Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JÚNÍ 1985 33 Minning: Ragnar Stefáns- son fulltrúi Aðeins örfá orð til þess að þakka góðum vini kynnin. Raunar var Ragnar kominn á harðasprett í lífshlaupinu þegar hann gekk að eiga Sigríði Ernu systur mína úti í Vestmannaeyjum og fundum okkar bar saman eftir stríð. Og meira hvað maðurinn gat hlaupið! Hann var mikill verkmaður og að sama skapi ósérhlífinn þrátt fyrir þennan sjúkdóm sem hrjáði hann nánast frá blautu barnsbeini og hafði hann að lokum undir núna daginn fyrir þjóðhátíð. Stundum kaus hann að víkja frá þegar þrautirnar voru mestar; en kom aftur að vörmu spori og þóttist hinn hressasti. Hann var ekki að berja sér, að angra fólk með sjúkdómslýsing- um. Þó hafði hann orð á því, er mér sagt, við einn af starfsbræðr- um sínum núna undir vorið, að það færi að verða tímabært að hverfa á vit forfeðranna einsog það hét hjá honum. Hann var þá orðinn æði lúinn. Þessi fylgja hans gerðist sífellt aðgangsharðari og ætli hann hafi ekki einkanlega gengið fyrir seiglunni síðustu misserin sem hann lifði. Ragnar var stundum að basla við að vera snefsinn hélt hann víst — heilmikið hörkutól — þegar annirnar voru mestar, en það var svo grunnt á þessu og honum gekk svo bölvanlega að ráða við grím- una að það var næstum hlægilegt stundum. Allir sem kynntust hon- um vissu líka mætavel að hér var á ferðinni viðkvæm sál, jafnvel óvenju viðkvæm. Ragnar var ljóð- elskur öðlingur, eindæma hjálpfús og örlátur, góður eiginmaður, góð- ur faðir, einlægur vinur vina sinna. Ég veit að ég mæli fyrir munn þeirra, svo og móður minnar, systkina og annarra venslamanna, þegar ég þakka Ragnari Stefáns- syni allt gamalt og gott og óska honum fagnaðar og góðrar hvíldar hjá forfeðrunum. Gísli J. Astþórsson Að morgni hinn 16. júní sl. and- aðist Ragnar Stefánsson í Land- spítalanum í Reykjavík, eftir erf- iða sjúkdómslegu. Ragnar fæddist 19. febrúar 1918, sonur hjónanna Stefáns Jónssonar bónda á Brimnesi, Dalvík, og Eyvarar Tímótheus- dóttur frá Vatnsleysuströnd. Mér er lítt kunnugt um lífs- hlaup Ragnars fyrir árið 1950, þegar við gerðumst báðir starfs- menn hjá Sölusambandi íslenzkra fiskframleiðenda, og höfum þar starfað náið síðan. Þó er mér kunnugt um, að hann lauk námi frá Verzlunarskóla íslands og hingað til Reykjavíkur flutti hann frá Vestmannaeyjum í lok ársins 1949, ásamt eiginkonu sinni, Sig- ríði Ernu, dóttur hjónanna Ást- þórs Matthíassonar og Sigríðar Gísladóttur Johnsen. Ragnar kvæntist Sigríði hinn 28. október 1944 og var það honum mikið gæfuspor, því að þau voru mjög samrýnd og minnist ég margra góðra stunda á heimili þeirra hjóna. Sigríður og Ragnar eignuðust fjögur börn, þau Ásdísi Guðnýju, Ástþór, Önnu Eyvöru og Stefán. Barnabörnin eru nú orðin 12. Ragnar varð fyrir þeirri þungu lífsreynslu að missa eiginkonu sína snögglega hinn 11. nóvember 1979. Eins og áður segir hóf Ragnar störf hjá SÍF árið 1950 og starfaði þar til dánardægurs. Starf hans var í því fólgið að sjá um allar afskipanir og hafði hann því mikið Hannes Stefánsson Þverá — Minning Fæddur 15. maí 1910 Dáinn 21. febrúar 1985 Foreldrar hans voru Stefán Sig- urðsson bóndi á Þverá og kona hans Hjörtína Hannesdóttir. (Sjá æviskrár 4. bindi.) Hannes var röskur meðalmaður á hæð, þétt- vaxinn, lipur í hreyfingum, knár og átakagóður, fríður í andliti og allur hinn drengilegasti. Á ungl- ingsárum sínum stundaði hann nám hjá séra Tryggva Kvaran á Mælifelli, tvo vetrartíma. Mun hugur hans hafa verið nokkuð óráðinn eins og oft er með unga menn. Hann átti létt með námið og virtist honum námsbrautin vel fær, en þá var fjármagnshliðin og búhneigðin. Þó búskapur væri góður hjá föður hans voru börnin mörg og lítið fjármagn umfram þarfir. Hannes átti nokkrar ær sem hann hefði þurft að selja. Hann lagði málin á metaskálar og bóndastarfið varð þyngra á met- unum og öruggari fjármagnshlið- in auk þess sem æskustöðvarnar og átthagatengslin fengu að njóta sín. Hannes eignaðist hálfa Þverá og á sínum efri árum keypti hann Axlarhaga og nytjaði jörðina með Þverá, en lönd jarðanna liggja saman. Hannes varð snyrtimaður í búskapnum, var fjárræktarmað- ur og bjó lengst af skuldlausu af- urðabúi. Hann byggði gott íbúð- arhús og fjós auk þess sem hann sléttaði og stækkaði tún sitt. Hannes var giftur Arnfríði Jón- asdóttur frá Hofdölum. Hún var ekkja eftir Jón Pálmason frá Svaðastöðum. Hann og Arnfríður áttu fjögur börn, voru tvö þau eldri búin að stofna heimili en tvö þeirra yngri, Hreinn f. 12. janúar 1943 og Þórdís f. 23. ágúst 1947, ólust bæði upp á Þverá og er nú Hreinn orðinn bóndi á Þverá. Hannes var heilsutæpur síðustu æviárin og dvaldi öðru hvoru á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. Var hann orðinn vinnulúinn en gat ánægður litið til baka yfir liðinn vel unninn dag. Bjarni Halldórsson, Uppsölum samband við alla saltfiskframleið- endur á landinu um 35 ára skeið. Óhætt er að fullyrða, að það var mikil heppni fyrir SÍF, að Ragnar gerðist þar starfsmaður, því bæði var hann mikill starfshestur og reikningsglöggur með eindæmum, sem kom honum mjög vel í erfiðu og oft vanþakklátu starfi. Vorum við samstarfsmenn Ragnars oft undrandi á því, hvernig hann komst yfir hið erilsama starfssvið sitt, en hann var kominn með þá miklu sérgáfu að geta talað í tvo síma í einu og var þá oft fljótur að taka ákvarðanir. Ragnar var mjög góður samstarfsmaður, ósérhlíf- inn, enda vinnudagur hans oft langur. Hann var hjálpsamur með afbrigðum, einstaklega skemmti- legur og orðheppinn. Þegar ég nú kveð vin minn Ragnar, er mér efst í huga þakk- læti til forsjónarinnar, að hafa notið vináttu, samstarfs og hjálp- semi Ragnars þennan langan tíma, sem leiðir okkar hafa legið saman. Ég sendi börnum hans, barna- börnum og skyldmennum öllum, mínar innilegustu samúðarkveðj- ur í þeirri fullvissu að minningin um hinn góða dreng, mun verða þeim öllum styrkur í söknuði þeirra. Guð varðveiti minningu Ragn- ars Stefánssonar. Vilhj. Sigurösson. Foreldrasamtök barna á dagheimilum og leikskólum: Hvetja yfirvöld til að bregð- ast skjótt við yfirvofandi lokunum dagvistarstofnana NÝLEGA héldu foreldrasamtök barna á dagheimilum og leikskólum í Keykjavík fund um dagvistarmál borgarinnar. Þar var gerð eftirfarandi samþykkt. Eins og fram hefur komið undan- farið, er ástand dagvistarmála væg- ast sagt mjög slæmt um þessar mundir. í yfirlýsingu forstöðu- manna dagvistarstofnananna kem- ur frarn að þeir treysta sér ekki til að reka þær, eins og ástandið er/ verður í haust. Ixtkanir eru því yfir- vofandi. Stöðug starfsmannaskipti á deildum dagvistarstofnana eru mjög slæm fyrir börnin; það er jafnvel hægt að nota sterkari lýs- ingu: þau geta verið beinlínis skað- leg. Við foreldrar lítum á dagvist barnanna sem lið í uppeldi þeirra. Dagvistun er ekki barnageymsla. Börnin eyða stórum hluta dags á dagvist, og við viljum auðvitað að þeim líði vel og finni til öryggis þann tíma. Þegar tíðar breytingar eru á deildunum, mannabreytingar örar, of fáir starfsmenn um börnin o.s.frv. gengur börnunum illa að mynda tengsl við starfsfólk — tengsl sem einmitt eru undirstaða vellíðunar beggja aðila, barnanna og starfsfólksins. Þar sem ástæðan fyrir örum mannabreytingum eru slæm kjör starfsfólks, bæði faglærðs og ófag- lærðs, styðjum við eindregið starfs- fólk í kjarabaráttu þeirra. Við hvetjum yfirvöld til að bregð- ast skjótt við, þannig að ekki komi til lokana í haust. Við bendum á að lokanir dagvistarstofnana í haust hafa ekki einungis ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér fyrir börn- in, foreldra og starfsfólk, heldur einnig á atvinnulífið í borginni í heiid. (í'r rréttAtilkynninfni) Bobbingar Gúmmí- vinnustofunnar gefa góða raun Gúmmívinnustofan hf. á Akureyri hefur nú byrjað fram- leiðslu og sölu á millibobbing- um svonefndum fyrir sjávar- útveginn. Bobbingar þessir eru framíeiddir úr gúmmísalla sem fellur til við hjólbarðasólun, að því er segir í kynningum frá fyrirtækinu, en hingað til hefur enginn markaður verið fyrir þennan gúmmísalla. Við fram- leiðsluna er notuð aðferð sem þróuð hefur verið af sænska fyrirtækinu JLP Products A/B sem er sameignaraðili að Gúmmívinnslunni. Bobbingar þessir hafa verið í notkun til reynslu í hálft annað ár um borð í íslenskum togurum. Fram kemur í kynningu fyrirtækisins að á næstu mánuðum muni fyrirtækið hefja framleiðslu á ýmsum gerðum af gúmmímottum — annars vegar fyrir frystihús og iðnfyrirtæki en hins vegar básamottur fyrir kýr og hesta. Á aðalfundi félagsins kom fram að afkoma félagsins var vel viðunandi og ákveðið að greiða starfsmönnum öll- um sérstaka launauppbót af þeim sökum er nemur um 25 þús. krónum á hvern starfs- mann. urv Gerir þú upp sjálfur? Veist þú hvernig reksturinn hefur gengið frá áramótum? Ef ekki, þá höfum við lausnina TDK hugbúnaðurinn er auðveldur í notkun og þrautreyndur. «aiptölvuverslun 1 vlk B0«8»«TÚKI 23 SlMI 17199 WGM HEWLETT 1"CM PACKARD SOI.UliMHí )t)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.