Morgunblaðið - 14.03.1987, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 14.03.1987, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 45 Mig langar að minnast vinkonu minnar, Ragnheiðar Þorgrímsdótt- ur, húsmóður og kennara, sem verður jarðsungin frá Ólafsvíkur- kirkju í dag. Hún andaðist þann 8. mars sl. á Landspítalanum. Ragnheiður fæddist á Grenjaðar- stað í S-Þingeyjarsýslu, dóttir hjónanna-Áslaugar Guðmundsdótt- ur og séra Þorgríms Sigurðssonar, sem þá var prestur þar. Árið 1944 fluttist fjölskyldan að Staðarstað á Snæfellsnesi. Ragnheiður eða Ranka, eins við skólasystumar nefndum hana alltaf, var þriðja bam forejdra sinna. Eldri vom sys- tumar Ásdís og Soffia, báðar kennarar og yngstur Guðmundur, einnig kennari. Hún taldi alltaf Heiðar Jónsson snyrti með systkin- unum, en hann ólst upp að miklu leyti hjá Áslaugu og Þorgrími. Ég kynntist Rönku á mennta- skólaámm okkar í Reykjavik, en við emm úr þeim hressa árgangi sem útskrifaðist vorið 1955. Heim- ili Rönku var þá á Staðarstað en á vetuma bjó hún hjá Önnu móður- systur sinni og Eyvindi manni hennar og var mjög kært með þeim alla tíð. Staðarstaður var annálað menn- ingarheimili og rak séra Þorgrímur þar skóla ámm saman. Þar vom ungir piltar í námi og öfunduðum við vinkonumar Rönku hve margir myndarlegir ungir menn heilsuðu henni á götu, en þeir höfðu þá verið í námi hjá séra Þorgrími. Við mynduðum saumaklúbb nokkrar skólasystumar á skólaár- um okkar og er hann enn við lýði þó stundum líði langt milli klúbba. Hópurinn tvístraðist eftir stúdents- prófið. Þijár em núna búsettar erlendis og Ranka bjó í yfír 20 ár í Ólafsvík, en alltaf er reynt að hitt- ast ef þær em á ferðinni. Ranka fór í stúdentadeild Kenn- araskólans og útskrifaðist kennari 1958. Hún kenndi í fyrstu við skóla ísaks Jónssonar en áður hafði hún kennt við skólann að Reykjum í Hrútafírði. Árið 1962 giftist hún Leifí Hall- dórssyni, skipstjóra frá Ólafsvík. Fyrstu árin bjuggu þau í Reykjavík en fluttust til Ólafsvíkur og byggðu sér þar fallegt hús og þar hefur þeim liðið vel. Bömin urðu 4, öll efnisböm. Elst er Matthildur Soffia, myndlistamemi. Þá Þorgrímur, nemi í útgerðartækni, unnusta hans er Guðiaug Brynjólfsdóttir og eiga þau tveggja mánaða dóttur. Næstur er Steingrímur, sölumaður og unn- usta hans er Margrét Gylfadóttir. Yngst er svo Úlfhildur Áslaug, 14 ára gömul. Við vinkonumar hættum að vinna úti þegar bömin fóm að koma eins og siður var á þeim ámm og þá var meira um heimsóknir en nú er. Seinna fór Ranka svo aftur að kenna í Ólafsvík og valdi hún sér þá yngstu bömin að fást við. Það er leitt að hún skuli ekki hafa feng- ið að vera lengur með litlu ömmustúlkunni sinni svo bamgóð sem hún var. í mínum huga var Ranka líka dálítil heimskona. Hún elskaði að fara í leikhús og á tónleika. Að ferðast og skoða söfíi og sýningar var líka yndi hennar sem og lestur góðra bóka. Hún myndaði sér ákveðnar skoðanir og það var gam- an að hrífast með henni. Ranka var trúuð og traust kona en bar trú sína lítið á torg, maður bara skynjaði hana. í veikindum hennar síðustu mánuðina kom mað- ur ríkarí af hennar fundum. Ógleymanleg verða mér boðin hennar. Við höfiim alltaf verið öll svo hraust að það hlaut bara eitt- hvað að fara að koma fyrir þjá okkur. Hún átti líka góða að. Leifur annaðist hana mjög vel í veikindum hennar og bömin vom henni öll svo nákomin. Við Hilmar og fíölskylda sendum Leifí og Qölskyldu svo og Áslaugu, móður hennar og systkinunum öll- um innilegustu samúðarkveðjur og biðjum guð að styrkja þau öll. Blessuð sé minning Ragnheiðar Þorgrímsdóttur. Þórdís Katla Sigurðardóttir TVÖFÖLD HÚJSIWl Á lesmunaugIýsingum,mánud-tostud niy RIKISUTVARPIÐ Verðki:2IO pr.oi'ð Verðkr.190 pr.ord AUGLYSINGADEILD SÍMAR: 22274-22275 ÖRKIN/SÍA
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.