Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 5
<ma7mt r r-T a / r a r >' t a ( ir v TflT-f ir-'-M v . • MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANUAR 1989 5 I skugga hrafiisins: Tuttugiiþúsund hafa séð myndina hérlendis Um tuttuguþúsund manns hafa nú séð I skugga hrafhsins hérlendis og myndin hefur einn- ig hlotið góða aðsókn i Noregi og Svíþjóð. Hún verður frumsýnd í nýju kvikmyndahúsi í Kaup- mannahöfh i marz og um svipað leyti í Helsingfors. Gert hefur verið alþjóðlegt eintak af mynd- inni og var það sent til kynning- ar til dreifingaraðila í Banda- ríkjunum fyrr i þessari viku. Að sögn Hrafns Gunnlaugssonar er einnig ákveðið að sýna myndina á kvikmyndahátíðum í Evrópu, en ekki hefur verið ákveðið hverjar þeirra verða fyrir valinu. Sjónvarpsmyndin um gerð kvik- myndarinnar verður sýnd í sænska sjónvarpinu nú um helgina og við- tali því sem Hrafn átti við Ingmar Bergman, þegar hann var gestur Listahátíðar í Reykjavík, hefur ver- ið breytt í kvikmynd sem sýnd hef- ur verið í danska og finnska sjón- varpinu og verður sýnd í því sænska þann 15. janúar. Myndin var gerð fyrir kvikmyndahátíð í Lúbeck þar sem sýndar voru tíu frægustu myndir Bergmans og var það að ósk Bergmans sjálfs að þetta viðtal var valið til að gera úr kvikmynd um hann til sýningar á hátíðinni. Hrafn sagðist telja þetta mikinn heiður og eftir ummælum gagnrýn- enda að dæma hefði myndin um Bergman þótt eitt forvitnilegasta framlagið á hátíðinni. Tinna Gunnlaugsdóttir og Egill Ólafsson í hlutverkum sínum í í skugga Hrafiisins. Hafamarpör komu upp 21 unga 1 sumar FIMMTÁN hafarnarhjónum tókst að koma upp 21 unga suma- rið 1988. Onnur 24 hjón héldu sig við óðöl en urpu ekki eða varp þeirra misfórst af einhveijum orsökum. 29 ernir, ungir að stakir fullorðnir sáust á árinu og hræ af einum fullorðnum fannst, dánarorsök ókunn. Þetta kemur fram í frétt frá Fuglaverndarfélagi íslands en þar segir einnig að gera megi ráð fyrir að amarstofninn hérlendis sé stærri en þessu nemur þar sem öll amarsvæðin vora ekki könnuð. Emir eiga nú mjög í vök að veijast í heiminum og nefna má sem dæmi að hvíthöfða bandaríski örninn er nú í útrýmingarhættu. Fuglaverndarfélagið segir að Is- lendingar eigi því láni að fagna að bændur séu menntaðir og hafi góðan skilning á náttúruvernd. Ef þetta kæmi ekki til væri íslenski amarstofninn löngu liðinn undir lok. í frétt félagsins segir svo: ...„Bændur við Breiðafjörð, sem hafa æðarækt, hafa áram saman haldið hlífskyldi yfir ömum sem verpa í nánd. Við viljum færa þeim bestu þakkir og getum við nefnt sem dæmi hin stórmerku hjón í Miðhúsum Svein Guð- mundsson og konu hans Ólínu." Af öðram fuglum í útrýmingar- hættu má nefna keldusvín sem minnkur og framræsla mýrlendis hefur líklega útrýmt. Haftyrðill og snæugla era að hverfa úr íslensku lífríki og þórshana fer fækkandi. Minnihlutinn í borgarsljórii: Hugmyndir um sameigin- legl framboð reifaðar HUGMYNDIR um sameiginlegt fi-amboð minnihlutaflokkanna í borgar- stjóm Reykjavíkur hafa verið reifaðar en engar formlegar viðræður hafa átt sér stað um málið, að sögn Elínar G. Ólafsdóttur, borgarfull- trúa Kvennalistans. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, segir að ýmsar hugmyndir hafi verið ræddar í þessu sam- bandi og sjálf sé hún „dálítið skotin" í einni þeirra. Bjami P. Magnússon, borgarfull- trúi Alþýðuflokksins sagði í Morgun- blaðinu á fimmtudaginn, að hann væri mjög hlynntur sameiginlegu framboði minnihlutaflokkanna og hann hefði lýst þeirri skoðun sinni víða. Sigurjón Pétursson oddviti, Alþýðubandalagsins í borgarstjóm sagði að hugmyndin hefði verið rædd milli flokkanna. Það helgaðist af því, að ef þessir flokkar næðu meiri- hluta myndu þeir starfa saman hvort sem er, auk þess sem samstarf þeirra hefði verið mjög gott á þessu kjörtímabili. Morgunblaðið leitaði álits Sig- rúnar Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknarflokksins á þessum um- mælum. Hún sagðist hafa kynnt í flokknum þær viðræður, sem átt hefðu sér stað um sameiginlegt framboð, en engin afstaða hefði ver- ið tekin til þeirra. Sjálf sagðist hún vera „dáiítið skotin“ í einni þeirra hugmynda, sem fram hefði komið. Elín G. Ólafsdóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans, sagði að hugmyndir um sameiginlegt framboð minnihlut- ans hefðu verið reifaðar, en engar formlegar viðræður átt sér stað. Kvennalistinn hefði ekki tekið af- stöðu til þessa máls, enda þyrfti að skoða málið frá ýmsum hliðum. Elín minnti á, að forveri hennar í borgar- stjóm, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hefði lýst sig fylgjandi hugmyndinni um sameiginlegt framboð, en hún vildi ekki sjálf gefa upp afstöðu sína til þess. SÝNING PEUGEOT 309 - FJÖLSKYLDUBÍLLINN. Einstaklega lipur og hentugur ferðabíll, með nægilegt rými fyrir fólk og farangur. PEUGEOT 405 - BÍLL ÁRSINS í EVRÓPU 1988. Sérlega fallegur og þægilegur bíll sem farið hefur sigurför um Evrópu. Kynnum nú í fyrsta skipti station útfærsluna af 405. Glæsilegur bíll, rúmgóður og með fjöðrun í Peugeot gæðaflokki. PEUGEOT 205 - „BESTI BÍLL f HEIMI". Nú, fjórða árið í röð, valinn af lesendum Auto, Motor und Sport. Bíll með aksturseiginleika í sérflokki í stöðugri sókn á íslandi. JÖFUR - ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 • Sími 42600 Opið laugardag 13-17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.