Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 50

Morgunblaðið - 03.12.1987, Page 50
 I í TTto Imas Go«/on Samskipti foreldra og -að ala upp ábyrga æsku í bókinni mælir höfundurinn Dr. Thomas Gordon með aðferðum sem miða að gagnkvæmum skilningi milli foreldra og bama og niðurstöðum sem byggjast á sameiginlegri lausn vandamálanna. Þannig geta bömin litið á sig sem ábyrga aðila við hlið foreldra sinna. Aðferðir Thomasar Gordons em heimsþekktar, bókin hefur verið þýdd á -fjölmörg tungumál og hvarvetna orðið metsölubók. gw I bók \góð bók (É Morgunblaðið/Sveinn J. Þórðarson Krakkarnir sem tóku þátt í þvi að setja íslandsmet í snú snú. Islandsmet í snú snú sett á Barðaströnd Barðaströnd. ÍSLANDSMET í snú snú var sett á Barðaströnd fyrir stuttu. Krakkar úr 4.-9. bekk grunn- skóla Barðastrandar settu íslands- met í snú snú fyrir skömmu. Byijað var kl. 14.00 á laugardegi og var lokið kl. 18.00 á sunnudeginum, alls 28 klukkustundir. Átján krakk- ar tóku þátt í þessu. Foreldrar og fleiri sveitungar fylgdust vel með allan tímann og lauk þessu með því að allir fóru í snú snú við mikinn fögnuð. S.J.Þ. Skipulagsstofa höfuðborgarsvæð isins lögð niður Á AÐALFUNDI Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu var samþykkt að sveitarfélögin hættu rekstri Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins í byrjun næsta árs. Var nýrri stjjóm sam- takanna falið að annast nauðsyn- legar breytingar á rekstri samtakanna. Samþykkt var að stofna ferðamálasamtök höfuð- borgarsvæðisins og voru þrír KENWOOD ÞAÐ VERÐUR ENGINN FYRIR VONBRIGÐUM MEÐ KENWOOD HEIMILISTÆKIN Djúpsteikingarpottur FYRSTA FLOKKS HEIMILISTÆKI GÓTT VERÐ-GÓÐ KJÖR GÓÐ ÞJÓNUSU HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD [hIheklahf I8 B ÍLaugavegi 170-172 Simi 695500 Hradsuðukanna Brauðrist Straujárn Rafmagnshnífur Dósaopnari Rafmagns- steikarpanna Brauðrist, hraðsuðuketiU Samloku- brauðrist aðilar tilnefndir í undirbúnings- nefnd auk þeirra sex sem fyrir voru. í frétt frá samtökunum segir að á aðalfundinum hafi verið lagt fram og samþykkt „Svæðisskipulag höf- uðborgarsvæðisins 1985-2005“, sem viðmið við áframhaldandi skipulag þessa svæðis og verður svæðisskipulagið sent hlutaðeig- andi aðilum. Þá samþykkti aðalfundurinn að skora á samgönguráðherra að beita sér fyrir, að veitt verði fjármagn til áframhaldandi athugunar á sam- ræmingu almenningssamgangna á höfyðborgarsvæðinu. I nýkjörinni stjóm samtakanna eiga sæti Magnús Sigsteinsson Mosfellsveit, sem jafnframt er formaður, Hilmar Guðlaugsson Reykjaví, varaformaður, Guðni Stefánsson Kópavogi, Lilja Hallgrímsdóttir Garðabæ, gjald- keri, Sólveig Ágústsdóttir Hafnar- firði, Guðrún K. Þorbergsdóttir Seltjamamesi, Einar Guðbjartsson Kjalamesi, Guðrún Ágústsdóttir Reykjavík, Valgerður Guðmunds- dóttir Hafnarfirði, Valþór Hlöðvers- son Kópavogi, ritari, Guðbrandur Hannesson Kjósahreppi og Ásgeir Sigurgestsson Bessastaðahreppi. Þokkaleg við- brögð við blóðsöfnun VIÐBRÖGÐ við blóðsöfnunará- taki Blóðbankans í Háskóla íslands hafa veríð þokkaleg, en Setu þó hafa veríð betrí, að sögn lafs Jenssonar, yfirlæknis. Um 20-30 háskólanemar komu fyrsta daginn sem átakið stóð yfir, en síðan hafa um 5-6 komið á dag. Ólafur sagði að einnig hefði verið nokkuð um að nemendur úr fram- haldsskólunum hafi komið til að gefa blóð eftir að skýrt var frá átak- inu í Morgunblaðinu á laugardag- inn. Ólafur sagði að desember væri alltaf annasamur mánuður hvað blóðnotkun snertir, og því væri „ þörfin á blóði aðkallandi, og reynt væri að safna eins miklu og hægt væri fyrir hátíðamar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.