Morgunblaðið - 19.03.1987, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 19.03.1987, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 3 Ársþing Félags íslenskra iðnrekenda: Afkoma heimamarkaðsgreina var betri en útflutningsgreina Iðnaðurinn skilaði hagnaði á síðasta ári Morgunblaðið/RAX Frá ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda í Kristalssal Hótel Loftleiða í gær. Formaður félagins, Víglund- ur Þorsteinsson, er í ræðustóli. GJÖRBREYTT atvinnustefna stjórnmálamanna verður að koma til vegna þeirrar þróunar í atvinnumálum íslendinga að fólki fjölgar sifellt í þjónustu- greinum en fækkar að sama skapi í framleiðslugreinum og því verða framleiðsluatvinnuveg- irnir að framleiða meira með færra fólki. Til að gera fyrir- tækjum kleyft að auka tækni- væðingu á stuttum tíma verður að gerbreyta skattlagningu á fyrirækin þannig að skattar verði greiddir af gróða fyrir- tækjanna en ekki af rekstrar- kostnaði, og um leið er hægt að lækka launakostnað fyrii-tækj- anna en um leið að stórhækka lágmarkslaun þeirra sem vinna að framleiðslu. Þetta kom fram í ræðu Víglundar Þorsteinssonar formanns Félags íslenskra iðn- rekenda á ársþingi félagsins sem haldið var í gær. í ræðu Víglundar kom fram að iðnaðurinn var rekinn með smá- vægilegum hagnaði á síðasta ári en þó of litlum til að tryggja eðlileg- an vöxt. Útflutningur iðaðarvara gekk erfiðlega á síðasta ári utan útflutningur vara til sjávarútvegs. Víglundur sagði að tvö síðastliðin ár hefðu einkennst af verulegu mis- gengi í afkomu iðnfyrirtækja og heilla greina iðnaðarins. Almennt hefði afkoma heimamarkaðsgrein- anna verið betri á síðasta árí en afkoma útflutningsgreinanna. Víglundur sagði að útflutningur iðnaðarvara hefði gengið erfiðlega á síðasta ári, aðallega vegna lækk- andi markaðsverðs á áli og járn- biendi. Einnig hefði tap verið í ullariðnaði, 7% á árinu. Víglundur sagði að á þessu ári stefndi í fram- leiðslu- og söluaukningu á áli og járnblendi og það væri ótímabært að afskrifa orkufrekan iðnað sem kost í atvinnumálum hérlendis, þar sem stefndi í raforkuskort í heimin- um á næstu áratugum. Víglundur sagði að með breyting- um á skattakjörum fyrirtækjanna yrði Iagður grundvöllur að þeirri tæknivæðingu og framleiðniaukn- ingu sem nauðsynleg væri og jafnframt gætu fyrirtækin lækkað núverandi launakostnað til að standast síharðnandi alþjóðlega samkeppni. Um leið myndi þessi stefna leggja grunn að raunlauna- hækkunum starfsfólks. Ef verka- lýðshreyfingin væri reiðubúin til að ganga til samstarfs við atvinnulífið um heildarbreytingar í skattamál- um framleiðslugreinanna yrði lagður grundvöllur að möguleikum á kjarasamningi til langs tíma sem kvæði á um umtalsverðar lág- markslaunahækkanir á næstu 6-8 árum og þannig yrði veruiegur þrýstingur á framleiðslugreinarnar að hrinda fram mikilli tæknivæð- ingu á skömmum tíma. Albert Guðmundsson iðnaðarráð- herra flutti ávarp á þinginu. Hann sagði að þótt nú ríkti eitt mesta góðæri í sögu þjóðarinnar hefði það sennilega farið hjá garði ef ekki hefði komið til fastmótaðar aðgerð- ir ríkisstjórnarinnar og þjóðarinnar allrar. Álbert sagði að starfsskilyrði iðnaðarins væru undirstaða bættra lífskjara í landinu og því hefði ríkis- stjórnin lagt áherslu á að bæta þau skilyrði. Álbert drap á það helsta ríkis- stjómin og ráðunejrtin hefðu komið til leiðar til að bæta samkeppnis- stöðu iðnaðarins. Albert rakti einnig gang mála í viðræðum iðnaðarráðu- neytisins við erlenda aðila um stóriðju á íslandi, þar á meðal við Rio Tinto Zink um byggingu kísil- málmverksmiðju, og viðræður við álfýrirtæki í nokkrum Evrópulönd- um um þátttöku í stækkun álversins í Straumsvík, nú þegar ljóst er að Alusuisse hefur ekki tök á því. Einn- ig minntist Albert á verkefni íslenskra ráðgjafaverkfræðinga við orkuiðnað í Tíbet og Kenya. Seinni hluti þingsins fór að mest- um hluta í umræður um skattamál á þeim nótum sem Víglundur Þor- steinsson hafði slegið í opnunar- ræðu sinni og samþykkti þingið að lokum ályktun þar sem meðal ann- ars segir að skattlagning fyrirtækja þurfi að verða einfaldari og réttlát- ari en nú er og taka fyrst og fremst mið af afkomu. Áður en þing FÍI hófs var aðal- fundur félagsins haldinn og ný stjóm kjörin. Aðalstjóm FÍI er skip- uð Víglundi Þorsteinssyni formanni, Kristni Bjömssyni, Ágústi Valfells, Lýð Friðjónssyni, Magnúsi Tryggvasyni, Antoni Bjamasyni og Gunnari Svavarssyni. í varastjóm vom kjömir Öm Hjaltalín og Hilm- ir Hilmisson. Sjá ræðu Víglundar Þorsteins- sonar formanns FÍI á bls. 24 og 25. Ný lög frá Alþingi: Fæðingarorlof verður sex mán- uðir frá 1990 Frumvarp Ragnhildar Helga- dóttur um lengingu fæðingaror- lofs — í fjóra mánuði 1988, fimm mánuði 1989 og sex mánuði 1990 — var samþykkt sem lög frá Al- þingi í fyrrinótt. Fmmvörp um lengingu fæðing- arorlofs og breytingu á lögum um almannatryggingar, sem heilbrigð- isráðherra lagði fram fyrir skemmstu, sigldu hraðbyri gegn um þingdeildir og urðu að lögum í fyrri- nótt. Hin nýju lög kveða á um að fæðingarorlof lengist í fjóra mánuði um næstkomandi áramót, í fimm mánuði í ársbyijun 1989 og sex mánuði í árslok þess árs. Fmmvarpið kveður og á um greiðslu fæðingarstyrkja og fæð- ingardagpeninga. Léttir„tweed“-jakkar.. kr. 6790.- Mjúkar denim buxur... kr. 2790.- Skyrta.................kr. 1890.- o.m.fl. nýkomið Bonaparte Austurstræti 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.