Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.06.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. /ÚNÍ1985 19 Helga Bachmann, Herdís Þorvaldsdóttir, Baldvin Halldórsson og Erlingur Gíslason leikarar sem lesa upp Ijóó á Sigurjónsvökunni í listasafni ASÍ. Sitjandi eru þ*r Brynja Benediktsdóttir leikari sem á sæti í stjórn Listasafns Sigurjóns Ólafssonar og Birgitta Spur ekkja listamannsins, sem er stofnandi safnsins. Upplestur og skoðunarferð um Laugarnes í tengslum við Sigurjónsvöku SIGURJÓNSVAKA hófst í listasafni Alþýðusambands íslands við Grensásveg 8. þ.m. með því að opnuð var sýning á síðustu verkum Sigurjóns Olafssonar. Á Sigurjónsvöku fara einnig fram tónleikar, upplestur og fleira og lýkur henni Nú á laugardaginn, 22. júní, verður upplestur á Sigurjóns- vöku í safni ASÍ og hefst hann kl. 15.00. Þar les Helga Bach- mann ljóð eftir Stein Steinar, Herdís Þorvaldsdóttir ies ljóð eftir ung ljóðskáld, Baldvin Halldórsson les ljóð eftir Jó- hannes úr Kötlum og Erlingur Gíslason les þýðingar á ljóðum eftir Puskin. Upplesturinn stendur yfir í um hálfa klukkustund, en á eftir verður boðið upp á kaffi og pönnukökur. Aðgangur er ókeyp- is. 0. júní nk. Á Jónsmessu, sunnudaginn 23. júní, verður farin skoðunarferð um Laugarnes í tengslum við sýninguna. Tilgangurinn með henni er að vekja athygli á um- hverfisvernd á Laugarnesi þar sem Sigurjón Ólafsson listamað- ur átti heima og hafði vinnu- stofu. Leiðsögumenn verða Sigurður A. Magnússon sem mun rekja sögu Laugarness; Þór Magnús- son þjóðminjavörður sem vísar á staði sem hafa að geyma forn- minjar, t.d. gamla kirkjugarðinn í Laugarnesi sem er friðaður; Hrefna Sigurjónsdóttir líffræð- ingur lýsir lífríkinu bæði í sjó og á landi og Þorleifur Einarsson jarðfræðingur lýsir jarðfræði staðarins. Síðan gefst þátttakendum kostur á að líta inn í vinnustofu Sigurjóns. Eftir það verður kveikt Jónsmessubrenna í Norð- urkotsvör, þaðan sem róið var í gamla daga, og Árni Björnsson þjóðháttafræðingur rifjar upp miðsumarsiði. Skoðunarferðin hefst kl. 20.30. Strætisvagnar nr. 4, 8 og 9 stoppa á Kleppsvegi á móts við Laugarnesveg, en þaðan er fimm mínútna gangur að húsi Sigur- jóns. Reykjavík: Innbrotum fjölgaði um tæpan helming í fyrra Rætt við Grétar Norðfjörð, lögreglufulltrúa „ÓEÐLILEG aukning varð fjölda innbrota í Reykjavík á síðastliðnu ári. Annar eins innbrotafaraldur hefur ekki riðið yfir Reykvíkinga síðan 1975,“ sagði Grétar Norðfjörð, lögreglufulltrúi, í samtali við Morgunblað- ið. „Á síðastliðnu ári voru framin 640 innbrot í Reykjavík, en árið áður 378 og 372 árið 1982. Áberandi er mikil aukning innbrota í verkfalli lögreglumanna í október síðastliðnum. Þá voru framin 87 innbrot,** sagði Grétar. „Lögregla stóð 187 menn að verki í innbrotum og voru yngstu þjófarnir aðeins 11 ára gamlir. Á liðnum árum hafa unglingar ver- ið langflestir meðal handtekinna, yfir 70% verið yngri en 20 ára. En greinileg breyting hefur orðið á. Áttatíu og sjö þeirra, sem staðnir voru að verki á síðastliðnu ári voru á aldrinum 20 til 35 ára, en 75 20 ára og yngri. Ofbeldi hefur greinilega aukist, þó ég hafi ekki haldbærar tölur þar að lútandi. Því eldri sem þjófar eru, því erf- iðari og hættulegri eru þeir við- ureignar. Ég held að hin mikla aukning innbrota orsakist af auk- inni neysla áfengis og ekki síst fíkniefna. Menr. sem neyta fíkni- efna svífast. oft, einskis í innbrot- um. Benda má á óhugnanlega aukningu árása á vegfarendur — iðulega fullorðið fólk og hand- töskum stolið Oft hljótast af líkainsmeiðingar í þessum árás- um.“ — Hverju sækjast þjófar helst eftir? „Það hefur orðið lítil breyting á því í gegn um árin. Peningar, áfengi og nú f vaxandi mæli myndbönd. Innbrot á heimili eru algeng, jafnvel þegar fólk er sof- andi á heimili sínu. Ef fólk verður vart við þjóf, þá er brýnt að það láti þjófinn verða þess varan. Þessir menn geta verið hættu- legir, við höfum mörg hryggileg dæmi um að þjófar hafði mis- þyrmt fólki. Ef nokkur kostur er þá hafi fólk samband við lögreglu án þess að þjófur verði þess var, eða bíði þar til hann er á brott og geri þá lögreglu viðvart. Því miður hefur gætt andvara- leysis meðal fólks — bæði í fyrir- tækjum og heimilum. Forráða- menn fyrirtækja hafa ekki snúist gegn innbrotum í nógu ríkum mæli. Frágangur við fjölda fyrir- tækja er vel fyrir neðan lág- markskröfur. Þess eru mörg dæmi að lögregla hafi komið að opnum gluggum í fyrirtækjum þar sem þjófum beinlínis er boðið inn Mikilvægt er að gluggar og útidyrahurðir séu lokaðar. Þó má benda á, að áberandi hefur verið að læstar innidyrahurðir hafa verið brotnar upp, því algilt er að Grétar Norófjörð, lögreglufulltrúi. þjófar álíta verðmæti í lokuðum hirslum og herbergjum. Því er vert að íhuga hvort rétt sé að hafa dyr innanhúss lokaðar, beinlínis til að koma í veg fyrir stórtjón. Allar læstar hirslur eru brotnar upp. Lögreglan hvetur borgara til að vera á verði gagnvart afbrotum og aðstoða okkur í baráttunni við afbrot. Gera lögreglu þegar við- vart, ef fólk kemur á innbrots- vettvang. Mikilvægt er að rétt og fljótt sé brugðist við. Það kann skipta sköpum hvort afbrot upp- lýsist,“ sagði Grétar Norðfjörð. SUMAR- ULBŒ) SKEEJUNGS Autostar áklæðin eru einlit, teygjanleg, úr 100% polyakrýlefni. Fást í 5 litum og passa á flest sæti. Verð kr. 1.695.- Áður kr. 2.415.- Britax bílbelti fyrir börnin. Sérhannað, stillan- legt, öruggt og þægilegt fyrir krakka á aldrinum 4-11 ára. Verð kr. 1.329.- Áður kr. 1.709 - 5 lítra eldsneytisbrúsi úr plasti með sérlega þægilegum stút til að hella á (tóman) tankinn. Verð kr. 187.- Áður kr. 267,- Ultraflame spritt- töflurnar eru tilvaldar i útigrillið og í arininn. 64 töflur í pakka Verð kr. 25.- Áður kr. 90 - Blue Poly gljáhjúpur- inn er bón- og hreinsiefni sem gengur í samband við bílinn og ver hann gegn óhreinindum. Verð kr. 150.- Áður kr. 198 - TILBOÐIÐ GILDIR MEÐAN BIRGÐIR ENDAST GQTT FÓLK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.