Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. jUNl 1985 30 Minning: Ólafur Magnús Vilhjálmsson Fæddur 29. október 1926 Dáinn 16. júní 1985 í dag verður til moldar borinn frá Akraneskirkju góðvinur minn og vinnufélagi Ólafur M. Vil- hjálmsson. Hann var í fullri vinnu þann 6. júní og virtist aldrei verða misdægurt, en veiktist svo hast- arlega þann 7. að hann er dáinn að kvöldi þess 16. júní svo maður stendur þrumu lostinn og orðlaus eftir. Mig langar til að minnnast hans með nokkrum fátæklegum orðum. Búddi, eins og hann var kallaður af flestum þeim sem þekktu hann, hóf störf hjá Sementsverksmiðju ríkisins um áramótin 1955 og 1956, var hann þá ráðinn yfirbygg- ingameistari af dr. Jóni heitnum Vestdal til að byggja mannvirki SR sem þá var verið að hefja framkvæmdir við. Honum fórst sérstaklega vel úr hendi uppbygg- ing mannvirkja verksmiðjunnar, enda harðduglegur, útsjónasamur og ósérhlífinn og með úrvals smiði sér við hlið, þá Alfreð Viktorsson og Eggert Sæmundsson sem hófu störf um leið og hann og starfa enn hjá fyrirtækinu. Verkið gekk það vel að tveimur og hálfu ári síðar, eða um miðjan júní 1958, tók Sementsverksmiðja ríkisins til starfa, þó ekki hafi verið búið að ganga til fulls frá öllum bygging- um, en framleiðslan var hafin og íslenskt sement orðið staðreynd og komið á markað. Undirritaður réðst sem raf- virkjameistari til Sementsverk- smiðju ríkisins í ársbyrjun 1957 og síðan hafa leiðir okkar Búdda leg- ið meira og minna saman. Fljót- lega tókst með okkur mjög góð vinátta sem aldrei bar nokkurn skugga á. Búddi átti sér ýmis áhugamál og má þar fyrst nefna knattspyrnuna, hann var einn af máttarstólpum „Gullaldarliðsins" sem svo var nefnt og gerði Akra- nes landsfrægt og blómstraði um áraraðir og mun sjálfsagt einhver mér færari gera þeim þætti betri skil Hann hafði sérstaka ánægju af laxveiðum og ferðalögum og fór- um við saman í marga mjög ánægjulega laxveiðitúra sem seint munu gleymast. Hann var sér- staklega fiskinn og laginn við að veiða Við hjónin skemmtum okkur og ferðuðumst mikið með honum og hans yndislegu konu, Þóru Þórðardóttur, þar af tvær mjög skemmtilegar ferðir til út- landa sem munu okkur alla tið verða ógleymanlegar. Fyrir nokkrum árum reistu þau hjónin sér sérlega fallegan sumarbústað í Borgarfirði, sem þau höfðu alveg sérstaka ánægju af og notuðu hverja frístund til að dvelja þar úti í náttúrunni og snyrta og prýða í kringum sig. Ber sumar- bústaðurinn Búdda og Þóru alveg sérstakt vitni um smekkvísi og snyrtimennsku. Búddi átti yndislega konu og dásamlegt heimili sem hann mat mikils og var hjónaband þeirra mjög farsælt. Þau eignuðust tvær mjög myndarlegar dætur, Emilíu og Kristbjörgu, sem báðar eru giftar hinum mestu sómamönnum og eiga sín myndarheimili. Hjá mér persónulega mun myndast ákveðið tómarúm í vinn- unni við fráfall hans, því það leið ekki sá dagur að við þyrftum ekki að ræða hvor við annan um vinn- una og svo ýmis okkar áhugamál og vil ég alveg sérstaklega þakka honum allar þær ánægjustundir. Elsku Þóra, við Stína sendum þér, dætrum ykkar og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúð- arkveðjur og megi góður Guð gefa ykkur styrk og þrek í þessari óvæntu sorg ykkar. Knútur Ármann Þegar mér barst sú fregn að Ólafur Vilhjálmsson, eða Búddi, væri dáinn, flaug mér í hug, hver getur það ekki verið næst, svo víðs fjarri var þessi fregn, þegar hann átti í hlut. Mér hafði alltaf fundist að gæfa og gjörfileiki, í orðsins fyllstu merkingu, vera hans hlutskipti í lífinu, og öllu starfi hans. Ólafur Magnús Vilhjálmsson fæddist á Akranesi 29. október 1926, og var því 58 ára þegar hann lést í sjúkrahúsi Akraness 16. júní sl. eftir fárra daga legu. Búddi var sonur hjónanna Vilhjálms Bene- diktssonar og Salvarar Guð- mundsdóttur frá Efstabæ, og þar ólst hann upp, ásamt tveimur bræðrum og einni systur, þar til hann sjálfur festi ráð sitt, en hann giftist Þóru Þórðardóttur frá Grund á Akranesi þann 23. nóv- ember 1946, en þau byggðu sitt eigið hús á lóðinni í Efstabæ, og þar hefur heimili þeirra verið síð- an. Þau eignuðust tvær dætur, Emelíu. gifta Jóni Sigurðssyni, og Kristbjörgu, gifta Finni Garðars- syni. Leiðir okkar Búdda lágu saman í íþróttahreyfingunni strax á unglingsárum, við vorum saman í fimleikum nokkra vetur einnig æfðum við hnefaleika tvo eða þrjá vetur en aðallega var það í knattspyrnunni sem samstarfið varð hvað mest, og árangursrík- ast, hann var alstaðar í fremstu röð, og hygg ég að margir hafi litið til hans, og tekið hann sem fyrir- mynd, án þess að hann gerði sér grein fyrir því. Mér fannst mikið til hans koma á öllum sviðum og svo var um alla samherja hans, sem mótherja, hann var ósérhlíf- inn og gaf sig allan í það sem hann tók að sér. Búddi var fjölhæfur íþróttamaður og óvenju glæsi- legur á velli, ... hann varð þrisv- ar fslandsmeistari í knattspyrnu með gullaldarliðinu, fyrst 1951 er bikarinn flutti í fyrsta sinn úr höfuðborginni til Akraness, en Búddi var leikmaður og þjálfari árin þar á undan. Ég tók við af honum er ég flutti heim á ný, hófst þá á ný mikið og gifturíkt samstarf okkar og margra ann- arra sem lyftu nafni Akraness ör- lítið oftar á spjöld sögunnar ... Nú við þessi tímamót viljum við þakka honum samstarfið og sam- fylgdina, ég hef aðeins stiklað á því helsta úr starfi hans innan íþróttahreyfingarinnar, en hans aðalstarf og lífsstarf var að standa fyrir byggingu sements- verksmiðju ríkisins á Akranesi, fyrst sem byggingaverkstjóri og síðar við stjórnun, en ég hygg að aðrir geri þeim þætti verðug skil. Við andlát Ólafs Vilhjálmsson- ar setti margan hljóðan, Akranes er einum mætum syni fátækara, og margir sakna vinar í stað. Ein- lægar samúðarkveðjur sendum við til þín, Þóra mín, og til ykkar all- ra. En okkar kæra vin kveðjum við með orðum A.L. Stevenson. Sá er heppnismaður sem hefur lifað vel, hlegið oft og elskað mik- ið, öðlast virðingu skynsamra manna og ást barna. Fyllt sinn sess og staðið vel í stöðu sinni, yfirgefur heiminn eitthvað betri en hann kom í hann, hvort heldur með auknum gróðri, fögru ljóði, eða frelsaðri sál, gleymdi aldrei að gæta fegurðar jarðarinnar né lét undir höfuð leggjast að lofa hana, leitaði þess besta í fari annarra og gaf það besta sem hann átti sjálf- ur... Rík. Jónsson Kveðja frá Lions- klúbbi Akraness Við erum oft minnt á þá vægð- arlausu staðreynd að skammt get- ur verið milli lífs og dauða. Sumar dánarfregnir koma svo á óvart að við borð liggur að við neitum að trúa. Þannig fór mörgum hér á Akranesi þegar sú fregn spurðist út að Ólafur Vilhjálmsson hefði andast í Sjúkrahúsi Akraness hinn 16. júní sl. eftir skamma legu. Okkur fannst með ólíkindum að jafn vaskur maður og Ólafur hefði svo skyndilega og óvænt ver- ið að velli lagður um aldur fram. Ólafur Vilhjálmsson var fæddur í Efstabæ hér á Akranesi hinn 29. október 1926, en þar bjuggu for- eldrar hans, hjónin Salvör Guð- mundsdóttir og Vilhjálmur Bene- diktsson, um langt árabil og við Efstabæ hefur þeirra fólk verið jafnan kennt í máli Akurnesinga. Ungur að árum hóf Ólafur nám í húsasmíði hjá Lárusi Þjóðbjörns- syni, byggingarmeistara, og starf- aði hjá honum um tíma að námi loknu uns hann réði sig til starfa hjá Haraldi Böðvarssyni við bygg- ingu á nýju hraðfrystihúsi undir stjórn Sigurðar Helgasonar bygg- ingameistara. Þegar þeim störfum lauk hóf Ólafur rekstur trésmíða- verkstæðis ásamt Ástráði Proppé og ráku þeir verkstæðið saman í fjögur ár. Eftir það stóð ólafur fyrir húsbyggingum á Akranesi uns hann á ofanverðu árinu 1955 var ráðinn verkstjóri við byggingu Sementsverksmiðju ríkisins, sem þá var að hefjast hér á Akranesi. Verksmiðjan varð æ síðan megin starfsvettvangur Ólafs. Fyrst við byggingu mannvirkja og viðhald þeirra og einnig verkstjórn við alla flutninga að og frá verksmiðj- unni. Var Ólafur í hópi fyrstu starfsmanna Sementsverksmiðju ríkisins og vann hann henni af at- orku og fyrirhyggju allt til ævi- loka. Naut Ólafur virðingar fyrir störf sín ekki aðeins innan Sem- entsverksmiðju ríkisins heldur einnig meðal viðskiptavina henn- ar. Á yngri árum lagði ólafur Vilhjálmsson stund á íþróttir og náði langt á því sviði. Hann fékkst m.a. við hlaup og fimleika með góðum árangri, en mestur varð frami hans í knattspyrnu. ólafur var í hópi þeirra ungu manna er á árinu 1951 fluttu íslandsbikarinn í fyrsta sinn heima á Akranes. Var það reyndar í fyrsta sinn, sem þessi eftirsótti bikar var í vörslu liðs utan Reykjavíkur. Alls varð Ólafur þrisvar íslandsmeistari í knattspyrnu með ÍA, en hann hætti æfingum og keppni þegar hin miklu umsvif hans hófust á vegum Sementsverksmiðju ríkis- ins. Hinn 22. apríl 1956 stofnuðu 15 menn með sér félagsskapinn Lionsklúbb Akraness og var Ólaf- ur Vilhjálmsson í hópi þeirra. Alla tíð síðan eða í rösklega 29 ár starf- aði Ólafur af áhuga miklum innan klúbbsins. Sótti hann vel fundi og tók virkan þátt í verkefnum klúbbsins. Við félagar hans fund- um iðulega að hann hafði einlæg- an áhuga á málefnum klúbbsins og vildi láta gott af störfum sínum leiða fyrir samborgarana og fyrir Akranes. Það er ómetanlegt fyrir sérhvert félag að eiga innan sinna vébanda trausta og starfsama menn, sem leggja sig fram við iausn á sameiginlegum verkefn- um. Slíkur félagi var Ólafur Vil- hjálmsson í Lionsklúbbi Akra- ness. Að leiðarlokum viljum við þakka honum samfylgdina og varðveita minningu hans þakklát- um huga. Eftirlifandi eiginkona Ólafs Vil- hjálmssonar er Þóra Þórðardóttir frá Grund á Akranesi, en hún er dóttir hjónanna Emilíu Þorsteins- dóttur og Þórðar Ásmundssonar, útgerðarmanns á Grund. Þóra og ólafur gengu í hjónaband hinn 23. nóvember 1945 og varð þeim tveggja dætra auðið. Eldri dóttir- in er Emilía Ólafsdóttir, gjaldkeri, gift Jóni Sigurðssyni, fram- kvæmdastjóra, og eiga þau tvær dætur. Yngri dóttirin er Krist- björg Ólafsdóttir, aðalbókari, gift Finni Gísla Garðarssyni, fiski- fræðingi, og eiga þau hjón dóttur og son. Sár harmur er nú svo fyrirvara- laust kveðinn að fjölskyldu Þóru og Ólafs og að systkinum Ólafs. P’átækleg orð fá ekki miklu breytt á slíkum stundum en hugir sam- borgaranna dvelja með ástvinum Ólafs Vilhjálmssonar og við biðj- um algóðan Guð að leggja líkn með þraut. Blessuð sé minning ólafs Vil- hjálmssonar. F.h. Lionsklúbbs Akraness, Jósef Þorgeirsson. Ása Vigfúsdóttir Nordquist - minning Fædd 2. apríl 1899 Dáin 15. júní 1985 Þegar föðuramma mín lést þann 15. þ.m. komu fram í hugann minningarnar um allt það góða og skemmtilega sem á daga okkar hefur driffð þegar við vorum sam- an. Það er eitt framar öðru sem er mér mjög minnisstætt, og fékk mig til að líta á ömmu sem vin- konu frekar en roskna ömmu. Hún bauð mér að hafa bekkjarboð fyrir vini mína, sem í þá daga var frek- ar fátítt. Áttum við krakkarnir ógleymanlega kvöldstund, og var amma miðpunktur kvöldsins Hún átti óvenju gott skap og gat. aðlag- aö sig að nánast hverju sem var. í okkar fjölskyldu var oft sagt í gamni að sú gamla gæti hreinlega búið í íerðatösku, ef því væri að skipta. Það spannst út frá því hversu mikið hún ferðaðist og dvaldi lengri og skemmri tíma á hinum og þessum stöðum hérlend- is sem erlendis. Þá minnist ég þess einnig er til stóð að við færum saman til Ameríku til dóttur ömmu, Elínar. Þá dvaldi amma í Hveragerði á heilsuhæli, „til að safna kröftum til ferðarinnar" sagði hún. Þurftum við að keyra á milli Hveragerðis og Reykjavíkur ótal sinnum til að útvega hitt og þetta til ferðarinnar, alltaf fannst henni jafn gaman, sérstaklega fannst ömmu sniðugt er passa- myndirnar voru teknar af okkur og Ijósmyndarinn spurði hvort við værum systur. Ég man hvað hún hló og var ánægð með hólið. Já, hún var ungleg og glöð kona sem smitaði út frá sér bjartsýni og krafti. Það þarf varla að taka það fram að ferðalagið til Ameríku gekk eins og í sögu þó þaö tæki 20 klukkutíma með töfum. Þá var amma 77 ára gömul Hún átti ekki í neinum vandræðum með að tjá sig án oröa i því stóra landi Amer- íku, þvi enskukunnáttan var ekki mikil, brosið hennar milda og stríðnislega var allstaðar tekið gott og gilt. Fyrir nokkrum árum flutti hún svo á Dvalarheimilið Hlíf á ísafirði, í nýja einstakl- ingsíbúð, sem hún gat gert með eindæmum heimilislega og nota- lega. Var mér sá heiður falinn að sauma gluggatjöld fyrir hana og kostaði hún mig vestur í þeim er- indagjörðum. Sú ferð mun aldrei gleymast, gleðin og þakklætið sem ég fékk fyrir verður mér dýrmæt- ara en gimsteinn í fjársjóði minn- inganna um hana. Fannst henni svo mikið til um gluggatjöldin að hún sagðist oft leggja sig í sófann sinn og horfa á þau tímunum sam- an. Hún var dýrleg hún amma. Þar var alltaf til aukabiti fyrir hvern sem kom. „Prófaðu nú þetta, það er gott fyrir þig.“ Pabba mínum fannst gott að koma til ömmu og prófa þetta og hitt enda matmaður mikill. Geymdi amma alltaf eitthvað voða gott fyrir hann ef hann skyldi kíkja inn. Þá má ég til með að minnast á ullarsokkana sem allir kannast við sem eiga góða ömmu, þó að hæll og tá væru handónýtt, var ekkert mál bara að prjóna nýtt, og nota þá það garn sem til var í það og það skiptið, urðu margir sokkarnir ansi litrikir Söngur var ömmu hjartfólginn, hafði hún góða rödd og lag. Er við sátum saman og spjölluðum, þá greip hún oft orðin og tengdi við Ijóð sem hún kunni og söng svo Jjóð eftir Ijóð. Mikið kunni hún falleg lög. Ég man hvað dóttur minni þótti það skrítið þegar hún sagði eitthvað sem minnti ömmu á ljóð þá fór amma að syngja. Þótti okkur mæðgum gaman að þessu. Þetta var er amma bjó hjá mér um tíma. Var ég þá að vinna, en gat ráðið vinnutímanum sjálf. Tók ég ömmu með og bað hana að hjálpa mér. Það fannst henni mik- ið til um. Að gera gagn og nýta kraftana í eitthvað þarflegt. Það átti við hana, hún var dugnaðar- forkur, og vitanlega söng hún á meðan. Léttlyndið var takmarka- laust. Maður ömmu var Jón Jónsson Nordquist sjómaður frá Bolung- arvík, sem látinn er fyrir allmörg- um árum. Þau hjónin bjuggu þar lengst af og komu upp sínum börnum, þá fluttu þau til Kefla- víkur og áttu heima þar í nokkur ár eða þar til afi lést. Bolungarvík var „Víkin" hennar ömmu, alltaf var hún til í að skreppa út í Vík, og hitta vinkonur sínar og venslafólk, horfa á gamla húsið sitt og segja frá mörgu fróðlegu og skemmti- legu sem skeði þar. Þar er Jón son- ur hennar jarðaður en hann lést í blóma lífsins. Amma á fimm börn á lífi: Sverri, Viggó, Jónas, Eínu og Theódór. Það var ömmu hjartans mál að þeim vegnaði vel í lífinu og héldu góðu sambandi sín í milli. Það hefur líka orðið svo, fjölskyld- an er samrýnd, frændur og frænk- ur bera vinarhug hvert til annars. Mikið yrði hún hreykin af sínu fólki ef hún gæti séð okkur í dag, þegar við komum saman til að kveðja hana í hinsta sinn. Þá sæi hún afrakstur lífs síns, og hversu sárt við söknum hennar sem var ljósberi okkar í lífinu. Hennar kveðja var ávallt, „guð almáttugur geymi þig og blessi". Nú er hún í ■geymslu guðs, og í hjartafylgsnum okkar geymum við öll minningona um Ásu ömmu. Sigrún Viggósdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.