Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 Islenski hundurinn Kári hlustaði á ræður breska forsætisráðherrans Kári var einnig tungumálagarpur, trúlega næmur og skilningsgóður. eftirPétur Pétursson í bók sinni „Norður yfír Vatna- jökul“ greinir William Lord Watts frá hópferð er allmargir ferðalangar efndu til með Oddi Gíslasyni til að skoða brennisteinsnámur nokkrar, sem hann telur Odd eiga suður á Reykjanesi. í hópnum voru þær ungfrú Oswald, ungfrú Menzies, herra Young frá Edinborg, auk William Lord Watsons, Vatnajök- uls/ara. í íslenskum blöðum er þess getið að þréttán enskir ferðamenn hafí komið til íslands á skipinu „Fifes- hire" hinn 24. júní 1875, „að skoða verksummerki eftir eldgos". Meðal farþega á þessu sama skipi eru frægir ferðamenn, Burton, sá er ritaði bók um ferðir sínar „Ultima Thule", og einnig tvær skoskar ungmeyjar miss Oswald og miss Menzie. Þær stöllur Oswald og Menzie ferðast víða áður en þær fara utan með „Queen" f september- mánuði. Að sögn blaðanna hafa þær m.a. kannað Surtshelli rækilega. Á ferðum sínum dró ungfrú Oswald upp margar myndir, risti í tré eða málaði vatnslitamyndir, auk penna- teikninga. Hún tók mikla tryggð við ísland. Kom hingað öðru sinni 1878 og enn ferðaðist hún víða árið 1881. Ungfrú Qswald ritaði frásagnir um ferðir sfnar. Þær birt- ust í tímaritinu „Good Words" og síðar gaf hún út bókina „By Fell and Fjord“ árið 1882. Þar segir hún: ^Árlega koma nokkrir ferðamenn til Islands til þess að verja þar sum- arleyfí sínu. Þrennt er það einkum er laðar þá, veiði, jarðfræði eða fombókmenntir. Það voru bók- menntir sem vöktu löngun mína, segir ungfrú Oswald í upphafskafía bókar sinnar og vitnar í skáldið Carlyle um áhrif fomsagnanna. í handritadeild Landsbókasafns er varðveitt bréf sem miss Oswald ritaði Grími Thomsen, skáldi og bónda á Bessastöðum. Honum hafði hún kynnst á ferðum sínum og set- ið boð hans á Bessastöðum. Af Grími hafði hún þegið hund sinn, þann er segir frá í bréfí því sem hér birtist. Af ferðum ungfrú Os- wald og skrifum hennar um land og þjóð mætti gjaman greina nánar síðar. Fylgdarmenn hennar á ferð- um hennar voru kunnir garpar, þeir séra Oddur Gfslason og Þorgrímur Guðmundsen. Um Þorgrím sagði Indriði Einarsson að hann væri svo frábær leiðsögumað- ur og túlkur að hann gæti hlegið á 7 tungumálum. Ungfrú Oswald dró mynd þá er hér birtist af Þorgrími. Hér verður látið nægja að birta bréf miss Oswald til Gríms Thom- sens og stuttan kafla úr bók Indriða Einarssonar þar sem hann greinir frá heimsókn sinni á heimili Os- waldmæðgna í Edinborg: Moffat Southbank, Edinburg. Dumfriesshire 17da Júlí 1880. Kæri doktor Thomsen. Ég verð að segja yður frá miklum missi sem við höfum orðið fyrir á heimilinu þar sem er hundurinn minn Kári. Einmitt nú, er hann var í blóma lífsins og öllum þótti svo vænt um hann. Það var aðeins einn ljóður á ráði hans, sem raunar varð „hans bani“. Hann hafði yndi af gönguferðum, sérstaklega um Ed- inborg, hvert bæjarhverfí. Hann fór þar allra ferða, aleinn. Stundum var hann fjarverandi 2 eða 3 nætur, en kom svo aftur sæll og ánægður, að loknum rannsóknarferðum sínum. Víkingslund var mjög ríkur þáttur f fari hans. Hann gekk (marséraði) með sveitum sjálfboða- liða, og hlustaði á ræður Gladstones með múgnum og hann var vel þekktur hjá lögreglunni og vinsæll hjá öllum. Ekkert illt hefði hent hann, ef ekki hefði gengið farsótt, fyrir um það bil mánuði, eða svo. Gladstone, stjómmálaskörung- urinn frægi þótti frábær mælskumaður og var hvarvetna hlýtt á ræður hans af athygli. Kári, islenski hundurinn, sem Grímur Thomsen gaf Miss Os- wald, var í hópi áheyrenda í Edinborg. Dag nokkum varð vart við einkenni veikinnar hjá aumingja Kára. Hann stóð sig svo dásamlega að læknirínn vonaðist til þess að honum batnaði, en á §órða degi versnaði honum og þá var bundinn endi á þjáningar hans. Hann beit aldrei, né glefsaði. Hann var einstaklega ljúfur og vék ekki frá mér í veikindum sfnum. Hann var tjóðraður fyrir utan gluggann minn á nóttunni. Auðvit- að lét ég engan koma nærri honum. Hann var einnig yndislega kátur og svo fallegur að hann vakti at- hygli allra. Á hann einhverja ná- komna ættingja á íslandi? Ekki svo að skilja að ég sé með slíkt í huga nú, ef þá nokkuratíma — því að ég hætti ekki á neitt meðan pestin gengur. Við söknum hans öll svo mikið að mig langar gjaraan að vita hvort hann kynni að eiga bræð- ur. Leiðangur minn til Austurlanda var dásamlega fróðlegur. Við vorum Þorgrímur Gudmundsen túlkur og leiðsögumaður var svo frábær að hann gat hlegið á 7 tungumál- um. veðurheppin og einnig að þvf er fylgdarmenn og hesta varðaði. Sumir hlutar landsins, öræfín milli Jersúsalem og Jórdan minntu mig með einstökum hætti á ísland. Ef ég hefði verið beðin að geta mér þess til hvar ég væri stödd þá hefði ég nefnt Leir hæðirinar í nágrenni Mosfells — og einhvem fjörð þar í grennd, sem svipar til Dauðahafs- ins. Ferð okkar á hestunum var aldr- ei jafn erfíð og á íslandi og heldur aldrei eins þægileg, hvergi grænar grundir. Hestamir góðir, á sinn hátt, en sannarlega ekki jafnokar íslensku hestanna. Hesturinn minn, sem var mjög góður af Palestínu- hesti að vera, var svipaður venjuleg- um skeiðhesti, sem maður fær leigðan á íslandi, dugmikill, en vantaði viljann og aðlögunarhæfni. Með kærri kveðju, E.J.Oswald. Walter Scott. Trúlega verður mörgum hugsað til ljóðs Gríms Thomsens er hann kvað um hundinn og tryggð hans: „Sá er nú meir en trúr og tryggur með trýnið svart og augun blá, fram á sinar lappir liggur líki bðndans hjá.“ í þessu tilviki er greint frá sökn- uði eiganda Kára og tryggð. í bók sinni „Séð og lifað" hefír Indriði Einarsson lýst heimsókn sinni til lafði Oswald, móður ungfrú E.J. Oswald. Idriði greinir þannig frá heimsókn sinni: „Ég læt mér ekki til hugar koma að lýsa Skotum. Walter Scott hefur gert það svo vel, að þeir eru ánægð- ir með það sjálfír. Hann lýsir Skot- um á öllum tímum, frá því að íslend- ingasögur, Noregs- og Orkneyinga- sögur þagna um þá, og þangað til á 18. öld. Skotamir hans eru hruf- óttir, oft ruddalegir og ófheflaðir; fyrri tímar voru svo. Þð var mér ánægja að sjá, hvemig þessir menn höfðu slípast og fágast, hvemig menning og efni þeirra höfðu auk- ist frá því Walter Scott skildi við þá og þangað til ég sá þá. Ég var einu sinni boðinn til hefðarkonu í Edinborg, sem var bamabam Rob Roy’s, sem allir kannast við frá Walter Scott. Rob Roy var höfðingi í Hálöndum í Skotlandi. Hann var rummungur hinn mesti og stal og rændi fénaði og nautgripum. Hann var hveijum manni sterkari, og lög- regluliðið I Glasgow gat aldrei haft hendur í hári hans. Ef tilraun var gerð til að handsama hann, sleit hann lögregluna af sér, og var þriggja manna maki að burðum. Grafar-Jón okkar Norðlinga var bam í samanburði við Rob Roy. Frúin, sem átti þennan fræga afa, minnti ótrúlega mikið á afa sinn í útliti. Hún var gömul kona, feitlag- in, rauðhærð eins og afi hennar, gild og þrekvaxin, fremur lág vexti og leit út eins og henni hefði verið hægðarleikur að lyfta tveimur full- um tunnupokum af komi á herðar sér og bera þá góðan spöl. Hún hafði rautt yfirskegg á efri vörinni, sem bar vott um, að eitthvað mjög mikið væri enn til hjá henni af karl- mennsku afa hennar. Frúin var rík og var alveg laus við að vera meng- uð með brekum afa síns. Hún gekk um í stássstofunni sinni stillt og þétt, eins og ofurlítið fínni mynd af afa sínum en hann hefði verið sjálfur. Frúin átti dóttur. Hún var hávaxin og fyrirkonuleg. Hún var vel menntuð. Hárið var lýsigull- rauðleitt og sór sig í ættina að því leyti. En öll framkoma hennar minnti á hefðarstúlku af skoskum aðli. Þær mæðgur sýndu mér, hvemig skosku söguhetjumar hans Walter Scotts höfðu hneigst inn í enska menningu — eða skoska, — og hvemig fjórða kynkvíslin var orðin Ladies and Gentlemen eftir nýtísku sniði. Miss Oswald sem hafði verið hér á landi eitt sumar og kunni íslensku, þótti það merkilegast við lands- menn, að hún gæti farið niður á malarkampinn í Reykjavfk og talað þar við hvem alþýðumann, og hann skildi sig. Ef hún talaði við skosk- an eða enskan verkamann, þá væri alveg undir hælinn lagt, hvort þeir skildu, hvað hún meinti. Þó væri enskan sín ólíkt betri en íslenskan, sem hún talaði. Miss Oswald hafði sjálfsagt tekið rétt eftir. íslenskur almúgamaður er oftlega vel greind- ur og þeir skilja almennar hug- myndir." Síðan heldur Indriði áfram að greina orsakir þess að íslenskar stéttir blandist „hver inn í aðra“ og kveður mun þeirra lítinn sem engan. Um Oswaldmæðgur segir hann: „Hjá Miss Oswald, eða öllu heldur lafði Oswald, móður hennar, var ég boðinn, því hún vildi sýna mér skoskt (eða enskt) kvöldsamkvæmi. Þar var enginn kynntur öðmm, sem er nú reyndar hálfgert þurradramb í húsbændunum. Þeir segja með því: „Til mín koma engir, heiðurs- menn og hefðarkonur." Þar glóðu eldri konumar í gimsteinum og mér þótti efasamt, að hirð Guðröðar Manarkonungs, sem lafði Oswald rakti ætt sína til hefði nokkumtíma verið svo glæsileg". Höfundur er þulur. Menntun í ferðaþjónustu í MK Menntaskólinn i Kópavogi hefúr um nokkurra missera skeið stað- ið fyrir kvöldnámskeiðum um ferðamál fyrir almenning. Þann 9. janúar nk. hefst fargjaldanámskeið þar sem kennd verða undirstöðu- atriði í farseðlaútgáfú. Vörður held- ur áramóta- spilakvöld Landsmálafélagið Vörður heldur áramótaspilakvöld sitt sunnudaginn 8. janúar í Súlnasal Hótels Sögu. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins flytur ávarp og Jóhannes Kristjánsson eftirherma skemmtir. Aðgöngumiðinn gildir sem happ- drættismiði. Þorsteinn Pálsson Verður kennt þijú kvÖld í viku, á mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöldum, kl. 19—22. Námskeiðið stendur í 2 vikur. í mars nk. verður síðan haldið nám- skeið í ferðalandafræði. Verður kennt þijú kvöld f viku í þijár vik- ur, kl. 19-22. í fréttatilkynningu frá MK segir m.a: „Ekki hafa allir þeir sem vinna ferðaþjónustustörf hér á landi haft tækifæri til að mennta sig sérstak- lega til starfa, en hafa með tfman- um aflað sér dýrmætrar reynslu í starfí. Á þeim námskeiðum sem Menntaskólinn í Kópavogi hefur haldið, hefur verið fjallað um hina margvíslegustu þætti ferðaþjón- ustunnar. Em að jafnaði tvö til þijú mis- munandi námskeið í gangi yfír vet- urinn. Námskeiðin em haldin á kvöldin svo að bæði þeir sem þegar vinna í ferðaþjónustu og þeir sem hyggja á slfk störf í framtfðinni geti aflað sér menntunar og kynnst hinum ýmsu starfsgreinum innan íslenskrar ferðaþjónustu, þeim lög- um sem þar gilda, þýðingu fyrir þjóðarbúið svo að eitthvað sé nefnt.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.