Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 3

Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 3 Ársþing Félags íslenskra iðnrekenda: Afkoma heimamarkaðsgreina var betri en útflutningsgreina Iðnaðurinn skilaði hagnaði á síðasta ári Morgunblaðið/RAX Frá ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda í Kristalssal Hótel Loftleiða í gær. Formaður félagins, Víglund- ur Þorsteinsson, er í ræðustóli. GJÖRBREYTT atvinnustefna stjórnmálamanna verður að koma til vegna þeirrar þróunar í atvinnumálum íslendinga að fólki fjölgar sifellt í þjónustu- greinum en fækkar að sama skapi í framleiðslugreinum og því verða framleiðsluatvinnuveg- irnir að framleiða meira með færra fólki. Til að gera fyrir- tækjum kleyft að auka tækni- væðingu á stuttum tíma verður að gerbreyta skattlagningu á fyrirækin þannig að skattar verði greiddir af gróða fyrir- tækjanna en ekki af rekstrar- kostnaði, og um leið er hægt að lækka launakostnað fyrii-tækj- anna en um leið að stórhækka lágmarkslaun þeirra sem vinna að framleiðslu. Þetta kom fram í ræðu Víglundar Þorsteinssonar formanns Félags íslenskra iðn- rekenda á ársþingi félagsins sem haldið var í gær. í ræðu Víglundar kom fram að iðnaðurinn var rekinn með smá- vægilegum hagnaði á síðasta ári en þó of litlum til að tryggja eðlileg- an vöxt. Útflutningur iðaðarvara gekk erfiðlega á síðasta ári utan útflutningur vara til sjávarútvegs. Víglundur sagði að tvö síðastliðin ár hefðu einkennst af verulegu mis- gengi í afkomu iðnfyrirtækja og heilla greina iðnaðarins. Almennt hefði afkoma heimamarkaðsgrein- anna verið betri á síðasta árí en afkoma útflutningsgreinanna. Víglundur sagði að útflutningur iðnaðarvara hefði gengið erfiðlega á síðasta ári, aðallega vegna lækk- andi markaðsverðs á áli og járn- biendi. Einnig hefði tap verið í ullariðnaði, 7% á árinu. Víglundur sagði að á þessu ári stefndi í fram- leiðslu- og söluaukningu á áli og járnblendi og það væri ótímabært að afskrifa orkufrekan iðnað sem kost í atvinnumálum hérlendis, þar sem stefndi í raforkuskort í heimin- um á næstu áratugum. Víglundur sagði að með breyting- um á skattakjörum fyrirtækjanna yrði Iagður grundvöllur að þeirri tæknivæðingu og framleiðniaukn- ingu sem nauðsynleg væri og jafnframt gætu fyrirtækin lækkað núverandi launakostnað til að standast síharðnandi alþjóðlega samkeppni. Um leið myndi þessi stefna leggja grunn að raunlauna- hækkunum starfsfólks. Ef verka- lýðshreyfingin væri reiðubúin til að ganga til samstarfs við atvinnulífið um heildarbreytingar í skattamál- um framleiðslugreinanna yrði lagður grundvöllur að möguleikum á kjarasamningi til langs tíma sem kvæði á um umtalsverðar lág- markslaunahækkanir á næstu 6-8 árum og þannig yrði veruiegur þrýstingur á framleiðslugreinarnar að hrinda fram mikilli tæknivæð- ingu á skömmum tíma. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra flutti ávarp á þinginu. Hann sagði að þótt nú ríkti eitt mesta góðæri í sögu þjóðarinnar hefði það sennilega farið hjá garði ef ekki hefði komið til fastmótaðar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar allrar. Álbert sagði að starfsskilyrði iðnaðarins væru undirstaða bættra lífskjara í landinu og því hefði ríkis- stjórnin lagt áherslu á að bæta þau skilyrði. Álbert drap á það helsta ríkis- stjómin og ráðunejrtin hefðu komið til leiðar til að bæta samkeppnis- stöðu iðnaðarins. Albert rakti einnig gang mála í viðræðum iðnaðarráðu- neytisins við erlenda aðila um stóriðju á íslandi, þar á meðal við Rio Tinto Zink um byggingu kísil- málmverksmiðju, og viðræður við álfýrirtæki í nokkrum Evrópulönd- um um þátttöku í stækkun álversins í Straumsvík, nú þegar ljóst er að Alusuisse hefur ekki tök á því. Einn- ig minntist Albert á verkefni íslenskra ráðgjafaverkfræðinga við orkuiðnað í Tíbet og Kenya. Seinni hluti þingsins fór að mest- um hluta í umræður um skattamál á þeim nótum sem Víglundur Þor- steinsson hafði slegið í opnunar- ræðu sinni og samþykkti þingið að lokum ályktun þar sem meðal ann- ars segir að skattlagning fyrirtækja þurfi að verða einfaldari og réttlát- ari en nú er og taka fyrst og fremst mið af afkomu. Áður en þing FÍI hófs var aðal- fundur félagsins haldinn og ný stjóm kjörin. Aðalstjóm FÍI er skip- uð Víglundi Þorsteinssyni formanni, Kristni Bjömssyni, Ágústi Valfells, Lýð Friðjónssyni, Magnúsi Tryggvasyni, Antoni Bjamasyni og Gunnari Svavarssyni. í varastjóm vom kjömir Öm Hjaltalín og Hilm- ir Hilmisson. Sjá ræðu Víglundar Þorsteins- sonar formanns FÍI á bls. 24 og 25. Ný lög frá Alþingi: Fæðingarorlof verður sex mán- uðir frá 1990 Frumvarp Ragnhildar Helga- dóttur um lengingu fæðingaror- lofs — í fjóra mánuði 1988, fimm mánuði 1989 og sex mánuði 1990 — var samþykkt sem lög frá Al- þingi í fyrrinótt. Fmmvörp um lengingu fæðing- arorlofs og breytingu á lögum um almannatryggingar, sem heilbrigð- isráðherra lagði fram fyrir skemmstu, sigldu hraðbyri gegn um þingdeildir og urðu að lögum í fyrri- nótt. Hin nýju lög kveða á um að fæðingarorlof lengist í fjóra mánuði um næstkomandi áramót, í fimm mánuði í ársbyijun 1989 og sex mánuði í árslok þess árs. Fmmvarpið kveður og á um greiðslu fæðingarstyrkja og fæð- ingardagpeninga. Léttir„tweed“-jakkar.. kr. 6790.- Mjúkar denim buxur... kr. 2790.- Skyrta.................kr. 1890.- o.m.fl. nýkomið Bonaparte Austurstræti 22

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.