Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNl 1985 Ljósmyná Páll A. Pálsson Veður var hið besta á þjóðhátíðardaginn á Akureyri þegar skólaslit menntaskólans fóru fram. Hér eru nýstúdentarnir 117 sem fengu prófskírteini sín afhent sama dag. 117 stúdentar útskrifast frá MA Skólaslit Menntaskólans á Akureyri fóru fram á þjóðhátíðardaginn 17. júní samkvæmt gamalli hefð skólans. Útskrifaðir voru 117 nem- endur og hlaut Halldóra Gunnlaugsdóttir af eðlisfræðibraut hæstu einkunn, eða 9,28. Semidúx var Elvar Aðalsteinsson, einnig af eðlis- fræðibraut, og hlaut hann einkunnina 9,09. Útskriftin fór fram í Akur- eyrarkirkju eins og venja hefur verið sl. 20 ár og flutti Tryggvi Gíslason, skólameistari, ræðu við athöfnina. Einnig flutti Bragi Sigurjónsson ræðu fyrir hönd 50 ára stúdenta, Anna Jó- hannesdóttir fyrir hönd 40 ára stúdenta, Iðunn Steinsdóttir fyrir hönd 25 ára stúdenta og Gunnar Stefánsson fyrir hönd 10 ára stúdenta. Að venju komu júbílantar ekki tómhentir til athafnarinn- ar og færðu 50 ára stúdentar skólanum ensk-islenska orða- bók að gjöf, 40 ára stúdentar gáfu í minningarsjóð Þórarins Björnssonar, 25 ára stúdentar gáfu í málastofusjóð og 10 ára stúdentar gáfu sérstakt sjón- varp og myndsegulband til kennslu. „Það var óvenju vel mætt og voru um 80 af árgangi 10 ára stúdenta mættir til að halda upp á stúdentsafmælið og yfir helmingur af öðrum afmælis- árgöngum mættu til leiks," sagði Jóhann Sigurjónsson, konrektor, í samtali við Morg- unblaðið. Alls voru um 600 við- staddir útskriftina og sagði Jó- hann að margir hefðu orðið frá að hverfa vegna þrengsla í kirkjunni og var staðið utan dyra sem innan. „Flestir afmælisstúdentarnir komu til Akureyrar 14. eða 15. júni og voru haldin sérstök hóf fyrir hvern árgang 15. og 16. júní,“ sagði Jóhann. „Svo komu allir júbílantarnir saman þann 16. i Sjallanum og var þá mikið fjör.“ Útskriftin fór fram fyrir há- degi á 17. júní og um eftirmið- daginn voru um 400 til 500 manns saman komnir í gamla skólahúsinu til kaffidrykkju í boði skólans. Hátíðarmáltíð nýstúdenta var svo haldin í Sjálfstæðishúsinu um kvöldið og samkvæmt hefð gengu þeir í skrúðgöngu um bæinn á mið- nætti. „Skrúðgangan setur alltaf mikinn svip á bæinn og ekki spillti góða veðrið fyrir," sagði Jóhann, en á Akureyri var sól- skin og blíða á þjóðhátíðardag- inn allan. Menntaskólinn á Akureyri er eini skólinn, sem enn heldur þeirri venju að útskrifa stúd- enta á 17. júní, og var Jóhann inntur eftir því hvort sú venja myndi haldast. „Það er nú verið að ræða það, en alla vega verður útskriftin á næsta ári með sama móti. Það er okkur mikils virði að júbíl- antarnir komi hingað til að halda upp á stúdentsafmælið en svo gæti farið að við héldum skólahátíð á þessum degi þótt skólaslit færu fram nokkru fyrr.“ Hvað segja þau um kjarasamningana! „Kaupmáttur eykst um 7% til 1. september“ — segir Magnús L. Sveinsson, formaður VR „ÉG HAFÐI ekki farið dult með þá skoðun mína að ég taldi mjög brýnt, miðað við það kaupmáttarhrap sem þegar hefur orðið og fyrirsjánlegt var á næstu vikum, að freista þess að gera samninga þegar í stað,“ sagði Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, er hann var spurður álits á nýgerðum kjarasamningum ASI og VSÍ. Magnús sagðist hafa talið að samkvæmt hinum lágu launatöxt- samningarnir þyrftu að koma í veg fyrir frekara kaupmáttarhrap og stefna að kaupmáttaraukningu. „Þess vegna fagna ég því, að samningar hafa nú tekist, sem gera ráð fyrir því að kaupmáttur aukist um 3 prósentustig nú þegar og samtals um 7 prósentustig til 1. september nk.,“ sagði Magnús. Hann sapði að fólk sem tæki laun um verkalýðsfélaganna hefði ekki þolað að taka á sig frekari kaup- máttarskerðingu. „Þess vegna var mjög brýnt að gera samninga nú þegar," sagði Magnús, „og að mínu mati hefði það verið mjög alvarlegt, vegna kjara þessa fólks, að halda að sér höndum fram á haustið." „Mér sýnist nokkuð vel hafa tekist til miðað við aðstæður“ — segir Sigurður Óskarsson formaður Alþýðusambands Suðurlands „ÉG ER nýbúinn að fá samninginn í hendur og hef því ekki getað kynnt mér hann til hlítar, en í fljótu bragði sýnist mér að nokkuð vel hafi tekist til, miðað við aðstæður og væntingar manna," sagði Sigurður Óskarsson formað- ur Alþýðusambands Suðurlands. „Það er mikilvægt að við losnum við þá óvissu, sem framundan var. Sumarið er sá tími þegar margir afla bróðurpartsins af tekjum sín- um og þvi er mikilvægt að tryggja vinnufrið nú. Mér sýnist að menn hafi lagt sig fram um að ná sam- komulagi og tekist að mætast á eina útskotinu, sem var í sjónmáli. Ég fagna því, þó ég sé auðvitað ekki fullkomlega ánægður með þessa samninga fremur en aðra. Nú liggur mest á að láta hendur standa fram úr ermum til að tryggja hag fiskvinnslufólksins, eins og fyrirheit eru gefin um, svo það verði ekki fyrir vonbrigðum," sagði Sigurður Oskarsson að lok- um. Þingmannafundur EFTA hófst í gær ÁRLEGÚR þingmannafundur EFTA hófst í Reykjavík í gær og af því tilefni ræddi Morgunblaðið við Per Kleppe framkvæmdastjóra EFTA, sem hér er staddur vegna fundarins. Kleppe sagði að dagskrá fund- arins væri mjög víðtæk og þar yrði rætt vítt og breitt um mál- efni samtakanna, enda væri hér um að ræða fundi, sem haldnir væru til þess að stjórnmálamenn frá löndunum gætu borið saman bækur sínar og samræmt stefn- una í ýmsum málum. „Þessir fundir eiga að miðla upplýsing- um frá EFTA til hinna einstöku aðildarríkja og öfugt, það er frá hinum einstöku ríkjum til höfuð- stöðva samtakanna," sagði Per Kleppe. Aðspurður sagði Kleppe að brotthvarf Portúgals úr EFTA, samfara inngöngu þess í Efnahagsbandalag Evrópu um næstu áramót, myndi hafa lítil áhrif á starfsemi samtakanna. „EFTA mun halda áfram að vera til í sinni núverandi mynd. Það eru engar líkur á að þau ríki, sem eftir eru í samtökunum, gangi i Efnahagsbandalagið, enda eru flest þeirra hlutlaus og geta því Sjómannadagurinn á Reyðarfirði Rejtarfirði, 4. júnf. Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur að venju. Róðrakeppni fór fram laugardag- Reyðarfjörður: Rósir frá Lionsmönnum KeróarfirAi, 3. jání. ÞEGAR Lionsmenn hvaðanæva að af landinu þinguðu á Egilsstöðum laugardaginn 1. júní buðu Lionsfé- lagar á Reyðarfirði konum þeirra og bílstjórum upp á kaffiveitingar í Fé- lagslundi. Markús Guðbrandsson hótel- stjóri sá um kaffiveitingar, en 6 félagar úr Lions tóku á móti gest- um. Að kaffisamsæti loknu gáfu Lionsfélagar öllum konunum rós um leið og gestir voru kvaddir. Gréta inn 1. júní og í kvennaflokki unnu starfsstúikur verslunar og bakarís G. Hjaltasonar en í karlaflokki vann sveit frystihúss KHB. Dansleikur var haldinn í Fé- lagslundi laugardagskvöld. Þar spilaði hljómsveit frá Akureyri, Rokkbandið. Milli 250—300 manns sóttu dansleikinn. Messað var í Reyðarfjarðar- kirkju kl. 2 e.h. Séra Davíð Bald- ursson messaði. Þar áttum við Reyðfirðingar sem sóttum kirkju þennan dag góða stund með prest- inum okkar. Tveir sjómenn lásu ritningarorð og að messu lokinni báru tvær konur sjómanna krans úr kirkju og lögðu að minnisvarða drukkn- aðra sjómanna. Eftir messu var skemmtun og grín við sundlaugina og kaffiveit- ingar voru í Félagslundi. Snæfugl sigldi til Þýskalands með 170 tonn í söluferð 1. júní sl. Gréta ekki gengið í pólitísk bandalög eins og EBE er,“ sagði Per Kleppe einnig. „Hinsvegar mun samvinna hvorra tveggju sam- takanna væntanlega aukast í framtíðinni, enda er unnið að því að efla frjáls viðskipti í allri Vestur-Evrópu og hafa þjóðar- leiðtogar rætt það á fundum sín- um, meðal annars i Lúxemborg í fyrra. Á þessum fundi hér í Reykjavík verður einmitt rætt um niðurstöður þeirra viðræðna og hvernig vinna beri að því að fylgja þeim eftir í framtíðinni," sagði Kleppe ennfremur. Fram kom hjá Kleppe að á fundinum yrði einnig rætt um viðskipti með landbúnaðar- og sjávarafurðir og aukið frelsi í þeim efnum en hingað til hefur EFTA að sögn hans einkum unn- ið að fríverslun með iðnaðarvör- ur. Per Kleppe var að lokum spurður hvort EFTA muni veita íslendingum stuðning í baráttu þeirra fyrir því að fá felldan niður toll af innfluttum saltfiski í löndum Efnahagsbandalags Evrópu. „Það vona ég,“ sagði Per Kleppe framkvæmdastjóri EFTA. Oft samið um minna með meiri fyrirhöfn — segir Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vestfjarða „AUÐVITAÐ er alltaf gott að ná samningum án átaka og mér sýnist aö oft hafi verið samið um minna en þetta með meiri fyrirhöfn," sagði Pétur Sigurðsson formaður Alþýðusambands Vestfjarða, aðspurður um nýgerða kjarasamninga. „Þá er maður auðvitað með í huga að ríkisstjórnin standi við stóni orðin og tryggi þetta eins og þeim er unnt og við skulum vona að yfirlýsingin um það haldi. Þá er möguleiki á meiri friði á vinnumarkaðinum en oft hefur verið útlit fyrir áður. En ef þetta stenst ekki verða menn auðvitað að brýna busana um áramótin,“ sagði Pétur ennfr- emur. „Hitt er svo annað mál, að þessi samningur er engin sérstök leiðrétting á kjörum fiskvinnsl- ufólks, nema síður sé. Þarna eru líka ýmsir orðaleppar, sem allir vita fyrirfram að ekki standast, eins og þegar talað er um að þeir, sem ekki hafa notið launaskriðs eigi að hækka umfram þá sem þess hafa notið. Þegar slíkt kerfi er komið á tekur það öllum laun- akækkunum hjá öðrum, þannig að þetta eru bara orð sem ekki stand- ast. Og þessar yfirlýsingar sem fylgja eru meira en litill vonarp- eningur, enda hafa slíkar yfirlýs- ingar sem gerðar hafa verið til hliðar við kjarasamninga á und- anförnum árum aldrei staðist. Þrátt fyrir þessa vankanta er ég sáttur við þessa samningsgerð nú. Ég tel það hafi verið nauðsynlegt að ná samkomulagi og þarna eru þær úrbætur þó, fyrir launþega al- mennt, að það megi alveg vel við una fram að áramótum," sagði Pétur Sigurðsson að lokum. „Þetta er betra en að bíða til haustsins“ — segir Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands „ÉG TEL það hafa verið betra að fá þó þetta núna heldur en að bíða til haustsins. Það blasti við mikið kaupmáttarhrap fram í september og þetta bjargar því þó alla vega í bili, en þetta er auðvitað skammtímasamningur. Nú verður að byrja í tíma að undirbúa kröfugerð, svo að sem hagstæðastir samningar náist um áramótin,” sagði Þóra Hjaltadótt- ir formaður Alþýðusambands Norðurlands. „Gallinn við þessa samninga er auðvitað sá að í þeim felst engin kaupmáttartrygging. Þarna er aðeins um að ræða yfir- lýsingu, en ekkert uppsagnar- ákvæði, ef hún stenst ekki,“ sagði Þóra ennfremur. „Nú verðum við að snúa okkur að því að bæta kjör fólks i fiskvinnslu og öðrum fram- leiðslugreinum, það eru fyrst og fremst þær sem eru illa borgaðar," sagði Þóra Hjaltadóttir formaður Alþýðusambands Norðurlands að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.