Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 25. júní Laxfoss 9. júlí Bakkafoss 15. júti Gity of Perth 23. júli NEW YORK Bakkafoss 24. júni Laxfoss 8. júlí Bakkafoss 16. júli City of Perth 22. jútí HALIFAX Bakkafoss 18. júlí BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 23. júní Alafoss 30. júni Eyrarfoss 7. júlí Alafoss 14. júli FELIXSTOWE Eyrarfoss 24. júni Alafoss 1. júli Eyrarfoss 8. júlí Alafoss 15. júlí ANTWERPEN Eyrarfoss 25. júni Alafoss 2. júli Eyrarfoss 9. júli Alafoss 16. júlí ROTTERDAM Eyrarfoss 26. júni Alafoss 3. júli Eyrarfoss 10. júli Alafoss 17. júli HAMBORG Eyrarfoss 27. júní Álafoss 4. fúli Eyrarfoss 11. júli Álafoss 18. júlí GARSTON Fjallfoss 1. júlí Fjallfoss 15. júlí P1NETAR Skeiösfoss 21. júni LISSABON Skeiösfoss 15. júli NORDURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN Reykjafoss 21. júní Skógafoss 29. júni Reykjafoss 5. júlí Skógafoss 13. júli KRISTIANSAND Reykjafoss 24. júní Skógafoss 1. júli Reykjafoss 8. júlí Skógafoss 15. júli MOSS Reykjafoss 25. júni Skógafoss 2. júlí Reykjafoss 9. júlf Skógafoss 16. júli HORSENS Reykjafoss 27. júní Skógafoss 4. júlí Reykjafoss 11. júlí Skógafoss 18. júli GAUTABORG Reykjafoss 26. júni Skógafoss 3. júli Reykjafoss 10. júli Skógafoss 17. júlí KAUPMANNAHOFN Reykjafoss 28. júni Skógafoss 5. júlí Reykjafoss 12. júlí Skógafoss 19. júlí HELSINGBORG Reykjafoss 28. júní Skógafoss 5. júli Reykjafoss 12. júlí Skógafoss 19. júlí HELSINKI Lagarfoss 24. júni GDYNIA Lagarfoss 22. júní PÓRSHÖFN Skógafoss 29. júní Skógafoss 13. júli UMEÁ Lagarfoss 26. júní Givle Lagarfoss 27. júni RIGA Lagarfoss 28. júni EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sími: 27100 Fræðsluþættir frá Geðhjálp Dagvisi taruppel t li Morgunblaðið mun á næst- unni birta nokkra fræðslu- þætti frá Fóstrufélagi ís- íands. Frá lokum siðari heimstyrjald- arinnar og fram á þennan dag hafa orðið stórfelldari breytingar í íslensku þjóðfélagi en dæmi eru um, á ekki lengra tímabili, frá því íand byggðist. Þessar breytingar hafa ekki sist orðið á fjölskylduformi. Sú fjöl- skyldugerð er áður var algengust, að saman bjuggu 3 til 4 ættliðir, og vinna fór að mestu leyti fram á heimlinu þar sem hver einstakl- ingur hafði sínu hlutverki að gegna í framleiðslunni, bæði börn og fullorðnir, er nú að mestu liðin undir lok. f þess stað er nú algengasta fjöl- skylduformið foreldar og eitt til tvö börn. Framleiðsla á heimilum er hverfandi og um 80% húsmæð- ra stunda vinnu utan heimilis. Kemur þar margt til, m.a. aukin menntun, aukið jafnrétti kynj- anna og síðast en ekki síst sú stað- reynd að til þess að geta uppfyllt þær lífsgæðakröfur sem almennt eru gerðar í dag, nægja ekki ein laun. Til þess að mæta þessari þróun hafa á síðustu tveim ára- tugum verið gerðar stórauknar kröfur um byggingu dagvistar- heimila fyrir þörn. Eins og það er sjálfsagður réttur beggja foreldra að ákveða sjálf hvort þeir stunda vinnu utan heimilis, er það ekki síður réttur barna þeirra að eiga þess kost að dvelja á dagvistar- heimilum með vel menntuðu starfsfólki meðan foreldrarnir eru við vinnu. Þó fjöldi dagvistarheimila í Reykjavík hafi nær fimmfaldast á síðustu tveim áratugum, eru því miður enn að mestu leyti for- gangshópar, þ.e. einstæðir foreldr- ar og námsmenn, sem eiga rétt á dagheimilisplássi (heildagsvistun) fyrir börn sín. Á leikskóla (4—5 stundir á dag) eiga allir jafnan rétt. Þetta þarf að breytast þannig að foreldrar geti sjálfir valið það form dagvistar fyrir börn sín, er þeim hentar best. { lögum um byggingu og rekstur dagvistarheimila fyrir börn frá árinu 1976 er kveðið á um að markmið dagvistarheimila sé að gefa börnum kost á að njóta hand- leiðslu sérmenntaðs fólks í upp- eldismálum og búa þeim þau upp- eldisski lyrði er efli persónulegan og félagslegan þroska þeirra. Ennfremur segir í lögunum að for- stöðumaður dagvistarheimilis og annað starfslið er annast fóstru- störf skuli hafa hlotið fóstru- menntun. Árið 1981 var samþykkt frum- varp til laga, flutningsmaður Guð- rún Helgadóttir, um breytingu á lögum um byggingu og rekstur dagvistarheimila, um að gerð verði námskrá á vegum mennta- málaráðuneytisins er kveði nánar á um markmið og leiðir i uppeld- isstarfi á dagvistarheimilum í samráði við þá er að uppeldis- og skólamálum vinna. Nefnd skipuð af menntamálaráðuneytinu hefur unnið að uppeldisáætlun fyrir dagvistarheimili og mun nú hafa lokið störfum. „Til þess að ná sem bestum árangri þarf ekki aðeins allt starfs- fólkið að taka þátt í gerð áætlunar fyrir heimilið heldur einnig foreldrar og börn, þegar hægt er að koma því við. Þátttaka foreldra í áætlanagerðinni hefir mikið að segja, einkum með það í huga að for- eldrar fylgist betur með og átti sig á uppeldis- starfinu á dagvistar- heimilinu.“ Skýrsla nefndarinnar verður án efa mikill stuðningur við uppeld- isstarfið í framtíðinni. Hlutverk dagvistarheimila á að vera að búa börnunum, í samvinnu við foreldra, umhverfi, er styður við uppeldi heimilanna. Keppa verður að því að barnið þroskist sem sjálfstæður einstakl- ingur, fús til samvinnu og fær um að nota þekkingu sína til hagsbóta fyrir sjálfan sig og aðra. Dagvistarheimili verða því að veita börnum öryggi, jafnframt því að sjá um að þau hljóti þau tækifæri er örvar þörf þeirra til að kanna umhverfi sitt, auki við reynslu sína og starfsvilja. Miða verður starfið við aldur og þroska hvers einstaklings. Fyrstu ár barnsins er mikilvæg- asta þroskunarmótunarskeiðið. Því er uppeldishlutverk dagvist- arheimila mjög mikilvægt og vandasamt. Margar kenningar og uppeld- isstefnur siðari ára hafa vakið mikla athygli og haft áhrif á starfshætti dagvistarheimila. Nauðsynlegt er að fóstran vinni markvisst og geri sér grein fyrir hversvegna hún velur þær starfs- aðferðir er hún notar. Dagskipulag og markmið þurfa að vera ákveðin og inn í þau flétt- ast alhliða örvun allra þroska- þátta. Daglegar venjur s.s. hreinlæti og hreinlætisvenjur, máltíðir, hvíldartímar, aðstoð við að klæða sig úr og í, útivist og frjáls leikur, er mikilvæg undirstaða uppeldis á dagvistarheimilum. Þessar athafnir gefa mörg tæki- færi til örvunar hinna ýmsu þros- kaþátta og ekki síst þarna þarf fóstran að vera meðvituð um að hvaða markmiði hún stefnir. Börnin þurfa að fá tækifæri til að taka þátt í sem flestum fram- kvæmdum innan dagvistarheimil- isins, s.s. innkaupum, tiltektum, aðstoð í eldhúsi, viðhaldi á hlutum heimilisins t.d. bókum og spilum o.fl. Með því víkkar sjóndeildar- hringurinn, samkennd og tillits- semi eykst. Samtöl, frásagnir, lestur og söngur eru einnig stór liður í uppeldisstarfi dagvistarh- eimila. Auk þess að vera miðill til fræðslu, er það örvun á heilbrigðu mati barnsins á sjálfu sér og öðr- um, örvar málnotkun, eykur orða- forða og skilning á hugtökum. Barnið þarf að fá tækifæri til að segja frá eigin reynslu og hugsun- um, og læra að hlusta á frásagnir annarra. Vanda verður val á bókum til lestrar fyrir börnin, þær verða að vera á góðu máli og hæfa þroska hvers aldurshóps. Söngur og hljóðfærasláttur, hreyfingar eftir hljoðfalli (rytm- ik) og söngleikir, varðveita og þroska ósjálfráð viðbrögð við tón- list og vekja forvitni á hinum ýmsu tegundum tónlistar og hljóðfæra og efla tónheyrn. Leikir, leikföng og spil Leikurinn er mikilvægur fyrir þroska barnsins, leikurinn stuðlar að því að barnið læri að tengja athafnir sínar stærri félagslegri heild, eflir félagsleg samskipti og örvar ímyndunarafl. Með því að handleika leikföngin fær barnið tilfinningu fyrir eigin- leikum hinna ýmsu efna, þyngd þeirra, litum, föstu og fljótandi efni og magni. í ímyndunar- og hlutverkaleikj- um getur barnið endurlifað hluti sem það hefur upplifað áður í samskiptum sínum við börn og fullorðna, og gefið tilfinningum sínum Iausan tauminn. Leikföng verður að velja þannig að þau örvi greind og hugmyndaflug, þau megi nota á ýmsa vegu, séu end- ingargóð og hættulaus. Þó verður að varast að leikheimurinn sé of óraunverulegur, börnin verða að fá að kynnast af eigin raun þeim athöfnum er þau leika. Margs konar spil, þar sem 2—6 ára börn geta spilað saman, hafa örvandi áhrif á hugann, um leið og börnin læra að virða leikreglur, og sætta sig við að tapa á stundum. Útivist Á leikvellinum fæst útrás fyrir hreyfiþörfina og þjálfun ýmissa hreyfinga. Útivistin hefur uppeld- islegt gildi á þann hátt að börnin kynnast breytilegri veðráttu og árstíðum, breytingum á náttúr- unni og breytilegum lifnaðarhátt- um manna og dýra. Börnum er nauðsyn að kynnast þeirri veðr- áttu er við búum við, veður á sem minnst að hamla útivist, en gera verður útivistina eftirsóknarverða með skipulögðum leikjum og kynnisferðum m.a. um nágrennið. Kynna þarf börnunum starf- semina í nágrenninu og fá dag- vistarheimilið viðurkennt sem eðlilegan þátt í lífi hverfisins. Kynnisferðir utan næsta ná- grennis eru einnig nauðsynlegar, börnin verða að fá tækifæri til að kynnast sem flestum þáttum at- vinnulífsins, skoða söfn o.s.frv. Uppeldisáætlun Eins og áður sagði hefur verið á vegum menntamálaráðuneytisins unnin áætlun fyrir uppeldisstarf á dagvistarheimilum. I henni eru sett fram markmið og leiðir starfsins og gengið út frá þroska og þörfum barnsins. Þar segir: „Uppeldisáætluninni er ætlað að vera leiðarvísir við uppeldisstörf á dagvistarheimil- um og mynda einskonar umgjörð um starfið eða sveigjanlegan starfsramma. Á grundvelli þessa leiðarvísis og með markmiðin að leiðarljósi getur sérhvert dagvist- arheimili gert sínar eigin áætlanir í samræmi við þær þarfir og að- stæður, sem fyrir hendi eru, og rætt um starfsaðferðir, sem væn- legar eru til árangurs." Þannig mun áætlunin verða hagnýt hjálp við hin daglegu störf, gerir þau markvissari, auk þess sem betri samræming ætti að verða milli dagvistarheimila og uppeldisað- staða barnanna jöfnuð. Til þess að ná sem bestum árangri þarf ekki aðeins allt starfsfólkið að taka þátt í gerð áætlunar fyrir heimilið heldur einnig foreldrar og börn, þegar hægt er að koma því við. Þátttaka foreldra í áætlanagerðinni hefur mikið að segja, einkum með það í huga að foreldrar fylgist betur með og átti sig á uppeldisstarfinu á dagvistarheimilinu. Reynsla sú, er starfsmenn hafa af vinnunni með barnahópinn og náin þekking foreldra á sínum eigin börnum, á að skapa traustan grundvöll til að byggja á það uppeldisstarf sem bæði foreldrar og starfsfólk vilja að unnið sé, og auðvelda að ná settum markmiðum. Vel menntað starfsfólk og virk þátttaka for- eldra í starfinu á dagvistarheimil- inu verður að vera fyrir hendi til þess að unnt sé að vinna mark- visst uppeldisstarf. flö PIOMEER ... OG BILLINN MERÐUR EINS OG HUÓÁ1LEIK4HÖLL Á HJÓLUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.