Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 13 Sylvester í söngtíma Kvikmyndir Árni Þórarinsson Laugarásbíó: Khinestone Vi Bandarísk. Árgeró 1984. Handrit: Phil Alden Kobinson, Sylvester Stallone. Leikstjóri: Bob Clark. Aðalhlutverk: Sylvester Stallone, Dolly Parton, Ron Leibman, Ric- hard Farnsworth. Rhinestone er svo vond mynd og misheppnuð að það er afrek út af fyrir sig. Tvær megin- ástæður eru fyrir þessu. I fyrsta lagi Sylvester Stallone og í öðru lagi Sylvester Stallone. Ef við tökum fyrri ástæðuna fyrst þá hefur Sylvester Stallone aldrei getað sannfært mig um að hann geti leikið. Maðurinn er eins og gaddfreðin ýsa í framan, andlit- ið hefur tjáningarmöguleika á við notaðan fótbolta og röddin lekur út, þykk og blæbrigðalaus. Skrokkurinn er auðvitað skæs- legur fyrir þá sem hafa smekk fyrir uppstöfluðum vöðvabúnt- um. Hvað varðar seinni ástæð- una er deginum ljósara með þessari mynd, að geti Sylvester Stallone ekki leikið þá getur hann því síður sungið. I Rhine- stone hyggst Stallone, sem getur hentað þokkalega í barsmíðam- yndir eins og Rocky og First Blood, bæði leika gamanleik og syngja kúrekasöngva. Hann get- ur sumsé hvorugt. Þar með er þessi kvikmynd auðvitað andvana fædd. Við þetta bætist gjörsamlega ófynd- in og náttúrulaus saga um sam- band Stallone og Dolly Parton, en Parton leikur sveitasör.gkonu sem þarf að vinna veðmál með því að gera sveitasöngvara úr Stallone, sem áður starfaði við leigubílaakstur í New York. í myndinni er gengið út frá því að Parton geti gert þetta. Það er misskilningur, eins og allt ar.nað í Rhinestone. Handrit Stallones og Robinsons er ótrúlega hallær- islegt og Bob Clark leikstjóri veit ekki sitt rjúkandi ráð og reynir að bjarga því sem bjargað verður með ýktum farsaleikstíl. Það bjargar nákvæmlega engu. Eini plúsinn við Rhinestone er Dolly Parton, sem hefur, eins og Stallone að sínu leyti, mikinn skrokk með mjúkum bylgjum. Dolly getur líka sungið. Hún hef- ur sjarma. Afturámóti sannar hún ekki frekar en aðrir i mynd- inni að hún geti leikið. Enda er það til of mikils mælst miðað við aðstæður. Hetjan og hatrið Svo hefurðu vísifingur við hliðina á löngutöng ... Dolly Parton reymr ao leiðbeina Sylvester Stallone í Rhinestone. Austurbæjarbíó: Týndir í orrustu — Missing in Action ★ Handari.sk. Árgerð 1984. Handrit: James Bruner. Leikstjóri: Joseph Zito. Aðalhlutverk: Chuck Norris, M. Emmet Walsh. Chuck Norris mun um þessar mundir vera kominn með tærnar þar sem þeir hafa hælana Clint og Kalli Brons í amerísku töff- deildinni. Sú deild sérhæfir sig í því að vera svipbrigðalaus og þögul, samanbitin og höggekta, og að depla ekki auga þegar fjandmennirnir eru dritaðir niður. Chuck Norris er skárri leikari en Kalli Brons, en hefur ekki hið kalda segulmagn Eastwoods. Hann hefur til þessa mestmegnis einbeitt sér að svo- kölluðum karatemyndum, enda útskrifaður bardagamaður í þeirri kúnst. Upp á 3Íðkastið hefur hann hins vegar fært sig upp á skaftið í annars konar hasarmyndum og sú nýjasta, Code of Silence, er sögð sýna Norris sem verðugan arftaka Eastwoods. Síðar kemur í ljós hvort þetta stenst. Að minnsta kosti sýnir myndin Missing in Action ekki fram á slíkt. Hún er ein a.m.k. þriggja nýlegra hasarmynda (hinar tvær eru Uncommon Val- our og Rambo: First Blood) sem ganga út frá því að bandarískir hermenn séu enn á lífi í fanga- búðum í Vietnam og að unnt sé að leysa þá úr prísundinni með einkaframtaki í hernaðaraðgerð- um. Missing in Action notar þessa hugmynd af makalausri einfeldni sem birtist í skiln- ingsvana hatri á Víetnömum. Það vill til að myndin er svo subbulega illa gerð að hún er ómarktæk, einnig sem hasar- mynd. Norris hefur nokkra reisn í hlutverki björgunarmannsins en framleiðslan er að flestu leyti bullandi fúsk, bæði faglega og siðferðilega. Chuck Norris — næsti konungur töffaranna? Helgi Hálfdanarson: Strákapör? Svo virðist sem viðhorf al- mennings til náttúruverndar hafi mjög breytzt til batnaðar að undanförnu. Skilningur á nauð- syn góðrar umgengni um landið hefur aukizt, svo að öll vanhirða og hugsunarlaus átroðningur sætir vaxandi ámæli; að ekki sé minnst á vísvitandi spjöll á gæð- um og fegurð landsins, hvort sem eru viðkvæmir staðir í óbyggðum eða kærkomin nátt- úruprýði á þéttbýlissvæðum. Þegar afráðið var að fórna friðsæld Elliðaárdals fyrir stór- umferð, var því heitið, að nátt- úrufegurð hans skyldi varðveitt á hverju sem gengi. Enda býst ég við að fleiri en ég hafi einsett sér að taka Höfðabakkabrú í sátt sem illa nauðsyn og reyna að meta umfram allt augljósa kosti hennar, hvort sem hún hefði ver- ið skár komi'n annars staðar eða ekki. Hitt var þó ljóst, að Elliöa- árdalur yrði aldrei framar sú friðarvin óspilltrar náttúru, sem vaxandi bæ var ómetanleg. En öll áform til bjargar því sem bjargað yrði, voru góðra gjalda verð. Og nú hefur það fróma loforð verið haldið á þann hátt, að höf- uðprýði dalsins hefur verið brott numin; einhver sérkennilegasta og fegursta náttúrugersemi alls Reykjavíkursvæðis, Kermóafoss, er horfin. Ekki verður annað séð, en hér sé um að ræða einhver hin sið- lausustu náttúruspjöll sem sög- ur fara af á Íslandi. Og í þokka- bót hefur verið þannig frá geng- ið, meðal annars með múrverki, að sem torveldast yrði úr að bæta. Þó tekur út yfir, að ekki er viðlit að sjá neinn tilgang með skemmdarverkinu; engu er lík- ara en það hafi verið unnið af hreinum prakkaraskap. Enn er samt ótalið það sem mesta furðu vekur. Augljóst er, aö þarna hefur allt farið með fullri vitund borgaryfirvalda, hver sem þau voru, eða beinlínis fyrir atbeina þeirra. Án þess var engin leið að koma við slíkum tilþrifum og láta verksummerki blasa við allra sjónum upp frá því. Naumast er nema von, að ýms- um bæjarbúum þyki ástæða til að óska skýringa á verknaði þessum frá réttum aðiljum, enda ætti þeim tæpast að vera þar launung á. Því er þess vænzt, að hver sem ber ábyrgð á afdrifum Kermóafoss, geri opinberlega grein fyrir því raski sem þar hef- ur gert verið og tilgangi þess, ef einhver er, svo að allur almenn- ingur fái að vita með vissu, hvort sá hafi höggvið sem hlífa skyldi, eða hvort tiltækið á sér einhverj- ar boðlegar málsbætur. Morgunbladið/ Björn Guðmundsson Afkomendur hjónanna Guðrúnar Sigtryggsdóttur og Jóns Sigurðssonar við afhjúpunina. Arnarstapi: Minnisvarðinn Bárður Snæfellsás afhjúpaður Ólafsrík, 18. júni. Margt manna var samankomið við afhjúpun Bárðar Snæfellsáss, minnis- varða, sem reistur er í minningu hjónanna Guðrúnar S. Sigtryggsdóttur og Jóns Sigurðssonar og sonar þeirra Tryggva. 17. JÚNÍ var afhjúpaður á Arnar- stapa á Snæfellsnesi mikill minnis- varði, sem ber nafn Bárðar Snæfells- áss þess er þjóðsagan segir að átt hafi bústað í Snæfellsjökli. Minnis- varða þennan gerði Ragnar Kjart- ansson, myndhöggvari. Er minnis- varðinn reistur fyrir atbeina afkom- enda hjónanna Guðrúnar Sig- tryggsdóttur og Jóns Sigurðssonar, sem lengi bjuggu á Bjargi á Arnar- stapa, í minningu þeirra hjóna og sonar þeirra Trausta, sem varð úti á Jökulhálsi 1928, þá tvítugur að aldri. í tengslum við afhjúpun minn- isvarðans var haldið ættarmót á Arnarstapa og sóttu það um 120 manns, afkomendur þeirra Jóns og Guðrúnar, makar þeirra og börn. Guðrún Sigtryggsdóttir hefði orðið 107 ára þann 16. júní en Jón Sigurðsson 109 ára á árinu. Myndina afhjúpuðu fimm konur sem allar bera nafn ömmu sinnar Guðrúnar Sigtryggsdóttur. Minnisvarðinn sem var reistur á svonefndum Nónhól með leyfi og velvilja náttúruverndarráðs og heimamanna á Arnarstapa er stórt og tilkomumikið verk hlaðið úr hörðu hraungrýti sem fékkst í Háahrauni ofan Malarrifs. Fyrst var grafið á fast og steyptur stöp- ull 4x5 metrar að flatarmáli og síðan hlaðið. Minnisvarðinn er 6 metrar að hæð og fóru hátt í 300 tonn af grjóti í hann. Á minnis- varðann er síðan fest steinplata með nöfnum og fæðingar- og dán- ardægrum þeirra þriggja, sem minnst er. Setur þetta mannvirki mikinn svip á umhverfið. Fréttaritari átti stutt spjall við Ársæl Jónsson á Hellissandi, einn gefendanna. Hann kvaðst vera af- ar ánægður með verkið og ekki síður hve miklum velvilja það hefði mætt hjá náttúruverndar- raði og oðrum. Minnisvarðinn væri glæsilegt verk sem nyti sín vel í yndisfögru umhverfi. Ársæll sagði þau sem fyrir þessu stóðu vera í mikilli þakkarskuld við Ragnar Kjartansson höfund verksins. Hann hefði frá því fyrsta lagt mikla alúð í þetta verk og sýnt þvi góðan hug. Nú stæði þetta verk væntanlega um ókomna tíð og þjónaði þeim tilgangi, sem því var ætlaður og bæri að auki höfundi sínum verðugt vitni. Helgi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.