Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 45

Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 45 Mig langar að minnast vinkonu minnar, Ragnheiðar Þorgrímsdótt- ur, húsmóður og kennara, sem verður jarðsungin frá Ólafsvíkur- kirkju í dag. Hún andaðist þann 8. mars sl. á Landspítalanum. Ragnheiður fæddist á Grenjaðar- stað í S-Þingeyjarsýslu, dóttir hjónanna-Áslaugar Guðmundsdótt- ur og séra Þorgríms Sigurðssonar, sem þá var prestur þar. Árið 1944 fluttist fjölskyldan að Staðarstað á Snæfellsnesi. Ragnheiður eða Ranka, eins við skólasystumar nefndum hana alltaf, var þriðja bam forejdra sinna. Eldri vom sys- tumar Ásdís og Soffia, báðar kennarar og yngstur Guðmundur, einnig kennari. Hún taldi alltaf Heiðar Jónsson snyrti með systkin- unum, en hann ólst upp að miklu leyti hjá Áslaugu og Þorgrími. Ég kynntist Rönku á mennta- skólaámm okkar í Reykjavik, en við emm úr þeim hressa árgangi sem útskrifaðist vorið 1955. Heim- ili Rönku var þá á Staðarstað en á vetuma bjó hún hjá Önnu móður- systur sinni og Eyvindi manni hennar og var mjög kært með þeim alla tíð. Staðarstaður var annálað menn- ingarheimili og rak séra Þorgrímur þar skóla ámm saman. Þar vom ungir piltar í námi og öfunduðum við vinkonumar Rönku hve margir myndarlegir ungir menn heilsuðu henni á götu, en þeir höfðu þá verið í námi hjá séra Þorgrími. Við mynduðum saumaklúbb nokkrar skólasystumar á skólaár- um okkar og er hann enn við lýði þó stundum líði langt milli klúbba. Hópurinn tvístraðist eftir stúdents- prófið. Þijár em núna búsettar erlendis og Ranka bjó í yfír 20 ár í Ólafsvík, en alltaf er reynt að hitt- ast ef þær em á ferðinni. Ranka fór í stúdentadeild Kenn- araskólans og útskrifaðist kennari 1958. Hún kenndi í fyrstu við skóla ísaks Jónssonar en áður hafði hún kennt við skólann að Reykjum í Hrútafírði. Árið 1962 giftist hún Leifí Hall- dórssyni, skipstjóra frá Ólafsvík. Fyrstu árin bjuggu þau í Reykjavík en fluttust til Ólafsvíkur og byggðu sér þar fallegt hús og þar hefur þeim liðið vel. Bömin urðu 4, öll efnisböm. Elst er Matthildur Soffia, myndlistamemi. Þá Þorgrímur, nemi í útgerðartækni, unnusta hans er Guðiaug Brynjólfsdóttir og eiga þau tveggja mánaða dóttur. Næstur er Steingrímur, sölumaður og unn- usta hans er Margrét Gylfadóttir. Yngst er svo Úlfhildur Áslaug, 14 ára gömul. Við vinkonumar hættum að vinna úti þegar bömin fóm að koma eins og siður var á þeim ámm og þá var meira um heimsóknir en nú er. Seinna fór Ranka svo aftur að kenna í Ólafsvík og valdi hún sér þá yngstu bömin að fást við. Það er leitt að hún skuli ekki hafa feng- ið að vera lengur með litlu ömmustúlkunni sinni svo bamgóð sem hún var. í mínum huga var Ranka líka dálítil heimskona. Hún elskaði að fara í leikhús og á tónleika. Að ferðast og skoða söfíi og sýningar var líka yndi hennar sem og lestur góðra bóka. Hún myndaði sér ákveðnar skoðanir og það var gam- an að hrífast með henni. Ranka var trúuð og traust kona en bar trú sína lítið á torg, maður bara skynjaði hana. í veikindum hennar síðustu mánuðina kom mað- ur ríkarí af hennar fundum. Ógleymanleg verða mér boðin hennar. Við höfiim alltaf verið öll svo hraust að það hlaut bara eitt- hvað að fara að koma fyrir þjá okkur. Hún átti líka góða að. Leifur annaðist hana mjög vel í veikindum hennar og bömin vom henni öll svo nákomin. Við Hilmar og fíölskylda sendum Leifí og Qölskyldu svo og Áslaugu, móður hennar og systkinunum öll- um innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þau öll. Blessuð sé minning Ragnheiðar Þorgrímsdóttur. Þórdís Katla Sigurðardóttir TVÖFÖLD HÚJSIWl Á lesmunaugIýsingum,mánud-tostud niy RIKISUTVARPIÐ Verðki:2IO pr.oi'ð Verðkr.190 pr.ord AUGLYSINGADEILD SÍMAR: 22274-22275 ÖRKIN/SÍA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.