Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ1986 3 Forseti íslands sæmd heiðursdoktorsnafnbót FORSETI íslands, Vigdís Finnbogadóttir, var í gær sæmd heióursdoktors- nafnhót við háskólann í Grenoble í húmanískum fræðum. Haraldur Kröyer, sendiherra ís- forsetinn um tungumálið lands í Frakkiandi, var viðstaddur athöfnina og sagði Halldór Reyn- isson forsetaritari í samtali við Morgunblaðið, að sendiherrann lýsti athöfninni þannig, að hún hefði hafizt með því, að forsetinn gekk i saiinn í fylgd rektors há- skólans og fulltrúa menntamála- ráðherra Frakklands í Grenoble. Fulltrúinn flutti fyrst stutt ávarp, og síðan tók rektorinn til máls. Minntist hann í ræðu sinni á ís- lenskar fornbókmenntir og hlut- verk þeirra í menningarsögu Vest- urlands. Einnig rakti hann tengsl íslands og Frakklands, og hlut- verk Vigdísar Finnbogadóttur í því að stuðla að menningarsam- skiptum landanna en hún stund- aði á sínum tíma nám í Grenoble. Þegar rektorinn hafði lokið máli sínu sæmdi hann forseta íslands tákni heiðursdoktors, en það er hermelínskragi sem borinn er um hálsinn. í ávarpi sínu þakkaði Vigdís Finnbogadóttir auðsýndan heiður. Hún minntist þeirra áhrifa sem hún hefði orðið fyrir í Grenoble, þegar hún kom þangað 19 ára gömul, og hvernig hún hefði reynt að koma þeim á framfæri, þegar heim kom án þess að glata sinum íslenska menningararfi. Þá ræddi Samningar ASÍ og VSÍ: Iðja og Fram samþykktu — mikil fundahöld hjá verkaiýðsfélögum IÐJA, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, samþykkti í gær nýgerða skammtímasamninga ASÍ og VSÍ með 74 atkvæðum gegn 2. Samning- arnir voru einnig samþykktir hjá verkalýðsfélaginu Fram i Sauðár- króki í fyrrakvöld. Fjöldi verkalýðsfélaga hafði boðað til funda um samningana i gærkvöldi og mörg halda sína fundi í kvöld. Svo samningarnir taki gildi þurfa þeir að hljóta staðfestingu fyrir kl. 12 á þriðju- daginn, 25. júni. Síðustu fundir i verkalýðsfélögunum verða haldnir á mánudagskvöldið, m.a. i Verka- mannafélaginu Dagsbrún i Reykjavík. Reyðarfjörður: Austursfld hf leggur nið- ur alia vinnu þar til í haust Reyðarfirði, 3. júni EKKI lagasl atvinnumálin hér á Reyðarfirði, þar sem Austursfld hf. leggur niður alla vinnu nú þar til í haust, er sfldveiðar hefjast. Búið er að segja öllu starfsfólki upp frá og með miðjum júní, en hjá Austursíld hafa starfað 25 manns í vetur. Afli frá miðjum janúar til apr- ílloka var 446 tonn, að auki lítils- háttar af ufsa og ýsu, en annars eingöngu þorskur. Fiskurinn fór að mestu jafnóð- um og hann var verkaður. Um mánaðamótin maí-júní var búið að skípa 105 tonnum af salt- fiski á Spán og Portúgal. Reiknað er með að afskipun verði lokið fyrir miðjan júní. Reikna má með að flest af þessu fólki verði að leita á aðra staði á landinu eftir vinnu, því hér er hvert pláss skipað. Gréta um tungumáliö sem uppistöðu menningar og hvernig Frakkar ekki síður en íslendingar varðveittu tunguna. Hún sagði að það væri nauðsyn hverri þjóð að varðveita eigin tungu, arfleiða komandi kynslóðir að henni, án þess þó að útiloka utanaðkomandi áhrif. Að lokinni athöfninni var hald- in stutt móttaka i háskólanum þar sem forseta íslands gafst færi á að hitta prófessora háskólans. Borg- arstjóri- Grenoble, sem einnig er forseti þings Alpahéraðanna í Frakklandi, bauð forseta í mót- töku seinna um daginn, en í gærkvöldi var hún viðstödd tón- leika Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. AP/Símamynd Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir tekur viö heióursdoktorsnafnbót úr hendi rektors Saint Martin d’Heres-háskólans, Jean Laverdrin. Og enn er Daihatsu Charade a toppnum og aldrei betri Daihatsu Charade vann sinn fyrsta sigur í spar- aksturskeppni haustiö 1979 og síðan hefur sigur- ganga hans meðal íslenskra kaupenda veriö óslitin og 2300 Charade eru nú á götunni. Þaö var Dai- hatsu Charade diesel sem sigraði í keppninni sl. helgi með 3,72 I pr. 100 km og varð Daihatsu Charade þriðji í bensínflokki með 4,12 I pr. 100 km. En þaö segir ekki alla söguna þótt diesel- og bensínbílar Daihatsu og annarra japanskra fram- leiðenda eyði sáralitlu. Það sem hefur gerst er að bensíneyðslan hefur minnkað ár frá ári, en Dai- hatsu Charade hefur engu að síöur stækkað að utan og innan, en verðið breyst lítið hlutfallslega. í dag bjóðum við Daihatsu Charade, glæsiiegan rúmgóðan 5 manna bíl á aðeins krónur 329.800 Allir þekkja gædin, þjónustuna og endursöluna hjá Daihatsu. □AIHATSU umboðiö Ármúla 23 — 81733 — 685870. BILASYNING A MORGUN Komið, skoðið og reynsluakið Daihatsu Charade, Daihatsu Rocky og Daihatsu Cab Van 4W sendibílnum. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.