengisverslun- um er lokað. Ég veit að lögreglan leggur mikla vinnu í að elta leynivínsala. Þeir fá stundum sektir eða fang- elsisdóm, en sleppa mjög oft. Mér finnst ekki rétt að vín sé selt nema í áfengisverslunum á meðan þær eru opnar. Spurningar um Sjóla-brunann Jóhannes Jóhannsson hringdi: Mig langar að koma á fram- færi fjórum spurningum til yfir- stjórnar Landhelgisgæslunnar varðandi fréttirnar af Sjóla- brunanum. 1. Hefur Landhelgisgæslan ekki um borð í skipum sínum hlífð- arfatnað, sem skylda er að nota við slökkvistörf, en það eru hjálmar, kápur, buxur og hanskar, sem fengið hafa viður- kenningu Brunamálastofnunar ríkisins? Ef þetta var fyrir hendi, var það notað við Sjóla-brunann? 2. Hvaða þjálfun fá varðskips- menn í slökkvistörfum? 3. Er slökkvifroða fyrir hendi í varðskipunum og eru varð- skipsmenn þjálfaðir til að beita henni? 4. Fór slökkviliðið á Patreksfirði ekki á móti Sjóla?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.