Morgunblaðið - 14.03.1987, Side 29

Morgunblaðið - 14.03.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 29 Sprengihætta eykst í dönsku dýnamitskipi Faimouth, Reuter. BJÖRGUNARMENN urðu að yfirgefa danska flutninga- skipið Hornestrand í gær þar sem ekki hefur tekizt að slökkva enn elda um borð. Mælingar í gær sýndu að hiti I lestunum hækkar stöðugt, samkvæmt upplýsingum brezku strandgæzlunnar. Reuter Hollenzki dráttarbáturinn Ijnuiden með danska dýnamitskipið Hornestrand i togi á Ermasundi. Danska skipið ligur nú undan ensku borginni Falmouth og hefur ekki tekizt að slökkva elda í lestum þess. Hiti í lestum skipsins hefur aukist og yfirgáfu björgunarmenn það í gær af ótta við að það spryngi í loft upp. Um borð eru 400 tonn af dýnamiti. Eldur kviknaði um borð í Home- strand fyrir 11 dögum þegar skipið var á siglingu í Ermasundi, fjöl- fömustu siglingaleið heims. Áhöfnin, fímm menn, yfírgaf skip- ið fímm dögum eftir að eldurinn kviknaði í lestum skipsins, en farmurinn var 400 tonn af dýnam- iti. Skipið rak logandi um Erma- Stjórnir Danmerkur, Noregs og Svíþjóðar: Vilja óskorað flugfrelsi til og frá Bandaríkjumim DANIR, Norðmenn og Svíar hafa óskað eftir þvi við Banda- ríkjastjóm að samningi um loftferðir milli Skandinavíu og Bandarikjanna verði breytt. Krefjast þeir að allar takmark- anir á flugi þar á milli verði afnumdar og að flugfélögunum verði veitt óskoruð heimild til að ákveða fargjöld sin sjálf. Mundi það stórauka möguleika SAS á flugleiðinni yfir Atlants- haf. Samgönguráðherrar Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur hafa óskað eftir viðræðum um nýjan loft- ferðasamning við Bandaríkja- stjóm. Gengu þeir á fund bandarísks starfsbróðurs síns á miðvikudag og óskuðu þá eftir því að allar hömlur á flugi milli Bandaríkjanna og Skandinavíu yrðu numdar úr gildi og sam- keppnin á flugleiðinni því gefín alveg fijáls. Takmark ráðherranna mun vera, að sögn danska blaðsins Berlingske Tidende, að ná fram meira jafnræði á flugleiðinni yfír Atlantshafíð. Núgildandi loft- ferðasamningur er jafnan nefndur „öfuga Marshalls-aðstoðin" af skandinavískum sérfræðingum í flugmálum. Samkvæmt honum er bandarískum flugfélögum heimilt að fljúga á hvaða flugvöll í Skand- inavíu sem er, en SAS er aðeins heimilt að fljúga til fímm borga í Bandaríkjunum. Þá má SAS ekki fljúga far- þegum milli borga í Bandaríkjun- um eða til annarra staða utan Bandaríkjanna en lokaáfanga- staðar í Skandinavíu. Aðstaða bandarískra flugfélaga er hins vegar allt önnur. Loftferðasamn- ingurinn heimilar þeim flug milli staða innan Skandinavíu. Geta þau t.d. boðið ferðir milli Stokk- hólms og Kaupmannahafnar, en SAS má ekki selja sæti milli Los Angeles og New York í Banda- ríkjunum. Lítil áhrif á Flugleiðir „Við höfum fylgst með málinu þar sem félagið hefur haft ögn af þessum markaði. Við höfum samt engar áhyggjur þótt þetta næðist fram þar sem þessi flug- leið skiptir Flugleiðir tiltölulega litlu," sagði Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, í samtali við Morgunblaðið. „Eg get hins vegar ekki ímyn- dað mér að Bandaríkjamenn verði við þessum óskum því jafnvel þótt þeir hafí talað meira um flug- frelsi en aðrir þá eru þeir mjög harðir á að fá að ákveða sjálfir hvaða flugfélög fljúga til Banda- ríkjanna, til hvaða borga og hversu oft. SAS hefur t.d. reynt árangurslaust að ná fram íj'ölgun á lendingarstöðum vestra. Til dæmis hefur félagið sótt það mjög hart að fá að lenda í Atlanta. Hefur SAS jafnvel gengið langt- um verr en okkur í samningum við bandarísk flugmálayfírvöld," sagði Sigurður. Sigurður Helgason sagði að Flugleiðir hefðu jafnan flutt nokk- uð af Bandaríkjamönnum til og frá Skandinavíu. Hefðu farþegar þá skipt um flugvél á íslandi. Hefði þessum farþegum ijölgað jafnt og þétt en þeir væru mjög lítill hluti í flutningum Flugleiða og hefði félagið því engar áhyggj- ur af aukinni samkeppni. „Það virðist t.d. engu ætla að skipta þótt boðið væri upp á þessu ódýru fargjöld milli Skandinavíu og New York, sem bandaríska flugfélagið Tower Air hefur boðið í samvinnu við Tjæreborg og fleiri aðila, því greinileg aukning er á bókunum hjá Flugleiðum á Atlantshafinu,“ sagði Sigurður. sund í nokkra daga, en síðan tók hollenzki dráttarbáturinn Ijmnden það í tog og dró það upp undir borgina Falmouth í Suður-Eng- landi. Þar reyndu björgunarmenn að kæfa eldana með því að dæla köfnunarefni niður í lestar skips- ins. Hefur það ekki borið tilætlaðan árangur því mælingar sýna aukinn hita í lestunum og þar með aukna sprengihættu. Af þeim sökum var ákveðið að slá björgunaraðgerðum á frest. Brezk herskip gæta svæð- isins umhverfís dýnamitskipið og fær enginn að sigla nær því en fímm sjómflur eða rúma 9 kfló- metra. Grænland: Kosið 26. maí Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörg-en Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. SAMNINGAVIÐRÆÐUR milli stærstu flokkanna á Grænlandi, Siumut og Atassut, um lausn stjórnarkreppunnar þar í landi sigldu í strand á fimmtudag, í annað sinn á fáum dögum. í kjöl- far þess samþykkti landsþingið með samhljóða atkvæðum að boða til kosninga. Var kjördagur ákveðinn 26. maí. Ákvörðunin um að boða til kosn- inga hefur í för með _sér, að þing- störf leggjast niður. Á þingfundin- um voru þó samþykkt fjáraukalög fyrir 1987. Kemur það í veg fyrir, að stjómmálaástandið verði til þess að seinka smíði 48 nýrra fiskiskipa, sem búið var að ákveða að láta smiða fyrir grænlenskan sjávarút- veg. CITROEN BX BEINTA GOTUNA FYRIR KR. 529.500,- \ o vo.*Vó Lágmúla 5, sími 681555 Umboðiö á Akureyri: Gunnar Jóhannsson, sími 96-25684. *Með ryðvörn skráningu og fullum bensíntanki G/obus?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.