Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 5 Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra, um mótmæli Breta: „Ekki annað en endurtekn- ing á fyrri afstöðu þeirra“ Framhald málsins á að ráðast af Hafréttarsáttmálanum Geir Hallgrímsson, utanríkisráö- herra sagði í samtali við Morgun- blaðið að hann teldi jarðfræðilega röksemdafærslu Breta í sambandi við yfirráðarétt íslendinga yfir Rock- all, vera veika og utanríkisráðuneyt- ið hefði þekktan jarðfræðing, dr. Manik Talwany, á sínum snærum sem gæti snúið rökunum gegn Bret- um sjálfum. „Þessar yfirlýsingar frá Bretum og raunar yfirlýsing sem okkur barst í dag frá írum sama efnis, er ekkert annað en við áttum von á og endurtekning á fyrri afstöðu þessara þjóða," sagði Geir. „Það sem við höfum í huga næst er að efna til fundar með Dönum og Færeyingum, sem ég og utan- ríkisráðherra Dana urðum ásáttir um að efna til í heimsókn minni þar um daginn. Við munum þá ganga úr skugga um hvort við annars vegar getum ekki sam- ræmt okkar sjónarmið í þessum efnum og hins vegar koma okkur saman um hvernig við bregðumst við viðhorfum Breta og Ira, en þeir hafa mótmælt réttindakröf- Bretar senda utanríkisráðu- neytinu yfirlýs- ingu vegna Rockall-málsins Samkvæmt fréttatilkynningu frá breska sendiráðinu, sem Morgun- blaðinu barst í gær, hefur sendiráðið sent utanríkisráðuneytinu orðsend- ingu þar sem fram koma mótmæli vegna kröfu íslenskra stjórnvalda um að landgrunn íslands nái yfir víðáttumikið svæði vestur af breska eyjaklasanum. í tilkynningunni lýsa Bretar yfir fullum yfirráðum yfir svæðinu, með vísan til alþjóðalaga. Breska ríkisstjórnin bendir á að (ís- lenska) reglugerðin (frá 9. maí sl.) hafi verið gefin út á meðan enn var beðið svars frá fslendingum við til- boði um áframhaldandi viðræður milli lögfræðinga þjóðanna tveggja. Fréttatilkynningunni fylgdu upplýsingar Breta um Hatton- Rockall-svæðið: „íslenska reglugerðin á sér enga stoð i alþjóðalögum. Land- grunnskrafa íslendinga nær inn á landgrunn Stóra Bretlands og á öðrum stöðum nær hún yfir svæði, sem teljast utan við ytri mörk landgrunnsins, eins og lýst er í al- þjóðalögum. Það eru engin tengsl milli ís- lands og Hatton-Rockall-svæðis- ins. í fyrsta lagi telst tsland nýlega myndað af völdum eldgosa. Á (Rockall) svæðinu er hins vegar gamalt berg, sem líkist hömrum Skotlands. Það eru því engin jarðfræðileg tengsl milli íslands og svæðisins. í öðru lagi stendur ísland á öðru eldgosasvæði. Það er skörp brún (í landgrunni) suður af íslandi og við tekur djúpsævi. Það er grund- vallarvilla i íslensku reglugerðinni þar sem sést hefur yfir þá stað- reynd að skýr lína afmarkar rætur landgrunnshlíðarinnar nálægt suðurströnd tslands. Af þeim sök- um eru engin landmótunarleg tengsl milli tslands og svæðisins. I þriðja lagi liggur ísland fjær svæðinu en Stóra Bretland og eru Íví engin landfræðileg tengsl milli slands og svæðisins. Þar sem engin jarðfræðileg, landmótunarleg eða landfræðileg tengsl eru sjáanleg milli tslands og svæðisins er enginn grundvöll- ur fyrir tilkalli landsins til (Rock- all) svæðisins." um Dana fyrir hönd Færeyinga á sama hátt og Bretar og írar hafa mótmælt réttindakröfum okkar. í kjölfarið munum við láta reyna á hvort Bretar og írar eru reiðubún- ir að taka upp viðræður við okkur. t þeirri reglugerð sem við gáfum út 9. maí sl. er gert ráð fyrir því og boðið upp á viðræður við viðkom- andi lönd sem telja sig eiga rétt- indi á þessum svæðum enda erum við skyldugir til að leita sátta samkvæmt Hafréttarsáttmálan- um ef réttindakröfur stangast á. Samkvæmt honum er gert ráð fyrir sérstakri málsmeðferð, sáttatilraunum og dómsúrskurði ef til þess þarf að koma, en Hafréttarsáttmálinn tekur hins vegar ekki gildi fyrr en ári efir að 60 ríki hafa staðfest hann og enn sem komið er hafa ekki nema inn- an við 20 ríki gert það. Bretar hafa hvorki undirritað né staðfest sáttmálann og þess vegna vakti það athygli að í orðsendingunni sem við fengum frá Bretum var vitnað í hann.“ Geir Hallgrímsson sagði að lausn deilunnar færi fyrst og fremst eftir Hafréttarsáttmálan- um svo fremi sem viðkomandi að- ilar hefðu samþykkt hann og stað- fest. „Það er svo spurningin hvort þessir aðilar eru tilbúnir að leggja slíkan ágreining fyrir Alþjóða- dómstólinn, en það bíður seinni tíma,“ sagði Geir. „Næsta skref okkar er sem sagt að hefja viðræður við Dani og Færeyinga og í kjölfar þess fundar verður væntanlega leitast við að fá fram viðræður við Breta og loks íra, en um það skal ég ekki full- yrða fyrr en að afstöðnum fundin- Ekki er búið að ákveða hvenær fundurinn fer fram, en utanríkis- ráðherra sagði að samkomulag ríkti milli sín og danska utanrík- isráðherrans um að hefja viðræð- urnar sem fyrst. „Strax í upphafi lögðum við til að þessi fjögur lönd sem gera til- kall til svæðisins gerðu samkomu- lag sín á milli um að skipta af- rakstri af auðlindum á hafsbotni eftir hlutfölllum sem samkomulag yrði um, í stað þess að afmarka hafsbotnssvæðið og eigna sér hver sinn hluta. Þessa fyrirmynd höf- um við frá samkomulaginu við Norðmenn um Jan Mayen, en und- irtektir hafa verið tregar við þeirri tillögu. Við höfum bent á að ef þessi lönd deila um yfirráðarétt yfir þessu svæði sé sú hætta fyrir hendi að Sameinuðu þjóðirnar muni úrskurða svæðið tilheyrandi alþjóða hafsbotnssvæði og mundi Geir Hallgrímsson, utanríkis- ráðherra þá engin þessara þjóða njóta góðs^ af auðlindum svæðisins. Enn sem komið er hafa ekki verið gerðar itarlegar rannsóknir á hve miklar auðlindir eru á þessu svæði. Ég tel að röksemdafærsla Breta sé ekki sterk og hægt er að snúa þeim gegn þeim sjálfum og við höfum til þess heimsþekktan jarðfræðing, dr. Manik Talwany, sem hefur verið ráðunautur okkar í þessu máli,“ sagði Geir Hall- grímsson, utanríkisráðherra, að lokum. F VBæeQLSUNNI OFBVÐUR Oft hefur verðbólgunni þótt sér misboðið í Hljómbæ. Greyið er nefnilega með ofnæmi fyrir hlægilega lágu verði. í dag sauð þó upp úrog hún rauk á dyr. Ástæðan eróþolandi lágt verð á Pioneer hljómflutningssamstæðum. • Sambyggður magnari (2 x 32 w) og kassettutæki með Dolby B suðminnkun og metal stillingu (35-15 kHz) • Útvarp með FM stereo AM-LW móttöku • Beltadrifinn hálfsjálfvirkurplötuspilari • 40 watta hátalarar, tónsvið 50-20 kHz • Hljómtækjaskápur úrrósaviðarlíki, með glerhurð og á hjólum. • Verð á þessu öllu frá aðeins 24,900.-stgr. eða 6.000.-útog eftirstöðvar á 6 mánuðum. P.S. Efþetta erekki tilboðið sem þú beiðst eftirþá biðjum við kærlega að heilsa verðbólgunni. flö PIOIVEEIT HUÐMBÆR HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.