Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.01.1989, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. JANÚAR 1989 Maltíð dagsins Flestir borða vel um jólin — sumir jafhvel um of. Og nú hugsa margir: Nú fer ég í megrun. En fólk ætti að hugsa málið vel áður en til slíkra að- gerða er gripið. Margir meg- runarkúrar geta verið áhrifa- miklir í byrjun, en eru það ekki þegar til lengri tíma er litið. Mjög margir „dellukúrar" eru í gangi og þeir geta jafnvel verið skaðlegir. Alhliða rétt samsettur Qölbreyttur matur, sykur- og fitulítill er það sem er áhrifaríkast. Þá er engin hætta á, að óstöðvandi löngun í eitthvað sérstakt, sem er fit- andi, komi að loknum kúrnum. Margir gefast upp á kúrnum, ef eitt hliðarspor er tekið, og viðkomandi lætur freistast eina kvöldstund, en það gerir ekkert til og er ofur eðlilegt. Takið þráðinn bara upp að nýju dag- inn eftir. Við þurfum enga megruna- rkúra, heldur eigum við að breyta matarvenjum okkar, nota minni fitu og öðruvísi fitu og lítinn sykur. Olía er mun hollari en hörð fíta, svo sem . smjörlíki, en við þurfum minna af henni. Olían er þó ekkert minna fítandi. Smjörvi og sól- blóma er ekkert minna fitandi en smjör eða smjörlíki. Fólk notar bara of mikla fitu við matreiðsluna, en slíkt er óþarfi í dag þegar flestir hafa tæki til glóðarsteikingar, góða bak- araofna, góðar pönnur, sem ekki festist í og fítulitlar mjólk- urvörur, og nóg af grænmeti og ávöxtum er alltaf til. Þessi þáttur minn hefur ver- ið svo til óbreyttur frá byijun, og finnst mér og sjálfsagt fleir- um tími til kominn að breyta til. í stað þess að taka fyrir einn fæðuflokk í hvert skipti, hef ég hugsað mér að koma með tillögur um aðalmáltið dagsins. Ég ætla Iíka að vera með uppskriftir af brauðum, en við ættum að borða meira brauð en við gerum og helst að baka það sjálf. Það er auð- velt og ódýrt að baka brauð heima og alls ekki tímafrekt. Við getum byijað á að baka brauðið, en sett síðan aðalmat- inn í heitan ofiiinn á eftir. Það er útbreiddur misskilningur að brauð sé fitandi, en það eru álíka margar eða heldur færri hitaeiningar í einni grófri brauðsneið og einu epli. Brauð- ið er mettandi en eplið vekur upp hungurtilfinningu. Aftur á móti er það, sem við setjum ofan á brauðið, oft fitandi. Ýsuflak með ávöxtum og súrmjólk 2 V2 dl súrmjólk 500 g ýsuflak safí úr V4 sítrónu 1 tsk. salt Vs tsk. pipar 1 banani, stór 1 tsk. sinnep, milt 1 tsk. karrý 15 græn vínber 1. Setjið súrmjólkina í kaffi- pappírspoka og látið renna af henni í 30 mínútur. 2. Roðdragið flakið, skerið úr því bein, hellið sítrónusafa yfir flakið, stráið á það salti og pipar og lát- ið bíða í 10-15 mínútur. 3. Leggið flakið á eldfast fat. 4. Skerið bananann í sneiðar og raðið yfir flakið. 5. Hrærið saman súrmjólk, sinnep og karrý, setjið yfir bananana. 6. Skerið vínberin í tvennt, takið úr þeim steina. Raðið síðan ofan á sósuna á fískinum. 7. Hitið bakaraofn í 190° C, blást- ursofn í 170o C, setjið fatið í miðjan ofninn og bakið í 15-20 mínútur. Meðlæti: Soðin hrísgijón, salat og brauð. Hrásalat Vænn biti kínakál, 200 g V2. gúrka safi úr V2 sítrónu Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON V4 dl matarolía salt milli fingurgómanna 1 tsk. hunang (má sleppa) nýmalaður pipar 5 dropar tabaskósósa 1. Þvoið kálið og gúrkuna, skerið kálið þvert í þunnar sneiðar og setjið í skál. 2. Skerið gúrkuna fínt með osta- skera og setjið saman við kálið. 3. Setjið safa úr V2 sítrónu, matar- olíu, salt, hunang, pipar og ta- baskósósu í hristiglas. Hristið vel saman. 4. Hellið sósunni yfir salatið og hrærið saman með tveimur göffl- um. 5. Berið salatið strax á borð. Ef þið þurfið að geyma það eitthvað, þarf að setja disk eða filmu yfir skálina og geyma í kæliskáp. Auðvelt og gott brauð 2stk. 9 dl hveiti 3 dl heilhveiti 2 dl hveitiklíð V2 msk. púðursykur (má sleppa) 1 tsk. salt 2 msk. þurrger 1 msk. matarolía 1 flaska maltöl 2 dl vatn 1. Setjið hveiti, heilhveiti, hveit- iklíð, púðursykur, salt og þurrger í hrærivélarskál. 2. Setjið matarolíu út í. 3. Blandið saman maltöli og sjóð- andi vatni. (Hægt er að nota vatn úr heita krananum.) 4. Setjið vökvann út í. Hrærið saman. 5. Setjið örlítið hveiti á eldhús- borðið. Hnoðið deigið lauslega, ef það er mjög lint, þarf að hnoða hveiti upp í það. 6. Skiptið deiginu í tvennt. Fletjið hvorn part þykkt út með köku- kefli. Vefjið síðan hvom part upp. 7. Setjið brauðin með samskeytin niður á bökunarpappír á bökunar- hellu. 8. Setjið heitt vatn í eldhúsva- skinn, leggið plötuna milli bar- manna á vaskinum. Setjið hreint stykki eða plastfílmu yfir brauðin. Látið lyfta sér þannig í 20-30 mínútur. 9. Hitið bakarofninn í 210° C, blástursofn í 190° C. Setjið plöt- una með brauðunum í miðjan ofn- inn og bakið í 25-30 mínútur, eða þar til brauðið hefur fengið falleg- an lit og holhljóð heyrist ef bank- að er í það. Athugið vél: Aðeins tvennt ber að varast þegar bakað er brauð með geri. Deigið má ekki vera hart og vökvinn má alls ekki vera of heitur. Hitastigið á að vera 35-37° C, ef það er heitara, drepst gerillinn, en enginn skaði er skeð- ur, þótt vökvinn sé kaldari, brauð- ið er bara lengur að lyfta sér. Mjög gott er að setja skál með vatni á botn ofnsins meðan brauð- ið er að bakast. Opið bréf til varaformanns „saftiaðar- stjórnar“ Fríkirkjunnar í Reykjavík eftirHeidi Kristiansen „Það er von okkar að það starf innan kirkjunnar, sem byggist á góðu samstarfi prests og kvenfé- lagsins, geti hafist að nýju með komu nýs prests til safnaðarins.“ Kæra Berta, gleðilegt nýtt kirkjuár. Nú fer að nálgast sá aðalfundur sem ýmsu gæti breytt í innra starfi Fríicirkj- unnar í Reykjavík. Að baki gín stórt LITGREINING MEÐ CR0SFIELD ER LYKILLINN AÐ VANDAÐRI LITPRENTUN MYNDAMÓT HF gat í safnaðarstarfínu, gat sem langan tíma mun taka að lagfæra. Þið tókuð við stjómartaumunum í vor sem leið og engu er líkara en að höfuðmarkmiðin hafi verið 3: a) að losna við prestinn, b) að losna við söfnuðinn, c) að drepa niður alla kirkjusókn. Lið a þarf ekki að útskýra frem- ur. Varðandi lið b og c, þá léstu hafa það eftir þér að lokinni skoð- anakönnuninni (hvar fínnurðu henni stoð í lögunum?) í einhverjum íjölmiðlinum að nú væri best að „Gunnarsmenn" kæmu sér burtu. Þeir tóku það svo bókstaflega að þeir hættu að mestu að sækja al- mennar guðsþjónustur í Fríkirkj- unni. Og hveijir koma nú? Það skyldi þó aldrei vera að „Gunnars- menn" hafi verið sá hluti safnaðar- ins_ sem reglulega mætti í kirkju? í ofanritaðri tilvitnun í grein úr blaði ykkar er hvergi minnst á org- anleikara, kirkjuvörð eða aðra þá, sem við kirkjuna starfa. Skipta þeir engu máli í samstarfínu eða láta þeir svo vel að stjóm að þar þarf engu við að bæta? Allt starf innan kirkjunnar er í lágmarki. Er það ef til vill vegna þess að samstarf núverandi prests við kvenfélagið er ekki í lagi? Er þá vald kvenfélagsins ekki farið að verða heldur mikið innan safnaðar- ins? Eða stenst sr. Cecil ekki heldur kröfur kvenfélagskvenna um klæðaburð, kenningu, söng, ræðu- mennsku og framkomu í öðrum samkomuhúsum. „Varðandi mætingar til messu hjá safiiaðarpresti, þurfa við- komandi að hafa eitthvað til hans að sækja.“ Málflutningur þinn og þinna manna vegna brottrekstrar sr. Gunnars byggðist að miklu leyti á kvörtunum, sem komið höfðu fram. Nú vill svo til að ýmsar kvartanir um störf sr. Cecils hafa heyrst. Nefna má til dæmis grein í Mbl. rétt fyrir fyrir jól. Hvemig hyggist þið bregðast við því? Er frelsi Fríkirkjuprests nú orðið svo mikið, að hann megi nota einka- þýðingar sínar á texta biblíunnar? Leyfist honum með ykkar/þínu samþykki að breyta útfararhefðum? Sr. Cecil titlaði sig settan prest í áðumefndu blaði. Hver setti hann? Er biskup ekki sá eini sem setur presta? Einnig hefur verið kvartað yfír framkomu kirlquvarðar við athafn- ir. Á ekki að gera neitt í því? Eða „er þér ekki kunnugt um“ neinar slíkar ávirðingar? Heyrir þú ef til vill bara það sem þú vilt heyra? „Það sem nú er að gerast í Frikirkjunni er siðvæðing, sem á eftir að ná langt út fyrir raðir hennar ...“ Hvað er nú að gerast í Fríkirkj- unni? Það skal ég segja þér, Berta mín. Safnaðarstarf er að leggjast niður. Virðing fyrir prestinum fer mjög þverrandi. Bömin em hætt að sækja kirkjuna sína, jafnvel þótt söguhomið sé á sínum stað. Kirkju- kórinn er nafnið eitt. Öllum athöfn- um hefur fækkað mjög. Fermingar- böm hafa ekki verið svo fá um langa hríð. Sálusorgun er í lama- sessi. Það er ekki einu sinni svarað í síma í kirkjunni nema endmm og sinnum. Ég held að kirkjumenn á Islandi eða reyndar hver sem er frábiðji sér þá „siðvæðingu", sem þú boðaðir svo fjálglega í blaði þínu. Siðvæðing þessi virðist reyndar ein- ungis byggð á þinni persónulegu óbeit á sr. Gunnari Bjömssyni, óbeit, sem er á góðri leið með að leggja Fríkirkjusöfnuðinn í rúst. „Þá álítur stjórnin að fengnu áUti lögfræðinga að almennur safhaðarfundur sé ekki fær um að víkja stjórninni frá ...“ Ef til vill er þetta rétt hjá þér, Berta mín. Ekkert í lögum safnað- arins eða félaga almennt gerir ráð fyrir því að lýst sé yfir vantrausti á stjóm. Almenn skynsemi og venjuleg fundar4sköp gera neftii- lega ráð fyrir því að stjóm taki til- lit til vantrausts meirihlutans og gefi þá þeim, sem telja sig geta gert betur, tækifæri til þess. Mista- kist þeim svo, er þó ekki við fyrrver- andi stjóm að sakast. En þótt al- mennur safnaðarfundur sé ekki fær um að víkja stjóm frá, er aðalfund- ur ömgglega fær um að það, enda gera lögin bókstaflega ráð fyrir því að hægt sé að kjósa alla stjómina á sama fundinum. Eða lítur þú ekki svo á 5. mgr. 7 gr. laga safnaðar- ins. Ekki er ólíklegt, að á þetta reyni á næsta aðalfundi. Eftir safnaðarfundinn í Gamla Bíói þann 12. september síðastliðinn sagðir þú að sá fundur væri ekki marktækur, þar sem svo fáir fund- argestir hefðu verið. Þar vom þó greidd yfír 700 atkvæði, þegar mest var. Hve stórt húsnæði hyggstu þá hafa fyrir næsta aðal- fund? Er Háskólabíó nógu stórt til þess að gera aðalfundinn marktæk- an, eða nægir ekkert minna en Laugardalshöll? Það er ljóst, að ekki dugar að hafa hann í Fríkirkj- unni. Ekki býst ég við að þú svarir þessum spumingum frekar en svo mörgum öðram sem til þín hefur verið beint undanfarið. En ég held að safnaðarmönnum sé hollt að velta þeim fyrir sér og sömuleiðis ástæðunum fyrir því að almennir safnaðarmenn þurfa að bera þær fram. Við emm nefnilega ekki leng- ur að ræða uppsögn prests. Við emm að ræða skipulagða skemmd- arstarfsemi í söfnuði, sem em okk- ur nokkurs virði. (Setningar innan gæsalappa em fengnar að láni úr „Fríkirkjunni", bréfi Fríkirkjusafnaðarins f Reykjavík, ábyrðarmenn Þorsteinn Eggertsson og Berta Kristinsdótt- ir.) Höfundur er sjúkraliði og ístjórn Safhaðarfélaga Fríkirkjunnar í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.