Morgunblaðið - 16.11.1985, Page 44

Morgunblaðið - 16.11.1985, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 „Gala greidsla" Sólveigar Leifsdóttur sem lenti í einu af tíu efstu sstunum á Evrópumeistaramótinu í hirgreiðslu. „Vid stóðum okkur ágætlega. Allar lentum við fyrir ofan miðju.“ Talið efrí röð frá vinstri: Dagmar Gunnarsdóttir, Jónheiður Steindórsdóttir, Steinunn Ben og Hildigunnur Hilmarsdóttir. Neðri röð frá vinstri: þátttakendurnir, Guðfinna Jóhannesdóttir, Dóróthea Magnúsdóttir, Helga Bjarnadóttir og Sólveig Leifsdóttir. Auk þeirra voru í förinni Torfi Geirmundsson liðsstjóri og Arnfríður ísaksdóttir dómari. Evrópumeistaramót ið í hárgreiðslu og hárskurði Evropumeistaramótið í hár- greiðslu og hárskurði fór fram í september siðastliðnum. íslendingar voru nú í fyrsta skipti með í keppninni og stóðu sig með sóma, lentu ofan við miðju í öllum þremurgreinunum. Keppnin fór fram í Vínarborg og að sögn Dóró- theu Magnúsdóttur, sem var einn af þátttakendunum, var ferðin mjög reynslurík og skemmtileg. „Þetta var mikil reynsla og ekkert til sparað í þessari keppni. Byrjunin hjá okkur þegar til Vín- arbörgar kom var einnig söguleg. Þá kom í ljós að við höfðum aldrei verið skráð í keppnina og ekkert pláss til fyrir okkur. Þátttökutil- kynningin hafði farið á vergang og á aðalskrifstofuna í París, sem ekki sendi svo tilkynninguna áfram. Þetta blessaðist þó eftir mikið umstang en háði okkur dálítið til að byrja með, því við komumst t.d. ekki inn á tölvuna í keppninni og vorum með borð einhversstaðar úti í horni. Keppnin byrjaði svo með íburð- armiklum koktail í stórglæsilegri höll hjá borgarstjóranum í Vín. Þátttakendur voru um 200 tals- ins og áhorfendur og áhangendur sýningarinnar margir tugir þús- unda. Við erum mjög ánægðar með að hafa komist í þessa keppni og við fengum góða kynningu á landinu okkar. Fyrir utan verðlaunin sem veitt Steinunn, Jónheiður, Hildigunnur og Dagmar. voru fyrir þrjú efstu sætin í hár- greiðslu og hárskurði þá fengu tíu efstu viðurkenningarskjal. Sólveig Leifsdóttir hlaut slíkt skjal, hún lenti í 10. sæti með Gala greiðsluna sína. þjóðverjar áttu fyrsta sætið í hárgreiðslunni en í hárskurðinum bar Toni Constantino sigur úr být- um. Hann var einmitt staddur hér á íslandi fyrr á árinu þar sem hann hélt sýningu og námskeið. Bróðir hans lenti svo í öðru sæti.“ — Þegar þið eruð svona komnar á bragðið með þátttöku í þessum keppnum, er þá ekki meiningin að halda áfram? „Jú, alveg tvímælalaust. Það er spurning hvort haldið verður á „Golden Tulip" mótið í Hollandi í mars næstkomandi, en stefnan er allavega að fara til Verona að ári liðnu í september á heimsmeist- aramótið. Það eru þó ljón í veginum, það er að segja hvað snertir fjárhags- legu hliðina. Að þessu sinni fjár- mögnuðum við allt sjálfar og það er bara ekki hægt að bjóða upp á slíkt aftur. Hvort að einhverskonar fjáröfl- un er rétta leiðin eða eitthvað annað er óljóst, en það er einnig ráð að leita til ríkisins sem styrkir oft á tíðum lið, sem halda utan að keppa. Það er nefnilega mikill kostnað- ur samfara þessu, ekki aðeins fargjaldið fyrir okkur sjálfar né heldur fyrirsæturnar, það þarf dómara með í fðrina, íiðsstjóra ... fclk f fréttum Guðrún Alfreðsdóttir, Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir eða með öðrum orðum Stjúpsystur. STJÚPSYSTUR Þrjár flökku- skottur á ferð Stjúpsystur" sitja ekki auðum höndum þessa dagana. Þær stöllur sem starfað hafa saman síðan 1981 æfa nú af fullum írafti barnaleikrit sem er nýtt á nálinni og nefnist „Skottuleikur". Höfundur þess vill ekki láta nafns síns getið og kýs að kalla sig Móra. Skottuleikur er létt leikrit með söngvum og uppákomum og fjallar um þrjár flökkuskottur sem lenda í öllum mögulegum ævintýr- um. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir en Revíuleikhúsið stendur að sýningunni. Stendur til að frumsýna leikritið á höfuðborgarsvæð- inu I janúar, en jafnvel kemur til greina að sýna það eitthvað fyrr úti á landi. Þá hefur þeim systrum boðist að halda til Lúxemborgar með leikritið nú á næstunni til að sýna fyrir landann þarlendis. Þá eru stjúpsystur komnar á fulla ferð með nýja skemmtidag- skrá, lög og texta en undanfarið hafa þær sýnt á Hótel Sögu, Broad- way og um síðustu helgi voru þær í Sjallanum á Akureyri. Stjúpsystur eða með öðrum orðum þær Saga Jónsdóttir, Guðrún Alfreðsdóttir og Guðrún Þórðardóttir hafa í mörg horn að líta, því auk þessa hafa þær á sínum snærum sérstök skemmtidagskráratriði fyrir hverskonar gleðskap eins og árshátíðir og búa gjarnan til dagskrá sem fjallar um starfsfólk viðkomandi vinnustaðar, eða slá upp innanhúss bröndurum. Þá hafa þær Guðrún Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir verið með útvarpsþætti sem ganga undir nafninu „Elsku mamma" en von bráð- ar skipta þeir um nafn og bera þá heitið „Elsku pabbi". Aðgerðarleys- inu er ekki fyrir að fara á þeim bæ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.