Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 21 Bandaríkin: Fulltrúadeildin samþykkir framleiðslu á efnavopnum Washington, 20. júní. AP. FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings þykkti í dag tillögu um framleiðslu á Þó er samþykktin háð tveimur skilyrðum: annars vegar að fram- leiðsla á vopnunum hefjist ekki fyrr en í fyrsta lagi 1987 og hins vegar að ekki verði byrjað að framleiða þau nema aðildarríki Atlantshafsbandalagsins fari formlega fram á að vopnunum verði komið fyrir í Vestur-Evrópu. 229 þingmenn samþykktu tillög- una, en 196 voru henni andvígir. Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur undanfarin þrjú ár lagt hart að fulltrúadeildinni, þar sem demókratar eru í meirihluta, að hún samþykkti framleiðslu á vopnunum, en hann hafði ekki er- indi sem erfiði þangað til nú. Öldungadeildin hefur samþykkt sams konar tillögu, en þar er ekki gert ráð fyrir neinum skilyrðum fyrir framleiðslu vopnanna. Sérstök nefnd mun fjalla um það síðar hvort skilyrði fulltrúa- deildarinnar séu bindandi eða ekki. Þess má geta að leiðtogar nokk- urra aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins hafa lýst yfir því að þeir vilji ekki að nýjum efnavopn- um verði komið fyrir í Evrópu sök- breytti fyrri ákvörðun sinni og sam- nýjum bandarískum efnavopnum. um þess pólitíska vanda sem stað- setning þeirra hefði í för með sér. Bandaríkjamenn hafa ekki framleitt efnavopn frá því 1969, en stjórn Reagans heldur því fram að þau séu nauðsynleg til að sporna við þeirri vaxandi hættu sem stafi af hernaðarumsvifum Sovét- GENGI GJALDMIÐLA Dollarinn snarhækkaði London, 20. júní. AP. Bandaríkjadollar snarhækkaði í Evrópu í dag, eftir að Ijóst var að þjóðarframleiðsla Bandaríkja- manna hafði orðið mun raeiri á öðrum fjórðungi þessa árs en gert hafði verið ráð fyrir. Reyndist hún vera 3,1 %á þessu tímabili, en var ekki nema 0,3% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Sterlingspundið féll um nær 3 sent í dag og fengust aðeins 1,2772 dollarar fyrir pundið í dag á móti 1,3105 dollurum í gær. Gengi dollarans var að öðru leyti þannig, að fyrir hvern dollara fengust 3,0840 vestur-þýzk mörk (3,0190), 2,5655 svissneskir frankar (2,5272), 9,4050 franskir frankar (9,2150), 3,4725 hollenzk gyllini (3,4045), 1.963,60 ítalskar lírur (1.931,25), 1,3673 kanadískir dollarar (1,3645) og 248,55 jen (246,95). Gull lækkaði og var verðið á únsunni 318,25 dcllarar síðdegis í dag, en var 324,75 dollarar á miðvikudag. Verkföll á Spáni Madrid, 20. júní. AP. UMFANGSMIKIL verkröll urðu á Spáni í dag, einkum á iðnaðarsvæð- unum í uorðurhluta landsins. Það var verkalýðssamband kommúnista, sem efndi til þessara verkfalla og voru þau hin mestu, sem orðið hafa á Spáni síðan jafnaðarmenn komust þar til valda fyrir nær þremur árum. Markmiðið með verkföllunum var að mótmæla ákvörðun spönsku stjórnarinnar um breyt- ingar á því fyrirkomulagi, sem ríkt hefur varðandi eftirlauna- greiðslur í landinu. Lögreglan handtók forsprakka verkfallsmanna í Aragon, Katal- óníu og Taragona, eftir að verk- fallsverðir höfðu komið í veg fyrir, að verkamenn, sem vildu vinna, kæmust til verksmiðja sinna. Verulegar truflanir urðu á flugsamgöngum, bæði innanlands og milli landa. Ferðir járnbrauta fóru einnig víða úr skorðum. magn fannst einnig í hinum skáp- unum eða samtals 700 kg af marijú- ana. Mikill fíkniefna- fundur í Svíþjód Stokkhólmi, 19. júní. Frá frétUritnra Mor^unbladsins. S/ENSKA lögreglan hefur komið upp um cina stærstu marijúana-sendinguna til Svíþjóðar til þessa. Var þarna um 700 kfló að ræða að verðmæti um 35 millj. s. kr. (um 165 millj. ísl kr.). Það sem vekur ekki hvað minnsta athygli er, að þessi fundur átti sér stað í stöðvum lögreglunnar. Engir lögreglumenn liggja þó undir grun. Einhverjir þeirra kunna þó að verða grunaðir um skort á ímyndunarafli. Upphaf þessa máls er það, að lögreglan í Stokkhólmi lagði í vetur hald á hús- gögn hjá húsgagnasala einum, sem grunaður var um fíkniefnasölu. Maður þessi, sem er sænskur, flutti sl. haust inn gám fullan af hús- gögnum frá Thailandi. Þegar lögreglan fékk vísbendingu frá Thailandi um fíkniefnasending- una, var þegar búið að skipa upp gáminum. í vörugeymslu húsgagna- salans í Stokkhólmi fannst síðan vottur af marijúana og við nánari leit fann lögreglan þar 300 kg af fíkniefninu. Þetta lét lögreglan sér nægja, enda strax álitlegur fundur. Hald hafði hins vegar verið lagt á öll húsgögnin, þar á meðal tíu skápa, sem ekkert hafði fundizt í. Var þeim síðan komið fyrir í kjallara í lögreglustöðinni í Stokkhólmi. Manni einum, sem starfar hjá lög- reglunni, fannst þó eitthvað grun- samlegt við skápana og í síðustu viku tók hann sig til og tók einn þeirra í sundur. Fundust þar þá strax 70 kg af marijúana. Sama Mannskæðir bar- j' dagar milli Iraka og Irana Bagdad, 20. júní. AP. ÍRAKAR segjast hafa fellt fjölda ír- anskra hermanna og tekið marga til fanga í hörðum bardögum í dag. Talsmaður íraska herráðsins fullyrti í dag, að þrír herflokkar írana hefðu ráðizt á stöðvar íraka andspænis Qasr-E Shirin. frökum hefði hins vegar tekizt að tvístra írönsku hermönnunum gersam- lega. „Flestir þeirra voru drepnir og brunnin lík þeira lágu eins og hráviði á vígvellinum," sagði tals- maðurinn. Jafnframt hefðu marg- ir íranskir hermenn verið teknir til fanga. íranska fréttastofan IRNA skýrði svo frá, að íranski herinn hefði í dag ráðizt fram í þremur fylkingum og lagt til atlögu við íraka á svæðinu við Qasr E-Shirin og fellt þar 250 hermenn íraka. Með bros á vör í Kaupmannahöfn JANNI Spies, 22 ára og ríkasta stúlka Danmerkur, sést hér ásamt vini sínum, sænska leikaranum og leikstjóranum Gunnari Hellström, sem er 58 ára að aldri. Mikið er nú rætt um samband þeirra Gunnars og Janni í Danmörku, en hún er ekkja Simons Spies og því erfingi að miklum hluta af auðæfum hans. „Við ætlum ekki að giftast, við ætlum ekki að trúlofast, við erum bara góðir vinir,“ sagði Janni, er fréttamenn flykktust að henni og Gunnari, hvert sem þau fóru í Kaupmannahöfn. Þangað kom Gunnar á sunnudag frá Los Angeles, þar sem hann hefur stjórnað ýmsum kunnum sjónvarpsþáttum, þar á meðal mörgum Dall- as-þáttum. Veður víða um heim L»g»t Htest Akureyri 8 skýjaó Amsterdam 9 18 rigning Aþena 20 32 heiöskírt Barcelona 21 léttsk. Berlin 12 20 skýjaó Brtlssel 8 20 rigning Chícago 9 22 heiðskírt Dublin 9 18 heiósklrt Feneyjar 8 16 rigning Frankfurt 12 22 rigning Genf 11 16 rigning Helsinki 13 20 skýjað Hong Kong 28 26 rigning Jerúsalem 17 24 heióskjrt Kaupmannah. 18 skýjaó Las Palmas 24 léttsk. Lissabon 16 22 heióskirt London 12 20 skýjaó Los Angeles 18 27 heióskirt Lúxemborg 11 rigning Malaga 24 rigning Mallorca 24 rigning Miami 6 16 rigning Montreal 12 21 skýjaó Moskva 9 22 skýjaó New York 19 26 skýjað Osló 10 22 heióskírt París 11 19 heióskirt Peking 20 30 skýjaó Reykjavík 13 skýjað Ríó de Janeiro 15 27 heiðskirt Rómaborg 11 27 skýjaó Stokkhólmur 11 21 skýjaó Sydney 9 16 rigning Tókýó 17 22 skýjað Vínarborg 8 17 rigning bórshöfn 9 þoka Vestur-þýskur dómstóll: Uppsetning Pershing- eldflauga ólögleg Frankfurt, 20. júní. AP. C-J Frankfurt, 20. júní. AP. SAMKVÆMT dómi vestur-þýsks héraðsdómstóls, sem kvcðinn var upp í gær, braut ríkisstjórnin lög árið 1983 með því að samþykkja uppsetningu 108 bandarískra eldflauga af Pershing 2-gerð í Þýskalandi. Dómarinn, Christoph Jahr, sagði að ríkisstjórnin hefði látið undir höfuð leggjast að sinna hin- um lagalegu hliðum málsins þegar hún samþykkti uppsetningu eld- flauganna. Því væri ákvörðunin í raun ólögleg, enda hefði Sam- bandsþingið þurft að samþykkja ákveðin lög áður en unnt hefði verið að koma eldflaugunum fyrir á þýskri grund. Lögfræðingar vestur-þýsku stjórnarinnar geta áfrýjað dómn- um til æðri dómstóls. Samt er tal- ið að dómsúrskurðurinn hafi eng- in áhrif á uppsetningu eldflaug- anna, en nú hefur um það bil helmingi þeirrra verið komið fyrir. Dómarinn sýknaði einnig í dag 6 mótmælendur, sem handteknir voru skammt frá Frankfurt 1983 í mótmælaaðgerðum gegn stefnu stjórnarinnar í eldflaugamálinu. @%ávl(cll <g). @f. <g). Er meö nýjustu tískuklippingar sem einnig voru sýndar á hárgreiðslusýningu okkar í Broadway í vor. Einnig tískupermanent og litanir. Veriö velkomin. Sóley Herborg Skúladóttir hárgreiðslumeistari Laugaveg 82, á horni Barónsstígs II hæö. Sími 14477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.